Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 9
VlSIR . Miðvikudagur 29. júlí 1964
9
Spjall v/ð háskólakenn-
ara frá SOUTHAMPTON
JJáskólakennarinn enski sat
á rúminu í herbergi sínu
að 'Hótei Borg og pírði á
mann augunum undan þykk-
um linsunum á gleraugunum.
Hann neri á sér hökuna á
méðan hann sagði blaða-
manrii Vísis af ferð sinni
norður i land. Hann leit út
eins og íslenzkur sveitamað-
ur frá Austfjörðum, rauðbirk
inn með gróft hörund og and-
Ht, sem lýsti ánægju með
lífið.
Mr. John N. Swanell er kennari
(lecturer) f ensku, gamalli ensku
og norrænu við háskólann í
Southampton, en frá þeim stað
eru bítlarnir. „Dóttir mín er að-
dáandi þeirra — hún veit allt
um þá, hvað þeir eru að þyngd,
hvað þeir borða, hvenær þeir
„Ferðizt þér mikið, prófess-
or?“ (hann kunni ekki illa við
ávarpið).
„Ég hef ekki getað leyft mér
þann munað, fyrr en nú“
„Eru háskólakennarar í Bret-
landi á neðanmáls-kaupi eins og
fleiri heiðarlegir menn í heim-
inum?“
„Kjör okkar hafa stórum batn
að loksins — þegar ég byrjaði
að kenna árið ’47 í Southamton-
háskólanum, fékk ég skitin 300
pund á ári, en nú hef ég tvö
þúsund og fimm hundruð pund
í árstekjur, á m. a. s. mitt hús“
„Eigið þér bíl?“ ■
„Já, loksins — ég hefði getað
komizt yfir bíi fyrr, en mér
gekk mjög illa að læra að aka
svo að það kom ekki til greina
Það var ekki fyrr en konan
lærði, að við keyptum okkur
farartækið".
„Þér heitið Swanell — hve>
er upprunalega merkingin í nafn
inu?“
„Hákarlinn eins og seiðandi andrúmsioft"
fara á fætur á morgnana — ég
er viss um, að ég væri orðinn
yfirprófessor, ef ég kynni mín
gömlu fræði "eins vel og hún
þekkir bítlana“.
Þessi Breti var anzi sprækur,
enda sagðist hann vera ölvaður
af rómantík eftir ferðina um
„the land of ice and fire“.
„Hvað snart yður mest í ferð-
inni?“
„Niður sögunnar (gömlu ís-
lendingasagnanna) er f náttúr-
unni hvar sem maður fer —
ég lifði mig sérstaklega sterkt
inn í Þingvelli — þar opnaðist
mér rómantískur söguheimur,
sem ég kannaðist að vísu við
af lestri sagnanna. Náttúrufeg-
urðin þar örvar sögulegt skyn
manns — mig hafði lengi
dreymt um það að heimsækja
norðrið eða frá því ég var í
háskóla og fór að lesa íslend-
ingasögurnar, Njálu, Grettlu.
Laxdælu, Sturlungu bæði á
ensku og frummálinu, og nú
þegar draumur minn hefur
rætzt, get ég með góðri sam-
vizku sagt, að ég varð ekki
fyrir vonbrigðum“.
Nú varð Bretinn prófessors-
legur á svipinn og sagði: „Ég
heiti John Norman Swanell —
Norman merkir Nórðmáðúy og
Swanell merkir svanahæð (sett
saman úr swan og hill). Ég
er úr Nottinghamshire, en þar
bættu dönsku og norsku víking-
arnir blóðið“.
^uglýsingar-ritlingur frá
Lunn’s-ferðaskrifstofunni i
Southamton var á borðinu.
„Holidays to Nature’s Wonder-
ful Iceland” stóð á plagginu.
Mr. Swanell hafði farið eftir
prógrami þeirra í einu og öllu,
þeir höfðu skipulagt allt fyrir
hann af brezkri nákvæmni, séð
um fyrirgreiðslu á hótelum og
annað.
„Þetta er bæði kostur og
galli“, sagði hann, „þetta varð
til þess, að ég gat aldrei vikið
úr leið til þess að koma á sögu-
staði eins og Borg á Mýrum eða
Reykholt, þar sem Snorri bjó
(mig langaði til að sjá laug-
ina, sem hann baðaði sig í).
Drangey sá ég því miður bara
álengdar — ég hafði ekki efni á
því að heimsækja ýmsa sögu-
staði — ég skil ekkert í því, að
§era .að/«3j|3ja®! /S&i mikla á-
’unerzíá8IJá:r'að “sýna1 okkur" ldlls
konar nútímatækni á íslandi
eins og Sogsvirkjunina og gróð-
urhúsin í Hveragerði — jjað eru
út af fyrir sig merkilegar fram-
kvæmdir, en við erum komnir
hingað fyrst og fremst til þess
að sjá inn í kviku á sögu lands
og þjóðar. í Hveragerði var okk
ur sýndur bananaklasi, en það
gleymdist einfaldlega að segja
okkur, hvernig gróðurhúsin
eru hituð upp, þ. e. með hvera-
•vatninu”.
Orezki háskólakennarinn
reykti Capstan Mild, og af
því var óþefur. Hann hafði
keypt boxið í vondri sjoppu —
„þvílíkt verð“, sagði hann.
„Hvað eruð þér gamall, hr
prófessor, ef ég má spyrja?”
„Ha, gamall sögðuð þér“, og
nú varð Svanafell viðutan. „Let
me see“, sagði hann eins og
hann væri að tala við sjálfan
sig ... og svo spratt hann á
fætur og sagði „Gentlemen, I’ve
an announcement to make: I’m
forty-four to-day“. (Mínir herr-
ar — ég verð að gerá. yður
kunnugt, að ég er fjörtíu dg fjög'
urra ára í dag).
„Munduð þér ekki eftir því,
að þér áttuð afmæli í dag?“
„Ég mundi eftir því í svipinn
í gærdag, en svo gleymdi ég
því fljótlega, og í allan dag hef-
ur það ekki hvarflað að mér,
fyrr en þér impruðuð á þessu“.
„Hvert er yðar hjástundargam
an?“
„Ég á ekkert af slíku, nema
að lesa“.
„Lesið þér leynilögreglusög-
ur?“
„Mikið og hef gaman af“
„Eigið þér sjónvarp?”
„Hætt er nú við. Ég var sólg-
inn í það lengi vel, en nú hefur
það ekki lengur siðspillandi á-
hrif á mig, svo að skaphöfnin
er traustari, síðan ég fór óskipt-
ur að stunda grúskið á ný“.
„Við minntumst á bítlana —
hafið þér kennt þeim?“
„Því miður ekki — en þeir
eru menntaðir í Southampton,
og eftir því sem ég hef fregnað
eru þeir vel menntaðir og á háu
menningarstigi. Ég tek undir
með Prince Philip, sem hefur
lýst yfir velþóknun sinni á fyr-
irbærinu”.
Svo bætti hann við:
„Þótt ég sé sérvizkupúki, dett
ur mér ekki í hug að fjargviðr-
ast út af svona sakleysi‘V
„Hvaða minningu hafið þér i
huganum af landinu, þegar þér
hverfið héðan á brott á morg-
un?“
„Ég minnist Þingvallar, sem
er paradís í náttúrunnar ríki og
botnlaus auðæfi sögulegra minja
. .. og svo er það hákarlinn, sem
ég bragðaði hér á hótelinu í
gær. Ég er viss um, að ég lykta
af honum enn. Ja, þvílíkt bragð
— það er ólýsanlegt — þetta er
ekki matur — heldur töfrar —
maður meðtekur seiðandi and-
rúmsloft með því að neyta
hans“.
„Ætlið þér að koma hingað
aftur?“
„Eins fljótt og ég get“.
— stgr.
Fremsta hlutverkið að
berjast gegn reykmgm
Framkvæmdastjóri krabba
meinsfélags Bandaríkjanna, Jos-
eph W. Leverenz, er um þessar
mundir á ferðalagi f Evrópu, þar
sem hann leitar fyrir sér um
samstarf við. krabbameinsfélög
þar f álfu í baráttunni gegn síg-
arettureykingunum. í þessari
ferð heimsækir hann Danmörk.
Noreg, Svíþjóð og Bretland. —
Hefur ferð hans og ummæli vak
ið talsverða athygli, en hanr
heldur því fram, að höfuðhlut-
verk krabbameinsfélaga í öllum
löndum eigi að vera að berjast
gegn sígarettureykingum. Er nú
unnið að því að reyna að finna
nýjar leiðir tíl að hjálpa reyk-
ingamönnum til að losna við
reykingarávanann.
í samtölum hefur Leverenz
framkvæmdastjóri sýnt fram á.
að það er staðreynd, sem verð-
ur ekki lengur á móti mælt, að
krabbamein í lungum er marg-
falt tíðara hjá reykingamönnum
en bindindismönnum á tóbak.
Af 100 þúsund bindindismönn-
um í Bandaríkjunum fá um þrir
krabbamein í lungu, en af 100
þúsund sígarettumönnum fá 217
sjúkdóminn að meðaltali. Þetta
sýna bandarískar rannsóknir og
sama niðurstaða er af rannsókn-
um 1 öðrum löndum.
Framh. á 13. síðu.
Leverenz framkvæmdastjóri með eitt af auglýsingaspjöldum gegn
sígarettureykingum.