Vísir - 28.05.1964, Síða 7

Vísir - 28.05.1964, Síða 7
VÍSIR . Fimmtudagur 28. maí 1964. Affahæsti Eyjabáturinn físk- aði fyrír 5,6 milljónir kréna BERGUR VE 44 varð langafla- hæsti báturinn á vertíðinni, af þeim, sem gerðir voru út frá Vestmannaeyjum. Hann fiskaði frá 4. janúar til 30. april eða á tæpum fjórum mánuðum: 1267 smálestir af þorski og 1557 smálestir af síld. Aflaverðmætið á þessum mánuð um nam: kr. 5.655.000,00. Bergur VE 44 er fyrsti stál- báturinn af fjórum, sem smíð- aðir verða í Þrándheimi f Noregi fyrir íslenzka útgerðarmenn og kom hingað til lands fyrir ára- mótin síðustu. Hann er 216 rúm lestir og hefur reynzt vel í alla staði. Skipstjóri er Kristinn Páls- son. Þótt ungur sé, hefur hann verið með afiasælustu skipstjór- um á landinu nú um árabil. Eigandi Bergs VE 44 er sam- nefnt hlutafélag í Vestmanna- eyjum og stjórn þess skipa: Júlíus Magnússon framkvæmda- stjóri og Kristinn Pálsson, báðir frá Vestmannaeyjum, og Vigfús Friðjónsson, útgerðarmaður frá Siglufirði. íslenzk hglabók í vændum er ný íslenzk mynda- bók, sem ef til vill tekur öllu fram í prentun og frágangi sem enn hef- ur sézt hér á landi, en það eru myndir af íslenzkum fuglum, sem þýzkur ljósmyndari hefur tekið, en bókaútgáfa Menningarsjóðs gefur út með texta á þrem tungumálum. Vfsir frétti á skotspónum af þessari fyrirhuguðu útgáfu og leit aði frekari upplýsinga um hana hjá Gils Guðmundssyni forstjóra. Bókaútgáfa Menningarsjóðs hef- ur einu sinni áður gefið út hlið- stæða bók, en það er bók um hesta sem gefin var út með íslenzkum, þýzkum og enskum texta. Myndirn- ar í hana tók þýzk kona, Hela Tictz, en dr. Broddi Jóhannesson skólastjóri skrifaði textann. Bók sú sem í vændum er um íslenzka fugla, er hliðstæð hesta- bókinni en þó miklu stærri, með fleiri myndum og auk litmyndanna verða og allmargar svart-hvítar ljósmyndir í henni. Hér er einnig að verki þýzkur ljósmyndari, Hermann Schlenker, sem hefur tek- ið allar myndirnar. Dr. Broddi Jó- hannesson skrifar textann, en auk þess er sérstök lýsing á hverjum fugli, sem mynd er af í bókinni og hefur Steindór Steindórsson menntaskólakennari tekið hana saman. Bókin er samt engan veginn ætluð sem heildarlýsing á íslenzk- um fuglum, heldur er fagurfræði- legt sjónarmið látið ráða um myndavalið. Henni er ætlað að verða frekar falleg en fræðileg. Myndaprentun er þegar lokið og allar myndirnar prentaðar er- lendis, svo og þýzki og enski text- inn, en íslenzki textinn er prentað- ur hérlendis. Aðalumboð erlendis hefur prentsmiðju. og útgáfufyrir- tækið E. Schwend K.G. í Þýzka- Aflahæsti Eyjabátur, Bergur V.E. 44. landi, en það hefur annazt alla prentun, aðra en á íslenzka text- anum. Prentunin hefur tekizt forkunn- ar vel og má fullyrða að litprent- unin sé mun nær því rétta og eðlilegri heldur en hér hefur sézt á litprentuðum bókum. Þess má geta, að hestabók £r Surtsey að kólna út eða brýzt fram nýtt gos? Fyrir viku fóru nokkrir vís- indamenn og náttúruunnendur út í Surtsey til að kanna hvaða breytingar hafa orðið í eynni síðustu dagana. Vísindamennirnir, sem lögðu leið sína út í eyna, voru þeir Eyþór Einarsson grasafræðing- ur, dr. Guðmundur Sigvaldason jarðefnafræðingur og dr. Sig- urður Þórarinsson jarðfræðing- ur. Vísir náðj sem snöggvast tali af dr. Sigurði Þórarinssyni, en hann sagði að breytingar hefðu nær engar orðið á Súrtsey frá því er hann var þar nokkr- um dögum áður. Helzta breytingin er sú, sagði dr. Sigurður, að gígurinn smá hækkar og þrengist að sama skapi. Hann mun þó vera enn- þá sem næst 40—50 metrar í þvermál og hefur auk þess breytt nokkuð um Iögun. Áður var hann sporöskjulagaður, en er nú að verða kringlóttari. Hraunrennsli er löngu hætt, en það kraumar stöðugt í gígn- um og hann skvettir g'.óandi leðjunni sí og æ, stundum upp á gígbarmana. Það er því engan v'eginn nættulaust að hætta sér fram á þá eins og sakir standa. Komin er um það bil 25 metra há gjallkeila kringum gíg inn, en er þó nokkru lægri til suðurs. Annars er gígurinn sem næst 100 metra yfir sjó, en eyj an sjálf, þar sem hún er hæst, nálægt 175 metrum. í förinni með vísindamönn- unum var verkfræðingur, sem mældi nákvæm'.ega hæð eyjar- innar og gígsins, en dr. Sigurður kvaðst ekkj vera búinn að fá niðurstöður hans ennþá. Þær töl ur sem hann gæfi Vísi upp myndu þó vera nærri sanni. Dr. Sigurður sagði að fersk- leiki eyjarinnar væri strax far- inn að dofna nokkuð nema f og á sjálfum gígnum. Hraunið þeg ar tekið að veðrast og sums stað ar sandorpið orðið. Miklir og háir gjallhamrar liggja að eynni sums staðar og sagði dr. Sig- urður að gjallið væri orðið mjög sandorpið og fast f sér. Þar sem hamrarnir eru hæstir, ná þeir allt að 100 metra hæð. Hraunkamburinn, þar sem hraunið hefur runnið I sjó fram’ er aftur á móti mun Iægri, að- eins nokkurra mannhæða hár. En hraunrennslið hefur þó gert það að verkum, að ekki þarf lengur að kvíða því að Surstey verði brimrótinu að bráð. Vísir innti dr. Sigurð eftir því hvort líkur væru til þess að gos væri hérmeð hætt. Hann svar- aði því til, að erfitt væri um það að segja.' Það drægi hægt og sígandi að því að gígurinn lokaðist og þegar það hefði gerzt, væri forvitnilegt að sjá hvað gerðist. Það gæti hvort tveggja skeð, að gosið lognaðist út af fyrir ful'.t og allt, en líka hitt, að þrýstingurinn væri svo mikill innanfrá, að hann brytist út í sprengingu, og þá e. t. v. á öðrum stað. Leiðangurinn fór héðan flugleiðis til Vestmanna- eyja og síðan strax á báti út í Surtsey. Sigurður sagðj að landganga eða lending væri ekki neinum erfiðleikum bundin fram ar, ef ekki væri hvassviðri. Hóp urinn var allan daginn, frá morgni til kvölds úti í eynni eða 9 — 10 klst. samtals. Erindi þeirra vfsindamannanna var, sagði dr. Sigurður, að skoða grjótið og þær breytingar, sem verða á því, Eyþórs að kynna sér gróður og dr. Guðmundar að rannsaka hraunið bergfræði- lega og útfellingar í sambandi við gufur upp úr hrauninu, en á þeim eru meiri eða minni breytingar frá degi til dags. Menningarsjóðs hefur selzt í mjög stóru upplagi, þýzka og enska út- gáfan eru vfða uppseldar, en sú íslenzka senn á þrotum. Má lík- legt telja að fuglabókin verði ekki síður vinsæl, enda enn fallegar út- gefin. Gils gat þess að lokum, að for- stjóri Ferðaskrifstofunnar, Þorleif ur Þórðarson hefði átt frumkvæðið að útgáfu þessarar bókar, aðstoð- að og leiðbeint um hana á ýmsan hátt og talið hana æskilega land- kynningu. Mörg Ehjgsrfgi- og æðosjúkdóma- vornnrfélög Fyrir nokkru var stofnað Hjarta- og æðasjúkdómavarnarfélag Akur- eyrar og nágrennis með um 200 félögum. Einnig var stofnað Hjarta- og æðasjúkdómavarnarfélag Sel- foss og nágrennis með 70 félögum. í dag og næstu daga verða félög stofnuð á eftirtöldum stöðum: Fimmtudag þ. 28. maí í Borgar- nesi að hótel Borgarnesi kl. 8.30 e.h. Föstudaginn þ. 29. maf á Akra- nesi í Stúkuhúsinu kl. 9 e.h. Fóstudaginn þ. 29. maí n.k. f Keflavík í samkomuhúsinu Aðal- veri kl. 9.30. Prófessor Sigurður Samúelsson mun mæta á fundinum í Borgar- nesi og á Akranesi, en Snorri P. Snorrason læknir mætir á fundin- um í Keflavík. Á næstunni verða stofnuð félög í Vestmannaeyjum og í Hafnar- firði og væntanlega bráðum á Vest- fjörðum. Ætlunin er að stofna félög f stærri kaupstöðum á Norður- og Austurlandi í sumar og með haust- inu. Sp, Tjegar Cesar sneri aftur til Rómar úr her- leiðöngrum sínum í Gallíu trúði hann vini sínum fyrir því að sig vantaði nokkrar milljón ir upp á að eiga ekki neitt. © Verri en Cesar Líkt var sjóðum ís- lenzkra bænda farið þegar Framsóknarmaddaman sneri skutnum í þjóðina og hvarf úr ríkisstjórn. Þá voru sjóðirnir gjaldþrota með öllu. Þá vant- aði nákvæmlega í tölum talið 30 milljónir upp á að eiga ekki neitt. Á þessu varð snör og rækileg breyting þegar Sjálf- stæðismenn tóku við forystu þessara mála af Framsóknar- mönnum. Stofnlánadeild land- búnaðarins var sett á fót 1962 með sameiningu Ræktunar- sjóðs og Byggingarsjóðs sveita bæja. Auðvitað snerust Fram- sóknarmenn öndverðir gegn þeirri ráðstöfun. En hver varð árangurinn? Sá, að aldrei hefir meira fjármagni verði varið til uppbyggingar í sveitunum en síðan. 1962 var veitt í lán 70 millj. króna og enn hærri upp hæð síðan, en þegar bezt lét hjá vinstri stjórninni var láns upphæðin aðeins 52 mill. króna. (1958). • ' l iVíÍJÍi £ Virkaðstoð. Auk þess gerðist það að Ingólfur Jónsson landbúnaðar- málaráðherra hafði forgöngu um, að lausaskuldum bænda var breytt í föst lán. Sam- kvæmt því voru bændum sam- tals veitt 780 lán að upphæð 65 millj. króna. Þetta voru svo augljósir hagsmunir fsl. bændastéttar, að jafnvel Framsóknarmenn treystu sér ekki til þess að mæla gegn þessari ráðstöfun. Tíminn sagði, í leiðara f júlf 1961: „Ef ríkisstjórnin tryggir við- hlítandi að þessi aðstoð við bændur verði virk, ætti það að verða mörgum bændum til ó- metanlegrar hjálpar . . . “ Eftir að þetta var skrifað voru bændum lánaðar 65 milljónirn ar — og aðstoðin varð vel virk. # Dapurleg saga. Allir vita að Framsóknar- menn telja sig sérstaka mál- svara íslenzkra bænda. En þrátt fyrir það láta þeir sjóði þeirra verða gjaldþrota og hefj ast ekki handa í skuldamálum landbúnaðarins. Það er ekki fyrr en Sjálfstæðismenn koma í stjórn að hlutunum er komið f gott lag. Við hverju er þá að búast af flokki sem fer þannig með sfna helztu skjól- stæðinga? Þrátt fyrir 30 ára valdatfmabil Framsóknar f fs- lenzkum stjórnmálum eru bændur enn tekjulægsta stétt landsins. Ber það stefnu Fram sóknar fagurt vitni? Hafa þeir hjálpað þeirri stétt sem þeir einir þykjast eiga til góðra bjargálna? Svarið er neikvætt.

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.