Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 15
V í SIR . Þriðjudagur 7. júlí 1964.
!5
JIILIAN SYMONS:
LEYNILOGREGLUSAGA
Helena Weston sat grafkyrr
í stól sínum_ en gaf honum
nánar gætur. Hún hafði klæðzt
fimm ára gömlum Dior-kjól, sem
bæði fór henni illa og var orð-
inn henni of þrcjngur, en það
skipti engu, né það að hann
var löngu úr tízku. Hún hafði
farið í hann vegna þess, að það
hafði dottið í hana að gera það
og hann minnti hana á eitthvað,
sem liðið var. Þetta skipti svo
sem ekki miklu máli. Og það
virtist alveg hafa farið fram hjá
Edwin, að hún hafði klæðzt þess
um kjól. Hann sat í sama stóí og
á sama stað, í hinum enda stof
unnar og las í blaði.
Hún hafði ekki heyrt í honum
eða orðið vör hreyfingar á hon-
um seinustu tíu mínúturnar, en
samt þorði hún ekki að yrða á
hann. Þorði ekki að hætta á
neitt til þess að fá að vita vissu
sína um það, hvort þetta væri
rétta þögnin.
Ég verð að vera þolinmóð,
sagði hún við sjálfa sig, í dag
er mest undir þolinmæðinni kom
ið — allt, allt.
Hún leit á frönsku klukkuna
á arinhillunni, en gat ekki séð
þaðan. sem hún sat hvað klukk
an var, því að hún hafði gleymt
gleraugunum sínum í svefnher
berginu.
Hún hugleiddi hve lengi hún
mundi verða að bíða enn - hve
nær rétta augnablikið væri kom
ið, er óhætt væri fyrir hana að
yrða á hann. Hún fór að hugsa
um það, að það væri i rauninni
furðulegt, eftir allan þennan ná-
kvæma undirþúning að hún gat
enga grein gert sér fyrir hve
langur tími mundi líða, þar til
eitrið hefði tilætluð áhrif - og
hvort það mundi hafa þau áhrif,
sem það átti að hafa. Edwin
hafði fengið snert af hjartabil-
un fyrir þremur árum og ekki
verið eins hraustlegur eftir það,
en hann var annars við sæmi-
lega heilsu - og kannski hraust
ari en hún hafði gert sér grein
fyrir.
Þaðan, sem hún sat, gat hún
séð glitrandi kristalsglasið á silf
urbakka á borðinu við stól hans,
og það voru enn tveir eða þrír
gullnir, glitrandi dropar á botni
glassins. Og hún hugsaði sem
svo, að hún mætti ekki undir
neinum kringumstæðum gleyma,
að taka nýtt glas úr skápnum,
hella dálitlu sherry í það, setja
það á silfurbakkann, og taka hitt
: og brjóta og henda.
Hann var að lesa í blaði og
jhélt þannig á því, að hún gat
jekki séð framan í hann. Hún hélt
jáfram að hugsa um hve furðu-
legt það væri. að ekki skyldi
vera nein hreyfing sjáanleg á
honum. Hún lagði við hlustirnar,
eins og hún byggist við að geta
heyrt andardrátt hans, en endur
tók svo hvað eftir annað við
sjálfa sig í huganum: Bíddu
róleg, vertu þolinmóð.
Taugaóstyrk var hún ekki, né
heldur hrædd. Allt var eins og
vanalegt var. Stofan leit eins út
og vanalega. Hún sat í sínum
stól og Edwin í sínum. Allt var
eins og vanalega nema að það
gat verið, að á þessu augnabliki
væri Edwin að deyja — eða
myndi deyja á því næsta. Dauð-
'ur gat hann varla verið fyrst
hann hélt svona á blaðinu.
I Aldrei hafði hún verið svona
róleg. Aldrei hafði hugarjafn-
vægi hennar verið meira og
sjálfsöryggi, nú, er hún var í
iþann veginn að sjá árangur þess,
j sem hún hafði hugsað um, skipr
llagt og ’undirbuið,' á andvokú
nóttum, löngum nóttum svefn-
leysis, taugaóstyrks og kvíða, —
nú er hún var í þann veginn að
ná settu marki. Sannast að segia
gat hún fyrst nú sagt, að hún
væri hvíld og að taugarnar væru
komnar í ró, Og hún hataði hann
ekki lengur. Að minnsta kosti
ekki á þessu augnabliki. Um síð
ir hafði eldur haturs slokknað í
huga hennar, þetta brennandi
hatur, sem hún hafði borið í
brjósti til hans.
— Edwin, sagði hún loks lágt.
Varir hennar bærðust vart. Hún
starði á blaðið svo fast, að það
var sem hún væri að reyna að
sjá gegnum það. Og enn lagði
hún við hlustimar. Mundi hann
svara. En það kom ekkert svar.
— Edwin. sagði hún dálítið
hærra.
Ekkert svar.
Hún sat kyrr og íhugaði hvað
gera skyldi. Hún gat vitanlega
ekki dregið neinar ályktanir af
því, að hann svaraði ekki. Það
kom svo oft fyrir að hann blátt
áfram heyrði ekki til hennar, eða
anzaði henni ekki, þegar hann
íll
var niðursokkinn í kaupsýslu-
síðu blaðsins. Þama var ein or-
sök þess, að hún hataði hann, og
nú náðu haturstilfinningar aftur
tökum á henni
Skyldi hann vera dauður?,
spurði hún sjálfa sig. „Bráðum
verð ég að standa upp og ganga
til hans, bera einhverju við — til
þess að vita vissu mína, spyrja
hann kannski hvort hann vilji
setjast til borðs. Ég verð að vita
vissu mína, sannfærast um það,
að hann sé dauður. sjá hann
dauðan með eigin augum, full-
vissa mig um að þeim vítiskvöl-
um, sem ég hefi orðið að þola í
sambúðinni við hann seinustu
fimm árin, sé lokið, að vondu
árin séu liðin. fimm löng ár kval
ræðis og örvæntingar".
Fyrir fimm árum fannst henni,
að hún hefði náð því æðsta
marki sem hún hafði sett sér í
lífinu. Hún hafði orðið fyrir val-
inu til þess að sjá um viðhafnar
mesta dansleik vetrarins í New
York af þeim, sem haldnir eru
meðal auðmannastéttarinnar í
góðgerðaskyni, og hún hafði
innt þetta hlutverk af hendi með
prýði, og var þar með komin í
fremstu röð kvenna milljóna-
mæringanna. Hvílíkur sigur!
Engin þeirra auðugu kvenna,
sem áður höfðu gegnt þessu hlut
verki, fengu annað eins lof og
hún fyrir snjallar hugmyndir og
skreytingu. Heillaóskirnar komu
yfir hana eins og bylgja, og
jaldrei hafði hún notið lífsins
eins og þá, notið þess að hafa
náð markinu, komizt upp á há-
tind í samkvæmislífinu, og að
yera, á allra vörum. En svo varð
jkynfljlqga .breyting á Edwin
Eftir þettá var framkoma hans
gagnvart henni slík. að hún sann
færðist fljótt um, að tilgangúr
hans var að murka lífið úr allri
lífshamingju hennar, og hafði
sótt síðan jafnfast að því marki,
og hún að því nú að bana hon-
um á éitri.
Og það hafði byrjað einmitt í
þessari stofu, sem frægustu sér-
fræðingar höfðu gert að hinum
RETTI
LYKILLINN
AÐ RAFKERFINU
MYNDAVÉLAR
í miklu úrvaii. Einnig
allar aðrar ljósmynda-
vörur.
FÓTÓHÚSIÐ
Seljum
dún og
fiðurheld
ver
Endurnýjum
gömlu
sængurnar.
nYja fiðurhreinsunin
Hverfisgötu 57A. Sími 16738.
.v.v.v.
DUN- OG
FIÐURHREINSUN
vatnsstíg 3. Sími 18740
ÍMÍm
REST BEZT -koddar.
Endumýjum gömlu
sængurnar, eigum
dún- og fiðurheid ver.
Seljum æðardúns- og
gæsadúnssængúr —
og kodda af ýmsum
stærðum.
v.v.v.v/.v.v.v.v.
V I Ð SELJUM:
N.S.U. Prinz ’62
Volvo station ,62
Volvo 444 '55-
Opel Cadett station ’64
Opel Caravan ’60 og ’59
Taunus station ’59
Chervolet Impala ’59
Mercedes Benz 220 ’53
mjög góður
C.M.C. vatna- og fjallabif-
reið með 17-20 manna
húst
Ford station ’55
VW 1509 ’63.
VW '63.
OMEGA úrin
heimsfræiu
OFFSET r UTHOCRAFHT Hk«
N
T
U
GUNNARSBRAUT 28
-----------------" SIMI 18440
ÞORGRiMSPRENT
i Sækjum -
W
1
1
sendum.
Efnalaugin Lindin
Skúlagötu 51,
sfmt 18825
Hafnarstræti 18,
sími 18821
TUNÞÖKU
tí j.óRiít r. eittJassoN
■ siMtyaqasp... -I'
Þorparinn Mambo kemur nær
föður sfnum sem hann heldur
vera varnarlausan. Þetta er hálf
óhugnanlegt, segir Joe,. annað
hvort sjáum við föður drepa son
sinn, eða son drepa föður sinn.
Flýttu þér sonur minn, kallar
Wawa, ég er mjög máttfarinm
Mildatorgl
c~rrr:'.~