Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 4
I 4 V í S IR . Fimmtudagur 18. júni 1964. Bætzt hefur í íslenzka fiski- flotann nýtt og glæsilegt fiskiskip, m/s AKUREY RE 6, er Hrað- frystistöðin í Reykjavík h.f. hefur látið smíða hjá Ankerlökken Verft A/S, Florö í Noregi eftir teiknir.gu Hjúlmars Bárðarsonar, skipaskoð- unarstjóra. Skipið er um 250 rúmlestir að stærð með kælda lest, sérstaka frystilest fyrir ís og frystigeymsiu aftast í þilfarshúsi fyrir línu-. stampa. í skipinu er 660 ha. Lister aðalvél og tvær 62 ha. Lister hjálparvélar. í reynsluferð gekk skipið rúmar 11 mílur. I skipinu er ný gerð af sjálf- virku Simrad síldarleitartæki, er getur leitað 2500 m. á hvort borð. Tæki þetta er nýkomið á markað- Bækistöð síldarleitarinnar á Raufarhöfn, stendur á klifi, skammt fyrir utan kauptúnið. Keppni síEdarbáta um efstu sætin aidrei Eiarðari en nú Fréttamaður Vísis heimsækir síidurleitinu ú Rnufnrhöfn númeraða reiti. Við færum svo þessi númer inn á skýrslurnar, sem fiskifræðingarnir vinna síð Hvers konar upplýsingaþjónusta. — Nú, þá hringja blessaðir útgerðarmennirnir ekki sjaldan til okkar og spyrjast fyrir um skipin og ekki má heldur gleyma ykkur blaðamönnunum. Síldarleitarskipin senda hingað skeyti, sem öll eru bókuð, og fylgzt er með flugvélunum, þeg- ar þær eru í síldarleit. Skipstjór arnir kalla oft hingað og spyrja frétta, t. d. hvort þrær séu að fyllast og svo framvegis. Þegar skipin hafa landað hér á Rauf- arhöfn, fáum við tölurnar og berum þær svo saman við „meidingarnar". — Standast þær tölur yfir- leitt, sem skipstjórarnir gefa ] ykkur upþ? — Ekki er hægt að segjaj annað en þeir séu alveg furðu < nákvæmir. Núna eru margir j með ný skip, og það skeikar< kannski ekki nema 30 til 40 < málum hjá þeim. — Og hvaða skipi spáið þið < svo sigri í sumar? — Því er erfitt að svara. < Sennilega hefur aidrei veriðí eins mikil harka f þessu og < núna. Þetta eru allt samanj hörkutól, og alltaf eru nýjar og < nýjar stjörnur að skjóta uppj kollinum. Ný skip kóma og þau > gömlu verða úreit, rétt eins og< við skipstjórarnir, segir Þórhall-j ur og hlær. Það er ekki hægt að tefja þá ] Iengur. Það er að koma skeyti < frá síldarleitarskipinu Pétri J Thorsteinssyni. Einar er að < hætta á vaktinni og ÞórhallurJ sezt við tækin, þar sem hann < heldur sig næstu 16 klukku-J stundirnar. < ar. Skipið er með öll nýtízku sigl- ingatæki, svo sem radar, ljósmið- .unarstöð og Arkas-sjálfstýringu. Skip.ið er útbúið til herpinóta-, línu- og þorskanetaveiða. Skipstjóri er Daníel Traustason, sem undanfarið hefur verið skip- stjóri á m/b ENGEY. Fyrsti vél- stjóri er Magnús Hagalínsson. inn, og er Akurey annað íslenzka fiskiskipið, er fær slíkt tæki. Þá er skipið búið kraftblökk af stærstu gero, 10 tonna togvindu, vindu, er hreyfir bómuna og vindu staðsettri á bátaþilfari til þess að sjósetja og taka upp léttbát. Það er nýmæli, að hægt er að hita upp íbúðir skipverja með kælivatni að- alvélar auk venjulegrar upphitun- Akurey á siglingu. Laugardagsfrí Herra ritstjóri Vísis. Laugardagsfrí hjá fólki á skrif- stofum hins opinbera boðar Vísir nýlega, yfir sumarmánuðina. Það leikur ekki á tveim tungum, að skrifstofufólk. hins opinbera muni vera orðið nokkuð margt. Það er líka vitað, að mikil mann- ekla er á sjónum og við sjávar- störf og sveita. Skip liggja í höfn tugum saman vegna þess/ að menn fást ekki á þau. Það er líka vitað, að fólk fæst ekki til uppskipunar á afla nema með töfum. Það er líka staðreynd, að skipin þurfa iðu lega að bíða dögum saman eftir Iosun á afla eða lestun á sjávaraf- urðum, sem standa undir 95% af kaupgetu íslendinga. Hér ganga upphrópanir um vöru- vöndun, ssm ekki eru annað en tómt mál, meðan fiskurinn úldnar í skipum f höfnum og fiskvinnslu- stöðvum á landi vegna manneklu. Allt skrifstofufólk hefur sitt sumarfrf. Á það þarf ekki eins að- kallandi uppbót sem annarra þjóð- félagsþegna, t.d. húsmæðra, sem oft og tíðum komast f sjálfheldu hvað frfdaga snertir, og ekki má gleyma sjóinönnum, skipaafgreiðslu mönnum og frystihúsafólki, sem bjarga verðmætum með nætur- vinnu, laugardagavinnu og sunnu- dagavinnu. Án aukavinnuframlags þeirra eru opinberar skrifstofur duft og aska. Afgreiðslutími hins opinbera er þegar þokukenndur. Þórsmörk, Hreðavatn og verzl- unarmannahelgin gefa bendingar um, að aukin frí þeirra, sem mest frí hafa, leysi ekki vandann, neld- ur „vinnuhagræðing“. sem gefur mönnum útiloft. Skattþegn. Uppi á klifi skammt fyrir utan kauptúnið á Raufarhöfn stendur bækistöð Síldarleitarinn ar á Raufarhöfn, en Síld arleitin rekur þrjár slík- ar stöðvar yfir sumarið, á Siglufirði og Raufar- höfn, og nú er verið að setja upp stöð á Dala- tanga. Við skruppum í stutta heim- sókn til þeirra Einars Guð- mundssonar og Þórhalls Karls- sonar, en tæpum sólarhring áð- ur höfðu þeir kveikt á móttöku og senditækjum, sem svo verð- ur ekki slökkt á fyrr en í haust. Síldarleitin starfar allan sólarhringinn, og þeir Þórhallur og Einar vinna á tveimur vökt- um. Og svona í stríðni byrjuð- um við á að spyrja þá hvernig þeim gengi að dotta yfir tækj- unum. , — Nei, hér má ekk* sofa á ve'rðinum, segir Þórhallur. AIl- an sólarhringinn getum við átt von á því, að eitthvert skip „meldi“ sig og síminn hringi. Báðir eru þeir Einar og Þór- hallur gamlir skipstjórar og fylgjast spenntir með, eins og annar þeirra orðaði- það. — Og f hverju er svo starf ykkar fólgið? spyrjum við. — í fyrsta lagi að taka á móti fregnum* frá skipunum, færa þær svo inn á til þess gerð eyðublöð, ásamt veiðisvæði. Hér á veggnum hangir kort, þar sem miðunum er skipt niður í DEILT UM SÖNGGREIÐSL- í ÞJÓÐLEIKHÚSINU GERÐARDOMUR FÆR MALIÐ TIL MEÐFERÐAR Allar líkur eru nú á að gerð- ardómur fjalli um mál Svölu Nielsen og Ketils Jenssonar gegn Þjóðleilchúsinu, en þau telja að þjóðleikhússtjóri hafi rofið skriflega samninga, sem hann hafði gert við þau nokkr- um mánuðum fyrir frumsýningu „Sardasfurstinnunnar“. Þjóðleikhússtjóri sagði í við- tali við Vísi að hann hefði boðizt til þess að semja um launagreiðslur til þeirra Svölu og Ketils Jensson- ar fyrir æfingar en þau hefðu neitað því boði og viljað láta lögfræðing ^inn fjalla um málið. í þeim tilfellum er slík deila risi um kaup og kjör væri venj- an að lögfræðingur leikhússins, og Iögfræðingur aðila skipuðu þriðja manninn með sér í gerð- ardóm til þess að fjalla um málin. Væri um það ákvæði í ráðningarsamningum Þjóðleik- hússins. Svala Nielsen sagði í viðtali við Vísi ?ð hún hefði orðið fyrir miklum leiðindum og óþægindum af völdum þessa máls. „Ég mátti ekki láta sjá mig svo ekki væri byrjað að vorkenna mér. Þetta var orðið óþærilegt. Verst þótti mér samt framkoma ungverska leikstjórans og leikhússins í okkar garð, þvi við fengum aldrei nein tækifæri til að reyna okkur. Leikstjórinn heimtaði að sögn Herdlsi Þorvaldsdóttur og enga aðra og hún hefur vissu- lega gert hlutverkinu góð skil, en samt, ég fékk aldrei neitt tækifæri til að reyna mig, ég bara söng fyrir leikstjórann og hann hafði ekkert út á sönginn að setja". Lögfræðingur Svölu og Ketils er Benedikt Sigiifjónsson, hrl., en lögfræðingur Þjóðleikhússins er Egill Sigurgeirsson.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.