Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 8
8 VISIR CTtgefandi: Blaðaútgáfan VlSIR Ritstjðri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinsoh Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjðmarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kc. á mánuði. I láusasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Skattarnir lækka Á morgun mun skatt- og útsvarsskráin verða lögð fram hér í Reykjavík. Þá mun skattseðill hvers ein- staklings bera með sér hinn nýja persónufrádrátt, sem veittur var í vetur. Það þýðir verulega skattalækkun á öllum borgurum landsins, miðað við óbreyttar tekj- ur. Er þetta önnur slík skattalækkun sem ríkisstjómin hefir veitt á síðustu ámm. Nú hækka skattfrjálsar tekj- ur einstaklinga úr 50 þús. kr. í 65 þús. kr. Hjá hjónum hækka skattfrjálsar tekjur úr 70 þús. kr. í 91 þús. kr. í hlutarins eðli liggur að hér er um verulegar kjara- bætur að ræða bæði fyrir einstaklinga og hjón, ekki sízt þegar á það er litið að meðaltekjur manna hafa hækkað verulega á árinu og því hefðu skattamir líka hækkað verulega, ef þessi leiðrétting hefði ekki verið gerð. þessi hækkun á skattfrjálsum tekjum ber vott um þá stefnu ríkisstjórnarinnar að lækka skattana í stað þess að hækka þá. Aðrar ríkisstjórnir, og þá einkum þær sem Eysteinn Jónssön átti sæti í, hækkuðu skattana. Skattahækkunarstefna Framsóknarflokksins var orðin að skattránsstefnu, sem var margan manninn að buga, ekki sízt þá efnaminnstu. Árið 1960, strax og viðreisn- arstjórnin kom að völdum, var tekjuskatturinn á nauð- þurftartekjum með öllu afnuminn, og er svo enn. Við þessa breytingu urðu tugir þúsunda skattborgara alveg tekjuskattslausir — einmitt þeir sem minnst efnin höfðu til skattgreiðslu. Hér var því um mikið sann- girnis og réttlætismál að ræða — auk þess sem leiðrétt var ranglæti skattpíningarstefnu Eysteins Jónssonar. Nema þessar lækkanir tekjuskattsins samtals frá 1960 nær 500 millj. króna. Af þeirri háu tölu sést hve stór- felld skattalækkun viðreisnarstjórnarinnar hefir verið. Fágæt lögspeki Tíminn fann það út af vísdómi sínum nú rétt fyrir helgina, að ríkisstjórnin hefði „afsalað hinum einhliða rétti til útfærzlu á fiskveiðilandhelginni, en hann átti þjóðin óskertan fyrir sex árum“, segir blaðið! Það er eins og menn sem þannig skrifa hafi ekki haft neinar fregnir af því sem gerzt hefir í íslenzkum þjóðmálum síðustu árin. Þeir koma af fjöllum, í öllum skilningi þess orðs. Engum rétti hefir verið afsalað. Þvert á móti. Rétturinn hefir einmitt verið notaður til hins ýtrasta. Fyrst var hann notaður 1952, er Ólafur Thors var sjávarútvegsmálaráðherra og öllum fjörðum og flóum var lokað fyrir erlendum skipum með 4 mílna landhelginni. Síðan var rétturinn notaður til þess að öðlast 12 mílna landhelgina. Sú landhelgi var tryggð með samkomulaginu sem núverandi stjórn gerði við Breta og batt þar með enda á þorskastríðið á íslands- miðum. Engum rétti hefir því verið afsalað. Kemur Tíminn hér hastarlega upp um það hve illa hann er að sér í lögspeki. V í S IR . Þriðjudagur 28. júlí 1964 * Sovétstjórnin sendi í fyrra- dag orðsendingu öllum þeim 14 rfkjum, sem þátt tóku í Genf- arráðstefnunni um Laos 1962, og leggur til að ný Genfarráð- stefna verði haldin þegar í næsta mánuði. 1 orðsendingunni var tekið fram, að Sovétstjórnin myndi taka til nýrrar athugunar hvort hún vildi hafa áfram ásamt Bretlandi yfirumsjón með sarn- komulaginu frá 1962, en það hlutverk hafa Bretar og Rússar haft með höndum, sem þær tvær þjóðir sem valdar voru til að gegna formennsku-hlutverki 1962 — en þrátt fyrir þessa yf irumsjón hefur ekki tekist að hindra, að bardagar brytust út í Laos æ ofan í æ — Pathet Lao unni gegn kommúnistum dugi ekkert nema láta hart mæta hörðu, og Bandaríkjastjórn imf ir verið andvíg nýrri ráðstefnu um Laos, vegna þess að reynr.l- an hafi sýnt að kommúnistar hafi hvað eftir annað þverbrotið það samkomulag, sem þar var gert, og þeim /eröi eKKi netur treystandi til að halda vteroa samninga í framtíðinni en tii þessa. OG ENN ER BARIZT Rússar hafa fyrr stungið upp á nýrri ráðstefnu um Laos og þegar þeir gera það nú að minnsta kosti er það um lcð □g mótspyrnan gegn kommún- istum fer harðnandi. Það er einmitt nú sem hersveitir hlut- lausra og íhaldsmanna nafa sameinazt gegn Pathet Lao í Pha Tong og Kiu Kasham héruðunum í norðvesturhlula Krúsév setur Laos efst á blað við kmu Butlers flokkurinn hefir sem sé hald- ið áfram ofbeldislegum aðgerð- um með stuðningi frá Peking og Norður-Vietnam og bein- línis miðað að því að treysta á- hrif sín og völd og færa út kví amar í skjóli Genfarsáttmálans frá 1962. Nú fer það ekki framhjá neir.- um, að Sovétstjórnin afhendir umræddar orðsendingar daginn áður en Richards Butlers utan- ríkisráðherra Bretlands er von til Moskvu, til þess að ræða vandamálin, og þarf því ekki að draga I efa að LAOS verði eitt höfuðmála, sem þeir ræða á fundum sínum, Butler og Gromyko utanrikisráðherra, og vera má, að Butler ræði um La- os við Krúsév sjálfan. Stjórnmálamenn í London segja, að Bretar óski eftir að Rússar láti ekki af fyrrnefndri formennsku, og vilji áfram gegna forystuhlutverkinu með þeim — í von um að samkomu- lag náist, er verði virt. Afstaða brezku stjórnarinnar hefur þó verið að ekki beri að stofna til nýrrar ráðstefnu um Laos, nema unnt reynist að undirbúa hana nægilega og helzt tryggja nokkurt samkomu lag fyrirfram, að minnsta kosti milli hlutlausra íhaldsmanna og Pathet Lao. Vafalaust á það nú að hafa sln áhrif, að Sovétstjórnin hót- ar að láta af áðurnefndri með- formennsku, ef menn segja ekki já og amen við tillögunum um nýju ráðstefnuna. Krúsév. AFSTAÐA DE GAULLE Afstaða De Gaulle varðandi Indókina (Laos, Cambodia, N.- og S.-Vietnam) er sú, að halda beri Genfarráðstefnu til þess að stuðla að því, að í þessum löndum verði hlutleysi og friður ríkjandi. En sú tillaga nefur ekki fengið byr, og í Suður-Viet nam fer fram undirbúningur að því að herða sóknina gegn kommúnistum. HART MÓTI HÖRÐU Bandaríkjastjórn hefur sar>n færst um það fyrir Iöngu, eins og þeir sem með völdin fara í Suður-Vietnam, að í barátt- landsins. Sækja skriðdrekar fram og njóta stuðnings flug- véla. Kong Le stjórnar sókninni. I sókn I fyrri viku tóku her- sveitir hlutlausra hluta af Phou Khout-fjallgarðinum fyrir vest- an Muong Soui, seinustu varnar stöð hlutlausra á Krukkusléttu. Það var eitt atriði yfirlýsing- ar, sem birt var I gær í Moskvu um orðsendingarnar fyrrnefndu að Bandaríkin yrðu að vera á brott frá Laos með allt sitt lið, vopn og skotfæri, en það er ekki sízt sá stuðningur sem Bandaríkjamenn hafa veitt að beiðni hlutlausu stjórnarinnar, að lána henni flugvélar til könn unarflugferða, sem hefir breytt horfunum hlutlausum og íhalds- mönnum í vil, enda er nú hert á kröfum kommúnista um, að þeir verði á brott með allt sitt lið og hafurtask. TENINGNUM KASTAÐ En svo virðist sem teningn- um hafi verið kastað og nú verði haldið uppi sókn með stuðningi Bandaríkjamanna bæði í Laos og Suður-Vietnam, en reynt að forðast af hálfu Bandaríkjanna að leikurinn ber ist til Norður-Vietnam vegna fyrirhugaðra aðgerða I Suður- Vietnam, en sumir ætla að það kunni að reynast erfitt. og styrj öldin muni breiðast út þangað, ef ekki fyrir aðgerðir iiers Nuyen Khans, þá vegna að- gerða kommúnista frá Norður- Vietnam. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI ► Nelson Rockefeller hefir sent flokka úr þjóðvarnarliðinu (Nat- ional Guard) til Rochester lil stuðnings herliði rikisins og lög- reglu til þess að koma þar á lögum og reglu. Þar gerðist það í fyrradag, að þyrla hrapaði nið ur í blökkumannahverfið og kviknaði í henni og kúsi. Blökku maður bjargaði 2 mönnum, sem í þyrlunni voru, með því að draga þá út úr brennandi flak- inu. Óeirðir hafa nú verið i hverfinu 3 daga í röð. ^ Makarios erkibiskup fór til Aþenu í gær til viðræðna við Pappandreu forsætisráðherra. Makarios sagði í gær, að Kýpur væri nú ramgert virki, sem var ið yrði af 25.000 manna vösku og vel vopnuðu '3i. Hann boð- aði ennfremur: Ekkert samkomu lag, engar tilslakanir. ► Tyrkir hafa fullbúinn nýjan lista yfir 500 gríska menn, sem gera á útlæga fyrir undirróð- ursstarfseni. ^ Castro hefir mótmælt sam- þykkt Samtaka Vesturálfuríkja um að slita stjórnmálasambandi við Kúbu og herða viðskipta- bannið. Samþykktin var undir- rituð í i Washington í gær. ^ Shell-félagið tilkynnir, að það hafi fundið ollu við boranir i Oman (Suður-Arabfu). Þegar hafa verið grafnir brunnar. ► Seinasta seglskipið af þeim, sem tók þátt í keppninni yfir Atlantshaf, kom um helgina tii Bandaríkjanna. Það var 28 feta snekkja, dönsk, og skipstjóri og einn síns liðs á henni, maður að nafni Axel Pedersen. Hann var 61 dag á leiðinni yfir hafið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.