Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 11
V í S IR . Fimmtudagur 30. apríl 1964. n norðurslóða,“ þættir úr ævisögu Vilhjálms Stefáns sonar eftir Le Bourdais 22.30 Harmonikuþáttur 23.ÓÖ Skákþáttur 23.35 Dagskrárlok Sjónvarpið 16.30 Do You Know? 17.30 My Little Margie 17.30 Password 18.00 Science In Action 18.30 True Adventure 19.00 Afrts News 19.15 The Telenews Weekly 19.30 My Three Sons 20.00 Hootenanny 21.00 Perry Mason 22.00 The Edie Adams show 22.30 Mystery Theater 23.00 Afrts Final Edition news 23.15 The Steve Allen show Fundahöld Kvenfélag Hallgrímskirkju held ur aðalfund sinn í dag, 30. apríl kl. 8.30 í Iðnskól- anum. (Gengið inn frá Vitastíg). Dagskrá: Venjuleg aðalfundar- stðrf, önnur mál, kaffidrykkja. Áríðandi að allar mæti. Stjórnin. Blöð og tímarit 8. tbl. Freys er nýkomið út. Efni: Gleðilegt sumar, Fosfór áburður, tilraunir með mismunandi tegund ir eftir Bjama Helgason, Garð- yrkjuþáttur, Framleiðslubók land búnaðarins, Menn og málefni o.fl. Ritstjóri er Gísli Kristjánsson. Pennavinir Blaðinu hafa borizt bréf frá þremur enskum stúlkum. sem óska eftir að eignast pennavini á Islandi. Þær eru: Miss Rita Campbell, 17, Carsing ton Road, Liverpool 11, Lancs, England. (13 ára og hefur gaman af leikfimi og matreiðslu). Miss Sylvia Herd, 32 Priest- lands Park Road, Sidcup, Kent, England. (14 ára og hefur gaman af að lesa og safna frímerkjum og póstkortum). Miss Hilary Smith, 38, Dawlish Crescent, Wyke Regis., Wey- mouth, Dorset, England. (16 ára hefur gaman af að lesa, matreiða synda og skrifa á ritvél). # % STJÖRNUSPÁ Spáin gildir fyrir föstudaginn 1. maí. Hrúturinn, 21. marz til 20. apríi: Þér bjóðast mjög hag- stæð tækifæri til að sýna. á hve háu stigi skipulagshæfileikar þínir eru. Eldri persóna gæti reynzt þér hjálpleg í þéssum efnum. Nautið, 21. apríl til 21. maí: Þú ættir að fara í smáökuferð með fjölskylduna, ef allar að- stæður leyfa, því að á þann hátt myndu gamlar vonir og óskir vissra aðila rætast. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júnf: Reyndu að skipuleggja þátt töku þína í skemmtunum dags- ins eftir beztu getu og leitaðu ráða náinna félaga eða makans í þessum efnum. Krabbinn, 22. júnf til 23. júlf: Þú ættir að leita ráða maka þfns eða náins félaga um það, á hvern hátt hentugast verður að verja deginum. Eldri persóna kemur skemmtilega við sögu f dag. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Afstöðumar benda til þess, að þú ættir að gæta hófs í neyzlu matar og drykkjar, eftir þvf sem á daginn Ifður, því nokkur hætta er á erfiðum eftirköstum. Meyjan, 24. ágúst ti! 23 sept.: Þér er ráðlegt að dvelja sem mest í hópi ástvina þinna eða þér yngra fólks í dag og njóta þeirra skemmtana, sem tilefni dagsins býður upp á. Vogin, 24. sept til 23. okt.: Það er heppilegra fyrir þig að skemmta þér heima fyrir heldur en út á við í dag. Bjóddu vin- um og kunningjum heim til að njóta hressingar og gestrisni þinnar. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Þú ættir að vera sem mest á ferðinni í dag meðal vina og ættingja. Það væri mjög hág- stætt að rifja upp gamlar end- urminningar og skemmtanir. Bogmaðurinn, 23 nóv. til 21. des.: Talsverð áherzla er á fjármálin hjá þér í dag, þrátt fyrir allt, og hyggilegt að stilla öllum skemmtunum f hóf. Eldri persóna hefur góð áhrif á þig. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú hefur allar aðstæður til að láta ljós þitt skína f dag og vera miðpunktur þess félags- skapar sem þú lifir og hrærist f. Hafðu samband við eldri ætt- ingja. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú ættir að taka lífinu sem mest með ró f dag og forð ast þátttöku í þeim skemmtun- um, sem reyna mikið á likam- legt og andlegt þrek. Fiskamir, 20. febr. til 20, marz: Dveldu sem mest meðal vina og kunningja í dag, því að á þann hátt munu vonir þfn- ar og óskir rætast bezt. Eldri persóna gæti haft mjög heppileg áhrif á gang mála hjá þér. Nú eru aðeins eftir tvær sýn- ingar á leikritinu Hamlet, sem sýnt hefur verið við mikla hrifn ingu f Þjóðleikhúsinu að undan- förnu. Leikritið hefur nú verið sýnt 36 sinnum og hefur ekkert verka Shakespeare verið sýnt jafn oft hér á landi. Næsta sýn ing verður í kvöld en síð- asta sýningin á sunnudagskvöld Myndin er af Herdísi Þorvalds dóttur og Gunnari Eyjólfssyni f hlutverkum sínum. Fuílkomið hrein- læti — hrein fjós Gerlar eru svo örsmáir, að þeir geta vel komið sér fyrir í ryk- kornum, hári, heyi, húsaskúmi og köngulóarvefjum, sem og hin um ólíklegustu krókum og kim- um. Er þvf bezt að sópa þessu beint út úr fjósinu, en þó ekki fyrir mjaltir, því að ekkert á bet ur við gerla en að fá tækifæri til þess að svífa á rykkorni beint ofan í spenvolga mjólkurfötu. Áríðandi til þess að sigrast á gerlum, er að halda fjósunum hreinum Þau skulu vera björt og vel Ioftræst. Nauðsynlegt er að kalka eða máia þau einu sinni á ári. Árfðandi er, að básar og flór séu vatnsheldir. Varast ber að hafa salemi eða kamar f beinu sambandi við fjósið. Safnþróm, mykjuhúsum og votheysgryfjum skal vera þannig fyrir komið, að ekki berist þaðan óþefur inn í fjósið. Mjólkureftirlit rfkisins Koffiseela Kvenfélag Háteigssóknar hefur kaffisölu í Sjómannaskólanum sunnudaginn 3. maí n.k. Félags konur og aðrar safnaðarkonur, sem hugsa sér að gefa kökur eða annað til kaffisölunnar eru vin samlega beðnar að koma því f Sjómannaskólann á laugardag milli kl. 4-6 eða fyrir hádegi á sunnudag. Uppl. í síma 17659 og 19272. Tilkynning ffró R. K. í. Reykjavíkurdeild Rauða kross Islands tekur á móti umsóknum fyrir sumardvalir barna 4. og 5. maí kl. 9 — 12 og 13 — 18 á skrif- stofunni Thorvaldsensstræti 6. R I P K I R B Y Ef þér eruð að meina Kleopötru þá hafði ég heldur aldrei séð hana áður, segir Rip. Ó, það skiptir svo sem ekki miklu máli, segir Edgy. Ó, bara að ég hefði ekki verið klæddur sem Marcus Antonius. Ég hefði átt að vera klæddur sem Kolumbus, eða Nap oleon eða jafnvel Robinson Krúsó. Þá myndi ég ekki eiga það á hættu að missa allt sem ég á. Þetta lítur sannarlega út fyrir að vera alvarlegt, segir Rip, en get- ur þó ekki varizt brosi. Fáið yð- ur dálítið meira te. c E4 K □ a 13 □ □ □ □ □ O □ a Q □ □ □ 13 □ □ □ £3 s □ n n □ □ □ □ E3 □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Q P □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ Q □ Q Q □ Q □ □ a Q Q Q Q Q n Q Q Q Q O n Q Q □ □ Q □ n □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ □ u Q 13 □ □ □ □ CJ □ □ O Q O □ □ o □ □ o □ Q □ FRÆGT FÓLK Ungur og mjög framgjarn hermaður kom að máli við iiðsforingja einn og sagði: — Haldið þér ekki að þér gætuð fengið mig fluttan yfir í' Pent agon? Pentagon, öskraði liðs- foringinn, eruð þér vitlaus maður? — Nei herra, svaraði hinn kurteislega, er það nauð- synlegt? >f Á árbakkanum sat áhuga- samur veiðimaður með stöng sína, og beið eftir að fá þann stóra, en ekkert gekk. Bak við hann stóð einhver ókunn ugur maður, sem hann hafði aldrei augum iitið og fylgdist með öllu af miklum áhuga. Svona gekk það í þrjá tfma. Fiskimaðurinn sat hreyfingar- laus og beið eftir að biti á, en hinn stóð hreyfingarlaus fyrir aftan og fylgdist með. Að lokum var þetta farið að fara svo í taugar þess sem með stöngina var, að hann sneri sér við og sagði gremju- lega: — Af hverju f ósköpun- um fáið þér yður ekki sjálfur stöng og reynið að veiða? Hinn hristi höfuðið. — Ég hef ekki þolinmæði til þess, út- skýrði hann. >f Þegar La Callas kom fyrir nokkrum dögum á hótel f Mil- ano, heimtaði hún að fá 50% afslátt af herberginu. Þið get ið lagt þessi 50% á næstu Maria Callas herbergi við mitt, sagði hún. Fóikið vill áreiðanlega borga, þegar það fréttir að það geti fengið að heyra mig syngja f baðinu milli kl. 14-16 og þarf ekki að borga annan aðgangs- eyri. Veðrið á Riveraströndinni hefur verið sorglega siæmt að undanförnu. Og það hefur sem vonlegt er, komið mörg- um ferðamönnum í vont skap. Eins og til dæmis Ameríkanan um, sem yfirgaf hina sólríku Californíu, tii þess að komast í enn meira sólskin á River- unni. En hann hafði ekki hcppnina með sér. Dag eftir dag rigndi eins og hellt væri úr fötu og sífellt versnaði skapið hjá vesalings Amerí- kananum. Á fimmta degi sneri hann sér að þjóninum og sagði argurr — Hvernig er það eiginlega, er stöðug rign ing hérna? — Nei, alls ekki, sagði þjónninn hughreystandi, það snjóar líka stundum. -x 3

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.