Vísir - 30.01.1964, Page 16

Vísir - 30.01.1964, Page 16
 . VÍSIR Fimmtudagur 30. janúar 1964. Bakarí í Iðn- skólanum I ggerdag hófst verkleg kennsla í bakaraiðn f Iðnskólanum í Reykja vfk. Bakarí hefur nú verið sett upp á efstu hasð skólans, og það kaffi- brauð, sem nemarnir baka verður selt í kaffistofu skólans. Verkleg kennsla f bakaraiðn hefur löngum Framhald á bls. 6 Þjóðleikhúsið fœr sýningarrétt á „ After the Fall" eftir Miller Hvaða islenzk leikkona fær hlutverk Marilyn Monroe? Þjóðleikhúsið hefur nú „After the Fall“, sem var aflað sér sýningarréttar frumsýnt á Broadway í á leikriti Arthurs Millers New York fyrir nokkr- um dögum og vakti geysimikla eftirtekt. „Við höfum sýnt frægustu leikrit Millers hér f Þjóðleikhús inu og hafa þau alltaf reynzt mjög vinsæl og ég held að „After the Fall“ verði ekki síðra eftir þeim viðtökum, sem það hefur fengið á Broadway," sagði Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleikhússtjóri í viðtali í morgun. Þjóðleikhúsið fékk sýningar- réttinn í gegnum umboðsmann sinn f New York, en handrit munu berast næstu daga og þýðandi þá fenginn til starfa. Leikritið mun þó ekki verða sc-tt á svið fyrr en á næsta starfsári leikhússins, enda langt liðið á leikárið. Aðspurður sagðist þjóðleikhús stjóri ekki hafa íhugað hvaða stúlka væri bezt fallin til að leika Marilyn Monroe. Það , verður án efa mjög erfitt verk að finna þá stúlku, en við höf- um margar góðar leikkonur í skólanum okkar og aldrei betri en nú og ég gæti trúað, að ein- hver þeirra kæmi til með að hreppa hlutverkið, hver veit“. Eins og skýrt hefur verið frá fyrr hér í blaðinu fjallar leikrit þetta um Marilyn Monroe, fyrr- verandi eiginkonu Millers, enda þótt Miller sjálfur hafi enn ekki viljað viðurkenna það. Myndin er tekin f hinu nýja bakaríi f Iðnskólanum. Á myndinni eru talið frá Hersir, Sigurður Bergsson og Guðmundur Oddsson. Ljósm. Vfsis B.G. stri: Stefán Thordarsen, Gfsli Ólafsson, Guðmundur Kvikmyndasýning Germaníu Á morgun, laugardag, verður kvikmyndasýning félagsins Ger- maníu með venjulegum hætti, og verða sýndar frétta- og fræðslu- myndir. Tal og Friðrik tefla í kvöld Akstur hafinn á sérleyfisleiðum Ákstur á sérleyfisleiðum hófst f morgun á ný með eðlilegum hætti eftir að verkfali hafði staðið sfð- an 17. janúar. Náðist samkomulag um kjðr bifrelðastjóra á sérleyfis- Ieiðum seint f gærkvöldi og verk- falli var þegar aflétt Aðalatriði samkomulagsins er það, að kaup bifreiðastjóra á sér- leyfisleiðum er unnið hafa skemur en 3 ár hækkar um 15% en um 20% hjá þeim, sem unnið hafa 3 ár eða lengur. Yfirvinna greiðist með 60% álagi og næturvinna með 100% álagi. Að öðru leyti var kjara deilunni vísað til kjaradóms, sem ákvarða á kjör bifreiðarstjóra á sérleyfisleiðum að öðru leyti. — Er kjaradómurinn skipaður 2 full- trúum frá hvorum aðila og 3 hlut- lausum mönnum er yfirborgardóm- arinn í Reykjavík tilnefnir. Sam- komulag það er Frami f Reykja- vfk og Fylkir í Keflavfk hafa nú gert við sérleyfishafa gildir frá 1. janúar þessa árs til 15. desember. 30 km. ganga á 01: /slendingar ekki fréttir meðal 54 fyrstu Tveir íslendingar, Birgir Guð- Iaugsson og Þórhallur Sveinsson voru meðal þátttakenda í 30 km. göngukeppni á OL f Innsbruck f morgun. Hvorugur mun hafa náð góðum árangri þvf þeirra er ekki getið f fréttaskeyti frá NTB-frétta- stofunni, sem segir þó frá 54 fyrstu mönnum keppninnar. Olympíumeistari varð Finninn Mæntyranta á 1:30.50.7 klst. en annar varð Harald Grönningen, Noregi, á 1:32.02.3 klst. og þriðji Vorontsjitsjin frá Rússlandi. Þá komu tveir Svíar Jannes Stefans- son og Sixten Jemberg. Af fyrstu 14 mönnum keppninnar voru Norð- urlandabúar f 11 sætum. 1 500 metra skautahlaupi kvenna vann rússneska stúlkan Skoblikva gullið á tímanum 45.0 sem er nýtt Oiympfumet. Egon Zimmermann, Austurríki, sem eitt sinn var hér á Islandi með skfðamönnum, vann brunkeppni OL f morgun á 2.18.17, annar var Leo Lacroix, Frakklandi, 2.18.49 og þriðji Wolfgang Barthels, Þýzka- landi á 2.19.55. „Það liggur við að maður hætti að tefla, þegar maður sér menn eins og Tal tefla. Skák- flækjumar, sem Tal legg ur út í eru svo óskapleg- ar að allir hljóta að falla á þeim“. Þetta sagði Friðrik Ólafsson í stuttu rabbi í gærmorgun, en hann var óheppinn í fyrrakvöld og hefur raunar misst vonina um sigur í Reykjavíkur- skákmótinu. „Mér yfirsást einn leikur Wades, þegar hann lék drottningunni, ég lagði út f ævin týramennsku og féll á öllu sam- an. Ég hef líklega séð þetta allt f hillingum og þvf farið sem fór. Hann þvingaði mig út f tvlsýn- una og var slgurinn vfs“. „ Hvemig flnnst þér fram- kvæmdin á Reykjavfkurmót- inu?“ „Ég er ánægður með hana, og einkum þaitn mikla áhuga sem hér er á skák. Þessi áhugi er vart til nema LHollandi og nokkrum austantjaldslöndum". Friðrik og Tal tefla sam- an f kvöld og sagðist Friðrik ákveðinn f að gera allt sem f hans valdi stæði til að stöðva Tal, — en kvaðst engu vilja lofa um úrslit.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.