Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 15

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 15
V1SIR . Fimmtudagur 19. nóvember 1964 15 JANE CAVENDISH: HUS TIL SÖLU Peter varð stöðugt tfðræddara um hve leiðinlegt væri, að eiga heima í smábæ eins og Coopersall. Þar vissu allir um allt, sem ná- grannarnir og jafnvel allir bæjar- búar tóku sér fyrir hendur, og ræddu um það — og það var engu líkara en þeir vissu meira um einkamál manns en maður sjálfur. Og þetta var aðeins einn af ókost- unum, sagði hann títt við Eileen, unnustu sína. Þegar hún var á heimleið frá fasteignasalanum, var hún farin að halda, að Peter hefði á réttu að standa. Þetta var dag- inn, sem hún loks hafði tekið á- kvörðun um að fara að hans ráð- um og selja húsið, sem hún var fædd og upp alin í — hafði búið í alla sína daga. — Þegar við giftum okkur, fáum við okkur íbúð í borginni, sem hentar okkur betur. Vitanlega hafði hann á réttu að standa Nú var faðir hennar látinn og hún hafði erft húsið. Og sann- ast að segja vissi hún ekki hvað hún gat gert við það. Húsið var „gamaldags" og engin von til þess, eins og Peter sagði, að ung hjón nú á dögum gætu sætt sig við að búa í svona húsi. Hún hafði þvl 'gert það, sem skynsamlegast var, og farið að ráði unnustans, og stigið fyrsta skrefið til þess að selja hús- ið. Þetta hafði vitanlega kvisazt — en fólk hafði 1 rauninni enga ástæðu til þess, að horfa á hana ásakandi augum, eins og henni fannst það gera. Og ýmsir höfðu minnzt á þetta við hana. Fyrst var það Simon gamli Col- lard, fasteignasalinn, sem stöðu sinnar vegna hefði átt að vera him- inlifandi, yfir að fá hús til að selja. Simon hafði verið góðvinur föður hennar og hann hafði sagt: — En, væna mín, eruð þér nú alveg viss um, að þér viljið losa yðúr við Grey Timbers? Og næst var frú Grayson, sem hún hitti rétt á eftir: — Það er þá satt, sem ég hefi heyrt. Þér ætlið að selja, en ég sagði fyrst, er ég heyrði það: Kem- ur ekki til mála. Eileen Bentley sel- ur ekki hús föður síns — húsið, sem hefir verið eign ættarinnar í f jóra ættliði, Ég sagði ... Eileen hafði sem sé uppgötvað áður en hún tók fullnaðarákvörð- unina um að selja, að allur bær- inr. vissi, að hún ætlaði að selja, — og þetta staðfesti það, sem Peter hafði haldið fram. Og þó var það hennar einkamál hvort hún seldi éða ekki. — Peter hafði á réttu að standa. Coopersall var gömul „slúð urhola", þar sem smáborgaralegur FRAMMH ALDSSAGÁ hugsunarháttur ríkti, og nú var hún glöð yfir, að hann hafði sannfært hana um það. Að sjálfsögðu yrði það að vissu Ieyti þungbært að verða að flytja úr Grey Timbers, því að hún átti svo margar góðar minningar þaðan.en svo hugsaði hún sem svo, að þegar hún væri búin að slíta sig upp þaðan með rótum, yrði hún fegin. Peter var I rauninni tillitssamur og framsýnn, og það var um framtíð þeirra, sem hann var að hugsa. — Ég skil það, að það er ekki hægt annað en þykja vænt um hús ið, sem maður er fæddur og alinn upp I, en það geta fæstir búið I sln- um gamla heimaranni alla ævina. Menn verða að brjóta allar brýr að baki sér — og þegar það er gert, er mönnum léttir að þvl. Þegar við erum gift og höfum setzt að I Lon- don, muntu fyrst reyna hvað það er að lifa lífinu ánægjulega . . . Og nú var svo komið, að henni veittist auðveldara að hugsa til framtlðarinnar, og sætta sig við að selja húsið, og að aðrir flyttu inn I það. Húi. sá konu bankastjórans á gangstéttinni hinum megin við göt- una og hélt hratt áfram eins og hún væri að flýta sér, til þess að hindra að hún færi að kalla I sig. Og svo sá hún prestsfrúna álengdar, en hún hafði stungið upp á því við Peter, sem var arkitekt, að breyta innréttingunni I Grey Timbers, gera þar íbúðir, og Eileen hafði litizt vel á uppástunguna — þar til Peter hafnaði henni. Undir venjulegum kringumstæðum mundi Eileen hafa staldrað við og rabbað smástund við þessar konur, en I dag var hún ekki I skapi til þess að svara fyrir- spurnum þeirra. Það marraði í hjörum, þegar hún opnaði hliðið heima, og þetta marr fór I taugarnar á henni. Og hún leit upp og virti fyrir sér stóra grá- málaða húsið sitt, með útskornum bríkum yfir gluggum. Svo flýtti hún sér gegnum ávaxtatrjágarðinn og fór stíg, sem lá að bakdyrunum. Við enda garðsins var gamalt hús, sem fyrirskipað hafði verið að rlfa fyrir löngu, en I því bjó gömul kona, Emily Mo’rtimer, og harðneit- aði að flytja. Og einhvern veginn fannst Eileen að hún gæti ekki hugsað sér að Emily gamla ætti heima neins staðar annars staðar. Coopersall væri ekki lengur sami bær, ef hún væri hrakin burtu. Frá barnæsku hafði heimili Emily verið sem annað heimili fyrir Eleen. Hún hafði verið hjú föður hennar — og meira en það, vinur þeirra, ein fjöl- skyldunnaf. Hún var einföld, góð sál, og hún kom enn daglega I Grey Timbers til þess að elda mat- inn. Og ef nokkur gæti verið von- svikinn út af þvl, að Eileen ætlaði að selja, þá var það Emily. En gamla konan horfði á hana mildu, rólegu augnaráði, og áður en hún sagði’ henni hvað gerzt hafði, sagði hún: — Þá ert þú búin að ákveða að selja, Eileen? - Já. — Það var víst ekki annað hægt, sagði Emily. Enginn vill lengur svona stórt hús og þú gætir ekki búið hér Peter Harrow ... Hvernig vissi hún, að Peter ...? En Emily skildist svo margt, án þess að henni væri sagt neitt, og hún hafði haft á tilfinningunni, að Peter mundi aldrei una þarna. Hann væri of mikill nútímamaður og efnishyggjumaður til þess að vilja búa annars staðar en I stór- borginni. Og Eileen hugsaði um, að I hans augum var húsið bara stórt, óhentugt hús, I afskekktum smábæ. Og hann hafði á réttu að standa. Húsið var of stórt og ó- hentugt. Emily fór að búa sig undir að hella upp á könnuna. Eileen veitti þvl athygli, hve stirðlegar hreyfing- ar hennar voru, er hún gekk fram og aftur á hörðu, flísalögðu gólf- inu. Nú, þegar húsið yrði selt, yrði hún að leita annarrar atvinnu, — þá yrði lengra að fara fyrir hana, gamla og gigtveika. Það var eins og hún læsi hugs anir Eijeen: — Vertu ekki að hafa áhyggjur af mér, Eileen. Ég verð að fara héð an I haust hvort eð er. Þá ætla þeir að láta slag standa — og rífa húsið. — En Emily, hvað geturðu gert? — Ég veit það ekki, barnið gott, en guð veit það. Þegar einar dyr lokast, opnast aðrar, segir máltæk- ið. Og guð opnar einhverjar fyrir tftig,l"Viertuíiviss. Eileen gat ekkert dottið I hug til svars, en hún hugsaði á þá leið, að ef hún seldi ekki Grey Timbers, gæti hún lofað henni að búa I hús- inu hjá sér. Emily Mortimer hélt áfram ró- legri röddu: — Guð hefir ekki gleymt mér, — kannske það hafi verið meðfram mln vegna, að spor unga læknisins Wheelers, lágu hingað. — Wheeler læknir? Þú átt við þann, sem er búinn að taka við af Gaskell lækni? — Kemur heim. — Ég hefi ekki séð hann. Þér geðjast vel að honum, heyri ég. — Hann er einstakur, og hann virðist vera á góðum vegi að lækna mig af gigtinni. Þegar hann sá húsa kynnin mln, skipaði hann mér að flytja þegar. Gigtina hefði ég feng- ið af að búa þarna. Ég fór að hlæja. — Flytja, læknir, sagði ég. Hvert ætti ég að flytja? Eileen lagði frá sér bollann. — Já, hvar, Emily? Tillit augna gömlu konunnar var óttalaust. — Ég fer þangað, sem góður guð sendir mig. Vertu ósmeyk, Eileen. Hann lætur allt fara vel fyrir mér. Þegar Eileen var nýkomin inn heyrði hún að tekið var I taugina, sem gamla dyraklukkan var fest við. Ungur maður stóð fyrir dyrum úti, rauðhærður, með gleraugu. — Hann var klæddur gömlum jakka úr ullarefni og gráum buxum, en það fór ekki fram hjá henni hvér hreinleiksbragur var á honum. Hann hélt á papplrslappa I hend- inni. - Ég er hérna með leyfi til þess að fá að líta á húsið — Svo fljótt? Orðin voru komin yfir varir henni áður en hún vissi af. Hún var þannig á svipinn, að augljóst var að það vakti sérstaka athygli hennar, hve fljótt var spurt um húsið. TIL SOLU Sbúðir í smíðum: tréverk 5 herb. endatbúð I Háaleitishverfi, tvennar svalir, bílskúrsréttur. 5 herb. íbúð við Fellsmúla um 117 ferm. 5 herb. íbúð 1 Hlíðunum 1 tvíbýlis- húsi sér hitaveita, bílskúrsréttur Fokheldar Ibúðir 6 herb. íbúð við Nýbýlaveg um 154--ferm uppsteyptur bllskúr. 5 herb. fbúðir á Seltjarnarnesi um 130 ferm.. múrað útan, bllskúrs réttur 4 herb. íbúð við Miðbraut um 100 ferm., hitalögn komin, innbyggð ur bllskúr. 3 herb. fbúðir við Kársnesbraut, hús Inu skilað múruðu og máluðu að utan. 3 herb. Ibúð við Nýbýlaveg um 90 ferm. að öllu leyti sér. Einbýlíshús, fokheld 1 Garðahreppi um 143 ferm. á einni hæð. 2 stofur, 4 svefnher bergi, eldhús, bað þvottahús, geymsla. uppsteyptur bllskúr, verður skilað múruðu og máluðu að utan. Einbýlishús i Kópavogj um 190 ferm. á einni hæð, bílskúr fylgir J:n Ingimarsson lögm. Hafnarstr. 4, eimi 20555, sölum. Sigurgeir '"agnússon, kvöldsími 34940 T A R Z A N Bölbænir ættflokkanna sem þú hefur svipt hægri hendinni hvíla á þér Nikki. Fingur minn sera styður á gikkinn iðar af löngun Hárgreiðslu- og snyrtistofa STEINU og DÓDÓ Laugavee 18 3. hæð flyfta) Slmi 24616 Hárgreiðslustofan PERMA Garðsenda 21, slmi 33968 Hárgreiðslustofa Ólafar Björns dóttur. HATÚNl 6, slmi 15493. Hárgreiðslustofan PIROL Grettlsgötu 31 slmi 14787. Hárgreiðslustofa VESTURBÆJAR Grenimel 9. slmi 19218. I Hárgreiðslustofa AUSTURBÆJAR (Marla Guðmundsdóttir) Laugaveg 13, slmi 14656. Nuddstofa á sama stað__________ Dömuhárgreiðsla við allra haef | TJARNARSTOFAN Tiarnargötu 11 Vonarstrætls megin. slmi 14662______________\ Hárgreiðslustofan Asgarði 22. * jSlmi 35610. j Slmi 18615 Solvallagötu 72 Hárgreiðslustofan VENUS Grundarstlg 2a Simi 21777. HÁRGREIÐSLU STOFAN 1 mD Siný ÁSTHILDUR KÆRNESTEdB GUÐLEIF SVEINSDÓTTIR SIMI 12614 HÁALEITISBRAUT 20 til þess að hefna mannanna og drengjanna, sem þú hefur limlest þannig. Ráðagerð ykkar að neyða friðsama ættflokka til þess að hlýða fyrirskipunum ykkar í þessu viðurstyggilega herbergi. Sönnun argögnin um þetta ógeðslega sam færi ykkur eru hérna öll og þeg- ar Vagabúndarnir koma þá hef ég vitni. GARÐASTRÆTi 6 úsið

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.