Vísir - 09.04.1964, Síða 3
„T oastmaster s “
. í gleðskap
Á Keflavfkurflugvelli hefur
starfað um nokkurra ára skeið
klúbbur, er nefnist Vulcan To-
astmasters Club. Hefur klúbbur
þessi að markmiði að þjálfa með
limi 1 ræðumennsku, fundarskðp
um og f þvf að koma fram,
hvort sem er opinberlega eða
f einkalífi.
Heldur klúbburinn vikulega
fundl, þar sem menn koma sam-
an og borða og eru umræður
yflr borðum. Bæði Bandaríkja-
meran og íslendingar eru í
klúbbnum og hafa félagsmenn
venjulega skipzt f helminga eft-
ir þjóðemi. Öll starfsemi fer
fram á ensku.
Hefur verið komizt svo að
orði, að þetta væri alveg eins
og saumáklúbbur, að öðru en
því, að þarna er aðeins talað,
— ekkert saumað.
Á hálfs árs fresti er skipt um
stjórn og er þá venja að halda
fund með öðrum stíl en venju-
lega, þar sem ný stjóm er sett
inn í embætti. Einn slíkur var
haldinn í Þjóðleikhúskjallar'an-
um síðastliðinn laugardag og
birtast hér nokkrar myndir það-
an.
Á efstu myndinni eru frá
vinstri: Frú Haviland, frú Elli-
son, fráfarandi formaður klúbbs
ins, Ragnar Halldórsson, yfir-
verkfræðingur á Keflavíkurflug-
velli, í ræðustól Lieutenant Clair
Brou, sem er yfir útvarps- og
sjónvarpsstöð vallarins, Captain
Ellison, yfirmaður Keflavíkur-
flugvalllar, sem var heiðursgest-
ur kvöldsins, frú Margrét Sig-
urðardóttir og Bogi Þorsteins-
son, yfirflugumferðarstjóri í
Keflavík.
Á næstu mýnd sér yfir sal-
inn og er Lieutenant Chuck
Lawrence að halda ræðu. —
Fremst á myndinni em Ólafur
Sigurðsson, Þórir Björnsson,
Margrét Björgvinsdóttir og Har-
aldur Jóhannsson.
Á þriðju mynd sjást fleiri
veizlugesta. Standandi fyrir
miðju er Kristján Einarsson,
flugumferðarstjóri og til vinstri
Þórir Bjömsson, sem starfar hjá
American Express á Keflavfkur-
flugvelli.
Á neðstu myndinni eru meðal
annarra Ensign Orphanedes,
Colonel Fitch og hinn nýi for-
maður klúbbsins, Don Haveland,
sem er yfir Industrial relations
skrifstofu vallarins.
Drengjaskyrtur. Verð frá kr. 82.00
Drengjahanzkar. Verð kr. 85.00
Drengjafrakkar. Verð kr. 698.00.
Drengjamittisblússur úr khaki. Verð frá
kr. 195.00.
Drengjamittisblússur úr gallon. Kr. 630.00.
Nylonúlpur í miklu úrvali.
/neð fatnaðinn á fjölskylduna
Laugaveg 99, Snorrabrautar megin - Sími 24975
pttli
v: