Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 7
7 V 1 S I R . Þriðjudagur 7. U’lí 1964. EH33ánHPBMEróK: Lciðin til skáldskapar. Hugleiðingar um upptök 'Og þróun skáldhneigðar Gunnars Gunnarssonar, eftir Sigurjón Björnsson. Bökaútgáfa Menningarsjóðs. 1964. „Verðugasta .■ viðfangsefni mannsins er maðurinn sjálfur." Sálarfræðin er ung fræði- grein og á enn nokkuð örðugt uppdráttar, t.d. ekki sýndur verðugur sómi í skólum, né nægilega vel nýtt þjöðfélagslega Allt er þetta þó á réttri leið og sálarfræðin á áreiðanlega mikla framtíð fyrir höndum. Ekki væri úr vegi að rifja stuttlega upp tilgang sálarfræðinnar, því að slík grundvallaratriði vilja stundum gleymast í erli hvers- dagsleikans, og enn eru ‘ ýms- ir, einkum af eldri kynslóðinni sem skilja ekki gildi sálarfræð- innar og fara jafnvel niðrandi orðum um hana. Verksvið sálar- fræðinnar er í stórum dráttum tvíþætt: a) Bein aðstoð við nug- sjúka eða taugaveikiaða ein- staklinga, ekki sízt börn. b) Það sem aðallega verður rætt hér: uppfræðsla og samvinna við alla þá einstaklinga, sem oft eru nefndír því leiðigjarna nafni, almenningur. Þ.e. mótun heilbrigðs hugsunarháttar, sem miði að auknum skilningi á geð- rænum vandamálum. Fleiri og fieiri átta sig á þvf, hve andlegt heilbrigði og sjúkleiki eru ó- ljóst skilgreind og sveigjanleg hugtök, og hve oft er erfitt að greina hið mjóa bil þar á milli. Með aðstoð sálarfræðinnar skilja menn betur eigin veik- leika og styrk, skilja betur inn- byrðis togstreitu andstæðra hvata, samskipti, og árekstra einstaklingsins við umhverfið, t.d. í uppeldinu. Sá skilningur er þroskandi, veikir vald rugl- ingslegra tilfinninga og geð- sveiflna og bætir andlega líð- an. Andlegt heilbrigði er ekki fyrst og fremst fólgið í því að reyna að útiloka með viljastyrk eða viðurkenna naumast and- lega erfiðleika ,,ástæðulausan“ ótta o.s.frv., eða „reyna að gleyma" þeim eins og oft er sagt t.d. í óhóflegri athafna- semi. Andlegt heilbrigði er öllu fremur í því fólgið að reyna að skilja þessi fyrirbæri, læra að umgangast þau (í sjálf- um sér og ekki síður hjá öðr- um) með róseml og umburðar- lyndi. Sigrast á sjálfum sér og Iæra að hlusta eftir hljóðri rödd samvizkunnar í stað þess að flýja sjálfan sig. 1 ljósi sálarfræðinnar er það auðskilið hvers vegna oft fara saman andlegar veilur og snilli- gáfur, en sú staðreynd hefur oft vakið furðu manna. Málið er auðvitað mjög flókið ,en í stórum dráttum eru þessar andlegu veilur ytra borðið á ó- venjunæmri skynjun oft sam- fara ásókn spurninga um ýmis æðstu rök tilverunnar. I viður- eigninni við þessa vandmeð- förnu eiginleika sína vinna lista- og stundum vísindamenn oft ómetanleg afrek og varpa birtu og yl á umhverfi sitt.. Ýmsir eiga að vonum erfitt með að átta sig á, hvað undir niðri býr. Hinar andlegu veilur eru að þeirra dómi blettur á lista- manninum sem og öðrum, sem forðast skyldi að nefna, svo að listamaðurinn eigi ekki á hættu að fá á sig skammar- eða smán- aryrðið geðsjúklingur eða því um líkt. Og stundum heyrast þær annarlegu raddir, að náin rannsókn á skáldunum sjálfum . og lífi þeirra dragi athyglina um of frá verkunum, en þau væru tæpast mikils virði, ef sú yrði raunin. Slík rannsókn hjálpar mönnum að greina hismið frá kjarnanum og veitir sízt af því. Hún verkar með ólíkum hætti á leirskáld og stórskáld. Sumir smækka, aðrir stækka. Gunnar Gunnarsson hefur ekkert að óttast eða fela. Hann vex af hlut sínum í þess- Sigurjón Björnsson ari bók. Glögg vitneskja um aðalþættina í lífi mikils skálds, upplag og uppeldi, mótlæti og meðlæti o.s.frv., er mjög gagn- leg til þess að skýra og styrkja tengsli skáldskaparins við lífið sjálft og vitund einstaklingsins, skáldsins og ekki síður lesand- ans. En án' þeirra tengsla er allur skáldskapur dauðadæmd- ur. lITér skal ekki farið lengra ut í þessa sálma, en sál- arfr&ðin og viðgangur hennar er áreiðanlega eitt af hvassari vopnunum í framfarabaráttu mannsins og þroskaleit. Það er kominn tími til að ryðja burt hinum gömlu hleypidómum um geðræn málefni, sem enn eimir allt of mikið eftir af. Þótt bók Sigurjóns Björnssonar láti lít- ið yfir sér og sé gersamlega laus við áróður, £r hún þó furðu drjúgur skerfur f þágu þessa markmiðs, og hin athyglisverða nýjung er, að hér er svo að'segja í fyrsta sinn af íslenzk- um höfundi — reynt að sýna fram á snertipunkt sálarfræði og skáldskapar, vísinda og list- ar. En einmitt núna er tilhneig- ingin til aðskilnaðar hinna ýmsu greina háskalega mikil. M.a. að þessu leyti minna hugleið- ingar Sigurjóns á hinar skemmti legu og djúphugsuðu ritskýr- ingar Sigurðar Nordal og er ekki leiðum að líkjast. Þess ber að gæta, að Sig- urjón skrifar bók sína fyrst og fremst út frá sjónarmiði sál- fræðings en ekki bókmennta- fræðings. Þeir sem ekki skilja þetta mikilvæga atriði kunna að sakna ýmiss, sem áhrif kann að hafa haft á skáldskap Gunn- ars Gunnarssonar eftir að braut- in var ráðin. Um heimsstyrj- öldina fyrri getur S. Bj. þó mjög skýrt á bls. 84. T dálítið villándi ritdómi, x sem birtist um bók þessa í Vísi 22. júní sl. eftir Guðmund Hagalín, var einkum gagnrýnd Sú ofdirfska S. Bj. að þykjast hafa komizt fyrir upptök skáld- hneigðar G.G. og hann sagður túlka þau upptök og móður- missinn sem eitt og hið sama. Ritdómarinn hefði mátt lesa • bókina betur og reyna t.d. að skilja, hvað höf. á við með oVð- inu upptök: Þ.e. hin sýnilegu og skynjanlegu upptök skáld- hneigðarinnar miðað við tíma og atvik í ævi skálds, að svo miklu leyti sem hægt er að komast að slíku með rannsókn og skynsamlegum hugleiðing- um (jafnvel skáldsins sjálfs). Við tölum með fullum rétti um upptök vatnsfalls án þess að nokkrum heilvita manna komi til hugar að átt sé við, að vatn- ið myndist þar úr engu. S. Bj. gerir sér sýnilega manna bezt ' Ijóst, að aldrei er leyst svo úr spurningu, að ekki vakni önn- ur, en hann kann að takmarka sig (sbr. t.d. spurninguna neð- antil á bls. 35). Bak við sýni- leg upptök höfum við grun um önnur falin. Frumspekin gín við, lífsgátan sjálf glottir nokkru fjær. „Hver skapaði guð?“ o.s. frv. C. Bj. leiðir líkur að því (sjá ° m.a. bls. 24-35), að skáld- skaparneistinn hafi kvikn’að með Gunnari Gunnarssyni, þeg- ar saman laust annars vegar hinum óvenjuríku meðfæddu gáfum og hugarflugi, sem dafn- aði vel innan um hinar fjöl- skrúðugu manngerðir fjölskyldu og heimilis — og hins vegar þeirri andlegu þjáningu og bar- áttu, sem hann lenti f, er guð hefur að tilefnislausu kippt til stoðum tilverunnar og látið móð ur hans deyja. Hið trúarlega uppeldi getur hér af sér sektar- vitund, hann fer að spyrja um tilgang allra hluta og skynjar óvenjusnemma hinar torfæru þversagnir trúarinnar. Brú hans yfir þetta hyldýpi botnlausra spurninga og eyðileika verða bækur og skáldskapur. Hér lifnar smám saman hin „myst- iska“, knýjandi þörf, „kveikja sköpunarstarfsins", sem er frumskilyrði mikils skáldskapar, hvað svo sem „viljastyrk og seiglu" líður, /sbr. orð áður- nefnds ritdómara. Þessar skoð- anir S. Bj., sem hér eru í mjög samþjöppuðu formi, kallar rit- dómarinn „einsýni“ og kveður hinn „unga. gáfaða sálfræðing" hafa gefið út „heilbrigðisvott- orð“ handa hinu „sálsjúka" skáldi og „kinkað kolli til „fræðadísarinnar......af stðt- legri nautn,“ og varð mér því tíðræddara um skrif hans en það annars verðskuldar. Gaman væri að taka ýtarlegri tilvitnanir úr þessari athyglis- verðu bók, en hér verður að láta staðar numið, enda ekki mein- ingin að endursegja hana hér. En ég er viss um, að höfundur nær tilgangi sínum og flytur margan lesandann nær Ugga Greipssyni. Vonandi lætur Sig- urjón ekki staðar numið á höf- undabrautinni. Stíll og málfar er ágætt svo og ytri gerð bók- arlnnar. Mig langar til þess að nota hér tækifærið og minnast aðeins á tvær aðrar nýlegar bækur úr hinum smekklega smábóka- flokki Menningarsjóðs. Ljóðaþýðingar úr frönsku, eft ir Jón Óskar. Það er sannar- lega þakkarvert verk að kynna hina frönsku snillinga. Vonandi á Jón Óskar fleira í pokahorn- inu af þessu tagi. Ferhenda, eftir Kristján Óla- son. Það væri ánægjulegt, ef ferhendunni, þessari þjóðarf- þrótt, sem ekki má glatast, væru oftar gerð svo góð skil. Gaman væri einnig að sjá aftur á prenti eitthvað eftir hinar gömlu kempur ferskeytluskáld- skaparins, t.d. Jón S. Bergmann eða Svein Hannesson frá Eli- vogum svo einhverjir séu nefnd- ir. Magnús Skúlason Framleiðslu — Framh. af bls. 4 stundum verið hafður á að reikna eingöngu út brúttóþjóð- arframleiðslu vegna skorts á upplýsingum um þau verðmæti er fara til endurnýjunar (af- skrifta) framleiðslutækja. HAGVÖXTUR Erlendis eru skammstafanir og styttingar mikið notaðar í um- ræðum um flókin hagmál. T.d. er í ensku máli venjulega notuð skammstöfunin GNP — gross nat- ional product um brúttó- þjóðarframleiðslu. — Hér á landi hafa skammstafanir aldrei verið notaðar eins mikið og er- lendis. En um nokkurra ára skeið hefur orðið hagvöxtúr verið not- að um árlegan vöxt þjóðarfram- leiðslunnar og hefur það orð þeg- ar festst í málinu. Björgvin Guðmundsson | !::■ ;ii! :■:■ B 5 iji; | iiii 1 I ;!•; ÍS I i i 1 I -*. 4 L'. C, V* JgLAÐ Sjálfstæðismanna á Akureyri, íslendingur, birt ir skelegga forystugrein um á- virðingar Framsóknarflokksins Blaðið segir: 0 Karneval Framsóknar. Um tugi ára hafði Framsókn arflokkurinn notið valda í skjóli ranglátrar kjördæmaskip unar, sem nú hefur verið lag- færð gegn vilja hans, þó ekki svo, að hann hafi ekki enn fleiri þingmenn en honum ber samkvæmt atkvæðatölu flokk- anna. En þótt sú sérréttinda- aðstaða væri frá honum tekin, heldur hann enn annarri að- stöðu: þ. e. að nota almanna- samtök flokknum til framdrátt ar. en það eru samvinnufélög landsmanna. Um langt skeið hefur flokkurinn hreiðrað svo um sig innan þeirra, að hann hefur getað nærzt á blóði þeirra, — látið þau standa und ir kostnaði við blaðaútgáfu flokksins og ýmsa aðra flokks starfsemi með auglýsingum frá þeim og jafnframt haft þann hátt á, að bola hverjum þeim út úr stjórn SÍS, sem ekki var yfirlýstur Framsóknarmaður. Allir kannast við það „kame- val,“ sem Framsóknarflokkur inn heldur á þjóðhátiðardegi I’slendinga, er hann heiðrar daginn með útgáfu aukablaðs af Tímanum með auglýsingum frá sambandsfélögunum um allt land fyrir nokkur hundruð þúsund krónur. Nokkrir drop- ar af blóði hafa hin síðari ár einnig runnið í æðar Þjóð- viljans. @ Bændur flæmdir burt. í máttvana andstöðu flokks- ins við núverandi ríkisstjóm, þykir honum það ráð vænleg- ast að flæma bændur frá búum sínum með því að telja þeim trú um, að ríkisstjórnin sitji á svikráðum við þá og vilji koma landbúnaðinum á kné. Einhver árangur kann að hafa fengizt af þessari „þjóðhollu" kenningu og þó ekki meiri en svo, að fyrir fáum árum urðum við að flytja inn 100 tonn af smjöri, en nú verðum við að flytja sama magn út, og það er alger nýjung. Þannig hefur áróður Framsóknar gegn auk inni landbúnaðarframleiðslu reynzt. Hvar sem niður er gripið í sögu Framsóknarflokksins ber allt að sama brunni. öll starf- semi hans er neikvæð í fram- farasinnuðu þjóðfélagi. Hann er því eitt hið hvimleiðasta fyrirbæri, sem um getur í þjóð lífinu á mesta sóknarferli þjóð arinnar til uppbyggingar og menningar, — á síðasta aldar- fjórðungi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.