Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 8

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 8
8 V í SIR . Fimmtudagur 19. nóvember 1964. VISIR Otgefandi: Blaðaútgáfan VISIR Ritstjóri: Gunnar G. Schram Aðstoðarritstjóri: Axel Thorsteinson Fréttastjórar: Þorsteinn Ó. Thorarensen Björgvin Guðmundsson Ritstjórnarskrifstofur JLaugavegi 178 Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3 Askriftargjald er 80 kr. á mánuði I lausasölu 5 kr. eint. — Simi 11660 (5 línur) Prentsmiðja Visis — Edda h.f. Hagur menntaskólanna Nýbyggmg Menntaskólans í Reykjavík hefur nú ver- ið tekin í notkun. Bætir hún úr mjög brýnni þörf á auknu húsnæði. Nú er kennt á vegum skólans á sjö stöðum í borginni og sést af því hver húsnæðisskortur hans er. Sætir hann reyndar engri furðu. Skólahúsið gamla er nú 90 ára en nemendur brátt eitt þúsund í skólanum. Sá fjöldi sýnir hver nauðsyn það er að byggja nýjan menntaskóla hér í Reykjavík enda telja Norðmenn að einn menntaskóla þurfi fyrir hverja 25 þúsund íbúa. Og nemendafjöldi menntaskólans er fyrir löngu kominn upp fyrir það sem æskilegt er talið í einum skóla, en það eru um 400 nemendur. Er því ugljós nauðsyn nýs menntaskóla hér í borginni. iandinu eru nú fimm skólar sem útskrifa.stúdepta. N’ú liggur fyrir Alþingi frumvarp' um stofnun nýs menntaskóla á Eiðum og rætt er um nauðsyn mennta- ;kóia á ísafirði. Ugglaust þarf með tíð og tíma að stofna|mepntaskóla á þessum stöðum. En erfitt er að sjá að á þvi' liggi í bráð. Á ísafirði eru t. d. ekki nema 5 landsprófsnemendur. Þó er það alkunna að kennara- kortur hefir reynzt mikið vandamál t. d. á Akureyri. denntaskólinn að Laugarvatni er enn of lítill, telur ekki íema rúmlega 100 nemendur. Sanni nær væri að búa oetur að honum þannig að hann gæti tekið við allt að 300 nemendum á næstunni. Þess vegna er það nauð- synlegra að stækka þann menntaskóla og byggja nýjan bér í Reykjavík — og tryggja kost sérhæfs kennara- liðs áður en hafizt verður handa um byggingu fleiri menntaskóla úti á landi. Stefnulaus flokkur „HVARF SlRA ODDS Á MIK LABÆ“ ¥jað var eins og vera bar að þetta kvæði Einars Bene- diktssonar væri flutt í útvarpi á aldarafmæli hans. Þegar undan er skilinn hinn undur- samlegi fánasöngur hans, sem á slnum tíma greip hvert ís- lenzkt hjarta og þjóðin beinlmis elskaði, hefir efalaust ekkert kvæða hans snortið hana jafn- djúpt sem þessi kyngimagnaði tröllasiagur, ortur „út af því, sem ég mundi vilja kalla sann- sögulegustu þjóðsöguna", sagði Jónas Guðlaugsson. En Einar sagðist sjálfur hafa farið eftir þeim sögnum, er hann nam af munni manna, Skagfirðinga og snnarra, en ekki eftir þvi sem prentað hafði verið — f Þjóð- sögum Jóns Árnasonar og ann- ars staðar. Kvæðið var fyrst prentað f .7 ..nnanfara, septem- berblaðinu 1891, en næst, örlít- ið endurbætt, Sögum og kvæðum 1897. Það ber af öll- um þeim kvæðum er Við> eig- um um svipuð efni. Gláms- kvæði þeirra Gríms og Matthi- asar eru góður skáldskapur, en þau þola ekki samanburð við þetta kvæði Einars. Ekki var það allt gullvægt sem útvarpið flutt’i við betta tækifæri til þess að beiðra minningu Einars Benediktsson- ar, og nokkurs inisskilnings gætti í sumu því, er vikið var að þessu kvæði og að myrk- fælni F.inars, sem sannast að Og Vitanlega var það ekki ann- að en bull þegar sagi var að hann hefði dæmt þingeysku stúlkuna sem fyrirfór sér og svo margar marklitlar sagnir hafa spunnizt um Hennar rauna saga á ekkert s.kylt við þetta kvæði eða það við hana. Ég hefi verið hvattur til þess að gréina frá því, sem ég fyrir tilviljun veit um tilorðningu kvæðisins, og eftir íhugun tel ég rétt að gera svo. Ég hafði frá barnæsku hrit- izt af kvæðum Einars, þar á meðal þessu tiltekna kvæði, er var eitt hinna fyrstu sem ég las. Veturinn 1909—10 var ég Einar Benediktsson. til húsa hjá Katrínu Einars- dóttur, móður Einars, og okk- ur varð skiótt vel til vina, enda þótt mér hefði verið spáð öðru er ég flutti til hennar. Henni var ljúft að minnast hans, og ekki leyndi það sér, að með réttu var hún stolt af honum. Hún var mikill persónuleiki og reyndist mér frábær drengur, svo að hennar minnist ég ávallt með hjartanlegri hlýju. Hún sagði mér að kvæðið um hvarf séra Odds hefði Einar ort er hann lá sjúkur á Friðriksspítala í Kaupmannahöfn, þá lofað að að leit öðruvísi á, og fyrir þrábe'iðni hennar þyrmdi hann þvi. „Það er mér að þakka að það kvæði er til“, sagði hún með mikilli áherzlu. iÁneitanlega er það lygasögu líkast að Einar hafi ætlað að tortíma þessu kvæð'i — og vekur grun um að mörgum góð- um kvæðum kunni hann að hafa tortímt. En orð móður hans verða ekki véfengd. Og hún sagði, að hann væri alltaf óánægður yfir að hafa þyrmt kvæðinu. Skiljið þetta hver sá er það getur. En úr þvi að ég hefi drepið á það, er mér þótti miður tak- ast um hátiðahöldin, má ekki síður víkja að hinu, sem vel var. Og að sjálfsögðu var það miklu meira. Það var eflaust vel að skáldinu væri reist minnismerki úr málmi, en ekkj fæ ég sé<5 að miklu máli skipti um það, og sannarlega ekki mestu. Meginatriðið er hitt, að við nemum mál hans og skilj- um; varðveitum orð hans, hugs- anir og hugsjónir til þess að l'ifa eftir þeim. Má vera að myndin hjálpi okkur til þess. En eins saknaði ég úr ágætum ræðum þeirra þriggja manna, er við afhendingu og afhjúpun myndarinnar töluðu, og það var áminning Þorsteins Erl- ingssonar „Gakktu’ honum aldrei í gáleys'i hjá, hann gleymdi” ekki landi né tungu“. Kannski var hún óþörf. Betur að satt væri, Þú hefir glimt við guð og fengið sigur. Þessi orð bókar- innar eru stór. En réttiiega skilin held ég að þau megi við hafa um það sem hæst bar af þvl sem min eyru námu við þessi hátíðahöld — svo miklu hæst. Ég missti af hinni fyrri útvarpsræðu Steingríms J. Þor- steinssonar, en hina síðari, um skáldskap Einars Benediktsson- ar, heyrði ég. Var nokkru sinni fyrr háð slík glíma við íslenzkt öndvegisskáld (og gleymum þvl ekki, að „guð er sá sem talar skáldsins raust”)? Ekki mér vitanlega. Ég sleppi þér ekki nema þú blessir mig, sagðl Jakob IVu mun sumum þykja ég vera kominn nokkuð langt frá því, er ég hóf mál mitt á. Ég sé það sjálfur, og skal nú fella seglið. En ekki þó án þess að hafa fyrst ýfir feg- urstu bæn Einars Benedikts- sonar: Guð verndi Iist vors máls og IsJands he'iður. Segir þú að hann fengi bæn- heyrslu? Ég segi hiklaust: Nei. Fulla bænheyrsu fékk hann ekki. Sn. J. j^ramsóknarflokkurinn og málgagn hans hafa reiðzt því mjög að Vísir hefir nefnt flokkinn óþarfan og fært rök fyrir því. Ekki hefur Tímanum tekizt að sýna fram á það hvert sé hlutverk Framsóknarflokksins í íslenzku þjóðlífi í dag. Af því stafar reiðin. Sú var tíð að Fram- óknarflokkurinn taldi sig málsvara sveitanna. Nú er á daginn komið að flest hagsmunamál bænda voru lát- n dragast úr hömlu undir vinstri stjórn Eysteins og Hermanns. Það er viðreisnarstjómin sem kynt hefur undir byltingu í landbúnaðinum til betri vegar með stór hækkuðum afurðalánum, margföldum stofnlán- um, og jarðræktarstyrkjum, verðtryggingu útflutnings afurða og hröðum samgöngubótum í dreifbýlinu. f bæj- unum eiga menn ávallt jafn erfitt með að koma auga á nokkra ástæðu til þess að fylgja Framsókn að mál- um. Þess vegna missa menn traust á þessum gamla 'lokki með hverjum deginum sem líður. Hann skortir æði stefnu og hugsjónir: forsendurnar fyrir heilbrigðu þióðmálastarfi. BARNABLAÐIÐ ÆSKAN 65 ÁRA — er nú elzta blað landsins Barnablaðið ÆSKAN, sem gef in er út af Stórstúku íslands, varð 65 ára 5. október s. I. og er hún elzta blað landsins nú. Hefur verið unnið mikilvægt uppeldis- og menningarlegt starf með útgáfu hennar. Blaðið hefii frá upphafi vega verið ákaflega vinsælt og hefir upplag þess vaxið frá aldamótum ur 1000 í 11000. Grímur Engilberts hefir um ■ nokkur ár verið einn ritstjón blaðsins og unnið fyrir það geysi mikið starf, en frá upphafi hafa ýmsir mætir og sumir þjóðkunr ir menn starfað við blaðið. — Fyrsti ritstjóri þess var dr. Sig urður Júl. Jóhannesson skáld sem fluttist til Kanada og vann bar mikið starf sem lækn'ir, rit- stjóri og á fleiri sviðum Hann var ritstjóri blaðsins I 2 ár (1897 — 1899), en þá tók við Ölafía Jóhannsdóttir, eða þar til húr. eftir rúmt ár fluttist til Noregs. en aðrir sem hafa annazt rit- stjórnina eru: Hjálmar Sigurðs son, séra Friðrik Friðriksson. Aðalbjörn Stefánsson, Sigurjón Jónsson, Margrét Jónsdóttir, Guðmundur Gíslason, Guðjón Guðjónsson, Ólafur Haukur Árnason, Helgi Tryggvason og Heimir Hannesson, og nú Grfm- ur einn, sem fyrr var getið. Hugmyndina að útgáfu barna blaðs átti á sínum tlma Friðrik Hallgrímsson biskups Sveinsson- ar, síðar dómkirkjuprestur. Til afmælisblaðsins, sem fréttamönnum var fengið I hendur 1 fyrradag, er ákaflega vel vandað, en 1 það skrifa fjöjda margir stuttar greinar l þakklætisskyni fyrir holl áhrif Æskunnar á börn landsins, þeirra fremstur í flokkj Bjarni Benediktsson forsætisráðþerra. En Æskan hefir gert fleira fyrir börnin. Hún hóf 1930 út- gáfu úrvals bamabóka og hefir gefið út 113 slikar bækur, en hin fyrsta var Sögur æskunnar eftir Sigurð Júl. Jóhannesson. Jóhann ögm. Oddsson var framkvæmdastjóri útgáfunnar i meir en 30 ár. Hann lézt á þessu árl. Nýju bókanna verður getið nánar annars staðar. Vfsir öskar Æskunni til ham- ingju með afmælið. j

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.