Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 2
2 VlSIR . Mánudagur 5. oktöber 1964. íslandsmeis tararnir slegnir út Barist af hörku — hér virðist Högni þjarma að Boga. KR heldur áfram með bæði sín lið í undanúrslit Bikarkeppninnar. Það ótrúlega gerðist á Melavellinum í gær að Islandsmeistaramir vom slegnir út af þessu liði sem leit svo veikt út á pappímum en reyndist grimmt sem grenjandi Ijón þegar á völlinn var komið, og vann 2:0, sem eins hefði getað verið 3 eða 4:0. KR-a gekk ekki vel gegn Akureyringum, en unnu sigur þó á marki á 45. mín. síðari hálfleiks, — síðustu mínútu leiksins, óverðskuldaður sigur gegn Akur- eyringum, sem vom skárri aðilinn í þessari viðureign. Loks á Akranesi: Þar vann heimalið einnig sigur eins og á hinum vígstöðvunum, Þrótt með einu marki gegn engu og mátti þakka fyrir þann sigur. Ég heyrði talað um það í stúkunni í gær að breiddin í ísl. knattspymu væri mikil, og það má bæta við að þessi mikla breidd er ein flatneskja, ef talað er um knattspymu á landfræði- máli, — því enginn þessara leikja bauð upp á nokkur tilþrif eða samleik. sagt, það var lognmolla í þéssum bikarleik Þróttar og Akraness, en það er til marks um „breidd“ knattspymunnar að hér unnu Skagamenn slgur á heimavelli gegn falUiðinu í 1. deild og virtist 6- kunnugum erfitt að sjá hvort liðið mundi vera fallliðið. Akranes — Þróttur 1:0 Heimoliðið mótti þakka 1:0 gegn fallliði Þróttar KR a. — Akureyri 1:0 Nlork á síðustu mínútu færði ranglótan sigur Leikur KR og Akureyrar á Mela- vellinum hófst kL 13.30, en Mela- völlurinn var undirlagður aUan daginn vegna Bikarkeppninnar. Heldur var leikurinn rislágur, en bauð samt oft upp á spenning, eins og bikarleikir gera yfirleitt meira en aðrir leikir. Fyrri hálfleikur var fremur jafn, þófkennd upphlaup, sem yfirleltt strönduðu upp við vítateig. Held- ur voru Akureyringar þó hættu- legri en KR-ingamir I sókn sinni. í seinni hálfleik sóttu Akureyr- ingar hins vegar nær stanzlaust að KR-markinu og oft munaði aðeins hársbreidd að þelr skoruðu. Það tókst hins vegar ekki, og voru á- horfendur famir að búast við 2X15 mln. framlengingu og jafn- vel vítakeppnl. Mark KR kom sannarlega elns og þruma úr heiðsklru loftL Það var aðeins rúm mlnúta tn leiks- loka, þegar KR sækir upp miðj- una, að Akureyrarmarkinu. Nýlið- inn Ólafur Lárusson var með bolt- ann, en Akureyringur sótti aftan að honum þannig að hann kút- veltist nokkuð fjTÍr utan vítateig. Dómarinn, Einar Hjartarson dæmdi þama aukaspymu, sem margir töldu strangan dóm, en Ellert Schram, gjörsamlega búlnn með úthald sitt notaði ítrustu krafta til að skora úr þessu skoti. Skotið var stórglæsilegt, fast og upp í hægra hom marksins, markvörður Akureyringa hafði rétt hendur á boltanum, en skotið var of fast til að honum tækist að hlndra mark. Er þetta ekki í fyrsta slnn, sem EHert bjargar sigri handa KR á elleftu stundíi. KRb. - Keflavtk 2:0 KRb. gat eins unnið stærra gegn Keflavík Rúsfnan í pylsuendanum um þessa helgi er leikur KR-b og Keflavfkur. Maður fær ekki annað séð en að KR sé að falla í sömu gryfju og Þróttur var ásakaður um af KR í fyrra, — þ.e. að senda betra lið sitt sem b-lið. Að vfsu hefur þetta ekki verið gert af ráðnum hug í þetta sinn. Staðreynd er samt að þetta komunga KR-lið hafði miklu meiri baráttuhug og ákveðni til að bera en a-Iiðið. Það kom miklu betur frá leik sínum en a-Iiðið gerir. Einmitt þetta gerði það að verk- um að KR vann sigur, baráttan og ósérhlffnin hjá leikmönnum. KR skoraði s(rax eftir 7 mfn. leik 1:0. Það var mjög skemmtilegt mark, sem kom upp hægra megin og miðherjinn Bogi Sigiu-ðsson, mjög efnilegur leikmaður skallaði fast í netið, vel gert hjá Boga, sem hafði erfiðan andstæðing, Högna Gunnlaugsson, landsliðsmiðvörð. KR-b átti tældfæri á að skora 2:0 á 37. mín. Þá var dæmt vfti á Keflavík, en það kom þannig að Gottskálk markvörður missti holtann frá sér og KR-Ingur ætlaöi að fylgja eftir boltanum, sem valt að marklínu. Liggjandi vamarmaður hefti hins vegar för KR-ingsins og hélt honum fðstum. Guömundur Haraldsson sem fram- kvæmdi spymuna „brennffl af“, skotlð lenti utan í stöngina ofar- lega og fram hjá. 1 seinnl hálfleik héh mikil spenna áfram f leiknum. KR-ingar vörðust sóknum KeflvQdnga, sem voro heldur daufir, einna helzt reyndi Rúnar Júlfusson að koma Iffl í framlfnuna en tókst þó ekki sem skyldl. Og Keflavlk tókst ekki að skapa mikla hættu, var það mikið Óskari Sigurðssynl, mið- Framh. á bls. 6. Á Akranesi var leikurinn við Þrótt heldur bragðdauf skemmtun. Leikurinn var hnífjafn í fyrri hálf- leik og Þróttur átti betri tækifæri, m. a. skaut Axel Axelsson hörku- skoti f stöng. Seinni hálfleikurinn var hins vegar meira eign Akra- ness, sem fór með sanngjaman sigur af hólmi 1:0 og halda þeir áfram f undanúrslitum keppninn- ar og verður ekki annað sagt en nð Akumesingar séu sigurstrang- legir f næsta lefk, — nema auð- vitað ef þeir verða dregnir til að ieika við KR-b! Sigurmark Akumesinga kom eftir 14 'nrfn. af seinni háifleik. Þórður Jónsson, v. útherji tók aukaspyrnu frá vinstri fyrir mark- ið. Þar tók ungur nýliði Akumes- inga, Guðjón Guðmundsson, við boltanum og afreiddi í netið. Akumesingar áttu ágæt tæki- færi í seinni hálfleik, t.d. þegar Donni lék einn f gegnum alla vörn Þróttar og átti skot fram hjá. Hinir y’igri, rr°nn virðast seint ætia að sjá við L'onna. En sem ■ ■ Bogi Sigurðsson (lengst til hægri) skallar óverjandi f mark íslandsmeistaranna. iH £ \ 5 j fT’ t I 1 ' ' i l I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.