Vísir - 16.04.1964, Side 15
V í SIR . Fimmtudagur 16. aprfl 1964.
•fw^wmoE
15
Og hvenær á að sýna þetta? augabragði.
Eftir 4-5 vikur. Eg held sann
ast að segja, að það sé ekki búið
að semja nema tvo þætti af
fimm.
— Haldið þér, að þetta verði
því til hindrunar, að þér fáið
hlutverkið, sem þér töluðuð um
áðan?
- Hvers vegna skyldi það gera
gera það? Ég geri leikhúsinu
einmitt greiða með því, að koma
þama inn á milli, þangað til
hægt verður að sýna hitt Auk
þess hefir þetta leikrit, Serge
Panine, verið sýnt áður við á-
gæta aðsókn. Damala lék áður
í því og kannski fengist hann til
þess að leika móti mér.
Við að heyra þetta glaðnaði held
ur en ekki yfir Paroli.
— Þér ættuð að reyna að koma
þessu í kring, — það gæti verið
forleikur að öðru meira með til
stuðlan leikhússtjóranna, sem ég
talaði um.
— Það er aðeins eitt, sagði
Jeanne Dortil hikandi. Þess mun
verða krafizt, vegna undirbúnings-
kostnaðar, að tryggð verði aðsókn
að fyrstu sýningu. Það yrðu senni
lega um 500 frankar.
— Það verða engin vandræði
með það. Ég skal annast það.
— Þá verður þetta í lagi, sagði
Jeanne glöð. Annars er ég lítið hrif
in af Ðarnala, hann er laglegur,
en daðrar við allar sem snoppufríð
ar eru, og ýmsar svo kallaðar „fín
ar dömur“ eru alltaf einhvers stað
ar nálægt þar sem hann er.
— Ég er nú bara að hugsa um
hve marga vini og kunningja ég
get fengið til að fara á fyrstu sýn-
iqguna, sagði Paroli. Ég held mér
sé óhætt að kaupa miða fyrir sæti
í fimm stúkum fyrir 1000 franka.
— Þúsund franka, sagði Jeanne
undandi.
— Já, og þér getið fengið pening
ana strax, en með einu skilyrði —
að þér haldið leynd yfir öllu, sem
milli okkar fer.
— Því heiti ég.
Paroli tók þúsund franka seðil úr
tösku sinni og rétti henni hann,
og hún hefði hlaupið um hálsinn á
honum, ef hann hefði ekki séð
það fyrir, staðið upp snögglega og
sagt:
— Ég er til neyddur að fara nú,
en ég kem aftur til þess að heyra
um árangurinn af viðræðum yðar
við leikhússtjórann.
— Hafið engar áhyggjur, þegar
hún sér peningana slær hún til á
— Verið þér sælar, ungfrú Jeanne:
— Verið þér sælir, læknir, sagði
hún glöð, en auðmýkt af því, að
hann sýndi engin merki þess, að
hún gæti komið honum til.
— Það verður líklega dálítið erf-
itt að temja hann, tautaði hún fyrir
munni sér á leið til móður sinnar,
til þess að segja henni frá árangr-
inum af viðræðunni við hann, og
samgladdist móðirin henni, en furð
aði sig á, hve fljótt læknirinn fór
og lét nokkur orð falla um það.
— Hann hefir sjálfsagt fleiri
járn í eldinum, sagði dóttirin beisk
lega.
Þegar Jeanne var farin stóð hann
kyrr nokkra stund eins og lamaður:
— Grunur minn var réttur, að
þessi maður væri hættulegur. En
ekki datt mér í hug, að hann væri
svona hættulegur, Jæja, ég hefi
fengið gott verkfæri í hendurnar,
sem ég get notað án þess hún hafi
hugmynd um það, Paul Darnala
skal koma fram á leiksviðið - til
þess að hverfa að fullu og öllu.
Hann fór í loðskinnsfóðraða
frakkann sinn, slökkti Ijósið og fór
heim í lækningastofnunina.
H.
Oskar Rigault kom seint heim
til systur sinnar. Hún hafði beðið
eftir honum með miðdegisverðinn.
Eftir á skyldi farið með Emmu
Rósu í nýju íbúðina, þar sem átti
að fela hana f nokkra daga í gæzlu
Óskars.
Emmu Rósu var að hraka. Hún
varð óttaslegnari með hverri stund-
inní sem leið, því að þokan fyrir
augum hennar var alltaf að þétt-
ast. Hún óttaðist meir og meir að
hún væri að missa sjónina, en
reyndi að leyna því. Soffía hafði
fyrr um daginn farið með Mariette
í nýju íbúðina og undirbúið allt.
Og ákveðið var að Mariette skyldi
færa Emmu Rósu mat og hjálpa
til með að líta eftir henni.
Emma Rósa spurði Oskar hvort
hann hefði gert Katrínu aðvart um,
að hún væri heil á húfi.
- Ekki enn, sagði hann, ég hef
svo mörgu að sinna í dag — og...
— Og hvað, spurði Emma Rósa
blíðlega eins og henni var svo
eiginlegt.
— Má ég tala eins og mér býr
í brjósti?
— Fyrir alla muni.
- Ég efast ekki um, að Katrín
elski yður og sé ágætis manneskja
en konur, einkum gamlar konur,
eru svo masgjarnar og ég er
smeykur um að hún geti ekki þagað
ef ég segði henni allt af létta. Þag
mælska er nauðsyn — einnig
vegna hamingju móður yð&r.
— Vesalings mamma, á hún þá
ekkert að fá að vita.
— Jú, en ekki fyrr en seinna. Ég
fullvissa yður um, að það er fyrir
beztu. Það mundi auka á áhyggjur
hennar og harma, að vita,. að þér
væruð enn í hættu. Hún mundi
ekki hafa augnabliks ró. Ég játa,
að í dag hefi ég ekki haft heppnina
með mér, en ég hefi á tilfinning-
unni, að ég nái markinu. Spyrjið
systur mína hvort hún sé ekki
sömu trúar.
— Jú, ég trúi því og treysti, að
lánið muni fylgja bróður mínum í
þessu. Látið hann ráða. Yður er
það óhætt.
— Jæja, sagði unga stúlkan hrygg,
fyrst þið eruð bæði svona vongóð
þið hafið reynzt mér vinir og bjarg
að lífi mínu, og það væri vanþakk-
læti af minni hálfu, að treysta
ykkur ekki fyllilega. En hvað hefir
lífið mér annars upp á að bjóða, —
kannski hefði verið bezt, að ég
hefði fengið að deyja drottni mín
um þarna á fljótsbakkanum.
Hún huldi andlitið í höndum sér
og grét beisklega.
— Svona, svona, sagði Oskar
róandi röddu, reynið nú að líta
björtum augum á framtíðina, öll
él birtir upp um síðir. Hugsið um
þá stund, er þér sjáið móður yðar
frjálsa og hamingjusama. Og mun-
ið hverju ég hef lofað.
— En hugleiðið, sagði Emma
Rósa, og reyndi að stöðva grátinn,
hvað ég er ung og hef orðið að líða
mikið síðan þetta kom fyrir. Er
nokkur furða, þótt mér finnist
stundum, að guð hafi yfirgefið mig
og ég geti engar vonir gert mér
framar.
— Þannig megið þér ekki hugsa
þegar þér eigið góða vini, sem
vilja hjálpa yður.
— En ég er svo hrædd við fram
tíðina.
— Þér eruð of ung til þess að
ala slíkar hugsanir.
— Ef það, sem ég óttast gerist
væri ég betur dauð.
— Elsku barn, sagði Soffía, nú er
ég farin að gráta líka. Reynið nú
að líta bjartari augum á framtíð-
ina Þetta fer allt vel að Iokum.
Þeim ókst loks að róa hana og
svo fóru þau með hana í nýju í-
búðina. Mariette hafði kveikt eld.
Og svo háttuðu þær Mariette og
Soffía Emmu-Rósú.
Þegar Leon Leroyer hafði skilið
við þá Fernand de Rodyl og de
Gevrey fór hann heim í íbúðinna í
Neversgötu til vinar síns René
Dhárville.
! Leon sagðj honum hvað gerzt
hafði og er René sá örvæntingu
hans rann honum það sárt til
rifja, og hann óttaðist jafnvel, að
ef hann fyndi ekki Emmu Rósu
skjótlega, myndi hann ganga af
vitinu eða deyja. Hann hugleiddi
hvað hann gæti gert til þess að
beina huga hans að öðru, svo að
hann gæddist hugrekki að nýju,
svo að hættunni á vitfirringu eða
dauða yrði afstýrt. Hann gat loks
fengið hann til að koma út með
sér og í matsölu til þess að neyta
morgunverðar og svo gengu þeir
um bæinn og Leon lét hann ráða
en var mjög niðurdreginn. Hann
gat ekki um annað hugsað en að
Emma Rósa kynni að vera dáin.
Vinur hans fór með hann í „Öld
una“ í von um að hitta Soffíu þar,
en hann hafði ekki hitt hana í
tvo daga. Honum hafði flogið í
hug. að meðfædd kæti Soffíu
myndi hafa góð áhrif á hann.
En eins og við vitum hafði Soffía
öðrum hnöppum að hneppa.
Einhvern veginn leið dagurinn
og er kvöld var komið fóru þeir
heim. Leon lokaði sig inni í her-
bergi sínu og háttaði, lá andvaka
með tárvot augu og var búinn að
<>s/
Fanný Benonýs
sim§ 16738
BíEnsnBea
MATTHÍASAR
Seljum í dag:
Opel Rekord ’64.Ekinn 8000 km.
Chevy ’62. Ekinn 23000 km.
Chevrolet ’60 f góðu standi.
Opel Kapitan ’56 og ’62
Mercedes Benz ’59 og ’60 diesel
Opel Rekord ’62 lftið ekinn,
skipti á V.W. ’62-’64
Opel Caravan ’55 góður
Volkswagen ’55-’64
Höfum mikið úrval af öllum
tegundum og árgerðum bifreiða.
Bíksaln
MATTHÍASAR
Höfðatúni 2 sími 24540 24541
T
A
R
Z
A
H
Mér mjslíkar mjög Naomi að
þú skyldir óhlýðnast skipunum
mínum, segir dr. Dominie kulda-
lega, við læknar verðum stundum
að sætta okkur við óhlýðni sjúkl
inga okkar, en við þurfum ekki
you TOM’T UM7ERSTðN7, TARZ'VN! IW THE ttECICAU
PR.OFESSION THERE'5 NO PLA.CS FOR k NURSE.. y
wun Pisorteys upp snppeine!
að sætta okkur við óhlýðni hjúkr
unarkvenna. ÞÚ, dr. Dominie
sagðir, að hættuleg skurðaðgerð
gæti KANNSKI bjargað Naomi
grípur Tarzan fram í. Það voru
Mombai og Medu sem gáfu henni
von um að hún myndi geta geng
ið aftur. Þú skilur mig ekki Tarz
an, segir dr. Dominie reiðilega, í
læknaheiminum er ekkert að gera
við hjúkrunarkonu sem óhlýðnast
yfirboðurum sfnum. En þú ert
ekki í sjúkrahúsi þínu núna, seg-
ir Tarzan ákveðinn, og ég vil
ekki að þú gerir hana órólega
núna.
árgfeiöslusíotur
Sólvallagötu 72
Símj 14853.
Hárgreiðslustofan
HÁTÚNI 6, simi 15493.
Hárgreiðslustofan
1 P I R O L A
I Grettisgötu 31, sími 147::'-
Hárgreiðslustofa
VESTURBÆJAR
i Grenimel 9, sírni 19218.
Hárgreiðslustofa
AUSTURBÆJAR
, (María Guðmur.Jsdóttir)
Laugaveg 13. sími 14656
Nuddstofa á sama stað.
Hárgreiðsiu- og snyrtistofa
Laugaveg 18 3 hæð Oyfta)
STEINU og DÓDÓ
Sími 24616.
Hárgreiðslustofan
Hverfisgðtu 37, (horni Klappar-
stigs og Hverfisgötu). Gjörið
svo vel og gangið inn. Engar
sérstakar pantanir. úrgreiðslur
Hárgreiðslustofan PERMA,
Gaðsendi 21, sími 33968.
Dömu, hárgreiðsla viö allra hæfi I
TJARNARSTOFAN,
Tjarnargötu 10, Vonarstrætis-
megin. Sími 14662
Hárgreiðslustofan
Háaleitisbraut 20 S&ni 12614
I MEGRUN ARNUDD.
Dömur athugið. Get bætt við
i mig nokkrum konum l megrun-
i arnudd. Snyrtistofa Guðbjargar
f Guðmundsdóttur. Laugavegi 19.
' simi 12274.
SNYRTISTOFAN MARGRÉT I
Skólavörðustíg 21, sími 17762
Snyrtistofa — Snyrtiskóli
IsæruúBpur
kr. 99
Miklatorgi
SENDIBÍUSTÖÐIN H.F.
BORGARTÚNI 21 SÍMI 24113