Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 16
 m. f MS m ' Jgs Mánudagur 5. október 1964. Eina konan í heiminum sem kann að lagfæra handrit — segja Danir I Árna Magnússonar stofnun- inni, í einu herbergi 1 svoköll- uðum Proviantgaard vinnur kona ein að nafni Birgitte Dall. Hún starfar að því að bæta handrit, lagfæra skemmdir á þeím. Danir halda þvl fram, að hún sá eina konan í heim- inum sem kunni þetta nákvæma fag til hlítar. Þess vegna segja andstæðingar handritaafhend- ingar: — Það er ekki hægt að afhenda fslendingum handritin, þeir eiga enga Birgittu Dall. ■ Hún fær til meðferðar á hverju ári ríkisframlag að upp- hæð 25 þúsund danskar krón- ur, — 150 þús. ísl. krónur. Fyr- ir það verður hún að ráða bók- bindarasvein, bókbindaralær- ling og aðstoðarstúlku og vinna að þeim verkefnum, sem fyrir liggja, en það er að bæta skemmdir sem finnast á þeim 2600 handritum, sem finnast i Árna Magnússonar safni og gera það svo, að handritin bíði Framh. á bls. 6. Birgitte Dall að viðgerðarstörfum í vinnustofu sinni. Jón Helgnson um hnndritins íslendmgar fái h andritin strax ogljósmyndun erlokið — ef afhendingunni verður nú frestuð Kaupmannahafnarblaðið Informa tion birti á Iaugardaginn viðtal við prófessor Jón Helgason, yfir- mann Árnasafns. Biaðið spyr pró- fessor Jón að því hver framtíð Árnasafns myndi verða ef afhend- ing handritanna yrði á ný sam- þykkt i danska þinginu. Jón gefur þau svör að eftir sem áður yrði unnt að vinna þar að vísindalegum rannsóknum á handritunum, m. a. vegna þeirra ljósprentana sem þegar eru til þar. En verði afhendingunni frestað, segir Jón, munum við gera þá kröfu, að öll handritin verði ljós- mynduð áður en þau fara úr landi. Hægt væri að framkvæma þetta, segir prófessor Jón, með þvi að afhenda handritin smátt og smátt, eða jafnóðum og þau hafa verið ljósprentuð. Ég er þeirrar skoðun- ar, segir hann, að íslendingar muni ganga að þeim kjörum. Afhending- in hefir hvort sem er beðið svo lengi að það munar ekki um nokk- ur ár i viðbót. 1 viðtalinu kemur fram að vinna við ljósmyndun handritanna til ^wwv/wwwwwwvw\ Dr. Bjami Benediktsson. Forsætisrúðherru tulur ú Fuiltrúurúðsfundi Næstkomandi þríðjudagskvöld 6. okt. verður J fundur í Fulltrúaráði Sjálfstæðisfélaganna í Reykja \ vík og hefst hann kl. 8,30. Frummælandi verður dr. | Bjami Benediktsson, forsætisráðherra. Þetta er! fyrsti fundur Fulltrúaráðsins á þessu hausti og em! fulltrúaráðsmeðlimir hvattir til þess að fjölmenna á! fundinn. Sýna þarf skírteini við innganginn. ljósprentunargerðar hófst fyrir rúmum tveimur árum, en þá var fastráðinn ljósmyndari til starfa við safnið. Information spyr hvort unnt sé að flýta þeirri vinnu, ef afhendingin verði samþykkt. Því svarar Jón Helgason, að sé unnt en þá verði safnið að fá meiri fjárráð og það sem ailra fyrst. Annars megi reikna með að ljós- myndunin taki 10—15 ár í viðbót. Boruð uð Luugulundi Unnið að því að setja Norð- urlandsborinn upp að Lauga- landi í Hörgárdai og verður lega þessa dagana og verður þá i lega eftir helgina og verður þá \ Framh. á bls. 6. j -------------------«> 930 stúdentar í há- skólanum í vetur Mest aukning í læknadeild Við háskólann eru skráðir alls 930 stúdentar í vetur, er það nokkuð hærri tala en áður. í fyrra voru skráðir 300 nýstúdentar en 325 núna. Nýstúdentar skiptast sem hér segir f deildir: guðfræði 3, læknis- fræði 53, lyfjafræði 8, lögfræði 33, viðskiptafræði 35, íslenzk fræði 15, B.A. 90, forspjallsvísindi 48, íslenzka fyrir útlendinga 13, verk- fræði 20, tannlækningar 8. Hlutfallsleg aukning innan deild- anna er svipuð og áður, nema í Iæknisfræði, þar hefur orðið veru- leg hlutfallsleg aukning frá því í fyrra. Er tala stúdenta þar sú hæsta, sem hefur orðið sfðan 1958, er reglugerðinni var breytt. Sennilega er bíllinn stórskemmdur eftir veltuna. Brivelta25-30m. íKoria- fírði og þrír menn slasast Klukkan langt gengin 4 e.h. í gær var lögreglunni í Reykjavík tilkynnt um umferðarslys, sem orðið hefði í Kleifunum i KoIIafirði og myndu sennilega hafa orðið mikil meiðsli á mönnum. Lögregla úr Reykjavík og Hafn- arfirðj ásamt sjúkraliði fór á stað inn. En þarna hafði bíll oltið út af veginum og 25-30 metra niður bratta brekku. Bifreiðin, sem um var að ræða var með skrásetningar merkið R-11726 $g var á leið til Reykjavíkur. í Kleifabrekkunni á að gizka 200 metra fyrir vestan brúna á Mógilsá missti ökumaður stjórn á farartækinu, þannig að bifreiðin lenti fram af, á að gizka þriggja metra hárri vegbrún, enda- stakkst fram af henni og fór margar veltur niður brekkuna, unz hún staðnæmdist 25-30 metra fyr- ir neðan veg, stórskemmd orðin, enda óökuhæf með öllu og varð að fá bíl frá Vöku til að sækja hana og flytja til Reykjavíkur. f bifreiðinni voru þrir menn, sem allir slösuðust meira eða minna og einn þeirra var fluttur á sjúkrahús að athugun lokinni í Slysavarðstofunni. Hann heitir Þorsteinn Gíslason Hagamel 22. Hann hafði handleggsbrotnað, auk annarra meiðsla. Annar úr hópi þeirra þremenninga, Sigurður Jóns Framh. á bls. 6. u

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.