Vísir - 16.04.1964, Síða 2

Vísir - 16.04.1964, Síða 2
Lokastaðan f 1. dei’d í hand- knattleik (reiknað með að Fram og FH þurfi ekki að leika sam an aftUr): ic Ármann—FH 20:18 ic Frám—Vfkingur 19:13 nær að falli ÉT Þegar Armann vann FH 20:18 í gærkvöldi Það var ekki beint hægt að kvarta yfir daufu leikkvöldi að Háloga- landi. I'vert á móti, eigi siík spenna að halda áfram mörg kvöid í við- bót, er hætt við að einhverju taugakerfinu verði ofboðið. Kvöldið f gær var hlaðið spennu frá kl. 8,15 þar til flautan gall skömmu fyrir kl. 11. Og úrslitin, — Þau voru eins óvænt og nokkur úrslit geta verið, botnliðin, sem voru í fallhættu, björguðu sér bæði, Ármann með glæsi legum sigri yfir FH, 20:18, en Víkingur með jafntefli 19:19 gegn Fram, að visu aðeins til bráðabirgða, þvl þeir munu leika aukaleik um fallið gegn ÍR, sem nokkuð óvænt er komið i fallhættu. Fram 10 8 1 1 222:183 17 FH 10 6 1 3 273:215 13 KR 10 4 0 6 240:244 8 Ármann 10 4 0 6 196:210 8 Vikingur 10 3 1 6 212:242 7 ÍR 10 3 1 6 243:274 7 Markahæstu leikmenn f mót- inu urðu þeir Karl Jóhannsson, KR, og Ingólfur Óskarsson, Fram, sem skoruðu báðir 82 mörk í leikjum sinum. Næstir á listanum korna: 2. Gunnlaugur Hjálmarss. ÍR 75 4. Hörður Kristinsson Á 69 5. Hermann Samúelss ÍR 63 6. Reynir Ólafsson KR 59 7. Ragnar Jónsson FH 58 8. Rósmundur Jónsson Vík. 56 9. Lúðvfk Lúðvfksson Á 52 10. —11. Páll Elríksson og öm Hallsteinsson FH 51 Ármenningamir byrjuðu með miklum áhuga og innblæstri gegn FH í gærkvöldi og það var greini- legt að þeir mundu selja sig dým verði. Þeir náðu forystu í leiknum og tókst að halda henni út leikinn. 1 hálfleik var staðan 9:6. 1 seinni hálfleik byrja Ármenn- ingar vel og Þorsteinn ver víti frá Emi Hallsteinssyni. Gegnum hálf- leikinn var siðan nokkuð jafn leik- ur, en Ármenningum tókst þó allt- af að halda góðu forskoti og kom- ust t. d. i 15:10 um miðjan hálf- leik, þegar Hjalti Einarsson kemur aftur f mark fyrir Loga, sem varði þó ágætlega. Hjalti gerði margt mjög vel og liðið óx þegar, og áð- ur en varði er staðan orðin 15:13 og 10 mínútur eftir af leik. Ár- menningum tókst að ná 3 marka forskoti í'17:14, úr víti Árna Samú- elssonar, en þá var Auðuni Óskars- syni visað af leikvelli í 2 mínútur vegna endurtekinna brota. Lúðvík skoraði 18:14 og það var greinilegt að Ármenningum mundi, eða a. m. k. ætti að takast að sigra, en sá sigur virðist þó ætla að renna úr greipum þeirra vegna skota í tíma og ótíma. Ármann má þakka sigurinn Jak- obi Ifnumanni, sem fór vel með tvö tækifæri, sem hann fékk á síðustu fimm minútum leiksins, en þá skor aði hann 19. og 20. mark Ármanns. Jakob skoraði 19:15, en Guðlaug- ur, Páll og Ragnar skomðu 3 næstu mörk fyrir FH, 19:18 fyrir Ármann var staðan þá og Ragnar átti hörku skot í stöng. FH reyndi nú maður ceen manni en varð að hætta. bar eð Kristjáni Stefánssyni var visað út af í 2 mínútur. Var leikurinn nú geysispennandi og barst hann að báðum mörkunum og fékk Jakob m. a. gott færi til að skora, en misnotaði. Áugnabliki sfðar stökk Lúðvík upp fyrir utan vörn og reyndi að skjóta, en boltinn hrökk í varnarvegginn og til Jakobs í hægra horninu, sem skoraði örugg- Iega, — sigurinn var Ármanns og Iiðið búið að bjarga sér. Ármenningar hafa sýnt góða leiki á þessu móti og ég leyfi mér að spá því að liðið muni ekki keppa um fallið næsta ár, heldur íslands- meistaratitilinn. Beztu menn liðanna i gær voru þeir Sveinbjörn markvörður, Lúð- vík, Hörður, Árni og Jakob hjá Ármanni, en liðið allt átti reyndar prýðis leik, en hjá FH voru þeir Kristján, Páll og Hjalti beztir. Daníel Benjamínsson dæmdi leik- inn ágætlega. hættusvæðinu í 3.-4. sæti 1. deildar. Víkingar fá gálgafrest og kljást við ÍR um fallsætið Hér er Jakob línumaður Ármanns í miklum erfiðleikum gegn Birgi og Borgþóri úr FH. Jakob skoraði sigurmörkin fyrir Ármann. Skozka sundfólkið kepp ir í kvöld á afmælissund- móti KR í Sundhöll Reykja víkur kl. 20.30. Eins og kunnugt er, er einn þeirra Bobby McGregor, heims- frægur sundmaður, sem Bretar gera sér miklar von ir með á komandi Olympíu leikum í Tokyo. Hörð keppni ætti að verða í kvöld milli Hrafnhildar og Ann Baxter og Guðmund- ar og Andy Harrower. úr ótrúlegasta færi. Skömmu áður hafði Helgi Guðmundsson varið vltakast frá Karli Benediktssyni. Sigurður Einarsson skoraði oú 19: 18 mjög naumlega frá línu og strax á eftir fékk Rósmundur álíka tæki- færi, sem fór naumlega inn fyrir marklínuna, 19:19. Framarar fengu aukakast í þann mund er leik lauk, en voru lengi að átta sig og misstu boltann eftir 3 sekúndur án þess að fá tækifæri til að skora markið, sem hefði get- að fært þeim íslandsmeistaratitil- inn, — án tillits til hvernig dómur hefur fallið 1 kærumáli FH, en sem stendur er allt undir þeim dómi komið hver úrslit verða í 1. deild. Víkingsliðið í gær var mjög gott og knúið krafti, sem ekki hefur ver- ið til staðar I fyrri leikjum þess í deildinni. Beztu menn liðsins voru Brynjar Bragason markvörður, Rós mundur Jónsson, Pétur Bjarnason og Þórarinn Ólafsson. Hjá Fram voru beztir Sigurður Einarsson, Ing ólfur Óskarsson, Karl Benediktsson og Þorgeir Lúðvíksson. Magnús Pétursson dæmdi mjög vel erfiðan leik. Það tók íslandsmeistar- ana 14 mínútur að skora mark hjá Víkingsliðinu, sem barðist af miklum móði og skoraði 4 fyrstu mörkin í þessum fyrirfram unna leik Framaranna, sem áttu mjög erfitt með að hitta markið. Var jafnvel talað um meðal áhorfenda að hér væri búið að ákveða úrslitin fyrirfram, sem auð vitað á ekki við rök að styðjast. Víkingar leiddu leikinn og höfðu Iengst af gott forskot og í hálfleik var staðan 11:7. í seinni hálfleik minnkaði Fram forskotið þannig, að það var yfirleitt 2 mörk. Rós- mundur skoraði 18:15, en þá tóku Framarar kipp og skoruðu þrjú næstu mörk, Karl, þá Ingólfur og Sigurður Einarsson, sem með dugn aði sfnum á línunni tókst að skora Gerðu óvænt jafntefli við Frum

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.