Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 05.10.1964, Blaðsíða 8
8 V í S IR . Mánudagur 5. október 1964. LJtgefandi: Blaðaútgáfan VlSlR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Bjðrgvin Guðmundssor Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Áskriftargjald er 80 kr á mánuði llausasölu 5 kr. eint. — Slmi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Vísis - Edda h.f Vísindaleg ósannindi IJæði Berlingske Aftenavis og áróðursbæklingur dönsku vísindamannanna halda því fram, að þau 12.000 handrit sem liggi í Landsbókasafninu í Reykjavík og þau handrit sem skilað var til íslands 1927 liggi undir skemmdum fyrir sök vanhirðu, — og sum séu reyndar þegar ónýt. Er sú ályktun síðan af þessum ummælum dregin, að þetta sýni, hve óskynsamlegt það væri að afhenda íslendingum handritin. Þessar asakanir eru bæði fráleitar og ósannar. Stefán Karlsson magister, sem lengi hefir starfað í Ámasafni, mótmælir þessum ósannindum um handritin, sem skilað var 1927, í les- endabréfi til Berlingske Aftenavis. En þessar ásakanir eru það alvarlegar að full ástæða er til þess að yfirvöld Landsbókasafnsins og gjaman einnig hin nýja Hand- ritastofnun láti frá sér heyra opinberlega um málið og hreki þennan áróður í dönskum blöðum. fjæklingi hinna dönsku vísindamanna hefur nú verið dreift í 8000 eintökum og er hlutverk hans að móta umenningsálitið í Danmörku og hafa áhrif á hið nýkjörna þing gegn afhendingu handritanna. Hann morar af firmm, svipuðum þeim, sem hér hefir verið drepið á. Ein helzta röksemd hans er sú að hvergi sé unnið sambærilegt starf varðandi íslenzku handrit- in og í Kaupmannahöfn. Menn undrast að vísindamenn skuli telja sér sæma að byggja sókn sína á slíkum málflutningi. Höfn hefir orðið miðstöð handritarann- óknanna einfaldlega' vegna þess að þar hafa þau verið geymd um aldir, en ekki í Reykjavík. Ella væri höfuð- borg íslands miðstöð handritarannsóknanna. Og því er alveg sleppt að það eru fyrst og fremst íslenzkir vísindamenn, sem unnið hafa að rannsóknum á hand- rítunum og útgáfu þeirra í Ámasafni ,en ekki danskir. Xdlaga prófessors Ross og Berlingske Aftenavis um að skjóta málinu til Alþjóðadómstólsins í Haag til úr- uusnar er jafn furðuleg. Sá dómstóll dæmir aðeins í milliríkjadeilum. Um slíka deilu er ekki hér að ræða. fsiendingar vefengja ekki lagalegan rétt Dana í málinu, s'-’o dómstóllinn á hér enga lögsögu. Politiken bendir réttilega á það í ritstjómargrein fyrir nokkru, að hinir 'lónsku vísindamenn hafi haft þrjú ár til þess að taka uyndir af handritunum Sá tími ætti að nægja, því alkunnaer, að við rannsóknir má notast við slíkar mynd r jafnvel og handritin sjálf. Þess vegna er engin burst iregin úr nefi dönsku vísindamannanna með afhend- ngu handritanna. íslendingar treysta því að víðsýni danska þingsins og dönsku þjóðarinnar verði hér yfir- «íerkari þröngsýni’ hinna rykföllnu dönsku fræði- manna. Sigrún Jónsdóttir með NOVA-tríóinu. Björn Haukdal, Sigurður Guðmundsson og Friðrik Theódórsson Sigrún heim frá Noregi Syngur í Þjóðleikhiiskjulluranum Sigrún Jónsdóttir ar aftur heima. Hún er að byrja að syngja aftur fyrir islenzka dans gesti, f Leikhúskjallaranum, en undanfarin 4 ár hefur hún ver- ið í Noregi, sungið þar á mörgum beztu skemmtistöðun- um, m. a. á öðrum tveggja næt- urkiúbba Oslóar, Telle, og á geysifallegum stað í Frederik- stad, sem heitir Stabburet, en um Noreg hefur hún farið mjög víða. Fyrir helgina hitti blaðamað- ur Vísis Sigrúnu að máli í einu hléinu í Þjóðleikhúskjallar- anum. „Ég hef ekk; gert neinn samning um hvað ég verð lengi hérna,“ sagði hún, „en ég vona, að ég verði fram á vor eins og hljómsveitin, en samn- ingur hljómsvéitarinnar er tH eins árs. Það hefur verið af- skaplega ánægjulegt að vinna með strákunum“. Sigrún kvaðst kunna afar vel við sig I Noregi. Hún er gift norskum þotuflugmanni, Per Bakke, og nú eru þau búin að koma sér fyrir á 11. hæð í Austurbrún 4, með 5 börn sín, en kvartar yfir -að ibúð- kver um „Æskan og skógurinn" er heitj á mjög'snotrum og fagur Iega útgefnum leiðbeiningabækl ingi i skógrækt, sen) Bókaút- gáfa Menningarsjóðs hefur gef- ið fyrir unglinga. Höfundar að þessum bækl- ingi eru þeir Jón Jósep Jóhann- esson og Snorri Sigurðsson og hafa þeir skipt efninu i eftir- talda meginflokka! Inngangur, Nám í skólagarði, Starfað að skógrækt, Til minnis, 'Girðing- ar Skógrækt, Óvinir skógarins, Þetta land átt þú. Megintilgangurinn með þess- um fallega bæklingi er að vekja og glæða áhuga ísl. æsku á skógrækt og síðan að leið beina þeim um helztu undir- in sé of h'til og þurfi þau að fá sér stærri íbúð. Sigrún hefur komið fram í sjónvarpi og útvarpi oftlega í Noregi og unnið sér ágætt nafn sem söngkona. „En starfið er mjög þreytandi", sagði Sigrún, ,jekki sízt eins og það var í Noregi, eilíf ferðalög og flakk. Þess vegna líkar mér svo vel Samvinnuskólinn Bifröst var settur föstudaginn 2. október. Skólasetningin fór fram í hátíða sal skólans og hófst fel. 10 ár- degis. í skólanum verða í vetur 73 nemendur í tveim bekkjar- deildum, 34 1 fyrsta bekk og 39 í öðrum befek. Engin inntöku- próf voru haldin á þessu ári, þar sem svo margir nemendur skógrækt stöðuatriði sem nauðsynleg eru til að plönturnar dafni vel og eðlilega. Þetta er ekki aðeins kennslubók og handbók sem hver gróðurunnandi hefur gagn af og ætti ,að grípa oft til. Það er ekki úr vegi að mælast til þess að þetta bókarkver kom- ist inn á hvert sveitaheimili og meiri hluta kaupstaðaheimila á landinu. Svo holla hugvekju hef ur það að flytja. I’ bæklingnum er fjöldi teikn inga og ljósmynda og er hann prentaður á vönduðum mynd- hæfum papplr. Prentsmiðjan Hólar hefur prentað kverið og gert það með sérstökum ágæt- um. að vera komin heim til Islands aftur og setjast að á einum stað“. 1 Leikhúskjallaranum leikur nýtt tríó undir dansi. Það nefnist NOVA-tríó, allir hljóð- færaleikararnir eru þó vanir leik í þessum salarkynnum, en hafa aldrei verið saman í hljómsveit fyrr. Þeir eru: Sig- urður Guðmundsson, píanó, Björrt Haukdal, gítar, og Frið- rik Theódórsson, bassi. höfðu þegar tryggt sér skóla- vist á fyrra ári. Engin breyting verður á föstu kennaraliði skólans, en við skól ann starfa 4 fastráðnir kennar ar auk skólastjóra. Kennsla 1 hag nýtum verzlunarstörfum verður aukin verulega á þessum vetri. Skólastjóri ræddi í setningar ræðu sinni um breytingar á fræðslustarfsemi samvinnu- hreyfingarinnar. Bifröst — Fræðsludeild, sem staðsett er að Bifröst I Borgarfirði, mun hér eftir einvörðungu ná til skóla- starfsins. Á vegum deildarinnar eru nú Samvinnuskólinn og Bréfaskólinn. Þá vék skólastjóri að verzlun ar- og viðskiptamenntun í land inu. Benti hann á, að sú 'mennt un væri enn algerlega utan fræðslukerfisins. Stefna bæri að meiri festu og sundurgreiningu í verzlunar- og viðskiptamennt uninni. Til greina kæmi þrí- skipting í náminu: Verzlunar- nám gagnfræðastigs, framhalds deildir viðskiptamenntunar og slðast verzlunarháskóli. Loks benti skólastjóri á nauðsyn þess, að hefja kennslu á öllum stigum fræðslukerfisins í undir stöðuatriðum vísinda og tækni. Væri þetta mikilvægt, svo ekki myndaðist meira bil milli forns menningararfs þjóðarinnar og hinnar nýju tæknimenntunar, sem alls staðar sækir á og er óhjákvæmileg í nútíma þjóð- félagi. Hugvekja og fræðslu- Samvinnuskólinn áð BIFRÖST settur

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.