Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 16

Vísir - 19.11.1964, Blaðsíða 16
y ■■ í VISIR Fimmtudagur 19. nóv. 1964 Seiukun á afgreiðsiu tækja ollihita- veitunni miklum erfiðleikum Rætt við Jóhannes Zoöga, hitaveitustjóra „Kuldakastið gat ekki komið á verri tíma fyrir okkur og segja má að þetta hafi verið röð óhappa. Dælustöðvarnar voru tilbúnar í júni og ágúst í sum ar og þá áttu tækin að koma, en svo varð seinkun á af- greiðslu þeirra frá verksmiðj- unni, sem hitaveitan á enga sök á. Þá vildi það til að ein af okkar dælum bilaði og við tók um þann kostinn að gera strax við hana, heldur en að bíða fram á vor. Ég vona svo að þetta lagist allt saman á næstunni og svipað eigi ekki eftir að koma fyrir í vetur,“ sagði Jó- hannes Zoega hitaveitustjóri í stuttu viðtali við Vísi. 1 kuldakastinu sem var eftir Framh. bls. 6 Unnið er að því að leggja meira rafmagn í stöðina skammt frá gatnam. Laugavegar og Laugamesvegar. Skuttahækkun Hannibuls fær dræmar undirtektir N’ú er unnið af kappi við uppsetningu og tengingu tækja í dælustöðinni við Fornhaga. Sveinn Guðmundsson endur- kjörinn formuður Vurður Aðalfundur Landsmála- félagsins Varðar var hald- inn í gærkveldi í Sjálfstæð ishúsinu. Sveinn Guð- mundsson var endurkosinn rormaður, og Gunnar G. Schram flutti erindi um stjórnarskipti í austri og vestri. Formaður Varðar, Sveinn Guð- ' mundsson, vélfræðingur, setti fundinn og mæltist til þess, að Baldvin Tryggvason, framkvæmda- stjóri, tæki að sér fundarstjóm. Samþykktu fundarmenn það ein- Framh ð bls. 6. Sveinn Guðmundsson Á Alþýðusambandsþinginu f gær urðu harðar umræður um skatt sambandsfélaganna til ASl og tillögu miðstjómarinnar um lagabreytingu, sem felur f sér að framvegis ráði einfaldur meirihluti atkvæða á Alþýðu- sambandsþingi upphæð þessa skatts, en hún sé ekki bundin í lögum eins og nú er. Eðvarð Sigurðsson mælti fyrir þessari tillögu til lagabreyting- ar, en næstir tóku til máls Eggert G. Þorsteinsson og Pét- ’ ur Sigurðsson og gagnrýndu ■ þessa tillögu. Sagði Eggert, að þetta mál yrði að skoðast f sam hengi við myndun stjómar ASÍ á breiðum faglegum gnjndvelli og haldast í hendur við slfka stjórnarmyndun. Pétur Sigurðs son tók f sama streng og kvað hér róttæka breytingu Engin kæru varnurliðs- ins / Keflavíkurmálinu Hefur lótið mólið niður falla Dagblaðið Tíminn skýrir frá því f morgun að engin kæra hafi borizt f Keflavíkurmálinu svonefnda, máli Jósafats Arn- grímssonar og fleiri. Segir blað- ið að vamarliðið hafi ekki taliS sig þurfa að kæra f málinu og hvað þau atriði snertir sem varða varnarliðið er málinu lok ið af þeirra hálfu. Vamarliðið lét sjálft hefja á sfnum tfma rannsókn í sam- bandi við tvo Bandaríkjamenn sem unnu á vegum þess en þeir Islendingar, sem nú eru helztu aðilar Keflavikurmálsins unnu undir stjórn þeirra. Við rannsókn varnarliðs kom f Ijós að Bandaríkjamennirnir 2 F h. S ils 6 á iögunum, sem væri lítils virði ef ekki skapaðist skilningur á því, að vandamál ASÍ yrðu bezt leyst þannig, að öll stærstu fé- lögin innan sambandsins ættu hlut að máli. Hannibal Valdimarsson, for- seti ASÍ, hafði þegar f upp- hafi þessa þings lagt áherzlu á, að hann mundi segja af sér for- sæti, ef lagabreyting þessi næði ekki fram að ganga, en til þess þarf tvo þriðju hluta atkvæða. 1 umræðunum f gær tók hann tvisvar til máls og mælti ákaft með framgangi lagabreytingar- innar. Þá tók einnig til máls Sverrir Hermannsson og sagði, að verzlunarmenn vildu stuðla að viðgangi ASÍ og þvf mundu þeir styðja frumvarp miðstjórn Framh. á bls. 6 Tækifæri - aukavinna Dagblaðið Vísir óskar eftir fólki, sem hefur bæði áhuga og aðstöðu til að taka að sér af- greiðslu blaðsins í úthverfum borgarinnar. Þetta eru góðir tekjumöguleikar fyrir fólk, sem þarf að vinna létta vinnu og getur ekki unnið að heiman. Frekari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri blaðsins í síma 11660 kl 9—11 f. h. Blaðaútg. Vísir h.f.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.