Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 5
V 1 S IR . Fimmtudagur 18. júní 1964. KBIHB: Bankastræti TRELLEBG Þegar um hjól- barða er að ræða TRELLEBORG hjólbarðar - Ýmsar stærðir Söluumboð Hraunholt v/ Miklaforg Gunnar Asgeirsson h.f. FERÐIR 3 ViKU BEINA LEIÐ TIL LONDON Slórborgin London er höfuðsetur lista, mennta og heimsviðskipta. London er brennipunktur flugsamgangna um allan heim. Við fljúgum 10 sinnum í viku til Bretlands í sumar, þar af þrjár ferðir beint til London. Tíðustu ferðirnar, þxgilegustu ferðirnar, beztu ferðirnar. það eru ferðir Flugfólagsins. Þér getið treyst Kodak tihnum mest seldu filmum i heimi ■ .j* fi/m Á/otk/sm i j/á' ICEJLAMISAIFt Vitaklúbburinn. Eins dags ferða lag austur fyrir fjall 28. júní. Uppl. og pantanir í síma 16373 milli ki. 3-6 21. júní Ferðafélag íslands ráðgerir eft- irtaldar sumarleyfisferðir í sumar: 1. Barðaströnd - Látrabjarg — Arnarfjörður 20.-25. júní 2. Hornstrandir, mánaðamótin júní-júlí 3. Herðubreiðarlindir — Askja 27. júní-5. júlí 4. öræfi — Hornafjörður 3.-10. júlí. 5. Snæfellsnes - Dalasýsla 2.-5. júlí. 6. Vopnafjörður — Melrakka- slétta 4.-12. júlí 7. Síða — Lómagnúpur 9.-12. júlí 8. Vestfirðir 11.-19. júlí 9 Norður- og Austurland 14.-28. júlí 10. Askja - Ódáðahraun - Sprengisandur 15.-26. júlí 11. Kjalvegur — Kerlingarfjöll — Hagavatn 18.-23. júlí 12. Fjallabaksvegur nyrðri (Land- mannaleið) 18.-26. júlí 13. Goðdalir - Merkigil - Kjalvegur 25.-29. júlí 14. Fjallabaksv. syðri 25.-30. júií. 15. Miðlandsöræfin 5.-16. ágúst 16 Herðubreiðarlindir — Askja 8.-16. ágúst 17. Lakagígir 11.-16. ágúst. 18. Veiðivötn 19.-22. ágúst Allar nánari upplýsingar veittar í skrifstofu F.í. Túngötu 5. Símar 11798 og 19533. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku með góðum fyrirvara. 146 fulltrúar á norrænni fiski- málaráðstefnu Á sunnudaginn eru væntanlegir til Reykjavíkur fulltrúar Norður- landanna á níundu norrænu fiski- málaráðstefnuna. AIls eru væntan- Iegir hingað 85 fulltrúar, margir með konur sínar með sér. Flestir erlendu fulltrúanna koma frá Noregi eða 35, Svíþjóð 26, Dan- mörku 14, Finnlandi 7 og Færeyj- um 3. íslenzku fulltrúarnir eru 61 talsins. Ráðstefnan fer fram í há- tíðasal Háskólans. Ráðstefnan verður sett á mánu- dagsmorguninn kl. 10 af Emil Jóns syni, sjávarútvegsmálaráðherra, en þann dag heldur Davíð Ólafsson fiskimálastjóri erindi um stöðu ís- lenzkra fiskveiða í Evrópu og Klaus Sunnená, fiskimálastjóri Norðmanna talar um vandamál og hagsmuni strandríkis varðandi skipulag fiskveiða. Á þriðjudaginn heldur Jöran Hult, forstjóri frá Svíþjóð, fyrir- lestur um starfsemi sænsku laxa- rannsóknarstofnunarinnar, og Poul Fr. Jensen frá Danmörku talar um alþjóðlega stöðlun á fiski og fisk- afurðum og dr. phil. Poul M. Hansen frá Danmörku sýnir lit- kvikmynd af fiskirannsóknum við Austur-Grænland. Carl Lindskog, forstjóri frá Sví- þjóð, heldur fyrirlestur um aðstoð við vanþróuð riki á sviði fiskveiða á miðvikudag, en á fimmtudag talar Per.Rogstad, ráðuneytisstjóri frá Noregk um sölu á ferskfiski. Lokaerindi ráðstefnunnar og lík- lega það sem mesta forvitni vekur er erindi Jakobs Jakobssonar, fiskifræðings, um tækniþróun í síldveiðum Islendinga. Fulltrúar ráðstefnunnar sitja boð og boðsferðir fjölmargra aðila og sérstök dagskrá er sett upp fyrir konur fulltrúanna. Ráðstefnunni lýkur 26. júní á Þingvöllum. TEKNIR ÚR UMFERÐ í NÓn Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar í morgun voru 80 ölv- aðir menn teknir úr umferð á göt- um borgarinnar í nótt. Þetta er stærri hópur en fanga- geymslurnar rúma, og varð að taka Hegningarhúsið á Skólavörðu- stíg líka í notkun eftir því sem þar var pláss fyrir hendi. Sumir hinna ölvuðu voru og fluttir heim til þeirra. Þrátt fyrir það að jafn margir ölvaðir menn væru teknir úr um- ferð, kom hvergi til neinna átaka né óspekta og engin truflun á há- tíðarhöldunum, sem fóru í öllu hið bezta fram. Hins vegar þótti sjálf- sagt að fjarlægja dauðadrukkna menn, svo þeir yrðu sjálfum sér ekki til vanvirðu og öðrum til leið- inda. ilfls. lerðubreið fer austur um land í hringferð 23. þ.m. Vörumóttaka í dag og íöstu- dag til Hornafjarðar, Djúpavogs, Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar, Mjóafjarðar, Borgarfjarðar, Vopna- fjarðar, Bakkafjarðar, Þórshafnar og Kópaskers. Farseðlar seldir á mánudag. Ms. SkjaSdbreið fer vestur um land til I'safjarðar 22. þ.m. Vörumótttaka í dag og föstudag til Patreksfjarðar, Sveins eyrar, Bíldudals, Þingeyrar, Flat- eyrar, Suðureyrar og ísafjarðar. — Farseðlar seldir á mánudag. Ný íslenzk kviksmynd sýnd I kvöld kl. 21 verður sýning í Laugarásbíói á nýrri íslenzkri kvikmynd frá Geysismyndum, „Fjærst í eilífðar útsæ“ eftir Reyni Oddsson. Myndin er tekin í tilefni af 20 ára afmæli lýðveldis á Is- landi og er ljóðræn lýsing á 'andi og þjóð, gerð fyrir breiðtjald cg i Eastmanlitum, Þetta er í fyrsta j sinn, sem kvikmyndalist er tekin á dagskrá íslenzkrar listahátíðar, og vonandi á hún eftir að skipa | þar virðulegan sess í framtíðinni. ; Með íslenzku myndinni verður j sýnd japanska kvikmyndin Hara- [ kiri, sem er eitt af öndvegisverk- um kvikmyndalistar síðustu ára og vakti óhemju umtal og hrifningu á kvikmyndahátíðinni i Cannes 1963. Fólki er vinsamlega bent á að taka ekki börn með sér á þessa sýningu. Aðgöngumiðar verða seldir í Laug arásbíói. Svo sem skýrt var frá í Vísi í fyrradag varð mjög alvarlegt um- ferðarslys þar snemma á sunnu- dagsmorguninn, er ölvaður öku- maður ók á brúarstöpul með þeim afleiðingum að bifreiðin hefur tek- izt á loft — að því er virðist — og henzt yfir ána. I bifreiðinni voru tveir piltar, auk ökumanns. Ökumaðurinn slapp sjálfur að mestu ómeiddur, en báðir félagar hans slösuðust. Annar þeirra svo mjög að hann lézt af völdum meiðsla sinna í sjúkrahúsinu á Akranesi í gær. Hann komst aldrei til mcðvitundar að heitið gat. Lézf öf meiðsla Annar piltanna, se n slösuðust á þjóðveginum gegnt Skarholti í Leirársveit s.I. sunnudag lézt af vöidum meiðsla sinna í gær. IBátur sekkur Vélbáturinn Smári frá Keflavík sökk norð-austur af Eltíey sl. þriðjii dagskvöld. Fimm menn voru á bátn um og björguðust þeir allir í gúm bát, en vélbáturinn Rcynir frá Bíldu dal tók svo áhöfnina upp. Smári, sem var 25 tonn að stærð, var á humarveiðum þegar ieki kom að honuni og eftir um það bil 1 klukkustund var báturinn sokkinn. Smári sendi frá sér neyðarkall og fór áhöfnin í gúnibát þegaf sýnilegt var, að báturinn mundi sökkva. Vél báturinn Reynir frá Bíldudal kom svo á staðinn og bjargaði áhöfninni af Smára. : TP

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.