Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 2

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 2
2 V1SIR . Fimmtudagur id. nóvember 1964. Lofsamleg ummæli um Þórólf Beck í skozkum dugblöðum: GóB jólagjöf til Rangers „LÍZT VEL Á Æ EA V — segir Hallsteinn Hinriksson, sem i Þórólfur Beck hefur und- anfama daga verið mjög tíðræddur í skozkum blöð- um og fengið mikið lof í mörgum þeirra. Desmond McGee hjá Scottish Daily Express segir þannig m.a.: „Einhvem veginn hef ég það á tilfinningunni að Þór ólfur Beck geti orðið bezta jólagjöf sem aðdáendur Rangers hafa fengið í fjöl- mörg ár“. Hann segir einn- ig frá því að Þórólfur hafi staðið sig með afbrigðum vel í fyrsta leik sinum með varaliðinu, hann hafi verið „Ranger út í yztu æsar“. en ég verð því betur undir það búinn að leika og vona að ég verði þess megnugur að sýna góð- an leik þá“, sagði Þórólfur við blaðamann'inn. 1 öðru blaði, Evening Times, kynnir Gair Henderson Þórólf fyrir lesendum I þætti sem kall- aður er „Sportrait" og fylgir falleg teiknimynd af Þðrólfi og ýmsar upplýsingar um hann og er honum mikið hrósað þar. Það var heldur lélegur dagur fyrir knattspyrnu og Þórólfur sagði við fréttamanninn áður en hann fór út á völlinn á Ibrox: „Er það nú veður til að „debutera"." Völl- urinn var allur í leðju eftir mikl- ar rigningar, en samt tókst Þórólfi að sýna góðan leik í stöðu hægri innherja, og skoraði glæsilegt jöfnimarmark fyrir Rangers. „Ég veit að ég verð að bíða eftir að fá tækifæri með a-liðinu, Auðunn Óskarsson — einn leikmönnum FH 1 kvöld. Þórólfur Beck í leik gegn Rangers í hittifyrra. Bréf til ifrróttasiðunnar frá Islendingi sem kvartar undan fram- komu islenzku OL-faranna. „Þeir tóku ekki ofan" Iþróttasíðu Vísis hefur borizt eftirfarandi bréf frá einum af lesendum blaðsins I Svíþjóð: Ég var að lesa viðtal við is- lenzku Olympíufarana. DAG- ENS NYHETER á ekki skiliö svona kveðjur eins og Ingi Þ. sendir þvf og Svíum. Ég sá það sama f sjónvarpinu, sem kollegar ykkar hjá Dagens Ny- heter. Islenzka sveitin heilsaði ekki Japanskeisara! Þeir gengu með hattana á hausnum fram hjá stúku keisara, gónandi f allar áttir. Allar aðrar þjóðir tóku ofan og gengu fram hjá keis- aranum með andlitið snúið að honum, eins og hver hermaður lærir að ganga fram hjá hers- höfðlngja. Hafi ísl. sveitin fellt fánann, sá ég það ekki, en alla vega tóku þeir ekki ofan og „sjokk- eruðu“ flelri ísiendinga hér í Stokkhólmi en mig með þvf að sýna kunnáttuleysi sitt í mannasiðum. — G. — kvöld mætir með „drengina sina" gegn dónsku meisturunum að Hálogalandi. 1 kvöld kl. 20.15 hefst að Hálogalandi keppni f hand- knattleik milli dönsku meistar- anna AJAX og FH. Er þetta raunar fyrsti leikur Hafnfirð- inganna á þessum vetri, og talsvert spennandi að sjá hvem ig þéir byrja veturinn. „Við vitum lítið um styrk- leikann á liðinu", sagði Hall- steinn Hinriksson, þjálfari FH, í stuttu viðtali við Íþróttasíð- una í gærkvöldi. Hallsteinn kvað „drengina sfna“ eins og hann kallar lið s'itt oftast, vera í góðri æfingu, sem hefði að vfsu truflazt nokkuð, þegar fþróttahúsið litla í Hafnarfirði var lokað á tímabili í haust. Hafa þe'ir einnig æft f Vals- heimilinu og á Keflavíkurflug- velli. „Mér lízt vel á AJAX“, sagði Hallsteinn, „og liðið fær of lítið út úr leik sfnum. Kannski mis- reikna þeir vallaraðstöðurnar hér á landi, Hálogalandssalur- inn allt of þröngur og Kefla- vfkursalurinn 6 ' metrum of stuttur. Ég er ekki kominn til að segja, að við sigrum í kvöld“, sagði þessi margreyndi þjálfari að lokum. Sétmaft ratgeymar fullnægja ströngustu kröfum sem gerðar eru um fyrstaflokks rafgeyma. Fjölbreytt úrval 6 og 12 volta jafnan pyrirliggjandi. SMYRILL Laugavegi 170. Sími 12260. J

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.