Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 11

Vísir - 29.07.1964, Blaðsíða 11
.<<•< VlSIR . Miðvikudagur 29. julí 1964 ÍW&.i í >■ *•; .WW^Íí' r*^:? >vW 'f;' YFIR ATLANTSHAFIÐ í gær birtum við mynd af Dixie Clipper flugbátnum frá Pan American, er hóf farþegaflug arstofnun fyrir unga listamenn. yfir Atlantshafið 1939. Margir sem sáu myndina áttu bágt með að trúa því að flugbáturinn væri svo gamall, en það er nú samt satt. Og hér birtum við aðra mynd af þeim flugvélum sem > félagið notar í dag. Það er . glæsileg þota eins og sjá má, og fer yfir Atlantshafið á mun ' skemri tíma en Clipperinn. 23.15 Hljómlistarþáttur Lawr- ence Welk: Flutt eru norsk I þjóð- og sönglög í tilefni af ||:|:í 150 ára afmæli norsku ll' stjórnarskrárinnar. % % % STJÖRNUSPÁ ! ’rl) 'Jn C; Spáin gildir fyrir fimmtudag- inn 30. júlí. Hrútufinn,' 21. marz til 20, apríl: Það mun liggja mun bet- ur á þér eftir að morgunstund- irnar eru gengnar. Þér er óhætt að hlakka til þeirra tíma, þegar viðleitni þín ber ávöxt. , . Nautið, 21. apríl til 21. maí: Það má skoðast góð fjárfesting að halda vel við eignum sínum. þó það kunni stundum að reyn- ast kostnaðarsamt. Fagurt um- hverfi gerir þig hamingjusam- an. Tvíburarnir, 22. maí til 21. júní: Þú ættir að gera ráð fyrir að fara þangað sem kyrrlátt er og friðsælt. Maður getur slapp- að bezt af og notið sumarfrísins í fjarveru vina og vandamanna. Krabbinn, 22. júní til 23. júlí: Það sem ræður úrslitum um það að bægja frá þér leiðind um og þunglyndi er að fást við einhver skapandi Iistræn við- fangsefni. Láttu liggja vel á þér Ljónið, 24. júlí til 23. ágúst: Þú getur ekki teflt á neina tví- sýnu með hlutina og ættir að at huga möguleika á róttækum að gerðum til að ná takmarki þínu. Aflaðu þér stuðnings annarra. Meyjan, 24. ágúst til 23. sept: Það gæti reynst hjónum og nán um félögum nokkuð erfitt að koma sér saman um málefni, sem varða sameiginlega hags- muni. Það er venjulega hægt að slaka eitthvað til. Vogin, 24. sept. til 23. okt.: Þú ættir að vera fljótur að sýna öðrum, þegar þú hefur ástæðu til að ætla að þú hafir sært ein Jivern,, Það er ávallt æskilegast ogéíM^: *:L Drekinn, 24. ákr.’^til 22. nóy.: Þú ættir að geta látið liggja vel á þér þegar þér er ljóst að þekking þín og hæfni fer stóð ugt vaxandi. Batnandi manni er bezt að lifa. Leggðu harðara að þér. Bogmaðurinn, 23. nóv. til 21. des.: Þig mun ekki skorta góð- ar hugmyndir um það á hvern hátt frístundum þínum verður bezt varið þér til gagns og gam ans. Samneyti sameinar fólk. Steingeitin, 22. des. til 20 jan.: Þú virðist verja talsverðu af starfskröftum þínum heima fyrir eins og stendur. Það gæti stafað af því að ýmsar nreyt- ingar standa nú fyrir dyrum. Vatnsberinn, 21. jan til 19. febr.: Gagnkvæm virðing og ástúð ætti að vera þess megn- ug að lægja alla storma og á- greining. Þú ert nú að nálgast viss takmörk í lífinu. Fiskarnir, 20. febr til 20 marz:Nú er hagstæðara að ná því marki, sem sett hefur ver- ið heldur en að undanförnu. Það gæti gert þér kleift að ávinna þér smá aukaskilding. Aðalfundur HÚSSTJÓRNAR Aðalfundur kennarafélagsins Hússtjórn var haldinn í Hús- mæðraskóla Suðurlands að Laug- arvatni dagana 25.-28. júnísl^ Aðalmál fundarins voru kennsiumá! og úndirbúiíingur ,nor ræns húsmæðrakennaramóts í Reykjavík í júlí 1965, Ályktanir fundarins um fræðslumál voru þessar: I. Fundurinn skorar á Alþingi og ríkisstjórn að hefja nú þegar undirbúning að byggingu r.ýs skólahúss fyrir Húsmæðrakenn- araskóla íslands, núverandi hús næði skólans er algerlega ófu.I- nægjandi, einkum kennslustofur fyrir aðalverknámsgreinar skól- ans, matreiðslu, þvott og ræst- ingu Skortur er nú mikill á hús- mæðrakennurum, er því uðkail andi að húsnæðismál skólans kom ist í viðunandi horf, svo að hægt verði að brautskrá nægilega marga kennara. Ennfremur beinir fundurinn þeim eindregnu tilmælum til sömu aðila að flýta svo sem ur.nt er afgreiðslu frumvarps til laga um Húsmæðrakennaraskóla ís- lands, er nú liggur fyrir hjá menntamálaráðuneytinu. II. Fundurinn beinir þeim ein- dregnu tilmælum til háttvirts menntamálaráðherra, að hann í samráði við námsstjóra hús- mæðrafræðslu og handavinnu, skipi nefnd sérfræðinga til að endurskoða og semja reglugerð um nám handavinnu- og vefnað arkennara. tlli MJ. l/nhá'örjhii ískprar^jfr&ðslu kennslueldhúsa í gagnfræðaskól- um landsins. Eins og nú er á- statt er mikill skortur á kennsiu eldhúsum, og er því ekki nægt að veita nemendum gagnfræða- skólanna þá hússtjórnarfræðslu sem nauðsynleg er og þeir eiga heimtingu á að njóta. IV. Fundurinn skorar á Kven- félagasamband íslands að efla og auka upplýsingþjónustu fyrir húsmæður og ráðunautastarfi í þeirra þágu. V. Fundurinn beinir þeirri fyr irspurn til Iðnaðarmálastofnunar fslands, hvað miði athugunum og undirbúningj þess, að koma á stöðlun eldhúsa og skápainnrétt inga í íbúðarhús. Jafnframt skoi ar fundurinn á Iðnaðarmála- stofnunina að hraða þeim fra/n- kvæmdum. VI. undurinn skorar á Alþingi og. ríkis^jjórn að hraða afgreiðs’u l'frumvarps til lagá, ,um rannsókn ir í þágu atvinnutfeganna, sem nú Ijggur fyrir Alþingi, og feha nú þegar inn í frumvarpið grein um rannsóknarstof un heimil- anna, svo sem komið hefir frarn og grein er gerð fyrir í bréfi frá Kvenfélagasambandi fslands til ríkisstjórnarinnar og alþingis manna. í sambandi við fúndinn var haldið tveggja daga námskeið í híbýlafræði. Fyrirlesarar á nám- skeiðinu voru: Kurt Zier skóla stjóri, Björn Th. Björfnsson list fræðingur, Sigurjón Sveinsson byggingarfulltrúi Reykjavíkur- borgar og Guðmundur Þór Páis dóttir námsstjóri var enkurkosin son arkitekt. Halldóra Eggert.s- formaður félagsins. FRÆGT FOLK Buffið, sem hann fékk, var svo seigt að hann gat hvorki hoggið né skorið það i sundur. Að síðustu kallaði hann í þjón inn og sagði gremjulega: — Ég vil fá þessu buffi skipt þjónn. — Því miður herra rninn, svaraði þjónninn, það er ekki nokkur Ieið. — Og af hverju ekki? — Vegna þess að þér eruð búinn að beygja það. -K ■ ■ " - Ö- 4EB „Meik-drottningin“ Helena Rubinstein — sem eins og nafn ið bendir til er af gyðingaætt um — hefur gefið bænum Tel Aviv mikla fjárhæð, sem ska) varið til þess að byggja niáfo- arstofnun fyrir ungalistamenn. En hin gamla heimsdama er alit af sama verzlunarmanneskjan. og hún gat ekki stillt sig um að nota auglýsingargildi stofn unarinnar. Hún krafðist því þess, að hún yrði látln heita því nafni sejn á íslenzku myndi verða: VARALITURINN. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.