Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 3

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 3
VI S IR . Fimmtudagvir 19. nðvember 1964 3 \ Alþýðusambandsþing hefur nú staðið í nokkra daga og fer að Ijúka. Þingið hefur verið fremur rólegt miðað við hin stormasömu þing undanfarinna ára. Mun samkomulag verkalýðshreyfingar- innar við ríkisstjórnina, hið svo- nefnda júní-samkomulag, eiga stærsta þáttinn í þeim friði, er skapazt hefur um verkalýðshreyf inguna undanfarið. En enda þótt friður hafi verið á yfirborðinu vestur í KR-húsi við Kapiaskjóls- veg, hefur þó verið talsverð ólga undir niðri. Það hefur ríkt óvissa um næstu sambandsstjóm og stöðugir samningar verið á bak við tjöldin milli foringja þingsins. ☆ Ljósmyndari Vísis hefur verið á ferð vestur í KR-húsi og tekið noklcrar myndir af þingfulltrúum. Birtir Myndsjáin í dag árangur- inn. Sem sjá má, eru hér bæði myndir af þingfulltrúum I sætum sinum, svo og þar sem þeir ræð- ast við á göngum, er þreytan seg- ir til sín eftir Ianga setu á þing- bekkjum. Þingfulltrúar þurfa mik- ið að stinga saman nefjum ,ekki hvað sízt foringjamir. ☆ Fulltrúar utan af landi: Benedikt Þorsteinsson frá Jökli á Homafirði, Guðmundur Bjömsson frá stöðvarfirði, foringi Framsóknarmanna á Al- þýðusambandsþingi og Steingrímur Bjamason frá Verkalýðsfélagi Reyð- arfjarðar. Hermann Guðmundsson, formaður Hh'far í Hafnarfirði, og Eggert G. Þorsteinsson frá Múrarafélaginu. Fulltrúar Sjómannafélags Reykjavíkur og Verkavennafélagsins Framsóknar sitja hér hlið við hlið. Hér sjást talið frá vinstri: Pétur Sigurðsson, ritari Sjómannafélags Reykjavíkur, Helga Guðmundsdóttir frá Framsókn, Jóna Guðjónsdóttir, formaður Framsóknar og Jóhanna Egilsdóttir, fyrrverandi formaður Framsóknar. Guðrún Norberg frá Flugfreyjufélagi íslands, Jóna Magnúsdóttir, Ragnheiður Sigurðardóttir og Anna Maria Sigurbjörnsdóttir frá Iðju. □

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.