Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 1
 í gamla Iðnskólanum í morgun: fíestír voru ánægðir með 54. árg. - Miðvfkudagur 29. júlí 1964. - 171. tbl. skottaua súm frá Vísi nálguðust stað- inn laust eftir kl. 9 í í morgun leituðu Reyk- víkingar hundruðum saman niður í gamla Iðn skólann við Vonarstræti og á Skattstofuna í AI- þýðuhúsinu til að fá gef- in upp útsvör sín og skatta. Það var spenning ur í loftinu, þegar frétta maður og Ijósmyndari morgun, rétt eftir að opn að hafði verið. Við hittum fyrst fyrir verk- fræðing með bros á vör. „Þetta var ekkert, — aðeins 18 þús. krónur í allt, en auðvitað gerir það mikið strik í reikninginn að við vorum lengi í verkfalli í fyrra“. Mesti troðningurinn virtist við borðin sem áttu að taka við nöfnum sem byrja á „J“. Við hittum þar lögreglumann, sem Framh á bls 6 Mikil aðsókn að Hótel VÍKINGI Hótel Víkingur á Hlíðarvatni hefur nú starfað i 10 daga, og er aðsókn mjög góð. Nokkrir erfiðleikar urðu í fyrstu vegna þess að hótelið hafði ekki verið | alveg tilbúið á þeim degi sem áætlað var, svo að pantanir færð ust til, og nokkuð af gestum gat þá ekki komið. Þetta er nú allt komið í lag, og tjáðu forráða menn Víkings blaðinu að rekstur i gengi framar öllum vonum. Veð ur hefði að vísu ekki verið gott fremur en annars staðar á Suður landi, svo að ekki hafa gestir getað notið sólarinnar, en flest- ir hafa unað sér mjög vel við silungsveiðar. Ferðamenn virð- ast vera einkar hrifnir af þess ari nýjung og gátu forráðamenn hótelsins einnig að þeir væru mjög bjartsýnir um aðsókn næsta sumar, þegar gefist hefði tækifæri til þess að kynna Vík ing almennilega hérlendis og erlendis. Reykvískir skattgreiðendur fjölmenntu í Iðnskólann í morgun, Flestir sneru burtu ánjegðir. Öl VADIR VIRDA FLUTTIR TAF- ARLAUSTBURT ÚR ÞÓRSMÖRK Litlum bílum bannað að fara lengra en að Stóru Mörk Löggæzluyfirvöld hafa nú mikinn undirbúning vegna verzlunarmanna- helgarinnar. Má búast við að mikill hluti lög- regluliðsins í Reykjavík fari til gæzlu úti í sveit- um. Þar er um tvennt að ræða, fyrst almennt eft irlit með umferðinni um þjóðvegina og í öðru lagi sérstakt og mjög strangt eftirlit með samkomu manna í Þórsmörk, en þar er búizt við að 4—5 þúsund manns verði saman komið um helg- ina. 1 gær hélt dómsmálaráðherra fund með þeim aðilum sem helzt koma hér við sögu, með lögreglustjóranum í Reykjavík, sýslumanninum f Rangárvalla- sýslu, fulltrúa Skógræktar- og Æskulýðsráðs og var einkum rætt um löggæzluaðgerðir og fleira í Þórsmörk. Vísir átti í morgun tal við Björn Fr. Björnsson sýslumann Rangæinga. Hann sagði að lög- gæzlulið í héraði væri svo fá- mennt, að það gæti með engu móti tekið að sér meira en lög- gæzlu í byggðum á þessum degi og sæi umferðarlögreglan og lögreglan í Reykjavík um löggæzlu 1 Þórsmörk. Eitt aðalatriðið í sambandi við gæzluna er að nú verður litlum bílum stranglega bannað að fara lengra en að Stóru Framh á bls 6 Flugvélar ogskip fíutt iun fyr ir 580 mHljónir ú húlfu uri Á fyrra misseri þessa árs, janúar-júní hefur heildarinnflutningur skipa og flugvéla numið 580 milljónum króna. Er hér um að ræða algera metupphæð og stafar hún bæði af því að nýju síldveiðiskipin hafa sem óðast verið að koma til landsins og auk margra smærri flugvéla kom hingað hin nýja flugvél Loftleiða. Á þessum fyrstu sex mánuð um fluttust til landsins skip fyrir 348 milljónir króna og flugvélar fyrir 238 milljónir. Á þessu tímabili hefur heiidar útflutningurinn numið 2,1 millj arð króna en innflutningurinn 2,7 milljónum og er vöruskipta- jöfnuðurinn þannig óhagstæður um 586 milljónir króna, eða nær því alveg um sömu upphæð og skipa og flugvélainnflutning- urinn nemur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.