Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 4

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 4
4 V1SIR . Fimmtudagur 19. nóvember 1964. NÝBYGGING MENNTA- SKÓLANS í REYKJAVÍK bylting á fyrirkomulagi kennsluhúsnæðis hér á lundi í fyrradag bauð Kristinn Ar- i-.annsson, rektor, gestum þar á meflal Gylfa Þ. Gislasyni, mennta- málaráðherra og blaðamönnum að skofla hið nýja viðbótarhúsnæði Menntaskólans í Reykjavik. í lok síðustu heimsstyrjaldar var nemendafjöldi Menntaskólans í Reykjavík rösk þrjú hundruð Nú er hann þrefaldur eða rösk níu hundruð. Var því mikilla úrbóta þörf í húsnæðismálum skólans. Hin nýja viðbótarbygging, sem er við Amtmannsstíg er kjallari og tvær hæð'ir. Stærð þess er 5000 rúmmetrar og má tii samanburðar geta þess, að gamla skólahúsið er 4.450 rúmmetrar eða 550 rúmmetr um minna en þessi nýbygging. Sést af þessu að um mikta bygg- i ngarframkvæmd er að ræða. — Þetta er mikil bót á aðstöðu hvað snertir kennslu í vísinda- gre'inum sagði rektor við blaða- rnenn og ég þakka ríkisstjórn. En ég ber fram þá ósk og von að framhald verði á þessari bygging- arstarfsemi menntaskólanna, nem- / endafjöldi er svo mikill að lítt er viðráðandi, viS þurfum fle'iri nenntaskóla, þörfin er brýn. Nýbygging Menntaskólans í Reykjavík er sérstaklega gerð fyr- ir kennslu í sérgreinum, þ. e. nátt- úrufræðigreinum, efnafræði, eðlis- fræSf svo og kennslu í tungumá|- um. Er miðáð við að í þéssu skóla- húsnæði verði hægt að beita nýj- ustu tækjum og aðferðum ! þess- um kennslugreinum. Kennslustofur eru yfirleitt stórar, sumar helm- ngi stærri en í gamla skólahús’inu og er gert ráð fyrir 24 nemendum í hverjum bekk í þessum kennslu- 'stofum er fer kennsla að mestu fram sem verklegar æfingar við sér stakiega gerð vinnuborð. í nánum tengslum við kennslustofurnar eru gejrmslur fyrir kennslutæki og á- höld og jafnframt vinnuherberg'i kennara. Stofur með upphækkuð- um sætum eða auditoria eru tvær, — önnur er fyrir rúmlega 50 nem- ondur, en hin fyrir 27 nemendur. i stofum þeim. sem "tlaðar eru til tungumálakennslu, er gert ráð fyrir að koma fyrir tækjum til mála- kennslu, þar er e’innig bókasafn fyr- ir 3000 bindi, sem nemendur geta ; hagnýtt sér í sambandi v>ð nám sitt og lesstofa. f kjallara er fyrir huguð kaffistofa fyrir nemendur, fatageymsla, ýmsar geymslur og vinnustofur, aðstaða fyrir nemend ur t'il ýmiss konar starfsemi, svo sem ritstjóra skólabiaðs, myrkva- stofa í sambandi við ljósmynda- iðju nemenda og sitthvað fleira. Á efri hæð hins nýja skólahúss eru fjórar eiginlegar kennslustofur og einn fyrirlestrarsalur, sem rúmar 50—60 nemendur, þar sem m. a. geta farið fram sýningar bæði á kvikmyndum og skuggamynaum við mjög góðar aðstæður. Þá eru og lítil kennaraherbergi og geymsl- : ur. Á neðri hæð eru 3 stórar kennslustofur, kennarastofa og mörg lítil vinnu- og geymsluher- berg’i, Við ganga fyrir framan kennslustofur eru sýningarskápar fyrir ýmsa muni, sem kennarar vilja kynna fyrir nemendum, svo i sem. náttúrugripi, eðlisfræðiáhöld ! og sitthvað fleira. Augljóst er, þegar gengið er um ! stofur og ganga hins nýja skóla- húss, að þarna er um að ræða al- gera byltingu í fyrirkomulagi kennsluhúsnæðis hér á iandi, einn- ig er húsbúnajSur hinn nýtízkuleg- asti,, og 'tmá |eta hira i iþví :sam-4 bandi fyr'irkomulagsins á viij|j|boh8' um nemenda þar sem hægt verður að nota gas, vatn og rafmagn og liggja leiðsiurnar eða pípurnar frá kennaraborðinu. Einnig er gert ráð fyrir n jum aðferðum við mála- kennslu. Höfuðtilgangur þessa húss er að | i gera kleift að bæta kennsiuaðstöð-; una í gamla Menntaskólanum i Reykjavík. Hins vegar leys’ir þessi bygging ekki nema að nokkru leyti þörfina fyrir aukið skóla-húsnæði handa þeim, sem stunda mennta- i skólanám sitt í Reykjavík. Eins og | áður er sagt eru Við nám í Mennta- | skólanum í Reykjavík um 930 nem endur o" er það 30 nemendum fleira en var síðastliðinn vetur. Ástæðan til þess, að fjölgunin er þó ekki meiri, er vafalaust sú, að Kennaraskóli íslands hefur nú feng ið réttind’i til að útskrifa stúdenta og hafa því vafaiaust einhverjir nemendur, sem ella hefðu leitað í Menntaskólann í Reykjavík, inn- ritazt í Kennaraskólann. En fyrri reynsla sýnir, að skjótiega muni sækja í sama horf um öra aðsókn að Menntaskólanum í Reykjavík, enda gera t. d. Norðmenn ráð fyrir að í borg þurfi éinn menntaskóla fyrir hverja' 25.000 íbúa. í byggingarnefnd skólans eiga sæti: Kristinn Ármannsson rektor, formaður, Birgir Thorlacius ráðu- neytisstjóri og Hörður Bjarnason húsameistari ríkisins. — Hörður Bjarnason og Skarphéðinn Jóhanns son teiknuðu húsið, Jón Bei<gsteins- son sá um framkvæmd verksins,- en eftirlitsmaður með byggingunni var Ásgeir Magnússon verkfræð- ingur. Byggingarnefndin telur að sfðan framkvæmdir við þetta hús hófust hafi verkið gengið mjög vel þrátt fyrir það að óViðráðanlegar tafir hafa orðið, svo sem vegna verk- falla. Sú áætlun stóðst, að unnt væri að taka kennslustofur í þessu húsi í notkun, þegar skóli hófst í\ haust, þðtt enn séu ekki komin til landsins ýmis nýtízku kennshitæki, sem ætluriin er að taka í notiran. mexii um á MOKKA Mitt í vetrarríki Islands hef ur mexíkanskur listmálari sett upp málverkasýningu með 26 myndum, sem sýna bæði sól og sumar í Mex’ikó. eins á Islandi. Listmálarinn heitir Bernabé Gonzales Chapa, og er 35 ára gamall, frá lítilli borg í Norður Mexíkó, nálægt landamærum Bandaríkjanna. „Það er eins gott að kappklæða sig þessa dagana“, sagði hann. „Þetta veður ieiðist mér mjög“, sagði hann, „en það er dásamlegt að vera hér á sumrin". Chapa kom hingað í maí í vor og ætlaði raunar að fara að mála af fullum krafti. Mistök í send ingu á málaratækjunum urðu til þess að hann fékk dót sitt ekki fyrr en tveim mánuðum síðar. Á meðan æfði hann sig í að mála á viðarbúta með barna- setti, sem hann fékk lánað. Málverk Chapa í Mokkakaffi eru sannarlega ekki lík þeim verkum, sem undanfarið hafa hangið þar. Hann málar ekki abstrakt. Áður sýndi Chapa liér á landi fyrir þrem árum, þá í Ásmundarsal. „Sú sýning var mikill sigur fyrir mig“, segir Chapa og brosir. Innan skamms segist Chapa ætla að bregða sér utan, en veit enn ekki hvert hann ætlar ‘að halda, til New York eða jafnvei til hins fjarlæga heimalands síns. Hilmar Jénsson: Er spámaður Stalíns þjóðhetja? Opið bréf fii Benjamíns Eiríkssonar Bréf það til alþingismanna, sem þér birtuð í Vísi 11. nóv. s.l. hefur orðið mörgum undr- unarefni. I þvl bréfi setjið þér fram þá kröfu að Þorbergur Þórðarson verði heiðraður af Alþingi Is lendinga með hæstu listamanna launum okkar. Mái yðar rök- styðjið þér með þeirri furðuiegu fullyrðingu, að Þorbergur hafi verið spámaður á borð við sjá endur Biblíunnar, Orðrétt skrif ið þér: „Það er skoðun mín að á þúsund ára ævi sinni hafi fs- lenzka þjóðin eignazt einn — og aðeins einn — spámann: Þórberg Þórðarson". Það er svo að sjá að sam kvæmt söguskoðun yðar, hr. bankastjóri, séu innblásin skáld og prédikarar — menn, eins og Hallgrímur Pétursson, Matthías Jochumsspn og Jón Vídalín ekki umtalsverðir, þegar stór mennið Þórbergur Þórðarson er annars vegar. Ég hef ætið áiitið að með orðinu spámaður væri átt við mann, sem sæi fram i tímann — mann ,sem gæti sagt fyrir ó orðna hluti. Eitt sinn kallaði Þórbergur Þórðarson sjálfan sip spámann jafnvel taldi hann sie þess um kominn að leiðrétta Nýja Testamentið. Samkvæmt þeirri leiðréttingu bar bæði góð- um mönnum og vondum vist í Himnaríki saman ber lokakafla Bréfs til Láru. Og þá guðfræði hefur síðan þessi mikli „spá- maður" predikað af eldmóði. baakasfjóra Svo mjög hefur Þórbergur Þórð arson verið trúr þeirri köllun að innræta lesendum sínum aðdá- un á harðstjórum og hinni „nýju stétt“ í Paradís, að hann hefur lagt smábörnum í munn þrauthugsaðar afsakanir á of- beldisverkum einræðisherra. Bið ég yður, hr. bankastjóri, að fletta upp í Sáiminum um blómið til að fullvissa yður hvort hér sé rétt með farið. ; Sem dæmi um stefnufestu sína í andlegum og veraldleg um málum samtímans hefur Þor bergur Þórðarson einn íslenzkra Stalínista afdráttarlaust neitað að falla frá fyrri aðdáunarorð um um þann ægilega bölvald samanber síðasta hefti Máls og Menningar. „En fyrir spámanninn i Þor- bergi hefur þetta litlu breytt, seg ið þér hr. bankastjóri. Já, það kann vel að vera að fyrir vður og Þorbergi breyti það litlu hvort spásögn rætist eða ekki. Hingað til hefur sagan ekki við urkennt Þorberg Þórðarson sem annan spámann en falsspámann og ég vona fyrir hönd alira þeirra sem unna frelsi og iýð- ræði að þar á verði engin breyt- ing á ókomnum árum. Krafa yðar er tímanna tákn. Ýmsir menn hafa hér á landi varið bæði tíma og fjármunum að efla skilning okkar á freis- inu. Við höfum sem betur fer átt rithöfunda sem hafa barizt sleitulausri baráttu gegn efnis- hyggju og einræði Þér, hr. bankastjóri, gerið í yðar skeleggu grein engar kröf- ur um meiri sóma þeim til handa. Mér koma i hug menn eins og Guðmundur Hagalín, Krist mann Guðmundsson og Jónas Jónsson frá Hriflu. Sagan hefur í höfuðatriðum staðfest orð þess ara lýðræðissinna um þróun mála hér heima og erlendis. Vafalítið teijið þér þá baráttu lítils virði þegar hliðsjón er höfð 'af störfum Stalínistans fyrir fegurri heimi. Benjamín Eiriksson talar um ritsnilld Þorbergs. Ég fyrir mína parta get ekki fallizt á yfirburði Þorbergs í ævisagnagerð yfir Guðmund Hagaiín né þola rit- gerðir hans að mínum dómi nokkurn samjofnuð við ritverk Jónasar Jónssonar og Jónasar Guðmundssonar. Þér, hr. bankastjóri, getið ekki gert Þorbérg Þórðarson að spámanni með kröfu um aukn- ar fégjafir né er það á valdi Alþingis. Á sama veg og það er ekki hægt fyrir kænan útgef- anda og fésýslumanna að gera skáld úr leirskáldi með auglýs- ingatækninni einni saman. Sagan er harður dómari. Og mér leikur grunur á að hún eigi eftir að verða enn harðari í garð „ritsniliingsins" sem í Bréfi til Láru ætlaði að betr- umbæta Biblíuná. Hiirnar Jónsson

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.