Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 16
iiiip' Éliliill Þriðjudagur 28. júlí 1964. 419 grunaðir um meintu öivun við ukstur Reykjavíkur lögreglan hefur hefur frá áramótum tekið alls 419 ökumenn grunaða um meinta öivun við akstur. Þetta er miklu hærri tala en á sama tíma í fyrra, því bá höfðu alis 307 ökumenn verið teknir grun- aðir um meinta ölvun við akst- ur. Vart líður sá rlagur að ekki sé tekinn ökumaður grunaður um meinta ölvun við akstur og oft á tíðum eru margir handsam aðir sama sólarhringinn. Þessi aukning stafar fyrst og fremst af auknu eftirliti lögreglunnar, en þrátt fyrir aukið lögreglueftir iit hafa án efa margir sioppið ennþá. 17 tonna steyputurni lyft í morgun í morgun var verið að vinna að því að lyfta mjög þungu byggingarstykki inni f Steypu- stöð við Elliðarárvog. Var þar um að ræða efri hluta efnis- geymsluhólfs, sem er um 17 tonn að þyngd og um 8 m. hátt gert úr stáli og þurfti að lyfta því hátt upp á stallinn sem myndar neðri hluta efnisgeymsl unnar. Tveir öflugir kranar unnu verkið, sem er talsvert nákvæmnisverk, þar sem hlutirn ir þurfa að falla mjög vel samn Með þessari viðbót getur hin nýja steypustöð tekið til starfa og veitir þetta aukna möguleika meðal annars til þess að fram- leiða ýmsa styrkleikaflokka. Stöðin á að geta afkastað 150 rúmmetrum af steypu á klst. þegar hún er komin í fulla notk un með tvær hrærivélar, en að sinni er ein hrærivél í notkun og verða afköst nú um 100 rúm metrar. í turninum sem verið var að reisa í morgun verða efnis- geymslur fyrir sand og sand- blöndur og sement. Að smíði turnsins hafa unnið vélsmiðjur Eysteins Leifssonar og Kristjáns Gíslasonar. Þetta er lækurinn fúli, sem börnin í Köpavogi leita í í leysingum flýtur saurinn ofan á. Er Kópavogslækur hættu- legur pesturvuldur? B'órn busla i skólpræsinu og taka torkennilega Mikill uggur hefur verið í fólki í Kópavogi vegna hins fúla lækjar, sem allt skóip og frárennsli úr húsum á austan- verðum Digranesháisi renna í. Börn leika sér og busla í þess- Svona lék lækurinn barnið sjúkdóma um iæk daginn út og daginn inn. Geta foreldrar lítið við þetta ráðið, því að blessaðir ó- vitarnir leita þangað í góðri trú, vitandi ekki hið minnsta, hvað þeir geta verið að kalla yfir sig með þessu háttalagi. Lítill drengur, sonur hjón- anna Margrétar Sigurðardóttur og Kristjáns Úlfarssonar, Fífu- .hvammsvegi II, veiktist snögg- lega aðfaranótt föstudags i næst-síðustu viku — fékk háan hita og útbrot inn í auganu og kringum það. Augnlæknir kvað þann úrskurð, að um vondan vírus eða bakteríu væri að ræða, og setti það í sam- band við Iækinn. Barnið var síðan flutt á Landakotsspitala og liggur þar enn. Fleiri tilfelli hafa komið upp í nærliggjandi húsum, bæði í húsunum nr. 15 og 19 og Víðihvammi 11, og hafa sjúkdómseinkenni lýst sér með ljótum útbrotum í munn- vikum og kringum augun. Fyrst hafa börnin tékið veikina og síðan hefur jafnvel fullorðna fólkið smitazt. Framh. á bls. 6. SVÆUNGIN UM BORÐ BAR EKKI ÁRANGUR Mjölinu skipaö upp og svælt i vöruskemmu Miklir erfiðleikar hafa skapazt af völdum skor- dýranna, sem fpndust um borð í Brúarfossi á dögunum. Hefur komið i Ijós að svælingin um borð í skipinu bar ekki tilætlaðan árangur og er því kennt um að gasið hafi ekki getað smogið milli mjölpokanna, enda orðriír samanpressaðir eftir langa legu. Verður mjölinu nú skipað upp og farið eins að með það og gert var í vöruskemmunum, en þar heppnaðist svælingin vel. Var þar þannig að farið að pokastæð urnar voru hjúpaðar plasti og breitt yfir með seglum. Efnið, sem notað er til að drepa kvik- indin er blásýra. Er blásýran PramhnlH á hlc fi Þessi mynd var tekin vestur í Melabúð f morgun. Hafði borizt þangað fyrsta uppskeran af islenzkum kartöflum í ár. Eitthvað niun nú vera komið af fljótsprottnum nýjum kartöflum á markað- inn í sumar. í gær bárust 500 kíló í Grænmetisverzlun landbúnað- arins við Cölvhólsgötu. Kartöflurnar voru teknar upp í Grafar- bakka og Reykjabakka austur í Hrunamannahreppi fyrir fáum dögum. Verð á nýjum kartöflum er kr. 13 pr. kíló í smásölu. Nýþr kartöflur Væn uppskera af kartöflum var hjá Oddi Jónssyni, Fagra- dal í Sogamýri, í morgun. Ljós- myndari Vísis tók mynd af hon- um í góðviðrinu, þar sem hann hélt á safarikum jarðeplum. Þyngsta kartaflan vó 160 grömm. Þetta er hollenzk teg i und, nefnist B.irima, sem Oddur bóndi sett> niður i niarzmánuði. i

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.