Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 7

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 7
V1S I R . Fimmtudagur 19. nóvember 1964 Hvað geríst að tjaldabaki á fíokksþingi kommúnista ? þann 20. þessa mánaðar ganga íslenzkir kommúnistar til þinghalds. Þá munu ráðast af- drif þeirra margslungnu og ó- raunhæfu samtaka, sem undan- gengin ár hafa kailazt Alþýðu- bandalagið. Við skulum athuga ofurlitið nánar hin ólíku sjónarmið for- ystumannanna, bæði þeirra, sem við síðustu „hreinsanir“ innan flokksins voru settir hjá og hinna, sem með vöidin hafa far- ið síðustu fjögur misseri. Jjingflokkur Alþýðubandalags- ins er saman cettur úr mörg- um ósamstæðum brotum, sem aldrei hafa átt neitt sameigin- legt nema nafnið — og illa þó. Hinn gamli kjarni íslenzka kommúnistaflokks'ins mun þegar á reynir og þegar er komið í Hðs, reynast seigastur til lífs. Innsti kjarni hans mun eiga að teljast Einar Olgeirsson, enda kallaður formaður samein'ingar- flokks alþýðunnar. En að honum standa dýpri rætur: Brynjólfur Biarnason, sá slóttugi skugga- valdur með barnshjartað, sem er tvímælalaust lang lærðastur hérlendis í hinum heilögu kenn- ingum Marx og Lenfns. En Brynj ólfur hefur ekki síðustu tvö ár- in átt sæti í miðstjórn flokks- 'ins. Skammsýnir en frekjufrakk- ir unggæðingar boluðu honum burt með þeim eina hætti, sem aldrei verða slíkum spekingum endanleg örlög: afli atkvæðanna. Vitanlega nutu þeir aðstoðar æði valdasjúkra eldri manna, sem næstu daga munu iðrast fáráða sinna. Auðvitað hefðu íslenzkir sósi- alistar löngu átt að gera Brynj- ólf Bjarnason að óskeikulum páfa sínum, en þar gægjast á gáttir illa afmáanlegar skapgerð areindir, sem torráðnar verða. Þá hefði a. m. k. aldrei komið til þes: fágæ'. gönuhlaups barnabókaþýðandans vestan af Isafirði, sem næstum hefur tek- izt að fá hálfa verkalýðshreyf- ingu til að trúa firrum sínum. Við sama tækifæri var dygg- ustu fylgismönnum Brynjólfs bolað úr m'iðstjórn. Þeir fjöl- mörgu aðiljar hafa hips vegar ótrúlega bakvaldaaðstððu innan flokksins vegna gamalla tengsla, sem órofin hafa verið um ára- tugi og með beinura hagsmun- um t. d. í sambandi við eignir, sem eru meðal brýnustu lífs- forsendna flokksins og hluta- bréf undir iýðræðisvernd eigna- réttarins og því ókleift að reka sömu aðilja til að gefa slík ver- aidleg hnoss frá sér t'il andstæð- inga, sem bolað hafa þeim úr valdastöðum með einföldum meirihluta. Þessar rökréttu staðhæfingar sönnuðust áþreifanlega á fjöl- mennum fundi I Sósíalistafélagi Reykjavíkur s.l. sunnudag. þar kom fram, að hver einasti leyniþráður Brynjólfs Bjarna sonar reyndist hið traustasta haldreipi. Nákvæmlega 52 full- trúar voru kosnir á flokksþing- ið, sem hefst hinn 20. þ. mán., ^ eftir að Brynjólfur hafði meira að segja aðgætt, hvernig heilsu nokkurra þeirra myndi verða háttað þann sama dag og næstu eftir. Margir undarlegir hlutir gerðust fle'iri: Sjö einstakling- ar — fram bornir af form. flokksins sjálfum Einari Oigeirs syni — voru stráfelldir út, eftir að Bry Jáifur hafði rætt eins- iega v'ið einn mann f allra aug- sýn. Þó var fáránleg — en þó fyrirfram skipulögð út í æsar — uppreisnartilraun Inga lögmanns Helgasonar, þegar hann bar Brynjólfur Bjarnason fram nokkra aðilja, sem æðsta ráð Brynjólfs hafði þegar á- kveðið útlæga að vissu marki. Kyndugheit verknaðar'ins verða enn augljósari, þegar að er gætt þeim sannleika, áð fyrir einlæga þrábeiðni Einars Olg. fyrir fund inn, hafði Brynjólfur samþykkt Inga lögmann til þingsins og jafnvel síðar í miðstjórn, enda kom andstaða hinna óbreyttu fiokksliða mjög skýrt fram í út- strikunum, sem nær urðu hon- um að falli á "innudaginn. En Brynjólfur veit, að Ingi R. er góðmenni í raun og hefur auk þess stóraukið fylgi flokksins f kjördæmi sínu og mun ein- hverra hluta vegna halda áfram að auka það. Óvinsældir hans meðal óbreyttra flokksmanna stafa hins vegar af öfund vegna velgengn'i á sviðum æðri fjár- mála hins kapitaiiska þjóðfé- lags. JTyggjum nú dálítið að hinum A djúpstæða ágreiningi, sem ríkir með þeim sjálfum Einari og Brynjólfi. Einar Olgeirsson Vill leggja ýmislegt t'il hliðar af kenning- um Brynjólfs og lærifeðra hans a. m. k. um hríð og reyna að fá Alþýðuflokkinn til samstarfs á mjög breiðum grundvelli og beita þar fyrtr sig Alþýðu- bandalaginu. Vissulega yrði það nokkuð öflugt f framkvæmd. ef saman eru reiknuð atkvæðin. sem þessir aðiljar fengu við síðustu kosningar. En slík sam- vinna má heita óhugsandi, þótt hún stand'i anzi björt fyrir næm um hugarsjónum Einars Olgeirs. sonar. Brynjólfur telur slfkt atferli hins vegar jaðra við dauðasynd út frá kenningum hinna vísu feðra og eigin hyggjuviti og hef ur þar margt t'il síns máls sem Einari tekst ekki að hrekja. Dyggir og áhrifaríkir aðiljar inn an flokksins munu fylgja Brynj- ólfi áfram, hvað sem á dynur og má telja Eggert Þorbjamar- son, Jón Rafnsson, Stefán Ög- mundsson, Gísla Ásmundsson, Steinþór Guðmundsson, Halldór Jakobsson, bræðurna Einar og Kristin Andréssyni og Jón Gríms son, innsta hring þess æfða liðs. Allir þesstr aðiljar hafa ótrú- lega sterka aðstöðu vegna ná- inna kynna af flokknum sjálf- um og óbreyttum kjósendum og hinna beinu hagsmuna sjálfra sín. ♦ T itum nú til fleiri horna í þess- um skemmtilega pólitfska skollaleik innan Alþýðubanda- lagsins. Hannibal Valdimarsson hefur fengið köllun til þess starfs að leiða Alþýðubandalagið fram til s'igurs f íslenzkum stjórnmálum. Nær er þó séð fyrir endann á þeirri herferð. Leitt er fremur til þess að vita, að enn einu sinni skuli G'ils Guðmundsson horfa á eftir sjálfum sér út úr grjóthýsinu við Austurvöll. Gils er nefnilega alls enginn ævintýramaður, þótt mönnum hafi tekizt að mis- nota traust hans og meðfædda gætni sjálfum þeim til fram- dráttar. Enn mun það samt tak- ast og fylgist hann með Hanni- bal. Óbein fjölskyldutengsl Ragn- ars Arnalds og vissra afkom- enda Hannibals, laða þennan fjörmikla, gamansama, virðulega þingmann til fylg'is við hugar- flug Hannibals. Þar sem Björn Jónsson er til þings kominn fyrir atbeina verkamánna á Akureyri, hefur honum fram að þessu litizt Hann'ibal gjörvilegastur leiðtogi sinn; en þó benda vissir hlutir, að tjaidabaki á Alþýðusambands þingi til þess að þangað nái líka kænskuvefir Brynjólfs Bjarnasonar. Sá þingmaður Al- þýðubandalagsins, sem erfitt verður að staðsetja nokkurs staðar í þessum riðluðu fylking- um, Lúðvík Jósefsson. Hann er nú líkt og maður, sem tekið hefur sér stöðu á báðum börro- um gjár, sem gliðnar í sífellu. Vonandi bjargast hann úr þeim háska. Þeir þingmenn bandalagsins, sem ónefndir kunna að vera, sklpta ekk: máli sem veruleg öfl í þessum grimmu átökum ♦ A f þessu stutta yfirliti má glögglega sjá, að innan þing- flokks Alþýðubandalagsins ríkir nú svo margþættur og djúpstæð ur málefna. og persónuágrein- ingur, að úr þessu verður hann ekki jafnaður sársaukalaust fyr- ir einhverja að'ilja. Því færi svo, að ef Hannibal Valdimarsson, Gils Guðmunds- son, Ragnar Arnalds og Björn Jónsson og þau samtök, sem að baki þeim standa að afstöðnu Alþýðusambandsþingi, þar með líka talin stofnunin Þjóðvörn, mynduðu nýjan flokk, yrði það á eindæmi þessara aðilja. Sóstal- istaflokkurinn sem slíkur myndi í standa utan þeirrar smíði. ' Flokksþing það, sem í hönd fer, mun leiða tii samvirkrar forystu Einars og Brynjólfs. Lúðvík Jósefsson er hin óþekkta stærð; enda á Brynjólfur ekki auðvelt að fyrirgefa honum stuðning- inn Við SÍA-piltana fyrir tveim árum. Það, sem Brynjóifur Bjarna- son veit að gerast myndi við næstu þingkosningar, eru þessir ótrúlegu hlutir: Sjálfur myndi Hannibal vit- anlega geysast fram á Vestfjörð um í þe'im einbeitta krafti blekk ingarinnar, sem hann hefur til- einkað sér erfiðislítið. Andstæð- ingur hans mynd'i iíklegast verða Sigurður Thoroddsen, sem eftir sem áður'mun fylgja Sósíalistaflokknum, þótt raunar hafi hvarflað að Brynjólfi að útiloka hann frá miðstjórn. Bæði vegna ættartergsia, gamalla vin áttubanda, tryggðar við flokk- inn gamla og eldfastar hugsjón- ir, mun þessi gamii þingmaður Isfirðinga kvarna a. m. k. 30—40% úr fylgi Hannibals, þótt í öflun þess liggi raunar ævistarf aðiljans. Núverandi for seti Alþýðubandalagsins væri því fallinn á eigin bragði. ' Hugsanlegt er alls ekki, að Ragnari Arnalds tækist að halda neinn'i einingu í röðum þeirra kjósenda, sem voru bakhjarl Áka Jakobssonar og Gunnars Jóhannssonar, enda verða sigl- firzku kommarnir alltaf gall- harðir kommúnistar þriðja ára- tugs aldarinnar. Þarfnast það ekki skýringa. Á Akureyri fær'i Björn Jóns- son fram fyrir Hannibal og Co. Líkast til næði hann kosningu. Þó er það ekki öruggt þessa dagana, ef næðist til eins af þrem nánustu samstarfs- mönnum hans um árabil — eins og líkur benda til, að Einar Olgeirsson. Brynjólfsmönnum á Alþýðu- sambandsþingi hafa langt til tekizt. Teljast hlýtur afar hæpið að Lúðvík Jósefsson færi fram fyr- ir annan aðiljann og valda því m. a. áðurgreindar ástæður. Þar er fylgið honum svo persónu- bundið að telja má óhugsandi þingsæti öðrum hvorum. í höfuðborginni færu fram tveir pólar: Einar Olgeirsson með Brynjólf Bjarnason mjög næst sér. Fyrir Hannibalistum fær'i Gils Guðmundsson og er hæpið að Edvarð Sigurðsson fá ist honum til samfylgdar. Kjarni gömlu kommúnistanna í Reykja. vfk er svo samgróinn og traust- ur, að úr honum myndi jafnvel Gils kvarna minna en Edvarð. Líkast til nægði þó hinn algjöri klofningur til að hindra kosn- ingíi manns í Reykjavík. Af þessu stutta yfirliti á flókn um kænskuvefjum, má vel sjá, að takist núverandi þ'ingmönn- um Alþýðubandalagsins ekki að ná yfirhöndinni á næstu dög- um og vikum, munu hinár öfl- ugu vakningastefnur beggja að- eins koma e'inum manni á næsta Alþing. Vitanlega leiðir þetta til þeirr- ar sjálfgerðu og löngu skipu- lögðu niðurstöðu, að sá marg- þætti tvískinnungur, sem AI- þýðubandalag'ið hefur þrifizt af frá stofnun. reynist því hin iHa forsenda áframhaldandi tilveru sem afl í þjóðmálum íslendinga. Eimi slasaðist annar strauk 17. þ. m. s!a„aðist skipverji um borð í b.v. Jóni Þorlákssyni, þar sem hann var að veiðum vestur undan Jökli. Hinn slasaði, Andrés Straum- land, hafði hlotið allmikil höfuð- meiðsli, kjálkabrotnað m. a. er hann var að vinna við topspilið aðfaranótt þriðjudag s.l. Skipið hætti strax veiðum og hélt til Reykjavíkur. Hingað kom það um fjögurleytið f fyrradag og ráðstafanir áður gerðar til að taka á móti hinum slasaða og flytja í sjúkrahús. En á meðan á því stóð ætlaði annar skipverji á botnvörpungnum að nota tækifærið og strjúka í land, Yfirmenn á skipinu hand- sömuðu hann þó á flóttanum og kvöddu lögregluna sér til að- stoðar. Lögreglan tók manninn í vörzlu sína og að því búnu voru útgerðar- stjóri Bæjarútgerðarinnar og lög- fræðingur hennar kvaddir á vett- vang. Töldu þéir manninn ofan af þessu tiltæki sínu, því ella bakaði hann sér mikla ábyrgð með þvl að hlaupast á brott áður en ráðn- ingartími hans væri á enda og um leið vinnufélögum sínum og útgerðinni í héild óþægindi. En þegar þessu stríði við manninn var lokið og koma átti skipverjanum út í skipið á nýjan leik var það allt bak og burtu — hafð'i siglt til hafs á meðan. i Tvær nýjar bækur frá Heímskringlu Tvær nýjar bækur eru komnar út á forlagi Heimskringlu. Heitir önnur „Púnktur á skökk- um stað“ og er eftir Jakobínu S'igurðardóttur. En hin heitir „Lágnætti á Kaldadal", ljóða- bók eftir Þorstein frá Hamri. „Púnktur á skökkum stað“ er skáldsaga en Jakobína hefur áð ur gefið út nokkrar bækur. V

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.