Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 3
■jCSE V í SI R . Þriöjudagur 7,- júlí 1964. Liggurðu uppi á dívan og lætur þér líða vel, meðan þú hlustar á grammófóninn? Eða sit- urðu með prjónana þína? Syngurðu með, þegar uppáhaldslögin koma, eða lokarðu augunum og hlustar af athygli? Líttu á meðfylgjandi myndir, athugaðu hvað þér er sjálfri tamast að gera, og þá færðu að vita sitt- hvað um persónuleika þinn — hvort sem það reynist rétt eða rangt. HVERNIG HLUSTARÐU Á GRAMMÓFÓNPLÖTUR? Þú situr og lest blöð eða bækur, meðan þú hlustar? Músík- in örvar hugsun þína, og þér finnst hún góður bakgrunn- ur, en þú nýtur hennar ekki nema sem eins konar upp- fyllingar, þegar hugurinn er bundinn við annað. Þú ert hálfhrædd við að vera ein, en um leið og þú sekkur þér niður f eitthvað, sem þú hefur áhuga á, gleymirðu öllu í kringum þig. Þú ert feimin, hlédræg, stolt - og fjarska hamingjusöm, ef einhverjum tekst að þíða klakann. ♦ Eða liggurðu kannske og slappar af? Þú lifir heilbrigðu lífi, vinnur störf þín af kostgæfni, en hvílir þig vel á milli. Þótt þú sért dugleg, þegar á þarf að halda, ertu samt gefin fyrir hóglífi. Þú ert heimakær og nennir ekki út, nema lagt sé fast að þér. Siturðu og reykir hverja sfgarettuna af annarri? Þú ert óró- leg og taugaspennt og átt í stöðugri innri baráttu. En þú getur ekki trúað neinum fyrir vandamálum þfnum eða leyst þau með annarra hjálp. Þú þjáist í einveru og ert sannfærð um, að tilfinningar þínar séu veikleiki. Þú hefur mikla þörf fyrir ástúð. ♦ Eða dansarðu eftir músíkinni? Heimilisfólkinu finnst þú eins og hvirfilvindur. Þú ert fjör- ug, full af lífsþrótti og kátínu. fljótfær, gersneydd öllum geðflækjum, og þú ert alltaf miðpunkturinn, hvar sem þú ert stödd. Karlmönnum líkar vel við þig, en verða sjaldan ástfangnir af þér — þú ert of sjálfstæð. I Horfirðu út um gluggann? Þú ert draumlynd og lætur músíkina örva dagdrauma þína. Þú átt til að vera svolítið þunglynd, verður oft ástfangin og reisir gífurlega loft- kastala, en þeir eru fljótir að hrynja, og þá verðurðu fyrir miklum vonbrigðum. Þú ert blíðlynd og góðgjörn, en reiðir þig fullmikið á aðra. ♦ Eða siturðu með handavinnuna? Þú ert í sífelldu kapphlaupi við tímann og lætur þér aldrei nægja að gera eitt í einu. Þú ert skynsöm og gædd góðri skipulagningargáfu, en þér er of hætt við að gera þér áhyggjur af hlutunum. Gagnvart karlmönnum ertu móður- leg og umhyggjusöm, en fullráðrík. I Syngurðu með? Þú þarft að læra að taka þátt í lífinu og aðlaga þig umhverfi þínu án þess að reyna stöðugt að vera sú sterka. Þú ert umburðarlynd við aðra, en afar ströng við sjálfa þig. Oft stafar drottnunargirni þín af dulinni feimni, sem þú ert að reyna að bæla niður ♦ Eða siturðu með lokuð augun og hlustar af athygli? Þú hefur gott vit á músík og einbeitir huganum til að njóta hennar sem bezt. Þú ert tilfinningarík og gáfuð, en dálítið upp- tekin af sjáifri þér og þykist hafa fullan rétt til að lifa í eigin heimi. Karlmenn trúa ekki alltaf á einlægni þína og halda, að þetta sé aðeins uppgerð.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.