Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 18.06.1964, Blaðsíða 6
V1SIR . Fimmtudagur 18. júní 1934. Forseti Islands Ásgeir Ásgeirsson og forsætisráBherra Bjarni Bene- diktsson við minnisvarða Jóns Sigurðssonar á Austurvelli f gær. 17. júní í Rvík — Franih. af bls 1 j fjöður framfara og farsæídar. Forsætisráðherra sagði að m's- j munandi skoðanir væru fpr- J senda lýðræðis, en deilum yrði að stilla í hóf og endir að veia allrar þrætu. Menn ættu ekki að j halda áfram að deila um það j sem ekki væri deilu vert. Ræða hans birtist í heild á öðrúm stað í blaðinu. Athöfninni á Austurvelli lauk með því að Gerður Hjörleifs dóttir leikkona flutti ávarp fjall konunnar eftir Tómas Guð- mundsson skáld .og birtist þeð og á öðrum stað .I. blaðinu. Bamaskemmtun. Skömmu síðar hófst á Arnnr- hóli barnaskemmtun. Hana setti Reynir Karlsson, framkv.stjóri Æskulýðsráðs með ávarpi, þar j sem hann notaði tækifærið að benda unglingum á að kynna sér starfsemi félaga æskufólks og starfa í þeim hver eftir sin- um áhugamálum. Barnaskemmtunin var greini- lega miklu fjölbreyttari og sam felldari en hún hefur Sður ver- ið, fram komu margar skrýtn- ar persónur, svo sem dvergarn- ir hennar Mjallhvítar, dýr tg Jan Moravek í líki furðukarls j sem lék á alls kyns hljóðfæri. | Allt var þetta i léttum dúr og j undir lokin skáru persónurnar j Bjössi bolla og Palli pjakkur j lausar margar gasblöðrur son j voru festar við pallinn og hurfu þær til austuráttar upp í há- Ioftin. • Að þessu ioknu dreifðist nóp- urinn nokkuð ,sumir fóru inn á íþróttasvæðið í Laugardal, aðr- ir niður á Austurvöll að 'ilýða á kórsöng og leik lúðrasveitar. Múgur og margmenni var í ö!l- um miðbænum og suður með tjörn. Flesta langaði til að fata inn í veitingahús, en nú ráku menn sig á það eins og jtund- um áður, að miðbærinn getur ekki tekið við svo miklum fjölda, Hótel Borg lokaði og stór biðröð var við Hressingarskál- ann. Það er eitt sem er mest ábótavant við þjóðhátíðir, að rúmgóðar veitingastofur vantar. Þúsundir manna lögðust í gras- brekkuna alla leið frá Batika- stræti suður um menntaskóla- lóð og suður í Nínugarð og !á fólkið þar í sólinni fram að kvöidmat. Klukkan 8 um kvöldið hófst kvöldvaka á Arnarhóii með því að Valgarð Briem ritari þjóðhá tíðarnefndar setti hana. í stuttu ávarpi sagði hann, að bezta af- mælisgjöfin, sem hægt væri að gefa ísienzka Iýðveldinu á 20 ára afmæli þess væri hollustan, meðan Island væri ríkt af lioll- ustu barna sinna er því engin hætta búin. -R^6á-|or|afslf‘ára.*'; Næ'st flutti bofgarstjóriy Géir Hallgrímsson, ræðu Hann -agði, að fullyrða mætti að engin kyn- slóð hefði átt betra hlutskipti á íslandi en við sem nú lifum og vafasamt að annars staðar um víða veröld væri skemmtilegra að lifa en á íslandi, meiri tæki færi að tjá sig og betri mögu- leikar til að njóta hæfileika sinna, óvíða ætti ungt fólk fle;ri leiðir opnar. óvíða gæti æsku- maðurinn betur reynt krafta sína pg fundið að munar um framlag hans. Hér þarf einstakl ingurinn ekki að hverfa í tjöld- ann. Við búum í ungu landi með gamla sögu, sagði borgarstjóri. Við sjáum í dag hvernig nátt úruöflin skópu landið í upphafi. Fyrir augum okkar er nýtt la.'d að myndast bæði af náttúrunn- ar völdum og manna höndum cg verkefnin blasa hvarvetna við. Hann minnti á orð raunsæis- skálds fyrir 70-80 árum, sem sagði, að hægt væri að sofna hér í bænum í 5-10 ár án þess að verða þess vís að mtður hefði sofið meira en klukku- stund, þvf að allt væri þá eins er hann vaknaði og áður en hann sofnaði. Þetta væri oxðið öðruvísi nú. Á 20. lýðveldisárinu hafa óig- að straumar og stefnur .skoðana munur hefur gefið lyftingu en í bili er sátt og samlyndi ;em á aðhald í varðstöðu ólíkra hug- sjóna og hagsmuna. En það er gömul og ný kenn ing að erfið kjör séu ögrun og kveðji til atorku og sóknar. Við teljum að saga þjóðarinnar sýni PLÁSS ÓSKAST til leigu fyrir hárgreiðslustofu. Tilboð óskast sent á afgreiðslu blaösins fyrir laugardag. að menn buguðust ekki þrstt fyrir erfiðleika. Nú er það spurn ingin hvort velmeguninni tak- ist það sem örbirgðinni tókst aldrei, — að slökkva lífsneist- ann, hvort hagsældin stofni að- eins til ólundar og kröfugerðar í stað þess að vígja okkur til starfs í þágu lands og þjóðar. öllum er skylt, sagði Geir borg arstjóri að sýna aðgát, þegar vel gengur og létt er undir fæti og huga að þvi hvort ástæðan sé sú, að þeir leiti undan brekk unni í stað þess að sækja á brattann. Öllum er holt að taka undir orð nýlátins þjóðarleið- toga: Spyrjið ekki, hvað landið geti gert fyrir ykkur, heldur hvað þið getið gert fyrir landið. Að lokum sagði borgarstjóri: — Við leiðum ekki hugann að því, hvort 20 ára afmælis Is- landsbyggðar eða 20 ára afmæl- is Alþingis var minnzt á sínum tíma. — En lif og tilveru okkar, eigum við að þakka þeirri rögu, sem á eftir fór. Af þessu megum við þann lær dóm draga, að hátfðahöldin í dag skipta því aðeins máli, að þau styrki þann ásetning okkar, að í kjölfar þeirra og 20 lýðveld- isáranna komi áratuga, alda og árþúsunda þjóðarsaga. Síðar flutti Richard Beck á- varp og kveðju frá þjóðræknis- félagi íslendinga í Vesturheimi. Hann minnti í upphafi á orð Davíðs Stefánssonar: Hvar sem ég er staddur á hnettinum er skammt heim í Fagraskóg. Sagði hann að börn Islands sem ævi- dvöl ættu utan ættjarðarstrand- ar gætu tekið heilum huga und ir þessi orð. Hann minnti og á orð Einars Páls Jónssonar: Hún skýrist í huganum, nóðir þín nynd þess meir sem að líður á dag öll forsagan tvinnuð og tengd \g minni gál eins og texti við uppáhaldslag Sagði hann áð"enrr“kkiþtu þeir menn þúsundum vestanhafs sem töluðu íslenzku. Eðlilega er meirihluti þeirra í hópi miðaldra og eldri manna en ekki fátt fólk yngra að árum sem talað getur íslenzku mjög sæmilega. Rækt- arsemin væri heldur ekki tak- mörkuð við þá sem kynnu fs- lenzka tungu. Hinir bera lfka einlægan ræktarhug til sinnar feðrafoldar. Ræktarhugurinn lýsir sér m. a. í því að hingað fjölmenna Vestur-Islendingar nú á hverju sumri. Og hér dvelur nú stór hópur í kynnisferð, margir sem sjá f fyrsta sinn land feðra sinna. Og ísland svíkur aldrei neinn, sem með opnum augum og heilum huga leitar á fund þess. Loks minntist Richard Beck þess þegar hann var viðstaddur lýðveldishátíðina 1944, sá dag- ur lifir í huganum eins og ynd- islegt og eilíft ungt vorsins ljóð. Með þeim degi var og vak- in sterk vakningaralda, svo ný landnámsöld ríkir á íslandi. Flutti hann síðan forseta, ríkis- stjórn og þjóðinni allri kveðju frá Þjóðræknisfélaginu. Ýmis skemmtiatriði settu og svip sinn á kvöldvökuna, svo sem píanóleikur þeirra Ashken- azys og Fragers og söngur Ey- glóar og Erlings og léttur blær með gamni og hlátri fléttaðist inn í skemmtunina með gaman- vísnasöng Ómars Ragnarsson- ar. Síðan var tekið til við að dansa á götunum í bjartri sum- arnóttinni. Stikker — Framh. af bls. 1. Stikker heimsækir öll aðildar- ríki Atlantshafsbandalagsins áð- ur en henn lætur af störfum. Stikker er Hollendingur en við framkvæmdastjórastarfinu tekur hinn 1. ágúst Manlio Brosio ambassador Italiu i París. Áðstoðarframkvæmdar- stjóri NATO, Italinn Colonna lætur af störfum 1. september n.k. og tekur þá Kanadamaður við af honum. R^ða Bjarna — Framhald af bls. 9. Ef það tekst eins og góðvilj- aðir menn um heim allan leggja sig nú fram um, þá ætti ekki að þurfa að óttast að sjálfstæði okkar verði einungis stundarfyr- irbæri. Öll sagá þjóðarinnar sýn- ir, að engir hafa stjómað ís- landi betur en lslendingar sjáif ir og einmitt þessa dagana er- um við vitni þess, hvílíkur afl- gjafi frelsið er margháttaðri menningu og listsköpun. Þess vegna veltur mest á okkar eig- in vilja til sjálfstæðis, þeim vilja, sem hefur verið upp- spretta afreka þjóðarinnar s:ð- ustu áratugi. Guð gefi, að hann verði aldrei brotinn af annar- legum ofbeldisöflum né dofni í okkar eigin brjóstum. Heildarútgáfa — Framh. af b!s. 16 vitað, að í Islendingasögunum er að finna stórkostlegustu ást- arsögur og harmsögur, sem mannsandinn hefur nokkru sinni samið. Þýðandinn, dr. Aake Ohl- marks, hefur varið mörgum ár- um til þessa starfs. Hann starf aði hér á landi sem sænskur sendikennari 1935 og 36. Hann hefur jafnan lagt mikla stund á hinn forna íslenzka skáld- skap og Eddukvæði. Hann legg ur mikla áherzlu á sem nákvæm asta þýðingu. Kvæðin í sögun- um hefur hann þýtt með mik- illi vandvirkjii. Hann þýðir þau með stuðlum og höfuðstöfum og rími þar sem það fyrirfinnst, svo sem í kvæðum Egils Skalla- grímssonar. En það sem meira er, hann kveðst hvarvetna leit- ast við að halda myndunum og kenningunum eftir þvf sem sænskan leyfir og geta má nærri hve erfitt og langsótt það verk hefur verið. Það þýðir að vísu, segir hann, að lesandinn skilur ekki eins vel, hvað í kvæð unum stendur, en það gerið þið Islendingar heldur ekki. Ætlun- in hjá mér, er að hinn sænski lesandi skilji kvæðin álíka vel og hinn íslenzki lesandi hann getur alltaf nokkuð ráðið í efni þeirra af söguefninu og síðan læt ég fylgja skýringar, þar sem ég leysi kenningarnar I sundur. Þær skýringar ásamt ýmsum öðrum skýringum, ættartölum og lexikonískri mannanafna og atriðisorðabók verður gefið út í sérstöku bindi, sem verður sjötta bindið í verkinu. Verkið mun koma út í Svíþjóð um miðjan september n. k. Krúsév — Framh. af bls. 16. menningu hennar og nútíma framförum, en dregið úr því, ?ð nokkur stjórnmálalegur tilgang- ur sé með ferðinni þótt enn síu uppi getgátur um það í blöðum álfunnar, að hann muni vinna að hugmyndinni um kjarnorku- vopnalaust svæði á Norðurlönd um og við Eystrasalt. Politiken segir, að komudaginn hafi Krúsév reglulega notið sín f Löngulínu-skála (Langelinje-Pavill- onen), þar sem hann var umkringd ur mörgu stórmenni og tignum gestum og skara fréttaritara og þakkaði Jens Otto Krag forsætis- ráðherra góðar mótttökur. Hann hélt greinilega fram „sovét- kerfinu", en sagði, að sagan mvndi dæma hvaða kerfi væri bezt. „Við berum virðingu fyrir hinni dönsku þjóð, sagði hann og vér vi’jum gjarnan taka þátt f keppni um hvernig við bezt getum bætt lífs- skilyrði fólksins". Þá hafði borgar- stjórn boð inni fyrir Krúsév. Frið- rik konungur hafði boð inni 'ynr Krúsév í gærdag og í gær skoðaði hann m.a. fjölbýlishús og leikvelli. Drulckaaði — Framh. af bls. 16. að maðurinn gæti ekki verið ofansjávar og var stefnan þá tekin til Reykjavíkur. Maðurinn sem drukknaði er ungur íslenzkur námsmaður, sem var við nám erlendis og var nú á leið heim til sín. Fjölmenn Framhald af bls. 16. átthagafélagi Akraness í Rvík. Síðan fylgdu skemmtiatriði og að lokum var dansað á tveim stöðum innanhúss. Skrifstofa skemmtikrafta Pétur Pétursson Bandaríski píanósnillingurinn Malcolm Frager. TÓNLEIKAR í Háskólabíói mánudaginn 22. júní kl. 9. Aðgöngumiðapantanir hjá Lárusi Blöndal, Eymundsson og Mál og menning. Miðstöðvarketill Miðstöðvarketill (fyrir eina hæð) ásamt olíu- kyndingu og heitavatnsdunk til sölu. Sími 16272. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, JÓHANNA BJARNADÓTTIR, Þórsgötu 14, verður jarðsett föstudaginn 19. júní kl. 1,30 e. h. frá Dóm- kirkjunni. Jónas Jónsson, böm, tengdaböm, bamaböm

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.