Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 6

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 6
6 V í SIR . Þriðjudagur 7. júlf 1964. 1 .W-4? 1 t maftÉT. ‘ • ■ 'vm'.j 7 : ' .. Flugfélag Bslunds fær Foklcer Friendship: Hyggst eadumýja inmm- kmdsflotam á 2-4 árum Flugfélag íslands hef- ur samið um kaup á Fokker Friendship skrúfuþotu til innan- landsflugs. Kostnaður verður samtals 48 millj. króna. Afhending fer fram síðari hluta apríl 1965. Þá hefur Flugfélag íslands tryggt sér for- kaupsrétt að annarri flugvél sömu gerðar, er afhendist ári síðar, í apríl 1966. Hugsanlegt er, að þriðja Fokker- flugvélin verði keypt inn an fjögurra ára. Á blaðamannafundi í gær sagði Örn Johnsen, forstjóri Flugfélags Islands að félagið myndi ef til vill endurnýja flug flota sinn 1 innanlandsflugi á næstu 2—4 árum, og kaupa í því skyni þrjár flugvélar af gerð inni Fokker Friendship, F-27 100, sem er skrúfuþota. Var samningur um kaup á fyrstu vélinni undirritaður s.l. föstu- dag, 3. júlf og jafnframt tryggð ur forkaupsréttur að annarri vél sömu gerðar. Kaupin á briðju flugvélinni verða háð framhaidi Færeyjaflugs F.í. , . FpkkerJ’ riepd?hjp,er,tvegg j a hreyfia skrúfuþota, hreyflar af gerðirini .Kölls Ro'yc^.Dájd; '514, nokkru aflrrieiri en hréyflar Vis- count vélar F.I. Flugvélin er Dú- in jafnþrýstiútbúnaði. Kaupverð vélarinnar án hreyfla er 32 millj ónir króna. Flugfélag íslands leggur til eigin hreyfla, sem fé- lagið á, en breytingar á þeim kosta 4 milljónir króna, þannig að flugvélin, að viðbættum vara hlutum fyrir 8 milljónir króna kostar samtals 48 milljónir kr. Fokker Friendship þotan flýg ur með 435 km hraða á klukku- stund og styttist flugtíminn á leiðum innanlands að mlklum mun. T. d. tekur ekki nema 52 mfn. að ferðast milli Reykjavlk- ur og Akureyrar, miðað við tím ann, frá því að flugvél- in rennur af stað frá flughöfn á brottfararstað og þar til hún staðnæmist utan flugstöðvar á áfangastað. Þetta tekur Dakota flugvélar F.í. sem nú eru notað ar eina og hálfa klukkustund. Þarf Fokker flugvélin ekki ?ð .staðnæmast á , „þ^au^rppda vegna hitunar á hreyflum, held ur fer strax á lofk.^k “j" Fokker Friendship skrúfuþot- an er smfðuð af Fokker-flugvéla verksmiðjunum f Hollandi. Verk smiðjurnar lána 32 milljónir af kostnaði við kaupin til 5 ára, og veitir Ríkissjóður lslands á- byrgð til jafnlangs tfma. Fokker Friendship skrúfuþot an er í notkun um víða veröld og hafa verið smíðaðar um 300 talsins af þessari gerð. Flugfloti Flugfélags íslands er nú sjö flugvélar en að auki leigir félagið tvær flugvélar. ÍSLENZKIR BLAÐAMENN I BOÐSFERÐ TIL SPÁNAR Flugfélag íslands og spánska flugfélagið Iberia buðu sameigin- lega nokkrum íslenzkum blaða- mönnum f sex daga ferð til Spán- ar í síðustu viku og lauk þeirri boðsférð í gær. Flogið var frá Reykjavík sl. mið- vikudagsmorgun með flugvél Flug- félagsins til Glasgow og um mið- nætti kvöldið eftir með spánskri flugvél til Barcelona. Til boðsferðarinnar.var efnt í til- efni af því að spánska flugfélagið Iberia var að opna nýja flugleið milli Glasgow og Barcelona. En milli spánska flugfélagsins og Flug félags íslands hafa verið náin sam skipti um árabil og hafa gagnkvæm ; umboð hvort fyrir annað. Að því \ leytinu var Flugfélag íslands einn- | ig aðili að þessari boðsferð. Þrfr íslenzkir blaðamenn fóru, I þessa fyrstu flugferð Iberia milli 1 Glasgow og Spánar, þeir Árni Gunnarsson frá Alþýðublaðinu, Tómas Karlsson frá Timanum og Þorsteinn Jósepsson frá Vísi. Auk þeirra fóru 10 skozkir blaðamenn frá ýmsum stærstu og helztu blöð- um Skotlands í ferðina. í Barcelona voru mótttökur mjög höfðinglegar í hvívetna og blaða- mönnunum sýnt margt af því sem helzt dregur ferðamenn til Barce- lona og umhverfi hennar. En þar erii baðstrendur í næsta nágrenni og hópaSt þangað bæði útlendingar og Spánverjar í hundruð þúsunda- tali á hverju suriiri til að njöta úti- vistar, sjóbaða og sólskinsins, Þar er sumarhitinn venjulegá 25-35 stig en oft svali við ströndina og hit- inn af þeim sökum sjaldnast illþol- andi — jafnyel ekki fyrir Norður- landabúa. Ferðamannastraumurinn til Spán ar fer mjög ört vaxandi með hverju árinu sem líður, enda er Spánn f röð þeirra ódýrustu landa, sem til eru í Evrópu. í fyrra komu 10 milljón útlendingar til Spánar, en búizt er við að sú tala hækki um 25—33% í ár. Til að draga að sér ferðafólk hafa Spánverjar boðið mjög ódýrar flugférðir ásamt dvöl á hótelum þar syðra. Þannig kostar aðeins rúmlega 50 sterlingspund ferð fram og aftur milli Glasgow og Barce- lona og hálfsmánaðar dvöl á góðu hóteli — allt innifalið. Með tilliti til þess að flugfargjöld ein á þess- ari leið kosta rúmlega 35 pund sést Ijósast hvað þarna er mikið'á sig lagt til að laða ferðamenn til lands ins. Blaðamaður Vísis, sem tók þátt í þessari ferð mun síðar skrifa 2 eða þrjár greinar um ferðina og það sem fyrir augun bar í henni. Læknur lítu skort á hjúkrunarfálki alvarlegum augum 1 frétt frá Féiagi lækna við heil- brigðisstofnanir segir að nýiega hafi 77 læknar og læknakandidat- ar f Reykjavfk undirritað mótmæli og gagnrýnt drátt sem orðið hafi á byggingu hjúkrunarskóla lslands. Jafnframt er fram tekið að um svipað leyti og þessar undirskrift- ir áttu sér stað hafi hafizt við- ræður lækna og ráðherra um hjúkr unarmálið með jákvæðum árangri að ætla megi. Læknamir hafa samþykkt áskor- un um að þegar verði hafnar fram kvæmdir við stækkun hjúkmnar- skólans og segir í frétt læknafél- agsins að áætlað hafi verið að þurfa muni 150 hjúkrunarkonur, til viðbótar þeim, sem fyrir em, svo að unnt verði að starfræljja þau sjúkrahús, sem nú em f smíðum. Telji læknar með öllu óviðunandi að vegna skorts á hjúkmn sé ekki séð fyrir brýnustu þörfum sjúkl- inga á sjúkrahúsum og í öðrum heilbrigðisstofnunum, svo sem elli- heimilum og hjúkmnarheimilum. Vísir átti í morgun stutt viðtal við Þorbjörgu Jónsdóttur, skóla- stjóra Hjúkmnarskóla íslands, og lét hún í té eftirfarandi upplýs- ingar um skólastofnun sfna: Hjúkmnarskólinn flutti í nýja byggingu á Landspítalalóðinni ár ið 1956 og er í rauninni ekki nema hálfbyggður, Byggð var álma fyrir heimavist- ir en vantar álmu með kennslustof- um. Um 125 til 145 nemendur hafa Brunatjón — Framh. af bls. 1. kólna. Hitinn veldur þvf, að mjöl ið verður kolsvart og ónýtt og getur valdið sjálfsíkviknun ef hann fær að magnast mjög. í alla nótt og í morgiui hafa tfu karlmenn unnið að þvf að kasta mjölinu úr stæðum Sfld- armjölsverksmiðjunnar, bæði til að losa sig við ónýtt og bmnnið mjölið og eins til að komast fyrir hitann. í stæðunum em um 500 tonn mjöls, og getur hér orðið um milljónatjón að ræða, ef björgunarstarfið tekst ekki. Slys — Framh. af bls. 16 tveggja bíla varð í Svínahrauni rétt eftir miðnætti í nótt. Hann varð spottakorn fyrir ofan Litla kaffi og þar hvolfdi annarri bifreiðinni. Öku maður hennar Sigmundur Ásmunds son úr Hveragerði kvartaði undan þrautum í baki og höfði og var látinn liggja í Slysavarðstofunni í nótt til athugunar og rannsóknar. Skammt fyrir ofan Skíðaskálann í Hveradölum var bifreið ekið út af veginum um sexleytið e.h. f gær. Um slys á fólki var ekki getið en bíllinn skemmdist^nikið að framan. Um kl. hálf fjögur e.h. í gær var bifreið ekið á konu á Vífilstaða- vegi gegnt Hofsstöðum. Konan J5- dís Vilhjálmsdóttir Garðaflöt 17 í Garðahreppi slasaðist á höfði cg var flutt f Slysavarðstofuna Drengur Skarphéðinn Aðalbjarn- arson Framnesvegi 1 vajð fyrir bif reið skammt frá heimili sínu í gær morgun og meiddist á höfði og vfð ar. árlega verið f skólanum, þar af 90 í heimavist. Kennt hefir verið f byggingunni, en það er miklum erf- iðleikum háð, er m. a. kennt á göng um og í fimleikasal í kjallara. Nám- ið er þrjú ár og 3 mánuðir. Sfðustu 5 árin hafa brautskráðst að meðal- tali 36 hjúkrunarkonur á ári. Dregið hjó S.Í.B.S. í gær var dregið f 7. flokH um 1240 vinninga að fjárhæð alls kr. 1882.000.00. — Þessi númer hlutu hæstu vinningana: 500 þúsund krónun 53473, umboð Grindavfk. 10 þúsund krónur hlutu: 4326 Isafjörður, 4784 Húsavík, 7561 Vesturver, 29965 Vesturver, 45761 Eskifjörður, 53044 Stöðvarfjörður, 53472 Grindavík. 5 þúsund krónur hlutu: 2807 Vesturver, 3003 Grettisgata 26, 3272 Vesturver, 5275 ísafjörður, 20356 Siglufjörður, 2^66 Vestur- ver, 25469 Vestuiyejf, 38178 Mýrar- tunga, 37556 Ás, Vatnsdal, 39041 Vesturver, 43094 Vesturver, 43664 Súðavík, 46926 Akranes, 50837 Vesturver. 52146 Akranés, 53348 Bræðraborgarstígur 9, 54679 Vest- urver, 57108 Vesturver, 60043 Bræðraborgarstfgur 9, 60872 Vest- urver. (Birt án ábyrgðar). Síldoroflinn i síðustu viku Landaður afli s.l. viku var 265754 mál og tu. og var þá heildarmagn á land komið á miðnætti laugar- daginn 4. júlí orðið 866.115 mál og tn. en var í lok sömu viku f fyrra 357.962 mál og tunnur. Aflinn hefur verið hagnýttur þannig: 1 salt uppsaltað 12.546 í fyrra 47120. í frystingu uppm. 16.879 í (fyrra 12900 I bræðslu mál 836.690 í fyrra 297.942. Hófel Akureyri — Framhald af bls. 16. væri alveg óbreytt, eins og ekk- ert hefði í skorizt. Forsaga málsins er sú. að Félagsgarður h.f. er eigandi húss ins, sem Hótel Akureyri er f, og seldi það félag Brynjólfi húsið á leigu. Lét hann innrétta það. Síðan þegar hann varð gjald- þrota keyptu nokkrir húseigend- ur innréttinguna á uppboði, svo að engu hefur þurft að breyta. Þeim fannst fullkomlega eðlilegt að ráða Brynjólf aftur sem fag- mann við veitingastörf, enda heyri hinn fjárhagslegi rekstur ekki undir hann.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.