Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 2
V í SIR . Þriðjudagur 28. júlí 1964 Clark bjargar naumlcga ska'Ia frá Ríkharði. Markvörðurínn blindaðist af sólinni Skotnr skoruðu sigurnaurk Eeiksins þegur hunn missfi boEtunn — siysuiegt fup ffrir Skbfum í fyrstu EundsBeik þjóðunnn Ríkharður og Cole fyrirliðar skiptast á oddveifum. „Ég sá boltann koma svífandi fyrir markið frá hægri kanti, sólin skein í aug- un og áður en varði missti ég allt vald á boltanum, sem rúllaði eftir marklínunni og loksins inn fyrir hana“, sagði Heimir markvörður Guðjónsson um eina mark Skotlands í leiknum í gærkvöldi, landsleik, sem eins hefði getað endað 1:0 fyrir fsland, því það voru einmitt íslendingar sem höfðu tækifærin í hendi sér, — þar af var fyrirliðinn Ríkharður Jónsson með sex „tromp“ á hendi sér, en ekkert þeirra færði okkur „slag“ í þetta skiptið. Mega Skotar þar þakka hinum unga vélvirkjanema Clark í markinu. Hann var bezti leikmaður Skotanna í gær og „matchwinner“ eins og þeir mundu sjálfir segja. Leikurinn í gærkvöldi dró til sín rétt yfir 6000 manns, en ef- laust hefðu fleiri komið, ef ekki hefði verið almenn óánægja með val í ýmsar stöður liðsins. Við fengum að sjá heldur slakan leik knattspyrnulega séð, en á köflum allspennandi, ekki sízt síðustu 20 j mínútur leiksins, þegar íslenzka ' liðið virtist eiga alla möguleika ; á að jafna leikinn. Á minnisblaði yfir leikinn er . fyrst getið tilraunar Ríkharðs á ; fyrstu mínútu leiksins. Skot úr sæmilegu færi en framhjá. Skotar Icomast fyrst á minnisblaðið á 8. rnín. þegar þeir eiga góðar, skalla ; framhjá. Ríkharður átti hættulegt tæki- færi á 27. mfn. Einn upp miðjuna eftir gróí varnarmistök Skotanna, en skot Ríkharðar var of laust og 1 auðvelt fyrir Clark að verja. Ellert var of seinn á 37. mín., þegar Rík- harður skapaði allgott færi fyrir j hann en Clark greip inn í. ! Eina mark leiksins kom held- ur slysalega. Hopper, h. útherji gaf fyrir markið allvel. Boltinn kom svífandi út úr sólinni eins og jap- j önsku innrásarvélarnar forðum. Heimir markvörður átti í sýnileg- um erfiðleikum, enda missti hann j boltann og það var heppni Skota og okkar óheppni að það var fótur Ingram vinstri innherja, sem fékk ' stjakað við boltanum og skorað mark. Bakverðirnir voru nú i eina skipið í leiknum „frosnir“ og gátu ekkert aðhafst. Þetta mark kostaði okkur sigurinn í gærkvöldi, slysa- ! legt mark, en mark engu að síður. Ríkharður átti ágætt skot á 41. mín. er Clark bjargaði. Og á 45. mín. fagnaði áhorfendaskarinn „jöfnun“ Eyleifs, sem reyndist skoruð úr rangstöðu, því miður. 1 síðari hálfleik tóku Skotar ! fyrst frumkvæðið í sínar hendur og léku eins og þeir sem valdið hafa. Ríkharður fékk þó fyrsta tækifærið, sem eitthvað kvað að. Varnarmistök, og Ríkharður var búinn að fá sinn „prívat“ aðgang að markinu, en hér bjargaði Clark stærsta tækifæri íslands á undra- cs

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.