Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 30.04.1964, Blaðsíða 16
Manni og hesti bjargað með traktor upp úr fj Það bar til tíðinda um síð- ustu helgi, að norðlenzkur ridd ari sat fastur, ásamt reiðskjóta sínum, í fjóshaug bóndabæjar eins í innanverðum Eyjafirði. Vaknaði fólkið á bænum við neyðaróp hans um nóttina og fékk bjargað bæði manni og hesti með traktor. Nokkrir Akureyringar notuðu góða veðrið s. 1. sunnudag með því að fá sér útreiðartúr fram í Eyjafjörð. Riðið var lengi dags og menn í góðu skapi, sumir enda talsvert við skál. Um kvöldið eftir að skyggja tók, voru hestamennirnir enn langt frammi í firði, og upp- Vorsýning Myndiistnrfé- lagsins opnuð á morgun -<*> Á morgun hefst vorsýning Mynd- listarfélagsins í Listamannaskálan- um og verður hún opnuð kl. 5 af Heiga Sæmundssyni formanni Menntamálaráðs og verður opin í hálfan mánuð. AIls taka þátt í sýningunni 20 málarar og 4 myndhöggvarar en að auki taka þátt þrír góðir gestir, þeir Jóhannes S. Kjarval, Jón Engil berts og Kári Eiríksson. Félags- menn sem sýna eru: Ásgeir Bjarn- þórsson, Aage Nielsen Edwin, Eyj ólfur Eyfells, Eggert Guðmundsson Finnur Jónsson, Freymóður Jó- hannesson, Gunnfríður Jónsdóttir Guðmundur Karl Ásbjörnsson, Höskuldur Björnsson, Helga Weiss- happel, Jón Gunnarsson, Nína Sæ- mundsson, Ottó Gunnlaugsson, Pét ur Friðrik, Ríkarður Jónsson, Sveinn Björnsson, Sigurður Árna- son, Þorlákur Halldorsen, Sigfús Halldórsson. Að auki verða til sýn is málverk Höskuldar Björnssonar frá Dilksnesi sem lézt í vetur. Finnur Jónsson er formaður Myndlistarfélagsins, en Helga Weisshappel er formaður sýningar nefndarinnar. götvuðu þeir þá allt í einu að einn félagi þeirra var týndur. Var gerð leit að honum, en án árangurs, enda óhægt um vik sökum náttmyrkurs. En nú skeði það um nóttina heima á bænum Stekkjarflötum í Eyjafirði, að heimafólk vaknar upp af værum svefni við neyð- aróp úti fyrir. Þegar komið var út, gaf að líta mann og hest, sem brutust um í fjóshaug bæjarins án þess að fá sig hreyft og fengu hvorki mjakað sér aftur á bak né á- fram. Fjóshaugurinn er í kvos skammt frá bænum og er í hon um mykjueðja, á að gizka 1 metra djúp. Af einhverjum á- stæðum hafði maðurinn riðið út í hauginn í náttmyrkrinu, hest- Framh. á bls. 5. Myndin sýnir bortuminn í Vestraannaeyjum. KAMNA SKÓLAÞROSKA BARNA í samráði við skólastjóra barna- skólanna í Reykjavík og nieð sam- þykki fræðsluráðs borgarinnar, hef ur Fræðluskrifstofa Reykjavíkur á- kveðið að efna ti! hálfs mánaðar vornámskeiðs í barr.askólunum nú í maí, fyrir börn sem fædd eru 1957. Markmiðið er að kanna skóla þroska barnanna, og undirbúa reglu legt skólanám þeirra á komandi skólaári. Jafnframt verður breytt nokkuð tilhögunum prófa í 7, 8 og 9 ára bekkjum, þannig, að þau fara fram í venjulegum kennslustundum, en kennsla heldur áfram að öðru Ieyti samkvæmt stundaskrá í þessum bekkjum. Þó lýkur kennsiu barna í 9 ára bekkjum um miðjan maí, en kenn arar þeirra taka við kennslu 6 — 7 ára barna á vornámskeiði. Undanfarin tvö ár hafa slík vor- námskeið verið haldin í Hlíðaskóla og skólaþroskapróf lögð fyrir börn in að því Ioknu. Síðan er rætt við foreldra þeirra barna sem að mati kennaranna og. samkvæmt niður- | stöðu þroskaprófanna, virtust ! standa tæpt með þroska til reglu- I legs skólanáms. í samráði við for- | eldrana var svo athugað hvað hent ! ugast væri barninu um skólanám I og kennslu næsta vetur. Það er skýrt tekið fram af Fræðsluskrif- ■ stofunni að markmiðið með skóla- • þroskaathuguninni er aðeins að | finna þau börn er tæpt standa að I þroska, og Ieiðbeina um kennslu j þeirra, en alls ekki nota hana til að hafa áhrif á skipun barna í bekki að öðru leyti. Á fundi með fréttamönnum sagði Jónas B. Jónsson fræðslustjóri að margt valdi mismun á þroskahraða barns sem er um 7 ára gamalt. Svo sem líkamsheilsa, uppeldisskil yrði, og tilfinninga og félagsþroskí auk þess sem greindarfar þeirra sé að sjálfsögðu misjafnt. Hann Frs. á bls. 5. Lounþega- klúbbur Heim- dollor Fimmtudagur 30. april 1964. Verzlunum lokuð 1. muí Verzlanir og skrifstofur verða lokaðar allan daginn 1. maí n.k. Mjólkurbúðir eru opnar kl. 9 — 12 þann dag. Framvegis verður sölubúðum lok- að kl. 12 á hádegi á laugardögum frá 1. maí. Kaupmannasamtök íslands. úr Eyjaholunni saltmengað — en von um uð úr rætist Sú frétt kom eins og reiðar- slag yfir Vestmannaeyingar í gær, að vatnið, sem kemur úr borholunni, reyndist vera sait. Eru rnenn með ýmsar vangavelt ur yfir því, hvernig á þessu fyr irbæri geti staðið og er nú leit- að ieiða til að fá bætt úr þessu. Var komið með mælitæki til Eyja í morgun til að mæla bæði þrýsting í borholunni og seltu. En jafnvel þó vatnið yrði salt úr holunni, er það heitt og mik- ið hagræði yrði að því að nota það t. d. í sundlaug. Vatnið, sem kom fyrst upp úr holunni, var ekki salt, en um miðjan dag í gær urðu menn þess varir, að saltbragð var af því. Seltan er að vísu mjög lítil, t. d. ekkert nálægt því eins mik il og í sjó. Og í morgun hafði enn dregið úr saltbragðinu, svo það var rétt hægt að finna bragðkeim af því. Framh. á bls. 5. Helga Weisshappel, Jón Engilberts, Nína Sæmundsson, Sveinn Björnsson, Pétur Friðrik, Sigurður Arnason og Eggert Guðmundsson við eitt af málverkum Jóns Engilberts. Fundur verður í Launþegaklúbbi Heimdallar i dag kl. 20.30. — Komið verður saman í Valhöll, en síðan farið í heimsókn á Morgun- blaðið. Þar mun Eyjólfur Konráð Jónsson, ritstjóri, flytja erindi um blöðin og stjórnmálin. Að því loknu munu þátttakendur fá tækifæri til að skoða Mbl. undir leiðsögn. Þátttakendur í Launþegaklúbbn- um eru eindregið hvattir til að mæta og taka með sér nýja félaga. )

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.