Vísir - 28.05.1964, Side 11

Vísir - 28.05.1964, Side 11
VlSIR . Fimmtudagur 28. maí 1964. Slysavarðstofan Opið allan sólarhringinn. Simi 21230. Nætur og helgidagslæknir i sama síma. Næturvakt í Reykjavík vikuna 23. —30. maí verður I Reykjavík- ur-apóteki. Nætur- og helgidagalæknir í Hafnarfirði frá kl. 17 28. maí til kl. 8 29. maí: Bragi Guðmunds- son. Útvarpið Fimmtudagur 28. maf Fastir liðir eins og venjulega. 20.00 Á vettvangi dómsmálanna. Hákon Guðmundsson hæsta réttarritari talar. 20.20 íslenzkir hljóðfæraleikarar kynna kammerverk eftir Jó hannes Brahms, IX. 20.50 Raddir skálda: Ljóð og ævintýri eftir Jó- hann Sigurjónsson. Lesarar Björn Th. Björnsson, Arnar Jónson og Kristbjörg Kjeld. — Einar Bragi sér. um þáttinn. 21.35 Tónleikar: Slavneskur dans nr. 2 í e-moll eftir Dvorák. Fílharmoníusveit Vfnarborg ar leikur, Fritz Reiner stj. 21.45 Erindi: Miðbærinn f Reykja vík. Ámi Óla rithöfundur. 22.10 Kvöldsagan: „Örlagadagar fyrir hálfri öld“ kaflar úr bók eftir Barböru Tuch- mann. III. Hersteinn Páls- son les. 22.30 Harmonikulög: Toralf Tol- lefsen leikur. 23.00 Skákþáttur. Sveinn Krist- insson flytur. Sjónvarpið Fimmtudagur 28. maí 1630 Do You Know? 1700 My Little Margie 1730 Password 1800 Science In Action 1830 True Adventure 1900 Afrts News 1915 The Telenews Weekly 1930 My Three Sons 2000 Hootenanny 2100 Perry Mason 2200 The Sid Caesar Show 2230 Mystery Theater 2300 Afrts Final Edition News 2315 The Steve Allen Show ^ % STJÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir föstudag- inn 29 maf. Hrúturinn 21. marz til 20. apríl: Það er ekkert hentugra til að framfylgja efnislegum hagsmunamálum þínum en vel úthugsaðar starfsaðferðir. Taktu að þér forustuhlutverkið, sé þér boðið það., Náutið 21. aprfl til 21. mal: Þú Virðist hafa ríka ástæðu til að ætla, að heppnin sé þér nú hliðholl. Þeir, sem eru næmir fyrir áhrifum kærieikans eða eiga sér hugsjónir, uppskera vel. Tvíburamir 22. mal til 21. júní: Það mundi koma sér vel fyrir þig að spara kraftana að sinni á sem hagkvæmastan hátt. Þú ættir að njóta einver- unnar, hvenær sem færi gefst. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Sameiginleg viðleitni kæmi sér vel f sambandi við þátttöku í skemmtanalífinu. Þú kynnir að hlakka til skemmtilegrar helgi og góðs félagsskapar. Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Einbeittu þér að störfunum og Ijúktu þeim sem fyrst f þeim tilgangi að geta snúið þér að undirbúningi helgarinnar. — Ræddu við félaga þína um á- ætlanir þeirra. Meyian, 24. ágúst til 23. sept,: Færðu þér f nyt þá starfsþjálf- un, sem þú hefur hlotið, til að sýna, hvað raunverulega býr í þér. Þú færð áhuga á spenn- andi félagsskap. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að beina athyglinni að umhverfinu og reyna að finna leiðir, sem mundu setja skemmtilegri blæ á það. Þú kynnir einnig að ná hagstæð- um samningum. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Það ættu að vera mjög hentug- ar aðstæður fyrir hendi núna til að allir geti orðið á eitt sátt ir um einhverja málamiðlunar- ■ tillögu. Samræður verða til góðs. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Sá peningur, sem vel er varið, getur verið alveg jafn- góður og sá, sem sparaður er. Þú verður að taka tillit til þarfa þeirra, sem upp á þig eru komn ir, þegar þú semur fjárhagsá- ætlunina. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú ættir að starfa af á- huga til að koma öllu af fyrir helgina, svo að þú getir notið skemmtilegra stunda. Vinir og vandamenn kynnu að gera tals- verðar kröfur til þín. Vatnsberinn, 21. jan. til 19. febr.: Þú kynnir að vilja helzt njóta hvfldar eða einbeita þér að hinum ýmsu verkefnum, sem skapast. Þú munt hafa nægan tíma til að komast til botns í hlutunum. Fiskarnir, 20. febr. ti! 20. marz: Dagurinn verður mun skemmtilegri heldur en þeir, sem á undan eru gengnir, sakir góðra frétta. Haltu fast við vonir þínar og fyrirætlanir. Leiðbeiningar um meðferð mjólkur MJÓLKURÍLÁT. Sprungur og rifin samskeyti í mjólkurfötum, mjólkurbrúsum, síum og öðrum mjólkurílátum, eru ákjósanlegar vistarverur hvers konar gerlum. Þar una þeir hag sínum, aukast og margfaldast, af því að ekki er hægt að ná til þeirra. Sinkhúðuð ílát skal aldrei nota, t. d. venjulegar vatnsfötur, því að sink leysist upp í mjólk og myndar í henni sölt, sem eru skaðleg heilsu manna. Ennfremur er erfitt mjög að þrífa slík flát, því að yfiborð þeirra er svo ó- slétt. Sömulelðis skal aldrei nota gleruð (emailleruð) ílát, því aö glerhúðin vill brotna og fara f mjólkina. Bezt er að nota flát úr ryðfrfu stáli. Mjailhvít í næst síðasta sinn Barnalelkritið Mjallhvft verður sýnt í næst síðasta sinn f kvöld, en síðasta sýningin verður á laug ardaginn kemur kl. 3. Uppselt hefur verið á allar sýningar og margir hafa þurft frá að hverfa á síðustu sýningunum. Það hefur verið ákveðið að sýna leikritið aftur næsta haust og gefst þá þeim kostur að sjá sýninguna, sem ekki áttu tök á því að ná í miða núna f vor. Basar Kvenfélag Óháða safnaðarins: Basar félagsins verður í Kirkjubæ kl. 3 á sunnudaginn kemur. Góð- fúslega komið gjöfum í Kirkjubæ kl. 4 — 7 e. h. á laugardaginn og kl. 10—12 f. h. á sunnudag. Sumarskéli Guðspekifélagsins Frá Guðspekifélaginu: Sumar- skólí félagsins verður f Hlíðar- dalsskóla dagana 18. til 25. júní n. k. Aðalfyrirlesari skólans verð ur Bretinn Edward Gall, hann var forseti skozku deildarinnar árin 1945—’55. Allar upplýsingar um skólann gefur Anna Guðmunds- dóttir, Hagamel 27. Sími 15569. Sumarfargjöld Flugfélagsins Hinn 1. júní ganga í gildi sér- stök sumarfargjöld á þeim flug- leiðum Flugfélags Islands, þar sem að staðaldri er hægt að koma við stórum og afkastamiklum flug vélum, en það er á leiðunum milli Reykjavíkur, Akureyrar og Egilsstaða. Sumarfargjöldin verða um 20% lægri en venjuleg fargjöld á fram angreindum leiðum og verða sem hér segir: 1. Reykjavík—Akureyri—Reykja- vfk kr. 1145.00. 2. Reykjavík —Egilsstaðir— Reykjavík kr. 1610.00. 3. Akureyri—Egilsstaðir—Akur- eyri kr. 600.00. Til þess að geta hagnýtt sér sumarferðir félagsins, þarf að kaupa tvímiða og nota hann báð- ar leiðir. Gildistími farseðilsins er einn mánuður frá því lagt er af stað. Sumarfargjöldin gilda á flug- leiðum milli ofangreindra staða án tillits til þess hvar ferð er hafin. Áður en Flugfélag íslands hóf reglulegt áætlunarflug milli staða innanlands, en flugvélar félagsins héldu uppi flugi er flutningsþörf gaf tilefnj til og veður ekki hamlaði, komst sú venja á, að símað var til allra væntanlegra farþega og þeim til- kynntur brottfarartími og enn- fremur, hvenær ætti að mæta á flugvelli. Eftir að áætlunarflug var tek- ið upp hélzt þessi siður og hefir verið svo síðan. Með bættum tækjum hefir á síðari árum gengið æ betur að halda uppi áætluðum flugferðum á fyrirfram ákveðnum tímum og þykir því ekki ástæða til að halda lengur uppi hinum gamla sið frumbýlisáranna, að hringja sérstaklega í farþegana, heldur að þeir mæti á flugvelli sam- kvæmt áætlun, þ.e. 1 innanlands- flugi hálfrj klukkustund fyrir brottför. Ef brottför breytist frá því sem segir í áætlun, mun hins vegar verða hringt til væntan- legra farþega. Minningarspjöld Minningarspjöld Kvenfélags Nes- kirkju fást á eftirtöldum stöðum: Verzl. Hjartar Nilsen, Templara- sundi. Verzl. Steinnes Seltjarn- arnesi, Búðin mín, Víðimel 35 og hjá frú Sigríði Árnadóttur, Tóm- asarhaga 12. R I P K I R B Y Fern opnar skúffumar og léitar vandlega. Það er ekk- ert vopn hérna, Rip, segir hún. Gott, svarar hann. Hvaða barna WHO HAS NEEV OF WEAFONS, MR. KIR8Y, WHEN ALL POETS ASREEP THAT THEPEN IS MISHTIER THAN THE SWORP? Minningarspjöld barnaspítala- sjóðs Hringsins fást á eftirtöld- um stöðum: Skartgripaverzlun Jóhannesar Norðfjörð Eymunds- sonarkjallara, Verzluninni Vestur götu 14, Verzluninni Spegillinn, Laugavegi 34, Þorsteinsbúð Snorrabraut 61, Vesturbæjarapó- teki og hjá frú Sigríði Bachmann yfirhjúkrunarkonu Landspltalans. Minningarspjöld Háteigskirkju eru afgreidd hjá: Ágústu Jóhann esdóttur Flókagötu 35, Áslaugu Sveinsdóttur Barmahllð 28. Gróu Guðjónsdóttur Stangarholti 8, Guðrúnu Karlsdóttur Stigahllð 4, Sigrlði Benónýsdóttur Barmahllð 7. Ennfremur I bókabúðinni Hlíð ar, Miklubraut 68. / Alveg síðan Mark Twaln V skrifaði sína ódauðlegu sögu I; um hinn hoppandi frosk, hafa !■ froskastökkkeppnir verið mjög ■I vinsælar. Og nýlega var heims !■ meistarakeppnin fyrlr árið ‘I 1964 haldin í Bandarikjunum. Mark Twain Sigurvegari varð froskurinn Rusty, frá Californiu. Og hann stökk 17 fet og 1*4 tommu, og bætti þarmeð heimsmetið um 3% tommu. Það skal tekið fram, að stökk in eru reyndar þrjú. Og með sigrinum færði Rusty eiganda sfnum 1000 dollara verðlaun. Snöggt viðbragð: Lögreglu- maðurinn var að tala við mann, sem hafði orðið vitni að morði, og var að reyna að fá lýsingu á atburðinum hjá honum. — Segið mér, sagði hann, hvað voruð þér lanjft í burtu þegar þér heyrðuð fyrsta skotiö? — Tja, eina 20—30 metra, svaraði vitnið. — En svo þegar þér heyrð- uð annað skotið? — Minnst 300, svaraði vitn- ið. læti eru þetta, segir Penninn I föðurlegum áminningartón. Auð vitað eru engin vopn þar. Má ég nú skrifa? Hvað á maður að gera við vopn, herra Kirby, seg ir Penninn, þegar öll skáld eru sammála um að penninn sé skæðari en sverðið. Og hann glottir ógeðslega. Skeggið Ieyft: Nýlega var kveðinn upp dómur 1 San Francisco um það að yfir- menn embættismanna hafi ekki Ieyfi til þess að ráða nokkru um útlit þegar einkenn isbúningurinn er undanskilinn. Það var í máli 39 ára gamals fangavarðar, sem þessi dóm- ur var uppkveðinn, en hann hafði Iátið sér vaxa myndar- legt alskegg. Yfirfangavörður inn skipaði honum að raka það af, en fangavörðurinn, sem heitir James Forstner, neitaði. Hann var þá rekinn á þeim forsendum að fangarnir misstu virðingu sína fyrir honum ef hann væri skeggj- aður. — Vitleysa, sagði dómarinn. Skeggið fer herra Forstner á‘- gætlega. Og honum voru dæmdar bætur, auk launa fyr ír þann tíma, sem hann hafði verið atvinnulaus. IC23

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.