Vísir - 14.11.1964, Side 6

Vísir - 14.11.1964, Side 6
6 V1S IR . Laugardagur 14. nóvember 1964. Surtseyjarflug hefst á ný Fyrir réttu ári síðan hófst Surtseyjargosið. Fyrst sem neðansjávargos en , brátt stungu gigbarmarnir kolli 1 upp úr hafinu og um margra mánaða skeið spjó gígurinn ösku og sandi og myndaði | { stóra eyju — Surtsey — sem j nú er einn grunniínupunktur ís lenzku landhelginnar. Síðan varð allt rólegt í Surts ey og talsverðar líkur voru til þess að ágangur hafsins myndi eyða þessu nýja landi. F.n Surt ur var ekki af baki dottinn. Hraungos hófst í gígnum, og nú hefir hraunið runnið f marga mánuði og tryggt eyj- unni tilverurétt um ófyrirsjá- anlega framtíð. Nú, í tilefni af árs afmæli Surtseyjar, efnir Flugfélag ís- lands til Surtseyjarflugferða og hefir í þvi sambandi gefið sögu Surtseyjargossins út fjölritaða Pósfhús — Framh. at b!s. 16 urlandsbraut að Grensásvegi. Enn- fremur Grensásvegi að Miklubraut og byggðinni norðan Miklubrautar og austan Rauðarárstígs. Póststofan á Laugavegi 176 veitir alla venjulega póstþjónustu, tekur við almennum bréfum og bréfspjöldum t'il innlendra sem er- lendra viðtakenda, skrásettar sendingar, sendingar með árituðu verði, póstkröfusendingar og póst- ávísanir, hvort heldur er til inn- lendra eða erlendra aðila, en með tilskildum leyfum. Einnig verður þarna tekið á móti bögglum til innlendra og erlendra aðila. Að auki verður þar afgreiðsla póst- ávísana og póstkröfuávísana, sala á orlofsmerkjum og sparimerkiufn og afhending tilheyrandi bóka. Póststofan nýja er í mjög skemmtilegum húsakynnum og ber þar að lofa vinnu margra iðnaðar- manna, sem lagt hafa hönd á plóginn. Teiknistofa Skarphéðins lóhannssonar arkitekts teiknaði innréttingu, en smíðina sá hús- gagnavinnustofa Guðjóns Hall- dórssonar um. Lýsingu skipulagði Ólafur Björnsson, raffræðingur, en ' lampar eru smíðaðir af Stálum- búðum h.f., raflagnir frá Raftök- um h.f., flisalagnir frá Guð- mundi og Jóhannesi Björnssonum. stólborð og annar stálbúnaður frá járnsmiðju Gríms Jónssonar. Þá var allt gler unn'ið af glerslípun L dvigs Storr. Málningu fram- kvæmdi Valgarður Magnússon, málarameistari og loftræstingu lagði Blikk og Stál h.f. eftir teikn- ingu Kristjáns Flygenring, verk- fræðings. Útibússtjóri að Laugavegi 176 er Björn Björnsson, póstfulltrúi. 20 bækur á yfir þásund Flóð — Framh af bls 1 að koma upp byggingunni en ætlunin er að m. k. tvær viðbót- arbyggingar komi síðar. Barna hcimllið, sem tekur 56 börn alls, þar af 28 í leikskóla og um 30 á dagheimili er mjög myndar- legt og nýtfzkulegt í alla staði. Umhverfis bað er mjög skemmti legt, stórt leiksvæði og sá Reyn- ir Vilhjálmsson, skrúðgarðaarki- tekt um skipulagningu á bvi. Strax í byrjun var aðsókn miklu meiri en svo að hægt væri að sinna henni. Á barnaheimil- inu vinna 7 stúlkur, forstöðu- kona er Hólmfríður Jónsdóttir. og er áætlað að hver flugfar- þegi í Surtseyjarflugi fái eitt eintak ókeypis. Höfundur ritsins er Þorleifur Einarsson, jarð- fræðingur. Flugferðum til Surtseyjar verður hagað þannig, að flogið verður frá Reykjavík um það leyti dags að birtu tekur að bregða og verður eyjan og gos- ið skoðað í rökkrit Óþarft er að taka fram, hve tilkomumikil sjón það er, þegar glóandi ! hraun streymir úr gígnum, yfir eldra hraun og steypist fram af brúninni f hafið, en hvftir gufubólstrar þyrlast upp. Fargjöldum f Surtseyjarflugi verður mjög í hóf stillt: Far- | miðinn kostar kr. 500,00, en skólanemendum er veittur sér- ' stakur afsláttur og kostar far- miði fyrir þá aðeins kr. 450,00. Fyrsta ferðin til Surtseyjar verður farin laugardaginn 14. nóvember 1964 kl. 15.30. Síld — Framh af bls. 1. fyrir vestan land sé ekki nógu mikið síldarmagn fyrir allan flot- ann. Þess vegna ráðlagði ég mönn- um, sérstaklega á stóru bátunum, að halda áfram fyrir austan fram eftir hausti, því þar er sfld fram eftir öllu. — Fyrir vestan er dálftið magn af síld ög þessir bátar, sem veiða 40—50' mflur’ út af Jökli, hafa fengið góðan afla, en sfldin er stygg og stendur djúpt, eins og hún gerði raunar um sama leyti f fyrra Þá grynnkaði hún á sér undir jól- in, en þá var komið verkfall og ekki hægt að nýta það. Síldin get- ur svo sem eins og grynnkað á sér núna. Enn sem komið er, er þetta enginn uppgripaafli hjá bátunum, þótt þeir séu fáir, en það kemur á móti, að aflinn fer yfirleitt f vinnslu. — Pétur Thorsteinsson er í sfld- arleit á veiðislóðunum og er Jón Einarsson leiðangursstjóri. Héraðssaga Sval- barðsstrandar Nýlega er komið í bókabúðir mikið og merkilegt héraðssögu [ rit. Er það Saga Svalbarðs- strandarhrepps allt frá land- námstfð til þessa dags. Er þar að finna hreppssöguna ýtarlega skráða og auk þess frásögn af búendum á hverjum einasta bæ hreppsins. Fylgja myndir með þeim sfðustu, og prýða alls 220 Ijósmyndir bókina. Meðal þeirra eru myndir af öllum bæjum f hreppnum. Þetta mikla verk, hátt á fjórða hundr að blaðsfður, er skráð af Júlíusi Jóhannessyni, sem nú er búsett ur á Akureyri. Lætur hann þess getið að ekki hafi það verið ætlan sfn að handrit sitt yrði gefið út, en hreppurinn talið það sjálfsagt og haft vanda af útgáfunni. Bókin er prentuð f Prentsmiðju Odds Björnssonar, á mjög góðan pappfr, og er ail- ur frágangur jafn vandaður og maður á að veniast frá því for- lagi. Áskriftasöfnun að bókinni er hafin. Oddviti Svalbarðsstrand- arhrepps tekur á móti áskrift- Sigurður Benediktsson — býður nokkur betur. í gær var fyrsta bókauppboð Sigurðar Benediktssonar á þessum vetri haldið í Þjóðleikhúskjallaran- . urn. Uppboðið hófst kl. 5 og var þar fjölmennt að vanda. j Voru þarna boðnar upp um 120 | bækur og kenndi þar margra grasa. j Um tuttugu bækur fóru á þúsund ■og þar yfir. Tiltölulega dýrasta rit- j ið, sem var selt þarna hefur vafa- laust verið ljóðakverið Einfeld- ! ingur eftir Hjaita Magnússon, ; selt á 3100 kr., var það gefið út á ísafirði árið 1898. Er þetta 16 blað- síðna pési og hefur hann ekki ver- ið á bókamarkaðinum síðustu tvo áratugi og ekki komið fram á upp- boðum áður. Margt annarra fágætra bóka var þarna, t.d. ein bók með tíu af tólf ritum eða bæklingum Sveins Símonarsonar, sem lifði í Ame- ríku, eru þetta ljóðmæli og leik- þættir og mikill fengur fyrir safn- ara, þvi bókin er gjörsamlega upp- urin, þar eð skáldið þótti svo mik- ill leirbullari, að enginn vildi eiga bækur hans. Hæsta boðlð var í Annála Björns á Skarðsá, fágætt og dýrmætt verk. Prentað 1 Hrappsey 1774. Fór hún á krónur 8200. Aðalútflytjandi pólskrar vefnaðarvöru til fatnaðar. Sienkiewicza 3/5, Lódz, Pólland Sími: 285-33 — Símnefni: CONFEXIM, Lódz hefur á boðstólum: ★ Léttan sem þykkan fatnað fyrir konur, karia og börn. 4r Prjónavörur úr ull, bómull, silki og gerfi- þráðuni. ★ Sokka, allar gerðir. •k Bómullar- og ullarábreiður. ★ Handklæði „frotte“. ★ Rúmfatnað ir Hatta fyrir konur og karla. ir Fiskinet af öllum gerðum. ★ Gólfteppi ★ Gluggatjöld. Gæði þessara vara byggist á löngu starfi þúsunda þjálfaðra sérfræðinga og að sjálf- sögðu fullkomnum nýtízku vélakosti. Vér bjóðum viðskiptavinum vorum hina hag- kvæmustu sölu- og afgreiðsluskilmála. Sundurliðaðar, greinilegar upplýsingar geta menn fengið hjá umboðsmönnum vorum: ÍSLENZK ERLENDA VERZLUNARFÉLAGINU H.F. Tjarnargötu 18, Reykjavík eða á skrifstofu verzlunarfulltrúa Póllands, Grenimei 7, Rvík.

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.