Vísir - 16.04.1964, Page 5

Vísir - 16.04.1964, Page 5
VfSIR . Flmmtudagur W. apríl 190$. 5 ALþingi — Framh. af bls. 7 sagði hann, að Framsóknarflokk- urinn hefði á sínum sfma fylgt hinum nýju álögum, sem lagðar voru á til vega, svo mjög hefðu þeir álitið vegagerð fjárvana og raunar komið í algjört óefni eins og þessi tillaga ber með sér, því hún sýnir, að þessar álögur hrökkva skammt. Þá sagðist hann ekki undrast það hvað hún væri seint fram komin, þvf mikil vinna hefði leg- ið að baki henni, enda skýr mynd af vegamálunum. Að lokum kvartaði Eysteinn undan því, að ekki kæmi fram í tillögunni hvaða vegi og brýr ætti að byggja, og mæltist hann til að sá háttur yrði hafður á í framtíðinni. Næstur talaði Lúðvfk Jósepsson og kvartaði í fyrstu undan af- greiðslu þingsá- lyktunartillagna á báttvirtu Alþingi. En um vegaáætl- unina sagði hann, að vafi léki á hvort hér væri f raun og veru um að ræða 100 millj. kr. hækkun sakir verð- bólgu. Þá sagði hann aðalatriðið vera að taka þyrfti þannig á mál inu á þingi, að þau bráðabirgða- lán, sem tekin hafa verið, verði greidd úr ríkissjóði en ekki af skatti til vegamála. Það hefði a. m. k. verið ætlunin, þegar hann var lagður á. Að lokinni ræðu Lúðvíks var umræðu frestað til kvölds. í STUTTU MALI. Skúli Guðmundsson kvaddi sér hljóðs utan dagskrár og sagði, að f útvarpsumræðunum s. 1. föstu- dagskvöld hefðu flestir flokk- amir misnotað ræðutíma sinn, tekið sér lengri tíma en þeim var ætlaður og aðstaða þeirra þannig orðið misjöfn. Vildi hann, að for seti hlutaðist til um, að þetta yrði ekki þannig f framtíðinni. Þingforseti, Sigurður Ingimund arson, sagði sjálfsagt að verða við þessum óskum. Þá var atkvæðagreiðsla um til lögu Alþýðubandalagsmanna um utanrfkisstefnu íslands. Komið hafði fram ósk um, að atkvæði yrðu greidd um hvern tölulið fyr ir sig. En er formáli tillögunnar hafði verið borinn upp og felldur með 49 atkv. gegn 8, taldi forseti ástæðulaust að halda áfram at- kvæðagreiðslunni og tók málið út af dagskrá. Þessu mótmæltu harðlega þeir Ragnar Arnalds og þó einkum Lúðvfk Jósepsson, sem taldi þetta vera algjör þingskaparafglöp, og tillöguna ekki hafa hlotið nokkra þinglega meðferð. Kíló en ekki pund Þau mistök urðu í blaðinu í gær, f viðtali við Albert Erlings son f Veiðimanninum, að fiskar þeir er hann dró f Svíaríki voru sagðir 3,7 og 6,7 PUND, en átti að vera KÍLÓ. Þetta leið- réttist hér með. Ungverji stjórnar vor- óperettu ÞjóSleikhússins Ungverski hljómsveit- arstjórínn Istvan Szalat- sy kom til Reykjavíkur í fyrrakvöld, en hér mun hann stjórna uppsetn- ingu á „Sardasfurstinn- unni“ eftir landa sinn Kalman, sem Þjóðleik- húsið hefur sýningar á um miðjan maí. Szalatsy er kunnur um alla Evrópu fyrir stjórn sína á óper um, óperettum og ballettum og er mikill fengur að fá hann hing að. Aðalhlutverkin f „Sardasfurst innunni" verða f höndum fjög- urra söngvara. Það er ung- verska söngkonan Tatjana Dub- novsky, sem kemur hingað eftir viku, Erlingur Vigfússon, sem kom frá söngnámi á Ítalíu í gærkvöldi, Svala Nielsen og Ketill Jensson, sem syngja að- Fjdreigendur — Framh. af bls. 16. fjáreigendafélags Reykjavikur, Ingimundur Gestsson ræðu, en síðan tóku form sauðfjáreigenda félaganna í Kópavogi og Hafnar firði til máls. Gerðu þeir grein fyrir helztu rökum fjáreigenda í málinu og deildu hart á frum- varpið. Einna mest var rætt og deilt um skýrslu, er þeir Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri og Skúli Sveinsson, lögregluvarð- stjóri gáfu borgarstjórn Reykja vfkur um sauðfjárhald í borg- inni. Á eftir ræðu formannanna tóku þau Auður og Alfreð til máls. Auður Auðuns lagði á það ríka áherzlu, að hér væri aðeins um að ræða heimildarlög, en ekki lög, sem bönnuðu allt sauð fjárhald ' í Reykjavík. Þeir Hafliði Jónsson og Alfreð ræddu --mikið um það tjón, er sauðfé hefur valdið mörgum Reykvík- ingum. Eftir ræðu þeirra Auðar, Al- freðs og Hafliða, urðu geysi miklar umræður, og deildu marg ir fjáreigendur hart á frumvarp- VIÐ SELJUM: Volvo 544 ’61 model Opel Record ‘62 fallegur bíll Ford Pickup ’53 Caravan ’60 Volkswagen ’63 ’58 Moskvitsh ’59 station Zodiac ’58 Hundruð bíla á söluskrá, látið bílinn standa hjá okk- ur og hann selst örugglega. rauðará SKÚI.AGATA 55 — SliUI 15*12 Afgreiðslustúlka óskust strax á veitingastofu. Uppl. á staðnum. RAUÐA MYLLAN, Laugaveg 22. ið, flytjendur þess og einnig þá Skúla og Hafliða. Fundurinn stóð fram á nótt, en undir lok hans töluðu þeir Alfreð og Hafliði aftur. I lok fundarins var samþykkt einróma tillaga sem felur í sér að skora á Al- þingi að endurskoða afst. sína til frumvarpsins. Mikil harka virðist nú vera að færast í þetta mál, og hefur blaðið fregnað, að nú ætli þeir, sem eru frumvarp inu meðmæltir, að halda með sér fund í kvöld. Lending — Framh .af bls. 1. Eftir 5 mínútna flug frá Eyj- um komu þeir félagar út að Surtsey og byrjuðu þá að kanna fjöruna að norðaustanverðu. Þegar þeir .komu var stór- straumsfjara. Fyrst var flogið nokkrum sinnum lágt yfir, en síðan voru hjól vélarinnar látin snerta, og flugvélin að því búnu látin taka sig upp aftur. „Þetta reyndist alveg fyrir- taks flugbraut, sandurinn bæði sléttur og þéttur", sagði Kristján. í fjórða skiptið var svo ákveðið að reyna lendingu, sem gekk eins og í sögu. Cessnan undir stjórn Stefáns rann tvö hundruð m. í fjörunni og stöðv- aðist síðan. Þeir félagar fóru út og skoðuðu sig um. Þriðji mað- urinn í ferðinni var Þorvarður Jónsson, verkfræðingu. Bæði hann og Kristján voru með myndavélar og notuðu þeir því tækifærið og mynduðu. Eftir um 10 mln. viðdvöl I eyjunni var flogið upp og tókst það einnig ágætlega. Flugvélin markaði aðeins um 2 cm för í sandinn. Surtur virtist kunna ágætlega við heimsókn þeirra félaga, því hann var hinn rólegasti. Ekkert gos var í honum, en glóð mátti þó sjá. „Ég held að ég vildi ekki ráðleggja mönnum að lenda I Surtsey, nema með því aðeins að gæta fyllsta öryggis. Það verður lika að taka með f reikn inginn að öll skilyrði voru hin beztu, þegar við lentum sagði Kristján Flygenring að lokum. alhlutverkin, en Ketill hefur ekki verið á sviði Þjóðleikhúss- ins i mörg ár. Auk þess kemur fjöldinn allur af leikurum og söngvurum fram. Þjóðleikhús- kórinn hefur og mikið hlutverk og ballettinn ekki síður. Æfingar eru nýhafnar, en byrja nú af fullum krafti. Er textinn allur á íslenzku utan hlutverk ungversku söngkonunn ar, sem er á þýzku. Surtsey — Framh. af bls. 1 Hún var þá 1960 metra löng og 1350 metra breið. Efst á myndinni til hægri sér í lón eða stöðuvatn, sem mynd- azt hefur milli gígsins og sand rifs fyrir framan það. Þetta er allmyndarleg tjörn sem stendur, en óvíst hve lengi hún verður við lýði. Getur hvort tveggja skeð að sjórinn brjóti sig inn í hana í miklu særóti og veðra- ham eða þá,— og það sem æski- legra væri, — að nýja hraunið úr gígnum fyllti hana upp. Úr því þyrfti ekki að óttast um til- veru Surtseyjar í framtíðinni. Móðir mín, ÓLÖF EIRÍKSDÓTTIR, sem lézt 12. apríl, verður jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 1.30 e. h. Lydia Pálmarsdóttir. AUGLÝSIKG m ÁBURMRVEKÐ Heildsöluverð á eftirtöldum áburðartegund- um er ákveðið þannig fyrir árið 1964: Nitrofosfat 20% N, 20% P=Oa . . Kr. 3.120,00 hver smálest Þrífosfat 45% P=0=......... - 2.960,00 - Kalí, klórsúrt, 50% K=0 .... — 2.040,00 — — Kalí, brennisteinssúrt 50% K=0 - 2.720,00 - - Blandaður garðáburður 9-14-14 - 3.300,00 - - Kalkammon 26% N ....... . — 2.500,00 - - Kalksaltpétur 15,5% N...... - 2.180,00 - - Tröllamjöl 20,5% N . . .... - 4.480,00 - Verðið miðast við áburðinn kominn á hafnir, án uppskipunar- og afhendingarkostnaðar, sem bætist við ofangreint verð, eins og verið hefur. Verð á Kjarnaáburði 33,5% N hefur verið á- kveðið kr. 3.240,00 hver smálest. Að gefnu tilefni skal tekið fram að áburðar- kalk verður til sölu í Gufnesi eins og á und- anförnum árum. Launþegaklúbbur HEIMDALLAR Fundur kl. 8,30 í Valhöll í kvöld. IJW Þátttakendur eru hvattir til að fjölmenna ísmzœis&i

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.