Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 9

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 9
V í S I R . Þriðjudagur 7. iúlí 1ÖG4. 9 Yatnskælingaraðferðin getur bjargað mörgum mannslífum „Mér finnst nú satt að segja hálfóviðkunnanlegt, að læknir sé æ ofan í æ að spjalla við blöðin um sjálfan sig og rannsóknir sínar, en eina afsökun múi er sú, að mér er mikið í mun að vekja athygli almennings á þeirri fljótvirku, mannúðlegu, á- hættulausu og ódýru aðferð, sem vatnskælingin er, þegar um er að ræða jafnhroðaleg- an sjúkdóm og mikill bnmi getur orðið. Tilraunir hafa sannað, að hún ber undra- verðan árangur ef rétt er far- ið að, og svo einföld er hún, að hver og einn getur notfært hana án aðstoðar sérmennt- aðra manna“. ófeigur J. Ófeigsson læknir er nýkominn heim frá Skotlandi, þar sem hann dvaldist um skeið við framhaldsrannsóknir í brunalækningum, en þessar rannsóknir hefur hann lagt stund á nokkur undanfarin ár, eftir því sem tlmi og aðstæður heima fyrir hafa leyft. „Fólk heldur kannske, að ég hljóti að vera búinn að rann- saka þetta nógu vel — eða alltof vel“, heldur hann áfram og brosir við, „en það er alger misskilningur. Ný atriði koma slfellt í,.,l.jós, og mörg þeirra opna ný rannsóknasvið, sem áð- ur hafa ekki verið könnuð nema að litlu leyti; verkefnið er ó- þrjótandi". ÆVAGÖMUL AÐFERÐ. „Hvenær fékkstu þennan á- huga á brunalækningum?“ „Ja, það er langt síðan, þó að ég hafi ekki haft aðstöðu til að stunda alvarlegar rann- sóknir fyrr en I seinni tíð. Ég man, að móðir mln kenndi okk- ur krökkunum að kæla bruna- sár 1 vatni; ég hef oft brennt mig sjálfur, eins og gengur, og alltaf notað þessa aðferð með góðum árangri. Hún er byggð á reynslu fyrri kynslóða og æva- gömul, Fom-Egyptar munu hafa notað hana, og hér á landi hafa menn lengi þekkt gildi hennar, svo sem sjá má I bókmennt- um okkar og skrifuðum frá- sögnum — sennilega er fyrsta dæmið Kári Sölmundarson, þeg- ar hann kastaði sér I lækinn, eftir að hann komst úr brenn- unni. En á sfðustu áratugum hafa menn misst álit á vatnskæl ingu og talið hana óvísindalega. Það er oft mestum erfiðleikum bundið að sannfæra fólk um einfalda og sjálfsagða hluti; því flóknara og torskildara sem mál- ið er, þeim mun vísindalegra þykir það löngum. Og til þess að aðferð sé tekin gild, þarf að sanna ágæti hennar vlsindalega — ekkert annað dugir.“ „Og hvenær fórstu að gera til- raunir með það fyrir augum?" „Mig langaði til þess, strax þegar ég var I læknaskólanum, en þar höfðum við engin skil- yrði til vísindalegra rannsókna, svo að ég lét mér nægja ein- faldar tilraunir I heimahúsum. Ég sauð tvö egg I einu, og þeg- ar ég tók þau upp úr vatninu, setti ég annað beint á borðið, en hitt undir kalda kranann. Þegar kælingin var fullkomin skar ég þau sundur, og þá kom fram, að hið lifandi eggjahvitu- efni hafði storknað mun minna I vatnskælda egginu en hinu. Eins prófaði ég að sauma egg innan I tuskur og kæla annað I vatni eftir suðuna en láta hitt kólna af sjálfu sér. Þá sást, að tuskumar breyttu engu, þegar vatnskælingin var notuð, en hins vegar miklu við sjálfkæl- inguna. Þetta gerði ég til að finna út, hvort heit föt ykju brunaskemmdir, en siðar hef ég sannað með tilraunum á dýr- um, að sjóðheitar flfkur geta breytt hættulitlum bruna f d- varlegan." GILDI VATNSKÆLINGAR- INNAR FYLLILEGA SANNAÐ. „Hvað ráðleggurðu fólki að gera, ef það brennir sig?“ „Fyrst og fremst að kæla brunann með vatni. Og aldrei má reyna að draga fötin af und- ir neinum kringumstæðum. Það á að kæla þau viðstöðulaust með vatni, þangað til hægt er að klippa þau af — engin föt eru svo dýr eða þýðingarmikil að ekki borgi sig að eyðileggja þau fremur en líkamann, og ef reynt er að draga þau af, get- ur yfirhúðin losnað af bruna- staðnum og skemmdirnar stór- auk'izt. Ef aðeins er um minni háttar bruna að ræða, er bezt að nota vatn, sem sjúkl- ingnum finnst mátulega svalt — t.d. 18-20 stig, en sé meiri- hluti llkamans brenndur, er heppilegast, að sjúklingurinn ieggist undir eins I baðker, sem síðan er fyllt með u.þ.b. 20 stiga heitu vatni og hann lát- inn liggja 1 þvf nokkrar mfnút- ur. Eftir það ætti hann að liggja I ca. 30 stiga heitu vatni marga klukkutlma. Það verður ekki brýnt um of fyrir fólki að halda vatnskælingunni nógu lengi áfram, en að sjálfsögðu verður að fara að öllu með gát. Þótt kallað sé I ofboði á Iækni. getur hann hvort eð er ekki gert annað en þetta eina til að bjarga sjúklingnum undan brunaskemmdum. Smyrsl eru gagnslaus, og kvalastillandi lyf eru oftast óþörf, ef kælt er strax með vatni, auk þess sem þau gefa bæði lækni og sjúkl- Samtal v/ð ingi falska öryggiskennd, ein- mitt meðan brenndu vefirnir eru að skemmast meira en þurft hefði, ef til vatnskælingarinnar hefði verið gripið nógu snemma. Kælingunni má ekki hætta fyrr en allur sviði og verkur er að fullu horfinn, þó að það geti tekið allt frá einni upp f sex klukkustundir, eftir þvf hvað bruninn er alvarlegur. Með þessu er hægt að koma i veg fyrir mörg dauðsföll af völdum bruna þvl að oft er það fremur lost en sjálfur bruninn, sem or- sakar dauða sjúklingsins. Það er mjög næmt samband milli . húðarinnar og taugakerfisins. Auðvitað held ég ekki fram, að vatnskælingin geti breytt gróf- um brunaskemmdum, en hún dregur tvimælalaust úr lokaá- hrifum þeirra, og ég tei gildi hennar fyllilega sannað." SÁRSAUKALAUST FYRIR TILRAUNADÝRIN „Hvemig fara tilraunir þlnar fram?“ „Æ, það er ekki skemmtilegt „Er þetta ekki slæm meðferð á þessum litlu vesalingum?" „Nei, til allrar hamingju er hægt að sjá um, að það sé al- gerlega sársaukalaust fyrir til- raunadýrin." RANNSÓKNIR Á VlÐUM GRUNDVELLI. „Á hvaða stig myndirðu segj^, að rannsóknirnar væru nú komnar?" „Seinasti liðurinn hefur faiizt ■ Ófeigur J. Ófeigsson (Mynd: I.M.) að segja frá því — fyrst byrj- aði ég með hvítar rottur, albino- rottur svokailaðar, sem ég svæfði og brenndi síðan á baki og hliðum. Eftir það reyndi ég ýmsar aðferðir við kælingu, og niðurstaðan varð sú, að með engri kælingu dóu allt að 100%, en ef Isvatn var notað 82%, með 15 stiga heitu vatni 70%, með 18 stiga heitu vatni 30%, og með 25 stiga heitu vatni I eina mlnútu og strax á eftir 30 stiga heitu vatni I 30-40 mínút- ur 0%. Þetta var fyrsta skrefið: I að rannsaka ástæðuna fyrir því, að þessi einfalda vatns- kælingaraðferð reynist svona á- hrifamikil. Og þær rannsókn- ir hafa farið fram á mjög víð- um grundvelli. Til dæmis er kunningi minn einn, prófessor við Salisbury-háskólann I Suð- ur-Rhodesíu, að rannsaka of- næmi framkallað af bruna, og annar fæst við rannsóknir á svokölluðu auto-ónæmi. Þá fara fram margháttaðar vefjarann- sóknir: hvernig end.urmyndun vefja á sér stað eftir bruna o. Ófeig J. Ófeigsson lækni að ganga úr skugga um, hvaða aðferð væri bezt til að bjarga lífi sjúklingsins. Næst var að at- huga skemmdirnar, bæði út- vortis og innvortis; bruni getur framkallað skemmdir á líffær- um, magasár og alls kyns inn- vortis meinsemdir, auk hinna staðbundnu skemmda. Þá er að athuga hversu mikið er um sýkingu, og það hefur sannazt, að hættan á bakterlusýkingu er margfalt minni, þegar vatnskæl- ingin er notuð. Loks þarf að at- huga, hvernig dýrin þrlfast eft- ir áfaliið, hvernig batinn geng- ur, vigta þau reglulega o.s.frv. fl. Og rannsóknir á blóðrás- inni eftir bruna, o.s.frv. o.s.frv. Nú er líka farið að gera tilraun- ir á mönnum, hluti af brunan- um kældur með vatnskælingar- aðferðinni, en aðrir hlutar með ýmsum öðrum aðferðum. Það er nauðsynlegt að sanna þetta vls- indalega eins og aðrar lækn- ingaaðferðir, og til þess meðal annars erum við með allar þess- ar rannsóknir." „Þú fæst eingöngu við þetta I SkotIandi?“ „Já. Þannig er mál með vexti að brezka sendiráðið hér var svo elskulegt að útvega mér British Council styrk árið 1954 og veita mér aðstöðu til að vinna að brunarannsóknum við brezka háskóla. Ég fór fyrst til Edinborgar, en það kom ekki að gagni að vinna við háskól- ann þar, því að yfirlæknirinn, Sir James Learmouth, taldi vatnskælingaraðferðina fásinnu eina og rannsóknimar þýðingar- lausar. Þá fór ég til Glasgow og var enginn aufúsugestur I byrjun, held ég, en það breytt- ist algerléga, þegar árangurinn fór að sjást af þessum tilraun- um mtnum. Nú er háskólinn I Giasgow orðinn hálfpartinn mitt annað heimili, og ég hef verið svo lánsamur, að margir ágætir vísindamenn þar hafa talið rannsóknir mínar þess virði að taka sjálfir þátt I þeim með mér. Prófessor Thomas Symington, yfirmaður meinvefjafræðideild- arinnar I konunglega rlkis- sjúkrahúsinu, hefur reynzt mér framúrskarandi vel á allan hátt, og fyrir fímm árum bauð hann mér að starfa á sinni deild við þessar rannsóknir, en nú er svo komið, að þær halda áfram, þó að ég sé ekki sjálfur viðstadd- ur nema tiltölulega sjaldan og stuttan tíma I einu. Ég fylgist auðvitað með þeim eftir beztu getu úr fjarlægðinni, og ég hef unnið þarna annað slagið siðan 1957'.“ TENGDUR FÓSTURJÖRÐINNI. „En þú hefur ekki hugsað þér að flytjast til útianda?" „Nei. Að vlsu stendur mér op- in leið til þess, en það er nú einu sinni svo, að ég hef aldrei getað hugsað mér að setjast að erlendis, og sízt myndi ég taka upp á þvi á gamalsaldri. Maður er ótrúlega tengdur fósturjörð- inni.“ „Geturðu haldið rannsóknun- um áfram án þess að setjast að erlendis?“ „Það fer óneitanlega taís- vert eftir því, hvort ég get feng- ið fjárhagslega aðstöðu til þess. Ég hef notið fjárhagsiegs stuðn- ings frá Raunvlsindadeild VIs- indasjóðs og er nefndarmönnum afar þakkiátur fyrir þann skiln- ing, sem þeir hafa sýnt mér, því að vitanlega hefðu rann- sóknir mínar sótzt miklu verr eða jafnvel orðið að hætta, hefði ég ekki notið styrkja frá sjóðn- um á undanfömum árum. En hvernig þetta verður I framtlð- inni, veit ég ekki, og ég verð að játa, að ég treysti mér ekki til að eyða tlma og fjármunum I framhaldsrannsóknir erlendis ár eftir ár, ef ég get ekki feng- ið neinn stuðning, þvl að ég hef hreint og beint ekki efni á þvl, þótt ég feginn vildl.“ „Þætti þér ekki leiðinlegt að hætta við hálfnað verk?" „Ja,, aðalatriðið er, að rann- sóknunum verður haldið áfram, hvort sem ég kem þar nærri eða ekki. Auðvitað vildi ég heizt geta unnið að þessu sem allra lengst, og rannsóknarefnið er ó- tæmandi, eins og ég sagði áð- an, en það skiptir alltaf minna máli, hverjir vinna verkið, en að það sé yfirleitt unnið, og ég mun*a.m.k. aldrei sjá eftir því starfi, sem ég hef lagt fram I þágu þessa málefnis." — SSB.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.