Vísir - 28.05.1964, Blaðsíða 2
2
V1 S IR . Fimmtudagur 28. mai 1964.
Síðasta mark Vals í leiknum. Guttormur gerir árangurslausa til-
raun til þess að verja.
Svo bregðast krosstré
sem önnur tré, sagði einn
áhangandi Vals, er leikn-
um við Þrótt lauk í gær-
kvöldi með óvæntum, en
sanngjörnum sigri Þróttar,
4:2.
Valur tók lejkinn í sínar hendur
þegar á fyrstu mínútunum, og eftir
9 mfn. leik skoruðu þeir fyrsta
markið, er Reynir fékk góða sentr-
ingu frá Bergsveini, og renndi lag-
lega í netið af stuttu færi. Og Val-
ur hélt áfram stórsókn, en frábær
markvarzla Guttorms kom f veg
fyrir fleiri mörk.
Á 21. mín. jafna Þróttarar, er
Jens Karlsson skallaði yfir Björg-
vin markvörð úr hornspyrnu. Á
39. mfn. fékk Bergur Guðnason,
hinn kunni útvarpsmaður úr þætti
„unga fólksins", góða sentringu út
til hægri. Hann sendi vel fyrir
markið, þar sem Hermann afgreiddi
knöttinn viðstöðulaust í netið með
vinstri fótar skoti.
í síðari hálfleik snýst leikurinn
við. Nú er það Þróttur, sem sækir
bæði fast og vel. Og á 7. mín. jafna
þeir, 2:2, með góðu marki frá
Hauk Þorvalds, sem var vel stað-
settur á markteig, er Axel Axels-
son sendi fyrir markið.
Einni mfn síðar komast Þróttarar
yfir, er Haukur skaut af ca. 30
metra færi, og knötturinn stefndi
í hægra horn marksins. Björgvin
hafði hönd á knettinum, en hélt
ekki vel, og boltinn valt í markið.
Þróttur hélt áfram góðum leik
og lék Valsliðið grátt. Á 30. mfn.
gerðu þeir svo út um leikinn með
sínu 4. marki. En að þvf unnu
Haukur og Ólafur Brynjólfsson, er
þeir léku saman frá miðju, en við
markið rak Ólafur endahnútinn á,
með því að senda knöttinn í netið
af stuttu færi.
Þróttarliðið fór í vörn meirihluta
síðustu 15 mín., en þrátt fyrir fá-
menni í framlfnunni ógnuðu þeir
marki Vals, og máttu Valsmenn
teljast heppnir að fá ekki á sig
fleiri mörk í þessum leik.
Valsmenn léku vel og sóttu stíft
í fyrri hálfleik og léku sig auðveld-
lega gegnum vörn Þróttar, en
Guttormur markvörður átti glæsi-
legan leik og varði hvern boltann
á fætur öðrum. Af leikmönnum
Vals voru þeir beztir Hermann og
Bergsteinn. En aðrir léku og vel
út hálfleikinn.
Enginn Þróttaranna átti góðan
leik í fyrri hálfleik að undanskild-
um Guttormi markverði.
1 síðari hálfleik var blaðinu snú-
ið við, nú var það Þróttur sem
átti bókstaflega allan leikinn. Það
var mikil einbeitni f leikmönnum
þeirra og allir léku sinn bezta leik
á árinu að undanskildum Axel
Axelssyni, eina landsliðsmanni
Þróttar, sem alveg brást vonum
manna. Ómar og Haukur voru
beztu menn framlínunnar, en
Gunnar beztur varnarleikmanna.
Guttormur hafði lítið að gera
í þessum hálfleik, þar sem Vals-
mönnum tókst nú aldrei að ógna
verulega.
Þessi leikur hafði mikið að segja
fyrir Þrótt og það mátti vel sjá
það af leik liðsins f síðari hálfleik.
Fyrir fáeinum dögum léku þessi
sömu lið í Reykjavíkurmótinu, en
þar sigraði Valur 4:0. Nú hafa
Þróttarar nælt sér í 2 stig í tveim-
ur leikjum en Valur ekkert f jafn-
mörgum leikjum. Hver fellur úr
I. deild f ár? Það er spurning
sem margir vildu vita svar við,
en með leik sem þessum verður
það ekki Þróttur.
I. deild á Laugardalsvellinum
kl. 20.30: Fram—Akranes.
Dómari í leiknum var Steinn
Guðmundsson og er þar ágætis
dómaraefni á ferðinni.
- K.L.P. —
Tvær norskar
bækur
Nýlega hefir Universitetsforlagið
í Osló sent frá sér tvær merkar
bækur sem panta má hér f bóka-
verzlunum. Sú fyrri er bók um
sögu Hamsuns og er fjallað þar
bæði um stílinn, byggingu verks-
ins, sögupersónurnar og sálarlíf
þeirra og baksviðið.
Hin bókin er Frigjörings Politik
eftir Thomas Chr. Wyller. Er þar
fjallað um stjórnarmyndunina í
Noregi 1945 eftir að kvislingarnir
höfðu verið reknir frá völdum og
þingbundin konungsstjórn komst
aftur á í landinu. Sérlega er rakið
hvernig útlagastjórnin f London
kom aftur inn í norsk stjórnmál
og þau vandamál rædd sem því
voru samfara. Koma þar margir
kunnir menn við sögu svo sem
Trygve Lie, Gerhardsen og Lange.
Humarinn á
Akranesi
Vísir vill taka það fram, að
fyrirsögn blaðsins á frétt um hum-
arveiðideiluna á Akranesi, þar
sem sagt var að sjómenn „nenntu"
ekki að slíta humarinn er ekki
komin frá fréttaritara blaðsins á
Akranesi.
TUNÞÖKUR
BJÖRN R. EÍNARSSON
SÍMÍ 2.085G
Þriðja mark Þróttar. Björgvin, markvörður Vals, horfir á eftir knettinum í netið.
Samband ungra Siálfstæðismanna boðar til
Landbúnaðarráðstöfnu að HELLU 31. maí
Ingólfur
jljpíália
Dr. Bjarni
Dr. Sturla.
RÁÐSTEFNAN hefst kl. 15.00, sunnudaginn 31. maí í Hellu-
bíói. Árni Grétar Finnsson, form. S.U.S. setur ráðstefnuna.
Framsöguerindi flytja Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráðherra,
dr. Bjami Helgason og dr. Sturla Friðriksson. Að loknum
framsöguerindum verða fyrirspurnir og umræður. Frekari upp-
lýsingar veita Óli' Guðbjartsson, Selfossi, Jón Þorgilsson, Hellu
og skrifstofa S.U.S., Reykjavík, sími 17100.
Allt SjóHstæðisfólk í SuiurEantEsk|ördænti velkomið