Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 07.07.1964, Blaðsíða 5
V1 S I R . Þriðjudagur 7. júlí 19S4. C iic í STUTTU MÁU ► Shastri forsætisráðherra Ind- Iands hefir boðið Ayub Khan, forseta Pakistan að koma í heim sókn til Indlands. Ayub Khan er í London til þess að sitja ráð stefnu forsætisráðherra Brezka samveldisins og þar piun Krishn amachari, fjármálaráðherra Ind- lands, staðgengill Shastris á ráð stefnunni, afhenda Ayub Khan formlegt boð um að koma til Indlands. Shastri liggur enn rúmfastur, en mun nú fara að hafa fótavist. ► Sprengja sprakk í gær á fljóts- ferju í Brezku Guiana. Voru á henni 90 manns og óttazt að um 30 hafi farizt. ► Sovétstjórnin segir í yfirlýsingu, sem aflient var U Thant, fram- kvæmdastjóra SÞ, að „heims- veldissinnar undirbúi nýtt sam- særi gegn sjálfstæði Kongó“. ► í árás Vietcong á bækistöð í Suður-Vietnam féllu 58 menn af varnarliðinu, þar af 2 Banda- rikjamenn og 1 Ástralíumaður. Orrustan stóð 2 klst. og var á- rásinni hrundið. Árásarmenn skildu eftir um 50 fallna. ► í frétt frá Beirut segir, að til á- rekstra hafi komið á landamær- um Sýrlands og Israels og 3 brynvarðir ísraelskir stríðsvagn- ar verið eyðilagðir. ^ Khider ,alsírskur forsprakki I útlegð í Genf, neitar ásökunum Ben Bella um fjárdrátt, en hann viðurkennir að hafa farið úr Iandi með flokkssjóð FLN - um 6 milljónir franka — sem hann neiti að láta af hendi við „svikarann Ben Bella“. ^ Jacqueline Kennedy, ekkja Kennedys forseta, ætlar að flytja til New York, en hún hefir að undanförnu búið í Georgetown í Washington. ^ Georges Paques, fyrrv. starfs- maður hjá NATO, handtekinn fyrir 11 mánuðum, var Ieiddur fyrir rétt í gær í París, sakað- ur um að hafa látið Rússum í té upplýsingar um varnir NATO Hann er einnig fyrrverandi franskur embættismaður. Verði hann sekur fundinn vofir lífláts hegning yfir honum. ^ Ludwig Erhard, forsætisráð- herra Vestur-Þýzkalands og frú hans koma í opinbera heimsókn til Danmerkur á morgun. Kem- ur hann sem formaður vestur- þýzkrar sendinefndar og er þetta í fyrsta sinn sem vestur- þýzkur forsætisráðherra heim- sækir Danmörku. ► Georgihu, forsætisráðherra Rúm eníu er kominn í heimsókn til Moskvu sem formaður fjöl- mennrar rúmenskrar sendinefnd ar. ► Tuimioja, sáttasemjari SÞ sagði í gær í Genf, að hann væri von lítill um stjórnmálalegt sam- komulag í náinni framtíð til lausnar Kýpurdeilunni. ^ Dr. Kutchuk leiðtogi tyrkneska þjóðarbrotsins á Kýpur segir grísku stjórnina hafa sent Griv- as ofursta til eyjarinnar til þess að hindra stjórnmálalegt sam- komulag. ^ Keith Marley, brezkur flugvirki hjá brezka flughernum á Kýp- ur, hefir verið dæmdur í 15 ára fangelsi í rétti í Nicosia, fyrir að smygla vopnum til tyrknesku mælandi manna, og kona hans til þess að greiða 100 punda sekt. Þau höfðu játað á sig sakir Þau voru handtekin 26. maí. Líkur tíl að ALD0 M0R0 heppnist stjónwrmyndun Rómaborgarfréttir herma, að Aldo Moro, sem Segni forseti fól að gera tilraun til myndunar nýrrar samsteypustjórnar, segði f gær, að hann leitaði stuðnings hjá sömu flokkum og áttu full- trúa í fráfarandi stjórn. Hann ræðir við þá á ný í dag, — Aldo Moro sagði, að tilgangs Iaust væri að mynda stjórn nema á grundvelli nýs, náins samstarfs miðflokkanna og rót- tæku flokkanna. Aldo Moro ræddi í gær við aðra leiðtoga f Kristilega lýð- ræðisflokknum. Líkurnar fyrir, að Aldo Moro heppnist stjórn- armyndun, hafa batnað undan- gengna tvo daga, segir í NTB- frétt. Aldo Moro ► STEFNUSKRÁ REPUBLIKANA í DEIGLUNNI í SAN FRANCISC0 Helztu menn republikana í Bandaríkjunum og aðrir, er sitja flokksþingið í San Francisco, flykkjast þangað unnvörpum, e.n verkefni þeirra þar til það verð ur sett eftir helgina til þess að velja forsetaefni flokksins í kosningunum í nóvember, er að ná samkomulagi um stefnuskrá flokksins. Er það augljóslega erfitt hlutverk, vegna afstöðu Barry Goldwaters og hans manna til mannréttindalaganna, sem þjóðþingið hefir nú 'afgréitt og forsetinn undirritað. William Scranton fylkisstjóri í Pennsylvaniu hefir ritað nefnd inni, sem fjallar um stefnu- skrána, og leggur til að í henni verði liður, þar sem tekið sé fram, að mannréttindalögin séu i samræmi við stefnu flokksins. Nefndin er nú byrjuð að kynna sér álit helztu manna varðandi stefnuskrána. Fyrir nefndina kom í gær fyrst manna til að segja álif sitt frú Claire Bóoth Luce fyrrum ambassador Banda rikjarma í Rómaborg. Hvatti hún til nauðsynlegra aðgerða til þess að framfylgja mannréttinda lögunum. Ennfremur vildi hún að Banda ríkjastjórn viðurkenndi kú- bönsku útlagastjórnina, og all- ar þjóðir verði hvattar til þess að hætta öllum viðskiptum við Kúbu. Þá vildi hún, að Banda- ríkin hvikuðu ekki frá áformum u mað varðveita friðinn i Suð- austur-Asíu. Samtímis og þessár fréttir bárust skýrði Scranton frá því á fundi m#> fréttamönnum í Chicago, að Eisenhower fyrr- verandi forseti ætti að hafa sagt að hann léti sér það vel ,íka, að bróðir hans — Milton Eisen hower — legði til, að hann (Scranton) yrði valinn forseta- efni flokksins. Scranton bætti því við, að hann hefði ekki beð- ið Eisenhower um stuðning — hann byggist við að sigra Goldwater, þótt hann nyti ekki stuðnings Eisenhowers. Eisenhower er sagður væntan legur til San Francisco á fimmtu dag. STADLAR FYRIR PAFPIR J Nýlega hefur Iðnaðarmálastofn- • un Islands gefið út fyrstu formlegu • islenzku staðlana fyrir pappír og Jumslög. Er staðlar þessir í sam- oræmi við erlenda staðla. • Hér fer á eftir fréttatilkynning, ?er blaðinu hefur borizt frá Iðnað- O s armálastofnuninni um þetta mál: 2 Stöðlun (standardisering) er eitt Jaf undirstöðuatriðum nútímatækni- Jþróunar. Tilgangur hennar er m.a. osá að stilla i hóf fjölbreytileika og Jsamræma eftir föngum stærðir, •gerðir og eiginleika ýmiss konar ovarnings til að auðvelda viðskipti Jmanna á milli og stuðla jafnframt •að aukinni hagkvæmni í fram- • leiðslu og vörudreifingu til hags- Jbóta fyrir neytendur. I flestum • tækniþróuðum, lýðfrjálsum Iöndum • gerist þetta með skipulögðu sam- Jstarfi milli framleiðenda, vörudreif • enda, sérfræðinga og neytenda, eða • öllu heldur fulltrúa þessara aðila, Já frjálsum grundvelli. Á alþjóðleg- • um vettvangi er sívaxandi áherzla • Iögð á samræmingu í stöðlunarað- Jgerðum einstakra landa, og er Al- • þjóðastöðlunarsambandið, sem að- J setur hefur í Sviss, frumkvöðullinn J í þessari viðleitni: • Samkvæmt lögum er Iðnaðar- Jmálastofnun íslands sá aðili hér á •Iandi, sem annast skipulagningu • stöðlunarmála, og hefur þar um Jnokkurt skeið átt sér stað allum- • fangsmikill undirbúningur að samn e ingu og útgáfu fyrstu íslenzku 2 staðlanna (standards). Einkum *hefur verið lögð áherzla á stöðlun "í byggingariðnaði, enda þótt tilfinn anlegur skortur verkfræðinga hafi orðið til að raska verulega starfs- áætlunum stofnunarinnar á þvl sviði. Nýlega hefur Iðnaðarmálastofn- unin gefið út fyrstu formlegu ís- lenzku staðlana, IST 1: Stærðir pappírs og IST 2: Stærðir umslaga og má segja, að þannig sé orðið til samræmt íslenzkt stærðakerfi fyrir pappír og umslög, sem er í fullu samræmi við alþjóðlegar fyr- irmyndir. 1 formála fyrsta íslenzka staðals ins (stærðir pappírs) segir m.a. svo: „Hending hefur tíðum ráðið vali pappírsstærða hér á landi. Af þessu hefur hlotizt mikið óhagræði, og miklu fleiri stærðir hafa verið not- aðar en þörf er á. Á þetta m.a. við um óhagkvæman niðurskurð papp- írs, torveldun birgðahalds og nýt- ingu geymslurýmis að því er varð- ar prentsmiðjur og pappírsseljend- ur, og á hinn bóginn óhagræði í notkun og vörzlu bréfa, eyðublaða og hvers konar skjala. Það er tilgangur þessa staðals að bæta úr þessu. Staðallinn felur í sér nákvæmt alþjóðlegt kerfi um stærðir pappírs, og mun notkun hans leiða til fækkunar stærða og nákvæms samræmis milli þeirra. Með þessu verður pöntun, niður- skurður, notkun, sending og geymsla pappírs einfaldari og ódýr- ari, auk þess sem lagður er grund- völlur að öðrum stöðlum fyrir papp írsvörur, svo sem umslögum, upp- setningu bréfsefna o.fl.“ Að samstarfir.u um gerð bessara fyrstu íslenzku staðla stóðu eftir- farandi samtök og stofnanir: Bókbindarafélag íslands, Félag Bókbandsiðnrekenda, Félag fsl. iðn- rekenda, Félag ísl. prentsmiðjueig- enda, Hið ísl. prentarafélag, Iðnað- armálastofnun Islands, Póst- og símamálastjórnin, Ríkisendurskoð- unin, Ríkisprentsmiðjan Gutenberg, Samvinnunefnd banka og spari- 1 gær fóru þátttakendur Nor- ræna lýðháskólans sem hér starf ar nú í heimsókn til Bessastaða f boði forseta íslands en hann er verndari skólans. Þátttakendur eru um 65 talsins. Á Bessastöðum fagnaði for- setinn hópnum með ræðu. Kvað hann það gleðilegt að kynnin milli hinna norrænu þjóða væru treyst á þennan hátt og vonandi yrði skólinn fastur liður í nor- rænum menningarsamskiptum. Þakkaði hann Christian Bönd- ing ritstjóra og Arne Hyldkrog skólastjóra skólans fyrir starf þeirra að stofnun skólans, en Bönding hefir unnið að fram- kvæmd hugmyndarinnar í 1 ár. Hyldkrog hefur rekið sams kon- sjóða, S.tjórnunarfélag Islands. Verzlunarráð íslands, Vinnumála- samb. samvinnufélaganna, Vinnu- veitendasamband Islands. Þorsteinn Magnússon viðskiptafr. hefur starfað af hálfu IMSl að samningu staðlanna og verið ritari sameiginlegrar nefndar ofan- greindra aðila. Með útgáfu fyrstu formlegu íslenzku staðlanna verður að telja, að allsögulegt spor hafi verið stigið í íslenzkri tækniþróun, enda þótt ljóst sé, að hér sé aðeins um byrjun að ræða og fjölmörg verkefni bíði úrlausnar á næstu ár- ar norrænan lýðháskóla á Itall'. Bæði Bönding og Hyldkro þökkuðu í ræðum. Bönding her,;, á að lengi hefðu Islendingrr sótt til Norðurlanda. En á hefði skort að Norðurlandamen n hefðu sótt ísland heim. Það væri hlutverk lýðháskólans að bæta úr þessu. Hyldkrog þakkaði forseta fyr ir að gjörast verndari skólans. Án þess hefði ekki tekizt rð vekja svo mikinn áhuga á skó'a starfinu sem raun hefði nor ð vitni um. Daglega fara fram fvrirlestrar á hinum norræna lýðháskól i, sem er til húsa í Sjómannaskól anum, þar sem þátttakendurnir búa einnig. um. Lýðháskólinn á Bessastöðum í gæi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.