Vísir - 16.04.1964, Síða 16

Vísir - 16.04.1964, Síða 16
VI VISIR Fimmtudágur 16. apríl 1964 Harðar deilur ó fundi ffjár- eigenda Miklar umræður urðu á fundi, sem sauðfjáreigendafélögin í Reykjavík, Kópavogi og Hafnar firði héldu í gærkvöldi, og stóð fundurinn fram á nótt. Fundur- inn var haldinn vegna frum- varps til laga um búfjárhald í Reykjavík og 3 kaupstöðum, sem nú liggur [fyrir Alþingi. Frumvarpið er flutt af tveimur borgarfulltrúum í Reykjavík, al- þingismönnunum frú Auði Auð uns og Alfreð Gíslasyni, lækni. Nokkrum gestum var boðið á fundinn, og mættu þrír þeirra: Auður Auðuns, Alfreð og Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar. í upphafi fundarins í gær flutti formaður Framh. á bls. 5. Reykvikingar ráku upp stór augu í morgun, þegar þeir vökn- uðu og litu út um gluggann. Þá hafði víst dreymt um það að vorið og sumarblíðan héldi áfram. I gær höfðu þeir getað gengið garða sína og flest trén voru orðin laufguð. En nú var allt skyndilega orðið þakið snjó. Veturinn, sem hefur legið í hlíð- um fjallanna í kring hafði allt í einu tekið stökk undir sig og lagt Nesin úndir sig. Snjórinn þakti alla borgina, en heldur virtist hann meyr og voru góðar vonir um að hann myndi bráðna án þess að valda nokkrum skemmdum. — Vona menn því að engin hætta sé á ferðum. Hér sé ekki um neitt raunverulegt vorhret að ræða. Myndina, sem hér birtist tók ljósm. Vísis, I. M., í morgun í hljómskálagarðinum. — Stytta þjóðskáldsins er með snjóhjúp og sýnir það, hve mikil logn- drffa var og greinar trjánna í lundinum í kring eru þaktar snjó. iw ^—n ~ Telpa beið bana / umferðarslysi Síðdegis í gær varð banaslys í Vestmannaeyjum, er 5 ára stúlku- barn lenti undir vörubifreið og beið samstundis bana. Slysið varð um sexleytið e. h., en þá var stór vörubifreið á leið austur eftir Vestmannabraut. Allt í einu skauzt lítill telpuhnokki út á. götuna á harðahlaupum, mun ekki hafa getað stöðvað sig og hljóp beint undir bílinn. — Mun vinstra afturhjólið hafa farið yfir telpuna, en ekki varð ökumaðurinn hennar var fyrr en hann taldi sig finna, að hjólið fór yfir einhverja ójöfnu. Stöðvaði hann þá bifreið- ina, en í sama mund kallaði ein- hver til hans og sagði honum að barn hefði orðið fyrir bílnum. Lá telpan þá aftan við bílinn og var örend. Hún hét Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir og átti heima á Vest- mannabraut 53. í morgun, þegar menn litu út um glugga sína í Reykjavík, brá þeim heldur í brún, er þeir sáu allt í einu alhvíta jörð og snjó- muggu úti fyrir. Greinilegt var þó, að veðurharka var erigin og frostlaust. Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur tjáði Vísi, að þessi snjókoma væri aðeins á mjög takmörkuð- ’ um svæðum sunnanlands og norðan. Snjókoma var í morg- un aðeins á stöku stað hér sunn anlands, aðallega á Suðurlands- undirlendinu og í nágrenni Reykjavíkur. Á Norðurlandi snjóaði í Gríms ey, Akureyri, Hrauni á Skaga og Nautabúi í Skagafirði. Enn fremur norðanverðum Vestfjörð Urh. Annars staðar var úrkomu- laust og bjartviðri um allt aust- anvert landið. Úrkoman var í nótt mest í Reykjavík og Eyrarbakka, mæld ist 6 mm, sem samsvarar 6 cm snjódýpt. Kaldast var í morgun á Möðru dal á Fjöllum. Þar var 3 stiga frost en bjartviðri. Annars stað- ar á Norðurlandi var víðast hvar 1 — 2 stiga frost. Á Suðaustur- landi var 2 — 4 stiga hiti, en rétt um frostmark á Suðvesturlandi og við Faxaflóa. Jón Eyþórsson sagði, að þrátt fyrir snjókomuna þyrfti ekki að kvíða neinni veðurhörku í augna blikinu. Hann kvaðst búast við að snjórinn hjaðnaði að mestu í dag, og ekki þyrfti að búast við teljandi snjókomu. Hins veg- ar myndi hitastig haldast áþekkt -.næstu nótt, eða við frostmark hér suðvestan lands. Verksamningurinn undirritaður mmm ■ í gær var undirritaður í Háskólanum verksamningur um byggingu Raunvísindastofnunar Háskólans. Var myndin tekin við það tækifæri. Sitjandi við borðið sjást talið frá vinstri: Próf. Þorbjörn Sigurbjörnsson, formaður byggingarnefndar, Ármann Snævarr háskólarektor, Ólafur Jensson verkfræðingur, forstjóri Verk- lcgra framkvæmda og Páll Ólafsson verkfræðingur. Standandi frá vinstri: Pétur Jóhannesson húsasmiða- meistari, Ólafur Pálsson byggingameistari, Steingrimur Jónsson fyrrum rafmagnsstjóri, Jóhannes Zoega hitaveitustjóri, Skarphéðinn Jóhannsson arkitekt, Ögmundur Jónsson verkfræðingur, Guðmundur K. Guð- mundsson tryggingafræðingur, Loftur Þorsteinsson prófessor, Jóhannes Helgason háskólaritari og dr. Trausti Einarsson prófessor. Verkemanuasam baudið stofuað i uæsta mánuði Vísir skýrði frá því fyrstur blaðanna sl. haust, að kommún- istar væru að undirbúa stofnun verkamannasambands, sem bryti algerlega í bága við til- lögur Alþýðusambands íslands um skipulagsmál. Ekki fengust verkalýðsforingjar kommúnista þá til þess að staðfesta það, að endanl. ákvörðun hefði verið tekin í málinu. En nú skýrir Verkamaðurinn á Akureyri frá því, að afráðið hafi verið að halda stofnfund verkanianna- sambands í næsta mánuði. Segir Verkamaðurinn ,að fyrir forgöngu Verkamannafélagsins- Dagsbrúnar í Reykjavík, Verka- mannafélagsins Hlífar í Hafnar- firði og Verkalýðsfélagsins Ein ingar á Akureyri hafi verið boð að til stofnþings 9. maí n.k. Muni fundurinn verða haldinn annað hvort í Reykjavík eða i Eins og Vísir skýrði frá sl. haust brjóta ráðagerðir komm únista um verkamannasamband I bága við tillögur Alþýðusam- bandsins um skipulagsmál. Á- lyktanir ASÍ kveða svo á að sér greinasamböndin skuli grund- völluð á vinnustaðnum, þannig, að t.d. allir í byggingariðnaðin- um verði saman í sambandi, jafnt byggingariðnaðarmenn sem verkamenn, allir í málm- iðnaðinum saman i sambandi, verkamenn sem iðnaðarmenn o. s.frv. En slík skipulagsbreyting þýðir að sjálfsögðu það, að verkamannafélögin í núverandi mynd skiptist milli margra sam banda. Er þetta það skipulag, er tíðkast í nágrannalöndunum. Sú ráðagerð kommúriista að tengja verkamannafélögin ó- breytt saman i sambönd mun torvelda framkvæmd tillagna Alþýðusambandsins. Hafnarfirði. y

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.