Vísir - 19.12.1964, Síða 1
VÍSIR
Tryggingastofnimm greiSir
100 milli. kr. í bætur í des.
Það hefur verið miMð að gera bæturnar en það er ávallt svo,
í afgreiðslu Tryggingastofnun- að mest er greitt út í desember.
ar rikisins síðustu daga. Fólk Mun láta nærri, að um 100
hefur verið að sækja trygginga- milljónir verði greiddar út í
tryggingabótum í þessum mán-
uði.
Sverrir Þorbjörnsson forstjóri
Framh. á bls. 6.
Kl'EPp5SKfiFT; 1
SUNDAHÖFN
.
YFlRUTSUPPDRhTTUR
t.ÁFANd - fí/SS AF
HUCSANLCCR! STÆKKUN
[Wj FYLCIRIT
/ NR. S
RIKISSTJORNIN LíGGUR TIL AÐ SOLU-
SKA TTURINN VERÐI 7,5% ÍSTAÐ 8%
Breytingatilloga við frumvarpið var lögð fram í gær
1 gper við 2. umræðu um sölu-
skattsfrumvarpið í efri deild tók
forsætisráðherra Bjarni Bene-
djktsson til máls og lýsti yfir
þVí, að ríkisstjómin hefði ákVeð
ið, að skattheimtan, sem ráð-
gerð var með frumvarpinu verði
lækkuð um l/2% verði 7,5% í
stað 8% eins og ráð var fyrir
gert.
Svarar þetta tii þeirrar upp-
hæðar sem um sé deilt þ. e.
þeirrar upphæðar, sem verja
átti til aukinna niðurgreiðslna.
Sé þetta gert til að koma í veg
fyrir, að reynt yrði að notfæra
sér misskilning, sem hér virðist
hafa átt sér stað og á það er
lögð áherzla, að enginn telji
sig hafa verið hlunnfarinn. Fer
hér á eftir úrdráttur úr ræðu
forsætisráðherra.
Við fyrstu umræðu þessa
máls þá lýsti Björn Jónsson yfir
því, að af hálfu samningsaðila
vegna Alþýðusambandsins hefði
það verið skilið svo, samkomu-
lagið sem gert var i júní í sum-
ar, að ef niðurgreiðslur yrðu
auknar á árinu til þess að halda
verðlagi niðri, þá yrði það gert
án þess að nýir skattar yrðu
lagðir á þess vegna. En það er
skýrt tekið fram af honum, að
það var einungis um niður-
greiðslur á þessu ári, sem nú er
að líða. Ég lýsti því þá þegar
yfir, að af hálfu ríkisstjómar-
innar hefði engin slík yfirlýsing
verið gefin né teldi ég, að samn
ingsaðilar af hálfu Alþýðusam-
bandsins hefðu átt ástæðu til
þess að skilje yfirlýsingar mín-
ar eða annarra, sem ég vissi
um, á þann veg heldur hefði
þvert á móti af minni hálfu
verið gefin yfirlýsing, sem hefði
átt að aðvara þá um, að þessi
þeirra skilningur fengi ekki stað
izt.
Nú hef ég átt frekari viðræð
ur við þá þingmenn sem voru
í þessum samningum af hálfu
Alþýðusambandsins í sumar os
ég hef af þeim viðræðum fylli-
lega sannfærzt um, að þeir eru
í góðri trú um sinn skilning.
•Tafnframt því, sem ég legg á-
herzlu á, að ríkisstjórnin telur,
að sinn skilningur og sá, sem
kemur fram í þessu frv. sé rétt-
ur frá hennar sjónarmiði, þ. e.
a. s. hún er í góðri trú um sinn
skiining Hér hefur því orðið
einhver misskilningur, og þar
sem ég tel það vera höfuðnauð-
syn, að hvorugur aðili hafi
nokkra ástæðu til að ætla, að
reynt sé að hlunnfara hann í
þessu máli eða nota sér mis-
skilning, sem á sér stað i góðri
trú þá hef ég lagt tii við rfkis-
stjórnina, að hún fallist á, að
skattheimtan, sem hér um ræðir
verði Iækkuð þ. e. a. s. í stað
8%, þá verði farið fram á 7>/2%
söluskatt. Það svarar nokkum
veginn til þeirrar fjárhæðar,
sem hér er um deilt.
Að lokum sagði forsætisráð-
herra, að hann áliti, að þótt
menn greindi á um lausn þess
vanda, sem nú lægi fyrir og yrði
að leysa, þá sé það frumskii-
yrði, að menn geti í góðri trú
átt viðræður og unnið eftir
beztu vitund að leysa þann
vanda, sem framundan er, og
með þeirri sannfæringu sé þessi
tillaga fram lögð.
SUNDAHÖFN BOÐIN ÚT EFTtR ARAMÓT
Gert róð fyrir 380 m. löngum bólvirkjum í Vatnagörðum
Á síðasta fundi hafnarstjórn-
ar Reykjavíkur var lögð fram
skýrsla um nýja höfn fyrir
Reykjavík svonefnda Sunda-
höfn, en teikningum og útboðs-
lýsingum að fyrsta áfanga henn
ar er nú lokið. Skýrslan er nú
til meðferðar hjá hafnarstjóra,
en síðan kemur til kasta borgar-
stjómar um ákvarðanir um
framkvæmdir. Ef allt gengur að
óskum, má reikna með, að út-
boð verði gert í byrjun næsta
árs og framkvæmdir hefjist fyr
ir næsta numar, en áætlað er,
að þessi áfangi sé um tveggja
ára verk.
Vísir átti í gær tal við Valgeir
Björnsson hafnarstjóra. Hann
sagði, að skýrslan hefði verið
lögð fram á síðasta hafnar-
stjórnarfundi og yrði hún í athug
un hjá stjórnarmönnum fram
yfir jólin. I skýrslunni er ná-
kvæm lýsing á fyrsta áfanga
Sundahafnar og einnig útboðs-
lýsing. Gert er ráð fyrir tveim
ur bólvirkjum, samtals um 380
metra löngum, þar sem nú eru
Vatnagarðar. Þessi bólvirki
mynda vinkil, þannig að garður
verður gerður út í Viðeyjarsund
við Vatnagarða og fyllt upp í
Vatnagörðum austan við garð-
inn en vestan við Kleppsskaft.
Er vinkillinn f skjóli fyrir haf-
átt..
Valgeir sagði. að Almenna
byggingarfélagið hefði haft all-
an veg og vanda af undirbún-
ingsframkvæmdunum, sem hóf-
ust fyrir fjórum árum. Fyrst í
stað var rannsakað allt svæðið
utan frá Laugarnesi og inn í
Grafarvog, en síðan beindist
rannsóknin einkum að svæðinu
við Vatnagarða, en þá hafði ver
ið gerð bráðabirgðaáætlun um
byggingu Sundahafnar í mörg-
um áföngum. í sambandi við
rannsóknimar hefur svæðið -ver
ið mælt mjög ýtarlega og fram-
kvæmdar botnrannsöknir, bæði
með bergmálsmælum og með
tvenns konar borum. Önundur
Jónsson verkfræðingur hefur
mest starfað að þessu en einnig
aðrir verkfræðingar hjá AB. I
sumar ^’oru einkum framkvæmd
ar miklar boranir á Viðeyjar-
sundi og kannaðir sjávarstraum
ar. Þessum ransóknum hefur
AB nú lokið og einnig þeirri út-
boðslýsingu, sem fylgdi í kjöl-
farið.
Á þessum slóðum hefur þegar
myndazt vísir að iðnaðarhverfi
sem mun, þegar tímar líða
fram, ná alveg utan frá Laugar
nesi inn alla voga allt austur í
Keldnaholt. Verður höfnin einn-
ig smám saman færð út, eftir
því sem þörf krefur. Samkvæmt
bráðabirgðaáætlun verður sá
hluti, sem nú á að byggja í
Vatnagörðum, rétt vestan við
miðju framtíðarhafnarinnar,
sem þarna rís á næstu áratug-
um.
Kortið er af Vatnagörðum og
nágrenni og sést þar olfustöð
B. P., Klettsverksmiðjan, Vatna
garðar og Kleppsskaft. 1. áfangi
Sundahafnar er teiknaður inn á
kortið hægra megin á myndinni
og sömuleiðis, með grönnu
striki, vinstra megin, tillaga að
öðrum áfanga Sundahafnar.