Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 4
4 V í S IR . Þriðjudagur 7. julí 1964. bankar - vidskioti - framleidsla bankar - vidskioti - framleidsla bankar - vjdskipti ? framleidsla bankar - MIKH Verðlag á neyzluvörum hefur hækkað mikið á Italíu í Frakklandi og Vestur-Þýzkalandi undanfarið. Linuritið sýnir hækkanimar í þessum löndum svo og f Bandarfkjunum. Mikil verðbólguþróun er nú í mörgum löndum Vestur-Evrópu og veldur hún stjórnmálamönnum og hagfræðingum miklum áhyggj- um. Er ástandið verst á Italíu og í Frakklandi, þar sem smásölu- verð hefur hækkað um 14% á tímabilinu 1960-1963. En í öllum Vestur-Evrópuríkjunum hefur ver ið um einhverjar verðlagshækk- anir að ræða, að vísu misjafnlega miklar. Einna minnst hefur hækk- unin verið í Belgíu þar sem verð- lag hefur hækkað um 3.9% á sl. 3 árum. Þar sem vísitölukerfi er við iýði hefur verið um stöðugar vfxihækkanir kaupgjalds og verð- lags að ræða en svo er t.d. í Belgiu. Verðbólguþróunin er ráðamönn um Efnahagsbandalags Evrópu mikið áhyggjuefni og hafa ýmsar gagnráðstafanir verið ræddar þar og þegar komið til framkvæmda. Meðal ráðstafana er gerðar hafa Hagvöxtur Undanfarin ár hefur þjóðar- framieiðslan hér á landi aukizt um að meðaltali 4% á ári. A tímabilinu 1955-1962 nemur aukningin 4.1% til jafnaðar á ári en á því tímabili fjölgaði landsmönnum um 2% á ári, þannig, að aukning þjóðarfram Iciðslu á mann nam 2%. í fram- kvæmdaáætlun ríkisstjórnarinn- ar fyrir tímabilið 1963-1966 var gert ráð fyrir að svipuð aukning héhlist. Tölur fyrir ár- ið 1963 benda til þess að sv hafi orði á því ári og rúmlega það en aukningin er talin 4-5% árið 1963. Frá 1954 hefur brúttó verið í Frakklandi eru þessar: Verðhækkanir á iðnaðarvörum hafa verið bannaðar. Dregið hefur verið úr greiðsluhalla fjárlaganna, útl. banka takmörkuð og hamlað gegn víxlhækkunum kaupgj. og verðlags. Á Ítalíu hafa verið gerðar strangar ráðstafanir til þess að draga úr útlánum, svo og ráðstafanir til þess að örva spari fjármyndun. í Þýzkalandi hafa einhig verið gerðar strangar ráð- stafanir til þess að koma í veg fyrir verðbólguþróun. Ráðherranefnd Efnahagsbanda- Iags Evrópu hefur hvað eftir ann- að undanfarið rætt verðbólguþró- unina í löndum bandalagsins. Gerði nefndin nýlega ályktun um þau mál. Er í henni beint ýmsum ráðleggingum til aðildarríkjanna. Sérstaklega er því beint til rfkis- stjórna Frakklands, Belgiu, Hol- lands og Luxemburg að haga stefnunni f fjármálum ríkisins og launamálum þannig, að úr verð- bólguþróuninni verði dregið. I flestum löndum Efnahags- bandalagsins hefur verið gffurleg þensla undanfarið. Eftirspum eft- ir vinnuafli hefur verið mjög mik il og meiri en unnt hefur verið að fullnægja, laun hafa hækkað mik- ið af þeim sökum og skapað mikla umfram eftirspum eftir vör um, þannig að verðlag hefur hækkað mikið. Italía hefur undanfarin ár verið að breytast úr landbúnaðarþjóð- félagi í iðnaðarríki. Á tímabilinu 1952-1963 fluttust 2 milljónir bænda úr landbúnaðarstörfum yf ir í iðnað. Áður vann 40% vinnu- afisins í landbúnaði en nú aðeins 27%. Þrátt fyrir það hefur ekki tekizt að fullnægja eftirspurn eft- ir vinnuafli þar enda iðnvæðing gifurlega mikil í landinu og marg ir ítalskir verkamenn hafa leit- að til annarra landa Efnahags- bandalagsins, þar sem laun em hærri en á ítalfu. Afleiðing þess hefur verið gffurleg launahækk- un á ltalíu síðustu misserin og verðlag hefur rokið upp úr öllu valdi. Hin mikla aukning kaup- getu hefur valdið greiðsluhalla f viðskiptum landsins við útlönd crg nam hallinn sem svarar 50 milljörðum ísl. króna sl. ár. Hafa miklir erfiðleikar verið í efna- hagsmálunum á Ítalíu undanfarið. 1 Frakklandi hefur einnig ver- ið skortur á vinnuafli og hefur hið mikla aðstreymi frá Alsír jafnvel ekki megnað að metta vinnumarkaðinn. En undanfarið hafa um 900.000 flóttamenn frá Alsír setzt að í Frakklandi. Talið er að flóttafólkið hafi haft með sér um það bil 40 milljarða ísl. króna inn í landið og hefur það fjármagn aukið á eftirspurn- ina eftir vörum og átt sinn þátt í þvf að vöruinnflutningur hefur aukizt mun meira en útflutning- ur. Á sl. ári jókst innflutningur f Frakklandi um 23%, en útflutn- ingur jókst aðeins um 11%. 1 Vestur-Þýzkalandi tókst lengst að spoma gegn verðbólguþróun en einnig þar er verðbólgan nú farin að segja til sín. Enda þótt ein milljón erlendra verkamanna sé f Vestur-Þýzkalandi er samt sem áður um skort á vinnuafli að ræða þar. 1 febrúar sl. vantaði 569.000 verkamenn í störf. Hef- ur hinn mikli vinnuaflsskortur þrýst launum upp á við og skap- að stóraukna vörueftirspurn. Undanfarið hefur verðbólguþró unin ekki verið eins mikil í Bret landi eins og í öðrum Vestur- Evrópurfkjum. En sérfræðingar f efnahagsmálum segja, að til þess að komast hjá of mikilli þenslu hafi Bretar orðið að láta sér nægja minni hagvöxt en átt hafi sér stað í öðrum Efnahagsbanda- lagslöndum. HUGTÖK ÚR HAGFRÆÐI: Þjóðarframleiðsla og þjóðartekjur þjóðarframleiðslan á verðlagi ársins 1960 verið sem hér segir: 1954 6300 millj, 1955 6905 — 1956 7093 — 1957 7046 — 1958 7667 — 1959 7808 — 1960 8039 — 1961 8280 — 1962 8695 — Þjóðarframleiðsla og þjóðar- tekjur eru mikilvæg hugtök f umræðum um stjómmál og efna- hagsmál. Segja má, að kjami stjómmálabaráttunnar sé fólginn f ágreiningi um það hvernig skipta beri þjóðartekjunum milli hinna ýmsu stétta þjóðfélagsins og árleg aukning þjóðarfram- leiðslunnar skiptir æ meira máli í sambandi við meðferð kjara- mála, þar eð þau sannindi verða stöðugt ljósari, að miðað við ó- breytta tekjuskiptingu, er fram- leiðsluaukning eini raunhæfi grundvöllur kjarabóta einstakra stétta. Mikilvægt er því, að menn geri sér glögga grein fyrir þvi, hvað þjóðarframleiðsla og þjóð- artekjur raunverulega er. ÞJÓÐARFRAMLEIÐSLA Hvað er þjóðarframleiðsla og hvemig er hún reiknuð út? Brúttóþjóðarframleiðsla er heild- arverðmæti allra framleiðsluvara og þjónustu er framleiðslustarf- semin skilar á einu ári að frá- dregnu verðmæti hráefna og rekstraravara. Hráefni er að sjálfsögðu hluti þjóðarframleiðsl- unnar og taiið með henni, þegar það er selt. Ekki má þvf reikna það með aftur þegar fullunnin vara er unnin úr því. Hið sama er að segja um rekstrarvörur eins og t.d. olíu. Skipta má brúttóþjóðarfram- leiðslu f neyzlu og brúttófjár- festingu. Með neyzlu er átt við verðmæti þeirra vara og þjón- ustu, sem neytendur kaupa til notkunar strax. Ef verðmæti neyzlunnar er dregið frá brúttó- þjóðarframleiðslunni fæst brúttó- fjárfestingin. Þar er um að ræða allt það verðmæti, er fer til fjárfestingar, svo sem til kaupa á framleiðslutækjum, end- urnýjun gamalla tækja og kaup nýrra til aukningar. Ef verðmæti endurnýjunarinnar er dregið frá fæst nettófjárfestingin. En þessar tvær stærðir nettófjárfesting og neyzla gefa okkur nettóþjóðar- framleiðslu. ÞJÓÐARTEKJUR í rauninni eru þjóðartekjur og þjóðarframleiðsla eitt og hið sama, aðeins séð sitt frá hvor- um sjónarhól. Hér er í rauninni um sama verðmætastrauminn að ræða. Sé hann mældur, þar sem hann skapazt þ.e. í fyrirtækjun- um er hann nefndur þjóðarfram- leiðsla. En sé hann mældur, þar sem hann er notaður, þ.e. hjá fjölskyldum, þ.e. neytendum nefn- ist hann þjóðartekjur. Megin- hl. þjóðarteknanna fer til neyzlu en nokkur hluti rennur einnig í sparnað og skapar grundvöll fjárfestingar. En fyrir utan það, að borgararnir leggja nokkuð af tekjum sínum i sparnað, leggja fyrirtækin einnig nokkuð til hlið- ar f afskriftir. En sparnaður og afskriftir nefnast einu nafni brúttósparnaður. Yfirleitt eru af- skriftimar ekki reiknaðar með þjóðartekjum ,en ef svo væri gert fengjust brúttóþjóðartekjur. Ef ekki væri um að ræða nein utanríkisviðskipti væru þjóðar- tekjurnar jafnar nettóþjóðarfram- leiðslunni. Þjóðin hefði þá ávallt til ráðstöfunar nákvæmlega verð- mæti nettóþjóðarframlelðslunnar. Þannig er þetta einnig ef inn- flutningur og útflutningur eru jafnar stærðir. En málið breytist, ef ekki er jafn- vægi á viðskiptajöfnuði. Ef út- flutningur er t.d. meiri en inn- flutningur eru ekki notaðar aliar útflutningstekjurnar til þess að greiða með innfluttar vörur. Af- gangurinn fer ef til vill í ein- hverja fjárfestingu erlendis. Er- lendir aðilar hafa þar með fengið hlutdeild í hinum innlenda sparn- aði og ráðstöfunartekjur okkar verða minni en þjóðartekjurnar. Oft eru þjóðartekjurnar aðrar en þjóðarframleiðslan. Ef verð út- fluttra vara hækkar t.d. meira en verð innfluttra vara verða þjóð- artekjurnar meiri en þjóðarfram- leiðslan, og öfugt, ef verð inn- fluttra vara hækkar meira en verð á útfluttum vörum. Þannig hafa viðskiptakjörin mikil áhrif á aukningu þjóðarframleiðslu og þjóðartekna. Vaxtagreiðslur milli ianda geta einnig haft hér mikil áhrif á niðurstöðuna. Ef um vaxtatekjur erlendis frá er að ræða, verða þjóðartekjumar meiri en þjóðarframleiðslan. Slíkt þýðir i rauninni það, að innlendir borgarar eiga rétt til hluta af þjóðarframleiðslunni er- lendis. Hér á landi hefur Framkvæmda bankinn og á síðustu árum Efna- hagsstofnunin haft það verkefni með höndum að reikna út þjóðar- framleiðsluna. Hefur sá háttur Framhald á bls. 10 Linurit þetta sýnir hlutfallslegan vöxt þjóðarframleiðslunnar á tímabilinu 1945—1962. Sem sjá má hefur þjóðarframieiðslan aukizt mikið á þessu tímabili.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.