Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 2
2 VÍSIR . Fimmt Jagur 18. júní 1964. Spenningurinn í boðhlaupinu var mikill, eins og greina má af andlitum stúíknanna á myndinni. 17. júní-mótið: 60 ára: Guðjón Einarsson Kúluvarp GuBmundw færír honum sennilega forsetabikarínn í ár Baráttan í 800 metrunum var jboð eftirminnilegasta i mófinu Guðmundur Hermanns- son, KR, vinnur mjög lík- lega Forsetabikarinn fyrir bezta frjálsíþróttaafrekið á 17. júní mótinu í ár. Hann varpaði kúlunni 15.74 metra og vann öruggan sigur í greininni, en ekki eru miklar líkur til að betri árangur hafði náðst á 17. júní mótum úti á landi. íslenzka frjálsíþróttamenn skortir, og áhorfendur fengju afbragðs skemmtun í hléinu. í gær var 110 metra grindahlaup- ið mjög spennandi milli þeirra Valbjörns og Kjartans Guðjónsson- ar, kappanna sem í sumar eiga eft- ir að heyja mikið strið í tugþraut- inni. Valbjörn vann hlaupið á síð- ustu metrunum, en yfir grindun- um voru þeir jafnir. Valbjörn fékk 15.4 en Kjartan 15.5, Sigurður Lárusson var einnig með í baráttu þeirra og fékk 15.7, allt prýðis tímar. Sleggjukast. Jón Ö. Þormóðsson, ÍR, 47.16. Jón Magnússon, ÍR, 44.63. Þorsteinn Kringlukast: Löve, ÍR, 45.47. í dag verður 60 ára Guðjón Einarsson, varaforseti ÍSf. Guðjón er kunnur fyrir marg- háttuð störf að félagsmálum, ekki sízt meðal íþróttamanna, en einnig verziunarmanna og leikara. Guðjón hefur verið varafor- seti fSÍ frá 1951 og formaður íþróttanefndar rikisins. Hann varð fyrstur íslendinga til að fá réttindi sem milliríkjadómari og varð mjög kunnur fyrir góða dóma sína á knattspymuvellin- um. Vísir óskar GuðjÖni heilla á þessum merkisdegi. __ l'hn - Mjög skemmtilega kom Ólafur - Guðmundsson úr KR á óvart í Mótið að þessu sinni fór fram j 100 metra hlaupinu. Hann þaut upp á þriðjudagskvöldið og í gærdag. Fyrri daginn á Melavelli en þann síðari á Laugardalsvelli og var geysilegt fjölmenni á vellinum, en sýningar fóru fram í ýmsum grein- um og knattspyrnukappleikur 4. fl. pilta. Fóru sýningar þessar hið bezta fram og vöktu óskipta at- hygli. Og ekki spillti það hve gott veðrið var í gær. Fyrri daginn vakti athygli frammistaða ungs þrístökkvara úr Skarphéðni, Karls Stefánssonar, en hann stökk 14.09 og á án efa eftir að stórbæta þann árangur sinn. Eftirminnilegast fyrri daginn og raunar frá mótinu öllu var 800 metra hlaupið. Þar börðust 3 ungir menn um sigurinn og það varð ekki séð fyrr en á lokasprettinum að Halldór Guðbjörnsson var sigur- vegarinn. Hann fékk tímann 1.57.4, sem er mjög gott og nýtt drengja- met, Agnar Leví félagi hans úr KR fékk 1:58.0 og Þórarinn Ragn- arsson úr KR 1.58.6. í hlaupið vantaði þá Þórarin Arnórsson og Kristján Mikaelsson, sem báðir eru án efa í þessum hópi. Gaman væri að fá að sjá þessa menn spreyta sig í hálfleik, þegar knattspyrnulið keppa næst á Laugardalsvelli. Þá fá þeir áhorfendurna, nokkuð sem úr startinu sem raketta og tryggði sér gott forskot og rann í mark sem hinn öruggi sigurvegari á 10.9 sek., en Valbjörn Þorláksson á 11.1 og Einar Gíslason á 11.2. Ólafur vann einnig 400 metra hlaupið. Þar fékk hann 51.3 en næstir komu þeir Helgi Hólm og Þórarinn Ragnarsson. Valbjörn vann stangarstökkið á 4.01. Páll Eiríksson varð annar á 3.80. Úrslit á 17. júní mótinu: FYRRI DAGUR: Þarna liggja nokkrar ungar stúlkur í grasinu á Laugardalsvellinum. Þær eru að hvíla sig eftir íþróttasýn- ingu, sem þær höfðu á hendi. 400 metra grindahlaup: Helgi Hólm, ÍR, 58.4. Hjörleifur Bergsteinsson, A., 62.8. 200 m. hlaup: Valbjörn Þorláksson, KR, 22 8. Ólafur Guðmundsson, KR, 22 ') Einar Gíslason, KR, 23.3 Ómar Ragnarsson, fR, 2' Langstökk: Úlfar Teitsson, KR, 6.78 Páll Eiríksson, KR, 6.33. Ólafur Unnsteinsson, ÍR, 6.12 Þrístökk: Karl Stefánsson, HSK, 14.09. Reynir Unnsteinsson, HSK, 13.29. Stefán Guðmundsson, ÍR, 12.91. Halldóra Helgadóttir, sem vann 100 metra hlaup í gær, er á efsta þrepi verðlaunapallsins. Til vinstri er Margrét Hauksd., sem varð þriðja en Sigríður Sigurðardóttir, sem varð önnur, er. hægra megin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.