Vísir


Vísir - 26.06.1964, Qupperneq 3

Vísir - 26.06.1964, Qupperneq 3
☆ Það er engum vandkvæðum bundið að fá efni í Myndsjá frá stöðubrotum í miðbænum. Aðeins i sjálfum miðbænum, þar sem umferðin er mest og margar götur þröngar, er dag- 3 Það er ekki sjaldgæf sjóo að sjá umferðarhnút, svipaðan þessum. Vörubifreiðinni er lagt á gatnamótum og uppi á gangstétt svo að segja béint undlr skilti, sem þýðir bifreiðastöður bannaðar. Þegar vörubifreiðinni er Tagt þarna v'ð gatnamótin ieita svo ---------mirnlr út á hægri vegarbrún og ekki líður löng stund, þar tii umferðarhnútur myndast. lega framið mikið af stöðubrot- um. Þó að ökumenn þessara bifreiða fái aðeins eitt hundrað krónur í sekt, ef lögregluþjónn á leið framhjá og veitir brotinu athygli, er það ekki aðalatriðið, heldur sú hætta og þau óþæg- indi fyrir alla vegfarendur, sem þessir kærulausu ökumenn valda. Á undanförnum árum hefur orðið hér i Reykjavík og á öllu landinu geysileg fjölgun á bif- reiöum, og umferðin hefur auk- izt að sama skapi. Þessi aukna umferð kallar á meiri tillits- semi og ábyrgðartilfinningu hjá öllum vegfarendum, jafnt gang andi sem akandi. ☆ ' Hér eru alltof margir öku- menn, sem eru svo kærulausir, að það skiptir þá næstum engu máli, hvar þeir Ieggja bifreið- um sínum. Þessir menn leggja þeim upp á gangbrautir, öfugt við aksturstefnujágatnamótum, á akreinum,. hlaupa jafnvel frá þeim úti á miðri götu, og þann- ig mætti lengi telja. Ekki má heldur gleyma að minnast á hvernig ökumenn oft á tiðum yfirgefa farartækl sín. Fjöl- margir Iæsa aldrei bifreiðun- um, sumir gleyma að slökkva Ijósin, og svo eru enn aðrir, sem hlaupa frá bifreiðunum án þess einu sinni að stöðva vél- ina. Samkvæmt umferðarlögun- um er hverjum ökumanni skylt að ganga svo frá farartæki sínu, að enginn óviðkomandi geti fært það úr stað. V Ein bezta leiðin til þess að venja ökumenn af því að ganga kæruleysislega frá bifreiðum sínum, er að lögreglan fjarlægi þær. Síðan geta þá eigendurn- ir komið og sótt þær til lögregl- unnar, um leið og þeir fá af- hentan sektarmiða. Sennilega hefur ökumaðurinn á þessum glæsilega MercedesBenz hugsað: — Ja, þetta hlýtur að vera allt i lagi, að skilja bilinn eftir hérna, ég ætla bara rétt að skreppa inn. Sem sagt hann Iokar heilli umferðar- götu f nágrcnni miðbæjarins. 1. Þarna eru bifreiðastöður bannaðar og akreinar málaðar. 2. Bifreiðin stendur á gatna mótum og skyggir auk þess á gangbraut. 3. Stefnuljósið er á vinstra megin. 4. Bifreiðin er í gangi 5. Bifreiðin er ólæst. Ökumaður þessarar bifreiðar hefur einnig verið að flýta sér mikið. Bifreiðinni er lagt upp á gangstétt, og eins og sjá má á myndinni truflar hún bæði þá, sem um gang- brautina fara og þá sem um götuna fara. Allar myndirnar tók Ijósm. Vísis I. M.

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.