Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 5

Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 5
V í S I R . Miðvikudagur 29. júlí 1964 5 útlpnd í ■’ lítlönd í morgion • . útlönd í. morgun, ; iJtlöncL^í morgun ■ " -'V v ; , ■... • ' ’-■ - " • -'k >;úv;".. ..; U Thant framkvæmdastj(íri Sþ ræðir í dag við Nikita Krús év forsætisráðherra Sovétríkj- anna um friðargæzlu Sþ, og þar með afstöðu Sovétstjórnarinnar til þessa starfs, en hún nefir sem kunnugt er neitað fjárfram lögum til gæzlunnar á Ghaza spildunni í Kongó. Hefir þannig safnast saman allmikil skuld Sovétríkjanna, sem þeim er skylt að greiða samþykktum samkvæmt. FrakK- land neitaði einnig að leggja fram fé til gæzluliðsins í Kongó og nokkrar þjóðir aðrar. Stjórnmálafréttaritarar eru ekki trúaðir á, að U Thant geti fengið Krúsév til að fallast á að greiða þessa skuld og það var sagt í fréttum í gær, að hann hafi sagt við Butler, en Andrei Gromyko utanríkisráð þeir ræðast við í Moskvu, að Sovétstjórnin muni ekki greiða grænan eyri upp I kostnaðinn við gæzluliðið. Þessar skuldir verða annars eitt vandamál- anna á dagskrá Allsherjarþings ins í haust. Það getur varðað at kvæðisrétt þjóða í samtökun- um, standi þær ekki við skuld bindingar sínar. U Thant mu.n einnig kynna sér nánara skoð- anir Krúsévs um framtíðarfriðar gæzlulið Sameinuðu þjóðanna, en hann hefir borið frám ''illög- ur um gæzlulið, sem í verði ner menn frá vestrænum löndurn, kommúnistalöndum og löndum hlutlausra þjóða. Þótt afstaða Sovétstjórnar innar hafi, eins og að ofan greinir, ekkert breytzt varðandi skuldirnar, er beðið með nokK urri óþreyju frétta af fundi U Thants og Krúsévs. U Thant flytur sjónvarpsræðu í Moskvu á morgun að loknum við ræðunum. VIÐRÆÐUFUNDUR KRÚSÉVS OG ERHARDS Annars kemur það greinilega fram nú sem fyrr, að Krúsáv leggur sig í líma við að fá tækifæri til þess að ræða við leiðtoga annarra þjóða. Nú hef- ' ir hann látið tengdason sinn, Adzhubei ritstjóra hreyfa því við Ludwig Erhard kanslara Vestur-Þýzkalands að þeir komi saman til fundar. Adzhubei er á ferðalagi í Vestur Þýzkalandi um þessar mundir. Hefir hann þegar rætt við Erhard, sem hef ir fallist á að ræða við Krú- sév, að því tilskildu að viðræð- urnar fari fram í Bonn. iisn- ásíN-VIETNAM Richard M. Nixon, fyrrverandi araforseti Bandaríkjanna, sem t fiokksþinginu í San Fransisco crðist stuðningsmaður Barry Goldwater, mælir nú með því, að yrjöldin í Suður-Vietnam verði erð út til Norður-Vietnam. Hann þv^R^jqjnnig þil þess, að 'lugher Suður-Vietnam verði efld- ur nægilega til þess að hann geti gert árásir á flutningaleiðir ; kommúnista. Bandaríkjastjórn hefir til þessa reynt að hamla gegn því að styrj- öldin breiddist út norður á bóg- inn. Eips , qg áður þ^fjr,; verið getið jj munu. Bandaríkin vera'að auka um 5 — 6 þúsund menn lið sitt í Suður- Vietnam. ERLENDAR FRÉTTIR í STUTTU MÁLI j> Ranger VII sem í gær var skot- ið á loft til myndatöku af tungl- inu er kominn á rétta braut og talið víst, að geimfarið muni lenda á tunglinu. Áður en það gerist er von manna, að góðar sjón- ’arpsmyndir berist frá geimfar- inu til jarðar. Fyrri tilraun sams konar misheppnaðist vegna bilunar á tækjum í geimfarinu. Herlið hefir nú verið sent til Norður-Rhodesiu, þar sem Lumpa trúfJokkurinn (Lumpa Church) hefir „gert uppreist og reita; að L^ndsbankinn tek- m við rekstri Spnr- sjóðs AKRANESS Fyrir nokkru voru undirritaðir samningar á Akranesi um að Landsbanki ísiands yfirtaki Spari- sjóð Akraness, sem verður þá Jagður niður. Mun Landsbankinn taka við sparisjóðnum í október n.k. Starfsfólk í Landsbankaútibúinu á Akranesi mun verða hið sama og starfar nú í sparisjóðnum, a. m. k. verða fáar breytingar^ gerðar. hlýða lögum landsins“, að sögn Kaunda forsætisráðherra, sem fór norður þangað I gær. Uppreistar- menn sækja fram vopnaðir sverð- um, spjótum og bera skildi og skeyta hvorki um sár eða bana. ► Kanadiska sambandsstjórnin ætlar að heiðra Sir Winston Churchill með sama hætti og neðri málstofa brezka þingsins hefir gert, er hann nú hættir þing- mennsku. ^ Verwoord forsætisráðherra Suð- ur-Afríku sakar brezku stjórnina um afskipti af innanrfkismálum Suður-Afríku, en hún hafði beðið Suður-Afríkustjórn að taka til at- hugunar að milda dóminn yfir Nelson Mendela og þeim, sem dæmdir voru með honum. ► Níu af 14 námumönnum sem króaðir eru inni niðri f kalknámu í Jurafjöllum í Austur-Frakklandi eru á Iffi, og von um að 3 af hin- um 5, sem eru á öðrum stað, séu j á lífi. Það mun taka nærri tvo sól- j arhringa til að ná til þeirra. <S» Ben Bella forseti Alsír segir „erlend öfl og alsírska gagnbylt- ingarmenn" ábyrga fyrir spreng- ingunni í Star of Alexandrie, vopna- og skotfæraskipinu, sem sprakk i loft upp í höfninni í Bone. Leitað hefir verið hvarvetna þar sem sumarleyfisfóik slær upp tjöldum. Á myndinni er tjald eins og Ebbe hafði meðferðis. Á myndinni eru danskir og sænskir lögreglufulltrúar og (í miðju með gler- augu) faðir Ebbe. Var 16 ára danskur piEtur myrtur í Svíþjóð? Hinn 14. þ. m. fór danskur pilt- I ur, 16 árá, í fjögurra daga ; skemmtiferð á skellinöðru, til Svfþjóðar. Hann fór í ferðina með leyfi foreldra sinna. Heimili hans er í Hróarskeldu. Pilturinn heitir Ebbe Jensen. Hann gat þess við foreldra sína, að sig langaði til Stokkhólms, en hann lofaði að fara ekki lengra norður á bóginn en svo, að hann gæti verið kominn aftur í tæka tíð til þess að fara með foreldrum sínum í 8 daga ferðalag til Þýzka- iands. Hann hafði áður farið — í hópi félaga — til Svíþjóðar, Þýzkalands og Sviss. Hann lofaði að skrifa heim annan hvern dag, en það kom ekki nema eitt póst- kort. — Hann skrifaði, að það hefði spurngið hjá sér 10 km. frá | Helsingfors, en fengið „lappað I upp á það“ og síðan hefir ekki | til hans spurst. Drengurinn hafði ; hið bezta orð á sér. Er foreldrarnir ! urðu áhyggjufullir gerðu þeir : sænsku lögreglunni aðvart og fóru sjálfir að leita. | Leitin hefir verið mjög víðtæk ; seinustu daga. Ýmsir telja sig hata séð hann, til dæmis lögreglumaður í Smálöndum og danskur skip- stjóri telur sig hafa séð . hann i róðrarbát með tveimur stúlkum — og ýmsir fleiri hafa komið með ! einhverjar upplýsingar. en dreng- urinn var enn ófundinn í fyrradag. Getgátur hafa komið fram urn að hann hafi villst í Smálöndum. drukknað úti fyrir baðströnd — ; eða verið myrtur. Sænska lög- ; reglan þorir að minnsta kosti ekki ' að útiloka þann möguleika, þvf að um hvítasunnuna var 14 ára pilt- ; ur myrtur f Smálöndum, einmitt j þar sem Ebbe á að hafa sést, og morðinginn ófundinn enn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.