Vísir - 29.07.1964, Page 8

Vísir - 29.07.1964, Page 8
i’«aa V I S I R . Miðvikudagur 29. júlí 1964 Útgefandi: Blaðaútgáfan VÍSIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr. á mánuði. I lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f Hvítt og svart frelsi Öhjákvæmilega er þessi frjálslynda og viturlega stefna bings og stjórnar í Bandaríkjunum borin saman við stefnu Suður-Afríku í kynþáttarmálum, sem er blettur á hinum frjálsa heimi, borin saman við kynþáttakúgun Portúgala í nýlendum sínum og alræðisstjórn hvítra nanna yfir hvítum, sem enn tíðkast á Spáni, þar sem negnarnir njóta ekki sjálfsagðra mannréttinda. En ekki sízt hljóta menn að renna huganum til þeirra Evrópu- ríkja, sem enn neita þegnum sínum um sjálfsögðustu mannréttindi, frjálsar kosningar, málfrelsi, ritfrelsi, ferðafrelsi og jafnrétti fryir lögunum. Engra þessara eiginda njóta íbúar Sovétríkjanna eða Austur-Evrópu. Þeir eru hálfu verr settir en svertingjarnir í Banda- íkjunum voru, jafnvel áður en jafnréttislögin voru sett. Þeir eru enn á nýlendustiginu á miðri tuttugustu ildinni. Hér kemur í ljós munurinn á þjóðskipulagi relsisins og þjóðskipulagi þrælanna. FramsóknarmöSí Y'íminn heldur því fram í síðustu viku, að hagur land- únaðarins hafi stórversnað vegna aukins kostnaðar >g óhentugra lánskjara. Auðvitað færir blaðið engin ök fyrir þessari firru, nefnir engar tölur. Sannleikur- inn er sá, að hagur landbúnaðarins hefir stórbatnað undir viðreisn. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefir verið sett á laggirnar með hundruðum milljóna króna lánsfé, en ræktunarsjóðirnir voru orðnir gjaldþrota mdir stjórn Hermanns. Útflutningsbætur eru nú greiddar á landbúnaðarafurðir og bændum tryggt jafn- /irði útfluttra afurða við innanlandsmarkaðinn. Við- reisnin hefir haldið innreið sína í sveitirnar ekki síður en bæi þessa lands. J>að fór sem margir hugðu, að samþykkt jafnréttis- laga hvítra og svartra í Bandaríkjunum hefir orðið neisti í púðurtunnu. Óeirðir hafa þegar átt sér stað í Suðurríkjunum á nokkrum stöðum, en þó tiltölulega takmarkaðri en ætla hefði mátt. Hins vegar hefir það komið á óvart, að blóðugar skærur hafa átt sér stað í sjálfri New York borg, þar sem hvað eftir annað hefir soðið upp úr í negrahverfinu Harlem. Á því þarf eng- an að undra, þótt framkvæmd þessara merku laga sæti allmikilli andspyrnu. Þau hafa í för með sér djúpstæða breytingu á öldnum, rótgrónum þjóðfélagsháttum í Bandaríkjunum og hefðbundnum siðum í samskiptum hvítra og svartra þar í landi. Þrælsmyndin hefir enn verið steypt í ásjónu hins svarta manns, þótt öld sé nú liðin síðan bandaríska þjóðin háði blóðuga borgara- styrjöld. svo hinn svarti maður mætti leysast undan þrælsokinu. En framkvæmd jafnréttislaganna þessar vikurnar og einörð stefna Bandaríkjastjórnar í málinu sýnir að lýðræðið og mannréttindahugsjónir standa föstum rótum í landinu. Þar er ekki hikað við að fram- kvæma jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar, þrátt fyrir andspymuna. Svo ótrúlegt sem það kann að virðast er þetta ný mynd af „alheims-ömmunni" — hinni sí unglegu Marlene Dietrich, og hún er birt í dönsku blaði í til- efni af komu hennar til Kaup- mannahafnar núna í vikulokin. Og blaðið minnir á, að þegar Marlene var að vinna sér frægð í Þýzkalandi um 1910 hafi nöld- urseggirnir í hópi þýzkra gagn- rýnenda sagt, að „stúlka með hennar rödd ætti að stunda ball- ett, en svo hafi eins og kunnugt sé „blár engill“ (Marlene varð fræg fyrir leik sinn í kvikmynd- inni Blái engillinn) farið sigur- göngu um heiminn, og sömu gagnrýnendur uppgötvað sér til skelfingar, að kannski væri það Marlene Dietrich „ALHEIMS - AM MAN44 skemmtir í TIYOLI — Rábin til Hamborgar - óperunnar á hausti komanda þrátt fyrir allt vettvangur óper- unnar, sem væri hinn rétti fyrir stúlku með „slíka fótleggi“. En þangað liggur nú leiðin að lokum, því að blaðið skýrir frá því, að; Marlene , sé. ráðín , |il 1 óperunnar , Hamborg á hausti komanda, en þar á hún að syngja í Leðurblökunni eftir Orlofsky, en f hlutverki sínu er hún einmitt klædd síðbuxum, svo að fótleggirnir ættu hvorki að verða til skemmtunar eða ergelsis gagnrýnendum. En „prins Orlofsky einkennis- búningurinn" sem hún klæðist í í Leðurblökunni gæti minnt á það, að fyrir áratugum innleiddi Marlene „herratízku fyrir kon- ur“ með að koma klædd síð- buxum inn á sviðið, og með því að klæðast karlmannafötum og ganga með karlmannahatt á höfði á almannafæri. Þá hafði enginn „upplifað1 neitt slíkt síð- an á dögum George Sands. Marlene ætlar að skemmta í Tivoli í hálfan mánuð — senni- lega hvorki klædd sfðbuxum eða með karlmannshatt á höfði, en „klædd skrautlegum kjólum sínum og loðkápum mun hún heilla alla, þessi dásamlega kona. Við minnumst ekki á aldur hennar, en minnum á, að sjálf kann hún vel gælunafninu „alheims-amma““. Á undangengnum mánuðum hefir hún ferðast um Evrðpu- lönd, m.a. um Svíþjóð og Sovét ríkin og síðast í Frakklandi (Cannes). Palestínu- f lóttamenn SVlÞJÓÐ Hópur 40 ungra arabískra flóttamanna sneri á liðnu hausti aftur heim til landanna við aust anvert Miðjarðarhaf eftir eins árs menntun og þjálfun í sænsk um iðngreinum. I „UNRWA Newsletter", sem er málgagn fyrir starfsemi Sameinuðu þjóð- anna meðal Palestínu-flótta- manna (UNRWA), segja nokkrir þeirra frá dvölinni í Svíþjóð og áhrifunum, sem þeir urðu fyrir Vinsamlegir og gestrisnir Svíar, kaldur vetur, næg atvinna, sæt- ur matur og mikil persónuleg og fagleg reynsla eru meðal þeirra atriða sem oftast eru nefnd f frásögnum flóttamann- anna. Þeir fóru til Sviþjóðar vegna 800.000 dollara fjárveitingar frá sænsku tæknihjálpar-nefndinni: „Námden för internationellt bi- stand. NIB“, til UNRWA. Ætl- unin er að senda árlega svipað- an hóp til Svfþjóðar, sem fái bar eins árs þjálfun. Eftir heim komuna eiga flóttamennirnir að halda áfram námi við stofnun sem UNRWA hefur sett á stotn í Síblín í Líbanon með hjálp Svía. Var hún opnuð í haust e: leið. Hópurinn sem hér um ræð- ir verður svo með tímanum kennarar í ýmsum iðngreinum og verkalýðsleiðtogar, og menn un þeirra og reynsla eru mikil- vægur skerfur til þróunarinnar fyrir botni Miðjarðarhafs. Niman Issifan segir frá því í „UNRWA Newsletter“, að hann hafi verið settur í út- varps- og sjónvarpsverksmiðju í Norrköping. Þar vann hann einkum að því að leita að göll- um og gera við móttökutæki. Hann lærði sænsku — eins og flestir af félögum hans — og varð einnig talsvert ágengt í þeirri viðleitni og læra að standa á skíðum. Hann hafði einungis séð snjó einu sinni fyrr á ævinni, og f Svíþjóð komst hann í kynni við snjólög sem voru meira en metri á þykkt. Honum fannst Svíar vera vin- gjarnlegir og gestrisnir. Hann lítur á þetta eina ár í Svíþjóð sem mikla persónulega reynslu og telur sig hafa öðlazt verð- mæta faglega reynslu. Nú er ætlun hans að verða kennari f sinni grein. Annar úr hópnum, Ahmad Mohamm -d Rabah, lýsir Svíþjóð sem „mjög grænu landi“. Áhrif- in, sem honum eru efst í huga, eru vinsemd landsmanna, at- vinnumöguleikarnir og sænski maturinn. — Mér fannst maturinn mjög sætur í fyrstu og alls ekki lfkur arabískum mat, og ég verð að játa, að ég hlakka til að komast aftur í arabískan mat, segir hnn. Ahmad vann í verkfæraverk- smiðju í Linköbing og bjó hjá sænskri fjölskyldu. — Þau fóru með mig eins og sinn eigin son, segir Ahmad. Ég hugsa til þeirra eins og ann- arrar fjölskyldu minnar. Flöskuskeyti á Landeyiusundi Flöskuskeyti frá Guiness- brugghúsinu barst inn á rit- stjórnarskrifstofu blaðsins í gær. Ágúst Magnússon, 17 ára piltur. Álftamýri 16, Reykja vík, fann flöskuna f miðri síð ustu viku austur á Landeyjar- sandi. Framh. ð bls. 13

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.