Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 9
9 V í S IR . Fimmtudagur 18. júní 1964. , ..................................................rnmiW f\\f\nninr—TTiTnirrH'rf"»■■■ 5S3 m- ÞÖL GÆÐ! Ræða dr. Bjarna Benediktssonar forsætis- ráðherra af svölum Alþingishússins 17. júní Fyrir tuttugu árum var lýð- veldið endurreist á afmæli þess íslendings, sem við teljum svo mikinn að þjóðin hafði hegar löngu fyrir 1944 gert afmæli hans að hátíðardegi sínum. Þessu skulum við ekki gleyma, því að það staðfestir og skýrir skilning þjóðarinnar á þýðingu manngildisins fyrir tilveru henn- ar, frelsi og sjáifstæði. Atburð- ir slíkir sem endurreisn iýð- veldisins verða ekki af sjálfu sér eða fyrir nein söguleg lög- mál. Það er fyrir atbeina ákveð- inna manna, misjafnlega margra, sem þeir gerast og stundum með löngum aðdrag- anda. Jón Sigurðsson hafði 1944 legið í gröf sinni nærri tvo mannsaldra, en engu að síður var það, sem þá gerðist, öllum öðrum fremur honum að þakka. Jón Sigurðsson var þvílíkur maður, að enginn annar íslend- ingur stenzt samanburð við hann. Viljastyrkur hans, starfs- orka og framsýni í stjórnmál- um var með ólíkindum. Þó vann hann ekki einn afrek sín held- ur varð hann mikilmenni meðal annars af því að hann kunni að vinna með öðrum eða a.m.k. að laða þá til fylgis við sig og yfirgnæfandi meirihluti lands- manna hafði þroska til að lúta forystu hans. Að sjálfsögðu var Jón Sigurðs son háður mannlegum breyzk- leika og, eins og allir vita, son- ur síns tíma og mótaðist af þeim hugmyndum, sem þá voru uppi. En hann ánetjaðist aldrei neinu kenningakerfi, lét það al- drei verða sér fjötur um fót. Lærdómur hans var mikill, ein- beitni hans bar af, en kenning hans var einföld. Hann faldi, að frelsi og þekking væri drif- fjöður og forsenda framfara og velsældar. Sá óbrotni boðskapur á ekki sfður við nú en fyrir hundrað árum. Menn verða að hafa frelsi til að leita þekkingar og njóta hennar en einnig þekkingu til að nota frelsið rétt. Fátt hefur fyrr og síðar reynzt óheillavæn- legra en kenningakerfi, sem ætl- að er að leysa allan vanda, en bila vegna þess að þau eru byggð á vanþekkingu úrslitaatriða. Æ ofan í æ hefur eðlileg framþró- un tafizt og jafnvel á okkar dögum hefur mannfólkinu verið ógnað og því steypt í hyldýpis- ógæfu vegna ofurveldis post- ula vanþekkingarinnar, sem ein- ir þóttust vita allt og vera sjálf- kjörnir til að hafa ráð allra annarra í hendi sér. Hættan af þvílíkum ímynduðum alvitring- um er því meiri sem sjálfs- traust þeirra og sannfæring um eigin óskeikulleika er óbrigðulli. Frjálshuga menn vita aftur á móti, a£j engum einum er allt gefið. Þekkinguna ber öllum að virða. En þótt hún nái nú til æ fleiri viðfangsefna, svo að stöðugt verða fleiri staðreyndir, sem ekki tjáir um að deila, þá nær hún samt enn ærið skammt og ótal margt er getgátum háð. Bæði af þeim sökum og vegaa þess að sjálfar staðreyndirnar má skoða frá ýmsum hliðum, hljóta skoðanir oft að verða skiptar. Sjónarmiðin eru óiík enda hafa engir tveir menn enn Iitið heiminn sömu augum. Oft er sagt, að skoðanaág -ein- ingur og deilur séu til ófarnað- ar. -En viðurke.nning á mismua- andi skoðunum og þar af leið- andi skoðanaágreining er for- senda lýðræðisins. Þegar til lengdar lætur kann hver og einn — og þar með allur ‘jöld- inn — bezt að meta hvað hon- um er fyrir beztu. Enginn velur vfsvitandi yfir sig ógæfu, en menn eiga rétt á að láta sér missjást og læra af reynslunni, ef ekki með öðrum hætti. Deil- ur þurfa þvl sízt af öllu að vera til ills; oft knýja þær hið heilla- ríkasta fram og án gagnrýni er a.m.k. engum stjórnmálamanni hollt að vera. En deilum vejð- ur að stilla í hóf. Eðlilegt er, að hver fylgi fram sinni sann- færingu, en endir verður að vera allrar þrætu og til þess þurfa menn að kunna að slá af og samlaga sig öðrum. Þeir verða að geta sett sig í an.iarra spor og gæta þess, að persónu- Iegur metnaður eða sárindi verði ekki til hindrunar því sam starfi um málefni, sem þjóðar- þörf krefur. Deilugirni má al- drei ná svo langt að haldið sé áfram að deila um það, sem ekki er lengur deiluvert vegna þess að reynslan hefur fellt sinn dóm. Svo er t.d. um skilsmun ein- staklingsfrelsis og gagnkvæmrar samhjálpar nú á dögum. Um það tjáir ekki lengur að þræta, að ekkert frjálst þjóðfélag verður eingöngu byggt á öðru hvoru þessa. Þar hlýtur hvort tveggja að korna til; þótt ætíð kunni að verða áhorfsmál um, hve mikill hlutur hvors um sig skuli vera. En einnig f þeim efnum er aukin þekking til ómetan- legrar leiðbeiningar. Allar þjóðir leggja nú höfuð- áherzlu á að hagnýta sér tækni og vísindi. Af því að allt þrennt gerðist hér nokkurn veginn satn- tímis, að þjóðin hlaut frelsi, margháttuð almannasamtök voru stofnuð og tækniþróun haf- in, er erfitt að greina áh-if hvers um sig. En víst er, að þekkingin og hagnýting hennar í öllum greinum er nú haldbezta leiðin til lífskjarabóta. Þetta á við um óteljandi úrlausnarefni daglegs lífs. Þar er í rauninni ekkert svo smátt, að ekki sé þess vert að grandskoða, hvern- ig það megi færa til betri veg- ar, meiri hagræðingar eins og nú er kallað Margt smátt gerir eitt stórt. En það er ekki einungis með hinu marga smáa, sem við get- um bætt okkar hag, heldur bíða enn stór verkefni óleyst. Sjávar- afli er okkar helzta útflutnings- vara. Sigurinn í landhelgismál- inu vaxandi þekking á fiski- göngum og ný tækni gera afl- ann mun tryggari en áður. En óveiddur fiskur, syndandi í djúpi hafsins, hlýtur ætíð að verða ótrygg höfuðundirstaða heils þjóðríkis. Enn höfum við einungis að litlu leyti nýtt þá orku, sem felst í vatnsafli og jarðhita. Sumir segja, að við eig- um að mestu að geyma hana komandi kynslóðum. En þessi orka eyðist ekki, þótt af sé tekið. Þvert á móti er mögulegt að aðrar aðferðir til orkufram- leiðslu, aðferðir, sem við ráð- um ekki yfir, verði arðvænlegri eftir nokkurt árabil, þótt hag- kvæmt væri að halda þeim vatnsaflsvirkjunum sem þá þeg- ar hafa verið gerðar. Víst er, að engum gagnar, að vötn haldi áfram að falla óbeizluð til sjáv ar. Það er jafnsjálfsagt að gera stórátak til að núlifandi h.yn- slóð geti hagnýtt sér þessi auð- æfi og að reyna að hindra, að nokkur byggilegur hluti 'ands- ins fari í auðn eða að lát v-erði á ræktun gróðurmoldarinnir Ekki má æðrast yfir, þótt fólkið sæki þangað, sem lifvænlegast er í landinu, svo sem ætíð heíur verið, heldur keppa að hinu, eð gera sem flestar byggðir líf- vænlegar. Við þurfum rð tá fleiri og öruggari stoðir und- ir þjóðarbúskap okkar og af- komu. Land okkar verður aldrei auðvelt til ábúðar. En fyrir verk tveggja,þriggja síðustukyn slóða er það nú allt annað og miklu byggilegra en áður. Lát- um það þó einungis verða upp- haf þess, er koma skal. Sjálfsagt er að setja markið hátt og sækja ótrauðir fram, en markinu verður einungis náð með því, að fyrsta sporið í rétta átt sé stigið og síðan hvert af öðru. Þess vegna tjáir ekki annað en að taka hvert úrlausn arefni fyrir sig, kanna það til hlítar og eyða ágreiningi, ef unnt er, en ella lúta löglegri á- kvörðun réttra valdhafa. Með lögum skal land byggja. í samskiptum manna á milli ríður þó á engu meira en um- burðarlyndi og þolgæði. Vik skyldi millj vina og fjö’-ður milli fræna, sögðu forfeður okkar og víst eru okkur ýmis sérstök vandamál búin sökum fámennis og nábýlis. En íslenzka þjóðin á hins vegar ekki við að etja ýmsan bann vanda, sem aðra hrjáir. Hæfileikar og að- staða og þar af leiðandi lífsaf- Dr. Bjarni Benediktsson forsætisráðherra flytur ræðu sína af svöl- um Alþingis i gær, 17. júní (Ljósm. Vísis: I. M.) koma er vissulega iptsjöfn. En hvergi er þessi munur minni né menntun jafnalmenn og hér. í dag fögnum við hinum nýútskrif uðu stúdentum, sem réttilega skoða sig arftaka forvera sinna er sóttu menntun sína í Skál- holt og að Hólum. En jafnvel á meðan aðrir voru ekki taldir „skólagengnir" en þeir, sem höfðu verið í svokölluðum lærð- um skóla, þá greindust íslend- ingar aldrei í „tvær þjóðir'”, menntaða og ómenntaða, auð- uga og öreiga, eins og mikill brezkur stjórnmálamaður sagði um þjóð sína fyrir um það bil einni öld. Nú eiga hér allir kost á sams konar skólagöngu og hver sá unglingur, sem lokið hefur skyldunámi, hefur öðlazt meira af hagnýtri þekkingu en fyrri tíðar menn hlutu á liin- um fornhelgu menntasetrum. Okkar dýrasti arfur, íslenzk tunga, hefur og aldrei verið f hættu frá almenningi. Þó bera nú sumir þeirra, sem lengst hafa dvalizt með erlendum þjóðum sjálfum sér til þroska og aukinnar víðsýni, kvíða í brjósti yfir, að ef aðrir komist í snertingu við erlenda menn- ingu þá muni tungan og jafnvel þjóðernið vera f voða. En þótt við megum ekkj ofmeta eigin styrk, megum við ekki ætla all- an þorra manna svo lítilsigldan að þola ekki reykinn af þeim réttum, sem hinir margsigldu telja sjálfum sér lífsnauðsyn. Hér eru nú staddir allmargir Vestur-fslendingar, sem við bjóð um innilega velkomna. Endur- teknar hópferðir þeirra hingað austur yfir hafið sýna, að römm er sú taug, sem rekka dregur föðurtúna til. fslenzk ættemis- vitund þeirra er enn lifandi og hefur þó óendanlega meira á hana reynt en mögulegt er að verði um okkur, sem hér heima búum. Einangrunin er að vfsu úr sögunni en hana ber sfzt að harma, því að ekkert hefur lcom- izt nær að tortíma kynstofni okkar en einmitt hún, svo sem raun varð á um okkar fornu frændur, sem til Grænlands fluttu. íslenzk menning, þar með listir og vísindi hafa blómgazt vegna samskipta við aðra. Svip- uðu máli gegnir um sjálfstæðið. Það hélzt meðan íslendingar fóru víða og höfðu veruleg sam- skipti við aðra miðað við þeirra tíma hætti og endurheimtist, þegar einangrunin rofnaði. En vissulega er ekki hættu- laust fyrir litla þjóð að vera í alfaraleið. Mest er þá undir því komið hverjir eiga leið um. Dæmin sýna, að margfalt ,nann fleiri þjóðir en okkar, sem ný- lega höfðu haldið upp á tutt- ugu ára lýðveldisafmæli sitt, glötuðu sjálfstæði sínu meðal annars vegna þess að öflugur nágranni taldi sér stafa hættu af máttleysi þeirra f stórstyrj- öld. Legu lands okkar verður ekki breytt og sem betur fer girnast nágrannar okkar ekki ís- land. En þeir og við höfum sameiginlega hagsmuni af þvf, að friður haldist í heiminum. Þess vegna ber okkur að leggja okkar litla skerf af mörkum til að svo megi verða. Framh, á bls. 6

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.