Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 11
V1 S IR . Fimmtudagur 18, iúní 1964. 11 - myndafélögin ... SfA'fr CON&£;m Sean # # % STJÖRNUSPÁ # Spáin gildir fyrir föstudaginn 19. júní. Hrúturinn, 21. marz til 20. aprii: Þú ert öruggur um að græða1 á viðfangsefnum, aem margir taka þátt í. Breytt af- staða þín gæti orsakazt af breyttum viðhorfum, ' Nautið, 21. aprfl til 21. maí: Þegar þú hefur komizt að lok- um að ákveðinni niðurstöðu í vafaatriðum, þá geturðu ,-núið þér af alvöru að þeim viðfangs- efnum, sem fyrir liggja. Tvíburarnir, 22. maf til 21 júní: Það er auðveldara að i'fa í þessum heimi, þegar þú tekur hann eins og hann er og gerir sem minnstar kröfur til nans. Gerðu það, sem þér finnst skemmtilegt, í kvöld, Krabbinn, 22. júní til 23. júli: Enda þótt svo virðist, sem eirt- hvað sérstakt sé á seyði á bak við þig, þá eru engar horfur á því, að það valdi þér óþægind- um Það gæti verið í sambandi við smá dagamun. Ljónið, 24. júli til 23. ágúst: Þú ættir að ræða félagsmálin og málefni nágrennisins, við ein- hvern, sem hefur áhuga á slíku. Taktu til athugunar að styrkja þig fjárhagslega og skapa meira öryggi. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept. Bezta leiðin til að afla sér sem áreiðanlegastra upplýsinga er að spyrja þann ,sem hæst er sett- ur. Þroskað og reynt fólk, er bezti félagsskapurinn. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að leggja út á nýjar brautir til að afla' þér þekkingar eða fara í smáferð, ef þess ger- ist þörf, til að koma málefnum þínum áfram. Drekinn, 24. okt. til 22. nóv.: Ef þú athugar gang fjármál- anna hjá þér sjálfum vel, pá kynni svo að fara, að þú sæir leiðir, sem reyndust vel við að afla þér meiri tekna. Bogmaðurinn, 23 nóv. til 21 des.: Þátttaka þín í félagslífinu yrði fyllri og skemmtilegri, þeg ar þú leyfir hinum helmingnum að sjá um smáatriðin. Þú ættir ekki að vísa neinum frá þér án þess að gera tilraun til að ’eysa hans vanda. Steingeitin, 22. des. til 20. jan.: Þú kynnir að finna fyrir nokkurri öfund í garð annar-a, sakir stöðu þeirra ,í heiminum. Þú lærir af reynslunni og skóla lífsins. Vatnsberinn, 21. jan. til 19.' febr.: Dagurinn er hagstæður fyrir þig til að itunda einhverja skemmtilega tómstundaiðju eða reyna, að læra eitthvað nýtt. Þér gengur betur, ef maki þinn styð- ur þig. Fiskarnir, 20. febr. tii 20. marz: Reyndu að koma reikning unum á fastan kjö] og koma þér undan of erfiðri ábyrgð. Leitaðu til þeirra ,sem gjörst þekkja, um sérstök viðfangsefni. Fundahöld Frá Kvenréttindafélagi íslands: Ellefti landsfundur kvenna hefst föstudaginn 19. júní kl. 4 í Breið firðingabúð. 19. júní hófið verð- ur haldið á sama stað um kvöldið kl. 8.30. Vestur-íslenzkar konur velkomnar í hófið. Félagskonur, fjölmennið. Breytingar á inn- flytjendaiggiöf Bandnríkjanna Þann 18. maí sl. úrskurðaði hæstiréttur Bandaríkjanna, að tveir kaflar „Laga um innflytj- endur og veitingu borgararétt- inda“ væru ógildir, þar eð þeir færu í bága við stjórnarskrá lands ins. Samkvæmt nefndum köflum téðra laga glatar maður, sem öðl- azt hefir amerískan borgararétt, þeim rétti við vissar aðstæður, ef hann hefir dvalizt þrjú ár í t'æð- ingarlandi sínu eða þar sem hann hafði borgararétt áður eða við fimm ára dvöl í öðru landi. Vegna þessa nýuppkveðna úr- skurðar Hæstaréttar geta þeir að- ilar, sem öðlazt höfðu amerískan borgararétt en glatað honum vegna framangreindra ástæðna, sótt um, að mál þeirra verði tekið til endurskoðunar. Slíkar umsókn- ir ber að senda Ameríska sendi- ráðinu, Laufásvegi 21 Reykjavík. Styrkveiting Á fundi stjórnar Rithöfunda- sambands íslands, sem haldinn var 9. þ.m. var úthlutað dvalar- styrkjum frá Menntamálaráði ís- lands. Þeir sem styrk hlutu voru r't- höfundarnir Jón frá Pálmholti cg Jóhann Hjálmarsson, kr. 10 þús. hvor,____________________ Orðsending Dýraverndunarfélagið bendir á eftirfarandi: 1) Samkvæmt lögum um dýra- vernd nr. 21/1957 er bannað að þeyta hljóðpípur skipa að óþörfu nærri fuglabjörgum. 2) Frá 19. maí til 18. ágúst njóta allar fuglategundir nema hrafn, svartbakur og kjói alfrið- unar. Friðunin varðar eigi aðeins líf fuglanna heldur einnig egg þeirra og hreiður. 3) Kettir valda dauða mikils fjölda fuglsunga. Umráðamönn- um katta er treyst til að loka ketti inni að minnsta kosti að næturlagi yfir sumartímann. Flugvélar Flgsýn. Flogið til Norðfjarðar kl. 09.30 (Ath. alla daga nema mánudaga.) r Aheit og gjafir Strandakirkja: Frá 12 Valkyrj- um kr. 435.00. Frá S.H. 125.00 Kalli kr. 200.00. Hinn vinsæli enskl leikari, John Mills, á unga, fallega dóttur sem heitir Hayley, eins og sjálfsagt margir vita. Hay- ■ ley vakti fyrst athygli á sér í myndinni Tlger Bay, þar sem hún lék með föður sínum og unga leikaranum Horst Buch- olst, sem nú er orðinn fræg- ur. (The Magnificent Seven, 1, 2, 3 o. fl.) Þá lék Hayley smástelpu með fléttur og því hefur hún haldið áfram þar til nýlega, að hún gerð'i kunn- ugt, að hún væri orðin full- orðin. Ýmsir vöknuðu við vondan draum, en ekki kvik- myndaframleiðendurnir, því að þeir sáu að hún var ekki síð- ur falleg sem ung kona. Og þar kom að, að Hayley átti að fá sinn fyrsta koss. (Kvik- myndakoss). Eins og nærri má geta var mikið um að vera cg margir æstir. En engir þó eins og aumingja John og Horst (sem hefur verið eins og eldri bróðir Hayley, síðan þau Iéku saman fyrst). Þeir voru gersamlega í taugafiækju þar til búið var að „skjóta“ senunni, og .þegar þeir svo loks fóru burt með Hayley á milli sín andvarpaði Horst: — Ég hefðl aldrei trúað því að koss gæti haft svona mikil á- hrifi — þegar maður kyssir hann ekki sjálfur. x James Bond er sífellt að verða vinsælii og vinsælli, og bækurnar um hann endur- prentaðar æ ofan í æ. Og kvik um að reyna að fá rétt tll þess að kvikmynda sögurnar. En einka leyfið hefur þegar verið feng- og þeir sem það hafa eru ekki líklegir til þess að sleppa þessari gullnámu. Og sá sem Ielkur Bond, Sean Connery, er ekki orðinn síður frægur. Áður en hann byrjaði að leika „agent ”007 of the Secret Ser- vice“ var hann tiltölulega ö- þekktur, og hafði aðeins leikið nokkur smáhlutverk, en nú standa honum allar dyr opn- ar. Connery er eins og Bond, hinn mesti kenjakarl, sérvitur með afbrigðum og fer sínar eigin götur hvað sem öðrum finnst. Hann er hamingjusam- lega giftur góðri konu, sem nú er hætt að þurfa að vinna úti. Skotarnir: Bóksali nokkur i Aberdeen settl nýlega upp skilti i glugganum hjá sér, með svohljóðandi áletrun: Ef þér ætlið að gefa einhverjum kunningja yðar bækur í jóla- gjöf, þá kaupið þær strax og takið þær með i sumarleyfið, svo að þér getið verið búinn að iesa þær áður. Rip teygir sig af veikum mætii eftir símanúm, því að hann ve t að það er hans eina von. Hon- um tekst að ná tólinu niður á gólfið, en þá er hann líka að þrotum kominn, og hann getur aðeins muldrað svo lágt að var a heyrist sendið .. . sendið sjúkra- bfl. Á meðan eru Pé..ninn og Fern á hraðri leið írá húsinu, og þorp arinn segir glottandi: Ég hefi allt af haldið upp á málsháttinn sem segir að dauðir menn kjafti ekki frá. Hann er stuttur og sannur. Dagskrá í umsjá Marfu Þor steinsdóttur og Herdísar Ólaf.sdótt.ur, flutt að tilhlut au Kvenréttindafélags ís- lands. Fram koma Anna Loftsdóttir, formaður Hjúkr unarkvennafélags íslands, Jóna Guðjónsdóttir, formað ur verkakvennafélagsins Framsóknar, Margrét Auð- unsdóttir, form. starfs- stúlknafélagsins Sóknar og Valgerður Guðmundsdóttir, form. Ljósmæðrafélags Is- lands. 21.45 Tónleikar: Carnival í París op. 9 eftir Johan Svendsen. 22.10 Kvöldsagan: „Örlagadagar fyrir hálfri öld“, eftir Bar böru Tuchmann, XI. Herst. Pálsson. 22.30 Djassþáttur. Jón Múli Árna son stjórnar þættinum. 23.00 Skákþáttur. Ingi R. ,>ó- hannsson flytur. 23.35 Dagskrárlok. Sjónvarpið 18.00 .G. E. College Bowl. 18.30 True adventure 19.00 Afrts news 19.15 Social Security in action. 19.30 My three sons. 20.00 Hootenanny 21.00 The Dick Powell theater. 22.00 Candid camera. 22.30 Mystery Theater 23.00 Afrts final Edition news. 23.15 The Steve Allen show. Þessir áttmennlngar eru ný- bakaðir læknakandídatar, sem útskrifuðust fyrir nokkrum dög- um. Á myndinni eru frá vinstri: Kári Sigurbergsson, Aðalsteinn Pétursson, Helgi Þ. Valdemars- son, Páll Þórhallsson, Anna Katrín Emilsdóttír, Sverrir ^ Bergmann, Matthías Kjeld og • Gísli G. Guðmundsson. Hæsta prófið tók Helgi Þ. Valdemars- son, en hann hlaut fyrstu eink- unn. ' '\l ]

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.