Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 7
V1 S IR . Mánudagur 5. október 1964. 7 Uppgröhur tveggja merkra bæjarústa Aðalstarfsemi Þjóðminjasafns- ins beindist í sumar að rann- sóknum tveggja gamalla bæja, annars frá landnáms. eða sögu- öld, hins frá því um 1500, auk þess að rannsóknum óvenju margra kumla, sem fundizt hafa á þessu ári. — Sumrin eru mesti anna- tími ársins í Þjóðminjasafninu, sagði dr. Kristján Eldjárn í við- tal'i við Vísi nýlegá. Þá koma miklu fleiri gestir til að skoða safnið, heldur en nokkurn ann- an tíma ársins,' bæði innlendir en þó einkum útlendir gestir. í sumar var aðsókn með lang- mesta móti, eða rösklega 11 þús- und yfir mánuðina júní, júlí og ágúst, en þá mánuði er aðsókn - mest. Þetta er að því leyti ó- keppilegt, að þetta eru sömu mánuðirnir, sem krefjast starfs- !i'3s safnsins til útistarfa við fornleifarannsóknir. Sumrin eru sfutt hjá okkur og yfirleitt ekki um annan tíma til rannsókna úti á landsbyggðinni að ræða. Stórmerkur kumlfundur í Patreksfirði. — Hvaða verkefni hafa helzt kallað að í sumar? — Þau hafa verið með meira og margháttaðra mót’i. Það hafa t.d. fundizt óvenju mörg kuml í sumar og sum þeirra með þeim merkustu sem fundizt hafa. Flest árin að undanförnu hafa fundizt hér kuml, en sjaldan eða ekki jafn mörg og fundust í sumar. Meðal þeirra var einn merkast'i og stærsti legstaður frá Söguöld, sem fpndizt hefur hérlendis til þessa. Það var-svo kallað bátskuml, sem fannst í Vatnsdal í Patreksfirði. Sá látni, sem í þessu tilfelli virtist hafa verið ung stúlka, var látinn I bát og haugur orpinn yfir. Þar fannst og nokkurt haugfé, sem tilheyrt hefur hinum látna. Kumlateigur I sama haug fundust héilleg og vel varðveitt mannabein úr sjö manns. Bendir allt til að þarna hafi verið kumlateigur til forna, en seinna blás'ið upp og Dr. Kristján Eldjám. þá hafi beinunum verið safnað saman og þau grafin í báts- kumlið. Umbúnaður fornra kumla er yfirleitt fábreytilegur, en kuml- ið I Vatnsdal var eitt hið glæsi- legasta, sem hér hefur fundizt. Fór gaumgæfileg rannsókn fram á því í sumar. Fleiri beinafundir. — Hvar fundust fleiri kuml? — Annar merkasti fundurinn var á Austara Hóli 1 Fljótum norður. Þar hafði maður verið heygður hjá hestí svo sem al- títt var. Og enda þótt hér hafi verið um venjulegra kuml en það frá Vatnsdal ræða, var þetta þó góður og merkur fund- ur. Mannabein fundust auk þess í Lönguhlíð í Hörgárdal og á Gauksstöðum á Jökuldal, en á . hvorugum staðnum fundust nein ir fomgripir og þess vegna erf- itt að greina aldur þeirra. Nýlega barst mér tilkynning um beinafund í landi Sigluness á Barðaströnd. Maður í smala- mennsku fann blásin mannabein á mel. Um þetta vitum við ekki nánar og hefur ekki gefizt tími til að rannsaka þennan fund enn sem komið er. Þess vegna ekki heldur hægt að segja hve merkur hann er. Gamalt aðrennsli að Snorralaug finnst — Fleira merkra funda í sum ar? — Þetta er það helzta, sem rekið hefur á fjörur okkar af tilviljun og við vissum ekki af áður. Einn allmerkur fundur fannst í Reýkholti í Borgarfirði fyrir fáum dögum. Það er göm- ul renna frá hvernum Skriflu og Iiggur sennilega að Snorralaug. Menn; sem voru að grafa fyrir frárennsli að kennarabústað komu niður á þetta mannvirki. Þessi leiðslustokkur liggur sam hliða rennu þeirri, sem nú flyt- ur vatnið frá Skriflu yfir í Snorralaug. Þorkell Grfmsson er efra þessa dagana að rann- saka þetta. Uppgröftur að bæ frá 1500 — Þið eruð líka með uppgröft Frá uppgreftrinum að Reyðarfelli í landi Húsafells. Að þessum uppgreftri hefur þegar verið unnið í nokkur sumur og þar hefur margir merkilegt komið í Ijós um húsaskipan sveitabæja frá því á 15. öld. Dr. Kristján Eldjárn segir frá störfum Þjóöminja- safnsins á s.l. sumri Staðarkirkja á Reykjanesi. í sumar bættist hún í röð þeirra bygg- inga, sem teknar hafa verið á fomleifaskrá. Hún er talin ágætt sýnishom af timburkirkjum frá 19. öld. Unnið var að viðgerð á henni í sumar. á gömlum bæjum í takinu? — Já, tveimur. Annar er á- framhaldandi rannsókn á gömlu bæjarstæði, þar sem áður hét Reyðarfell, og er í landi Húsa- fells. Sá bær hefur sennilega lagzt f eyði um 1500. Við upp- gröftinn þar hefur margt merki- legt komíð í ljós, einkum varð- andi einstök hfbýlaatriði, sem þljóst var um áður. Má í því sambandi nefna rauðasmiðju, járnbrennsluofna og baðstofu- ofna o. fl. og hvernig þeim var komið fyrir f húsakynnunum. Og enda þótt erfitt sé að fá grunnmynd af heildarskipulag- inu, einkum vegna þess að þama hefur verið byggt æ ofan í æ og ekki gott að greina sund- ur hvað á saman, þá hafa mörg einstök atriði komið prýðilega fram og gefið merkar upplýs'ing- ar um húsaskipan á þessu tíma- bili. Aðalumsjón með þessum rannsóknum hafði Þorkell Gríms son, og Gfsli Gestsson hefur verið hans önnur hönd. Skálabygging frá land- námsöld grafin upp — Hvar er hinn bærinn, sem grafinn var upp? — 1 landi Hvítárholts í Hrunamannahreppi. Þar hefur Þór Magnússon staðið fyrir uppgreftri og fornleifarannsókn á bæjarstæði frá landsnáms- eða söguöld. M. a. hefur fundizt 18 metra löng skálatóft, mynd- arleg og hrein í sniðum með langelda í miðju og setbekki til beggja hliða. Hjá skálanum hefur fundizt niðurgrafið baðhús, sem segja má að komi vel heim við bað- stofulýsinguna í Eirbyggju þeg- ar Víga-Styr drap berserkina. Hér er um stórmerka rannsókn að ræða sem hvergi er nærri lokið. Umhverfis þessi hús sést móta fyrir fleiri rústum og ekki unnt að spá neinu hvers eðlis þær eru að svo komnu máli. En fullvíst má telja að hér sé um hið merk- asta rannsóknarefni að ræða. Vísindasjóður hefur veitt þjóðminjasafninu styrk til þessara bæjarannsókna. Söfnun þjóðlaga hafin — Hver hafa verið önnur verkefni Þjóðminjasafnsins í ár? — Fyrir atbeina og frum- kvæði Þjóðminjasafnsins var hafizt handa um söfnun þjóð- legra rfmnalaga og skylds efnis og sérstök söfnunarferð farin þessara erinda. Um þetta var haft samstarf við Handritastofnun Islands og Dansk Folkeminde Samling og má fullyrða að þetta sé hið merkasta framtak. Gerður var út leiðangur, einkanlega til Austurlands, en einnig til annarra landshluta og mikið tekið niður af þjóðlög- um, rímnalögum, þulum, kvæð- um og frásögnum. Efnissöfnun önniiðust þe’ir Hallfreður örn Framh. á bls. 5

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.