Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 15
15 t í Sí R Fimmtudagur 18. júní 1964. — Bíðið, læknir, sagði Hanni- bal Ger\'asoni, þér eruð óstyrkur á taugum, hönd yðar titrar. Paroli horfði illilega á hann. — Yður skjátlast, sagði hann þurrlega. Ég er alveg öruggur. — Guð minn góður, ef þér eruð taugaóstyrkur gætuð þér sært dóttur mína, og það gæti orðið hennar bani. - Ég hef ekki enn byrjað upp- skurðinn, frú, sagði Paroli hroka lega. Það er allt undir yður kom ið. Á ég að framkvæma upp- skurðinn — eða hætta við hann? — Þér megið ekki hætta við hann, greip de Rodyl nú fram í, við berum fyllsta traust til yðar. — Þið óskið þá eftir að ég geri uppskurðinn? — Við biðjum yður um það. — Ég mun þá framkvæma hann. Hann bjóst til að hefjast handa. Andlit hans var nú ösku- grátt. Hann bar áhaldið aftur að auga stúlkunnar, en allt í einu greip Hannibal sterklega um úlnlið hans og lágt, róiega og alvarlega sagði hann: — Ég endurtek, læknir, hönd yðar titrar. Eins og stendur gæti verið hættulegt að framkvæma uppskurðinn. Þér verðið að bíða. — Er það ég, sem er hús- bóndinn hérna, eða þér? spurði Paroli reiðilega. Hann virtist í þann veginn að missa stjórn á sér. — Þér eruð húsbóndi hér, sagði Hannibal rólega, þér ráð- ið hér húsum, en ekki yfir aug- um þessarar ungu stúlku, og meðan ég er hér, gerið þér ekki þennan uppskurð. — Snáfið þá burt, sagði Par- oii ofsareiður. Þér eruð ekki lengur í minni þjónustu. Þér haf ið móðgað mig og þess vegna rek ég yður. - En ég ætla nú, þrátt fyrir það að dveljast hér nógu lengi til þess að sannfæra vini þess- arar ungu stúlku, sem hér eru staddir, um það, að hyggilegast sé að þeir vari sig á yður, því að hér er vissulega eitthvað dular- fullt og óhugnanlegt á seyði. Paroli hafði nú ekki lengur vald á sér og í æði því, er greip hann, mundi hann hafa ráðizt á Hannibal, ef athygli við- staddra hefði ekki beinzt að öðru. Hávaði heyrðist fyrir dyr- um úti og hurðinni var hrundið upp og inn ruddistÓskarRigault Baunastöngin og lögreglumenn- irnir tveir, Caseneuve og Flogny. Þegar Paroli sá Óskar hörfaði hann undan óttasleginn. En Óskar hafði þegar þekkt hann og hrópaði: — Loks höfum við fundið hann. Það er hann. Maðurinn frá Marseille. Þrjóturinn í loðkraga frakkanum, morðingi Jacques Bernies, maðurinn sem ætlaði að myrða litlu ungfrúna og reyndi tvívegis að myrða mig. Paroli var einn þeirra manna, sem endurheimtu ró sína á mestu hættustundum og berj- ast fyrir lífi sínu í lengstu lög. — Þessi maður er brjálaður, sagði hann og yppti öxlum. — Hvað á allt þetta að þýða, Rigault?, spurði de Gevrey — Það þýðir það ,að þið hafið allir verið steinblindir — að þið hafið viljað vera blindir, — öll ykkar leit hefur verið í blindni \ gerð, en ég segi: Ég hefi rakið slóð hans. Og þarna er hann. Maðurinn sem ætlaði að kóróna fyrri glæpi til þess í viðurvist ykkar að fremja allra svívirði- legasta glæpinn — og nærvera ykkar átti að bægja öllum grun- semdum frá ykkur. Af hverju opnið þið ekki gluggana, góðir menn, og reynið að gera ykkur grein fyrir hvað er að gerast svo að segja fyrir augunum á ykkur? Þessi þorpari, morðingi Jacques Berniers, hefir blindað ykkur svo gersamlega, að þið á- lítið hann strangheiðarlegan mann, en hann vissi eitt, og það var, að aðeins ein manneskja gat vitnað gegn honum svo að J dygði til þess að sanna sekt hans, og það er ungfrú Emma- Rósa, dóttir frú Angelu. Á þess ari stundu er Emma-Rósa blind og getur ekki vitnað, en það er hægt að lækna hana, og til þess að hindra að einhver stéttar- bræðra hans læknaði hana, ætl aði hann að framkvæma aðgerð- ina, til þess að svipta hana sjóh inni ævilangt. Skyldi hann ekki hafa ályktað, að þið hin blinda sveit, myndu aðeins segja: Það var sorglegt, vesalings stúlkan, en jafnvel mestu snillingum eins og dr. Paroli getur mis- heppnazt uppskurður." Það fór eins og hrollur um alla viðstadda Angela flýtti sér til dóttur sinnar og vafði hana örmum eins og henni til verndar. . Paroli var fölur sem nár. Hendur hans titruðu. Hann krosslagði þær á brjósti sér svo að minna bæri á titringnum. — Herrar mínir, sagði hann, furðu rólegri, en skerandi röddu, og sneri sér að þeim de Gevrey og de Rodyl, — þér er- uð þjónar réttv 'ir. Ég krefst verndar yðar. A mig gegn þessum manni ruðzt hefur inn á heimili mitt og stofnun og móðgað mig í viðurvist ykk- ar allra, og vísið honum burt héðan. — Rigault, sagði rannsókn- ardómarinn, með hvaða rökum ásakið þér þennan mann. — Með hvaða rökum? Ég á- kærj hann einfaldlega vegna þess, að ég sé hann með eigin augum í búðinni í Marseille, þar sem hann keypti hníf sömu tegundar og minn, og svo sá ég hann enn betur fyrir þremur dögum í Joinville, þegar hann ætlaði að drepa mig, en hæfði mig í vinstri handlegg, en um leið og hann miðaði á mig byssunni nefndi hann mig með nafni. Ég endurtek: Það var hann sem myrti Jacques Berni- er. Og það var hann sem tví- vegis reyndi að myrða litlu ung- frúna — Það skai viðurkennt, að maðurinn kunni að bera þessar ásakanir fram í góðri trú, sagði Paroli, en hann tekur mig bara fyrri einhvern annan. Óskar, sem af tilviljun varð litið á skyrtubrjóst Paroli, fór alit í einu að hlæja kuidalega. — Jæja, svo að ég á að taka hann fyrir annan, sagði hann og stakk hendinni i vasa sinn og tók upp pyngju, opnaði hana og tók eitthvað úr henni og rétti de Gevrey. — Vill ekki herra dómarinn spyrja hann hvernig á því stend ur, að það vantar hnapp í skyrtu brjóst hans, hnapp eins og þenn an, sem ég rétti yður, en þenn an hnapp fann ég í húsi systur minnar í La Pie. Óskar snart við skyrtubrjósti Paroli, en hann hörfaði undan. — Verjið yður læknir, sagði de Rodyl. Verzlunarpláss við Njálsgötu urn 60 ferm. gæti verið veitinga- eða kvöldsala og margt fleira. 2 herb. íbúð á hæð við Rauðaiar stig. Skipti æskileg á 3-4 herb. íbúð. 2 herb. góð jarðhæð við Drápw- hlíð 67 ferm. Sér inngangur 3 herb. kjallaraíbúð v ð Langholts veg. Prýðiiega góð íbúð. í smíðum í Kópavogi 2 og 3 herb. íbúðir — einbýlishús — tvíbýlis- hús — iðnaðarhúsnæði. Höfum kaupendur að góðum eign- um með miklum útborgunum. JÓN NGIMARSSON, lögmaður. Hafnarstrætj 4 Simi 20555 Sölum. SIGURGEIR MAGNÚSSON Kvöldsimi 34940. KEFLAVÍK Ökukennsla Kenm akstur og meðferð bit reiða tyrir minnapróf bifreiða stióra TRYGGVl KRISTVINSSON Hringbraut 55. Keflavik Slmi 1867 RÉTTi LYKILLINN AÐ RAFKERFINU OUN OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 1874C íiméuR REST BEZ1-koddar. Endurnýjum gömlu sængurnar, eigum dún- og fiðurheld ver. Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur — og kodda af ýmsum stærðum '.V 1 í Fæst í næstu búð. OMEGA úrin heimsfrægu TUNÞÖKUR BJÖRH R, EÍNARSSON SÍMÍ a085G Fljótur Tarzan, hrópar Jce Mambo og þorparar hans eru að fara að ráðast á okkur. Þeir félag arnir grípa sinn í hvorn handlegg höfðingjans, og vippa honum léttilega um borð. Um leið ræsir flugmaðurinn hreyfilinn, en stríðs WE WITNES5 Nti SHWAEJAR.ZAN? AN7 5ATUSI SHAWE! KAl! IF ViE7U HAS ME7ICINET0MAKE ME STRONS ASAIN,I COME / SACK ANP SEAT MV SA7 SON, MAMSO... WITH THESE HOW T00-WEAK HAWFS1 QUICICv tarzan! mamso anp HIS 5ATUS1SANSSTEKS . t AKE CQMINS AT US! W Uf> lieutenant! UP, FAST! . .. JOMiJ CtULRP 0 Cop». lHð. nKi »urrou|S«. U» —Tn. B>(. D.B.niOB. Di*tr. by United Feature Syndicete, Inc. mennirnir koma á harðahlauparn, veifandi spjótum sínum. UPP laut inant, UPP eins fljótt og þú getur, hrópar Joe, sem sér spjótin byria að fljúga í áttina til þeirra. Flug maðurinn rykkir vélinni upp, og mótorinn sogar í sig hvern eiii- 7-8-6SS5 asta dropa sem benzínleiðslurnar geta flutt. Sem betur fer er lann ennþá heitur, svo að flugtakið tekst ágætlega. En 3-4 Batusa spjót smjúgá samt inn f skroKk- inn. Við erum vitni að niðurlæg ingu minni Tarzan, segir Wawa Sk* rA' í;? ' dapur í bragði, og niðurlægingu Batusanna. Ef Medu getur gert eitthvað til þess að gera mig sterkan aftur mun ég refsa narð- lega þessum illa syni mínum, og þorpurum hans. Herrasokkar crepe-nylon <i 29.00 iVIIklatorg)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.