Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 28.07.1964, Blaðsíða 15
V í S IR . Þriðjudagur 28. júlí 1964 75 McKINLEY KANTÖN: GROIN GRÖF Leynilögreglusaga Hann hafði heitstrengt, að koma fram hefndum á manninum, sem myrt hafði föður hans og bróður, en það liðu 60 ár þar til hann komst á slóðina ... Vincent Goble hallaðist fram og huldi andlitið í höndum sér. Eli sat í stóra, djúpa stólnum í skrifstofu sýslumanns og starði beint fram. — Þeir voru myrtir, Eli. Þeir voru slegnir þungum, snöggum höggum að aftanverðu frá. Höf- uðkúpan sýnir það. Gamli maðurinn reyndi að sleikja þurrar varirnar. Hann hvíslaði: — Nei, ég gerði það ekki. Þú getur ekki sannað, að það hafi verið ég . . . - Myrtur með exi, Eli. Senni lega tveimur — þeim hefir verið kastað úr nokkurri fjarlægð, fyrst annarri, svo hinni, eld- snöggt. Þeir hafa setið þama í framsætinu í tunglskini. Þetta getur hafa verið auðvelt fyrir mann sem var vanur og leikinn í að handleika tomahawk. Læknirinn stakk hendinni í brjóstvasa sinn og tók upp þrjá, samanbrotna, gula miða. Þetta eru þrjú skeyti, tvö þeirra svar- skeyti, annað frá Clell Howards í Long Beach, hitt frá Ephrains Spokesman í Portland Oregon — manstu eftir þeim, Eli? — Clell var einu sinni borgarstjóri hérna — og Eph Spoksman — hann þekkja allir. Mitt skeyti hljóðaði svo: Svarið eftirfarandi um hæl símleiðis: Hver var sá maður, sem í gamla daga hafði orð á sér fýrir að kasta exi. Hugsið yður vel um og svarið strax? Og hér er svo fyrra svarið Það er frá frænku Eph Spokesman: Eph mikið veikur, en segir að maður að nafni Goble, sem var talinn vcra Indíáni i aðra ætt, hafi verið eini maðurinn í bænum leikinn í þessu. Okkur langar að vita hvers vegna þér spyr'jið. — Og laust fyrir klukkan 12 kom svarið frá Clell: Sæll, gamli nágrenni. Er næstum níræð, en man hreinlega, að ég tapaði 5 dollurum í veðmáli um það hvort Eli Goble gæti varpað exi í tvígang á blett á tré nálægt smiðjunni í Halsey. Það var dauðaþögn i stofu sýslumans, er læknirinn hafði sagt þetta, nema hóstakjöltur heyrðist frá Eli Goble. — Nei, hvíslaði hann titrandi röddu, nei . . Martindale læknir benti á lítið borð úti í horni í stofunni, en á því var eitthvað, sem hvítur dúkur var breiddur yfir. — Eli sagði læknirinn þeir eru þarna í horninu. Gamli maðurinn sat gersam- lega hreyfingarlaus. Svo var eins og hann hnipraðist saman og hann greip krampakenndu taki í borðröndina. — Pabbi, kallaði sonur hans, angistarfullri röddu. Eli Goble hristi höfuðið og jhneig aftur í stólinn og starði ;fram sljóum augum og hvíslaði: ! — Þeir dauðu, Þeir hafa fund- ; ið mig, þeir eru hér í þessu iherbergi. Já, ég gerði það. Ég i drap Titus og Bill, já, já. Vincent Goble hnéigði höfúð !og grét, en sýsIumá‘ður/'Var ték- j inn að ókyrrast. — George, ætlarðu að láta ^setja mig í steininn? Þú ætlar !þó ekki að láta hengja mig, ní- | ræðan mann. Jú, ég gerði það .. Martindale læknir ræksti sig. — Já, þú ert gamall maður, , Eli — miklu eldri en ég. Það ier of seint að hegna þér fyrir þenhan glæp með því að setja ! þig í fangelsi og gera smán þína jöllum kunna. g hét því móður minni, að ná þeim manni, sem drap föður minn og bróður — en ég fæ ekki séð hvað gott mundi af því leiða, að fará að setja þig í fangslsi nú og leiða þig fyrir rétt. T Iaxon sýslumaður þurkaði svitann af enni sér. — En lögin veroa að hafa sinn gang, læknir, sagði hann. Eli Goble þú verður að . . . — Nei, sýslumaður, sagði Martindale ákveðinn, Ég hefi rétt til að taka ákvörðun í þessu máli, eins og ástatt er. — Hann hefir játað á sig morð, hrópaði sýslumaður nú allæstur . - Já, munnleg játning. Ég þarf ekki að vitna gegn honum C" ég held ekki, að Patterson komi fram sem vitni, ef ég óska þess, að hann geri það ekki. Og sönnunargögnin eru mín. Ég gæti haft þau á burt með mér. Sýslumaður beit á vör sér. - Hve miklu nema eignir föð ur yðar? spurði Martindale Vinc ent. Bankaráðsforsetinn lyfti höfði. Kinnar hans voru votar af tár- um. — Þær eru upp á tvær milljón ir, held ég. — Þú skalt fá það allt, hvísl aði Eli Goble, allt saman! - Sjö þúsund dollarar í gulli. Það var snotur eign, jafnvel í gamla daga. Sennilega 50.000 nú eða kannski meira. Nei, herrar mínir. Peningarnir færa mér ekki aftur föður minn og bróður. En það er hægt að láta blessun hljótast af þessu fé. Það var eins og að horfa inn um glugga, sem slitin glugga- tjöld voru fyrir, og myrkur fyrir innan að horfa í augu gamla mannsins. - Ég hefi oft séð þá fyrir hug skotsaugum mínum. Ég hefi oft séð þá, einkum fram eftir árum. Og svo — í ellinni — voru þeir famir að koma aftur. Jú, ég varð j að játa . . . varð að játa. — Farðu nú heim, sagði lækn- lirinn, ég skal gefa þér eitthvað j sem hjálpar þér til að sofa. Þeg- j ar þú svo ert búinn að jafna þig i skaltu—géíra boð eftir lögfræð- jingi, ög þú skalt gefá bænum jokkar eina milljón dollara til iþess að koma hér upp nútíma jsjúkrahúsi, þar sem allir íbúar jborgarinnar, er þess þurfa, fá ókeypis vist og læknishjálp, — j Hvað segirðu um þetta? FJi Góble Imeigði höfði og svo kinkaði Vincent kolli til sam þykkis og huldi svo enn á ný andlit í höndum sér. Faðir hans starði fram undan og mælti skjálfandi röddu: j — Já, ég vil allt til vinna, allt I til vinna, en lofaðu mér að fara, ég vil komast heim, burt frá þeim . . . Þegar Martindale var búinn að j gefa gamla manninum svefn- ^skammt og blundur var að síga I á brá hans gengum við út, Mart- indale læknir og ég. Vorsólin skein glatt. — Og nú get ég þá tekið mér hvíld — dregið mig í hlé. Þér takið við öllu, Patterson ,upp úr næstu helgi. Við gengum hægt eftir gang- stéttinni — Það er eitt, sem ég ekki skil, sagði ég. Hvernig funduð þér — staðinn — þér blátt áfram genguð að honum. — Vorblómin bentu mér á hann, þessi blóm, sem þér voruð að tala um, því að yður fannst þau svo falleg . . það var til- gangslaust að grafa þar sem þau uxu, en þarna var blómlaus blett ur, þar sem við grófum. Þau eru merkileg þessi blóm - þau vaxa hvergi þar sem preriumoldinni hefir verið umturnað — hversu langt sem er um liðið, SÖGULOK OÚN OG FIÐURHREINSUN vatnsstíg 3. Sími 18740 SÆNCUR RES Í BEZl -koddaj Endurnýjum gömlu sængurnar, e:gum dún- og fiðurheld vei Seljum æðardúns- og gæsadúnssængur - og kodda af ýmsum stærðum. i ■ u ■ ■ i ■ RETTI wmm, LYKILLINN 1 AÐ RAFKERFINU 2 herb. risíbúð við Efstasund 2 herb. kjallaraíbúð við Shellveg 2-3 herb íbúð við Nesveg, lítið nðurgrafin, fín íbúð I góðu standi. Bílskúrsréttur i 4 herb. íbúð við Hátún, harðviðar- hurðir og innréttingar 4 herb. fbúð við Seljaveg. Nýstand sett og máluð 4 herb. íbúð við Ránargötu Einbmýlishús (lítið) við Bergþóru- götu Raðhús við Hvassaleiti á tveimur hæðum 6 herb. íbúð í heimunum tilbúin undir tréverk íbúðin er 155 ferm á II hæð 2 stofur 4 svefnherb. bað, snyrtiherb. fyrir gesti, e’.d- hús stórt, búr, þvottahús, allt á sömu hæð. Bílskúrsréttur. JÓN INGIMARSSON, lögmaður, Hafnarstræti 4. Sími 20555. Sölumat ir: Sigurgeir Magnússon. Kvöldsími 34940. Volkswagen 58, ’62, ’63 Comet 63 Opel Kadet ’63 og ’64 SAAB ’63. Rússajeppi ’62, lúxus hús. Sirnca ’63. Skipti á Diesel. Taunus M 17 '63. Treiter vörubíll ’61. BÍ'-r’ v Enn einu sinni sezt vesalings Joe Wilcat niður við ritvélina og skrifar samninginn upp. Það eru ekki rétt falleg orð sem hann velur Abuzzi í huganum. Og þá loksins er Abuzzi ánægður enda er það eins gott fyrir hann, því að Joe hefði slegið hausinn á honum niður í maga, fremur en setjast aftur við ritvélina. Þakka ykkur fyrir herrar mínir, segir Abuzzi. Nú höfum við samning sem við getum verið ánægðir með, og nú getum við „skrifað skulum muna að orð eru ekki undir”. Ég þarf ekki að lesa samninginn yfir Tarzan, segir Wawa, ég treysti orðum þínum Ég er hreykinn af því trausti, höfðingi, svarar Tarzan. En við nægjanleg. Það er ekki nóg að hafa friðarsamning á blaði. Samn ingurinn er því aðeins sterkur, að þeir sem að honum standi vilji raunverulega og óeigin- gjarnan frið. Herrasokktir crene-nylon ki 29.00 Miklatnrgi

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.