Vísir - 19.12.1964, Blaðsíða 8
8
V í S I R . Laugardagur 19. desember 1964
VÍSIR
Otgefandl: BlaSaútgáfan VISIR
Ritstjóri: Gunnar G. Schram
Aðstoðarritstjórl: Axel Thorsteinson
Fréttastjóran Þorsteinn 0. Thorarensen
Björgvin Guðmundsson
Ritstjómarskrifstofur Laugavegj 178
Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3
Áskriftargjald er 80 kr. & mánuði
1 lausasölu 5 kr. eint. — Sími 11660 (5 linur)
Prentsmiðja Vfsis — Edda h.t
Framsóknarhagfræði og
hentistefna
J>að mátti svo sem nærri geta, að stjórr randstaðan
mundi snúast öndverð út af hækkuninni á söluskatt-
inum. Mennimir, sem sátu í vinstri stjórninni frægu
og lögðu þyngri skattabyrðar á almenning en nokkur
önnur stjórn hefur gert, hafa svo sem ráð á því, að for-
dæma skattahækkanir hjá öðmm. En hvort almenn-
ingur tekur gagnrýni slíkra manna alvarlega, er annað
mál.
Tíminn sló stórt upp á forsíðu í fyrradag ræðu Ólafs
Jóhannessonar á Alþingi um hækkun söluskattsins. Ól-
afur hefur hingað til verið talinn einn gætnasti og sann
gjamasti þingmaður Framsóknar, þeirra, sem nú eiga
sæti á Alþingi. En furðuleg voru sum rök hans í þetta
sinn. Eftir því sem Ríkisútvarpið skýrði frá í fréttum,
á hann t. d. að hafa sagt, að hækkun söluskattsins væri.
til þess gerð, að draga úr neyzlu og aíiká^a^M^^efö5-^;
bólguna. — Þetta er nú hagfræðikenning í lági! Hvað
skyldu hagfræðingar almennt segja um hana?
Annað atriði í ræðu prófessorsins var einnig mjög
athyglisvert, með hliðsjón af fortíð Framsóknarflokks-
ins í því máli, sem þar var tekið til meðferðar. Hann
sagði að sveitarfélögin væru illa sett, helzti tekjustofn
þeirra væru útsvörin, en þau þyrftu að lækka og því
yrði að sjá sveitarfélögunum fyrir öðrum tekjustofn-
um, m. a. með því að meira af söluskattinum yrði látið
renna til þeirra.
Þetta er ekki ný hugmynd, en það er nýtt að Fram-
sóknarmaður beri hana fram. Síðast þegar Sjálfstæð-
ismenn voru með Framsókn í ríkisstjóm, beitti núver-
andi fjármálaráðherra sér fyrir því á Alþingi, að sveit-
arfélögin fengju hluta af söluskattinum. Þá var núver-
andi formaður Framsóknarflokksins fjármálaráðherra.
Jann hafði þá ekki betri skilning á fjárhagsvandamál-
ím sveitarfélaganna en svo, að hann hótaði að segja af
ér, ef tillaga Gunnars Thoroddsens hlyti samþykki
ingsins! Það er ekki ofsögum sagt, að erfitt sé að átta
ig á „stefnu“ Framsóknarflokksins frá ári til árs, hvað
á um lengri tímabil.
Hækkunin er nauðsynleg
^unnar Thoroddsen færði fyrir því fullgild rök á Al-
þingi, að hækkun söluskattsins er nauðsynleg, til þess
ð geta staðið straum af niðurgreiðslunum, sem ekki
var gert ráð fyrir í fjárlögum 1964. Ríkisstjórnin telur
ótækt að afgreiða fjárlög með greiðsluhalla og vill ekki
því efni fremur en öðrum fara að dæmi Eysteins Jóns-
sonar. Framsóknarmenn verða að sætta sig við það, að
oeirra fordæmi í landsstjóm er ekki talið eftirbreytnis-
vert af núverandi stjómarvöldum.
Hugleiðingar um fagra bók
JJið litla þjóðfélag íslendinga
á fjariægri kaldri eyju í
Norðurhöfum lagði vissulega
stóran skerf til heimsmenning-
arinnar með fornbókmenntum
sínum. En samt er það ekki
nema eðlilegt, að hún hefur ver-
ið miklu meira þiggjandi en veit
andi í samskiptum sínum við
aðrar þjóðir á menningarsvið-
inu. Sem þátttakandi í evrópska
menningarsamfélaginu hafa ís-
lendingar alitaf verið opnir fyr-
ir þeim stóru og voldugu menn-
ingarstraumum, sem komið hafa
sunnan úr álfu. Þjóðin hefur
jafnan reynt að aðlaga þessi út-
lendu áhrif að eigin þjóðtungu
og siðum. Sum þeirra hafa ver-
ið æskileg og miðað til framfara,
önnur valdið henni böli. En það
er fjarstæðukennt, að ætla sér
að loka fyrir slík erlend áhrif.
Við erum einu sinni evrópsk
þjóð og það er óhjákvæmilegt
að við fylgjum tímanum.
Saga íslendinga er í rauninni
ekkert annað en frásögn af því,
hvemig erlend áhrif héldu stöð-
ugt áfram að streyma inn í land-
ið, hvernig þau ollu gerbylting-
um hvað eftir annað, hvernig
íslendingar brugðust gegn þeim
og gerðu þau að sínum. Þannig
má rekja hvern þátt sögunnar
af öðrum, gengi kaþólsku kirkj-
unnar, siðbótina, einvaldsskipu-
iagið, hreintrúarstefiyma, síðan
húmanismann og verzlunarfrels.
ið og þjóðfrelsisbaráttuna. Það
er því mjög mikill misskilning-
ur, þegar ýmsir lýðskrumarar
eru að þruma um þaðaðviðverð
um að berjast gegn erlendum
menningaráhrifum. Þáð er fjar-
. stæðukennt að við gætum af-
. lokað okkur frá umheiminum,
hitt er þýðingarmeira að við
eigum til menn með gáfum og
hæfileikum til að endurfæða hin
erlendu áhrif í nýjum sköpunar-
krafti.
JTg set hér á blaðið þessar hug-
leiðingar í tilefni þess, að ég
hef nú síðustu daga verið að
glugga nokkuð í frábærlega
vönduðu og skemmtilegu verki,
sem Almenna bókafélagið hefur
gefið út og kallast Kvæði og
dansleikir. Bók þessi er samin
af Jóni Samsonarsyni magister.
Er hún í tveimur bindum og er
þar bæði að finna ritgerð höf-
undarins um fslenzka dansleiki
á miðöldum og síðan er birt
hér heildarsafn þessa merkilega
miðaldaskáldskapar.
Einhvern tíma á 13. öld eða
í kringum aldamótin 1300 varð
ein stórfelldasta menningarbylt-
ing, sem orðið hefur með þjóð
okkar. Það sem þá gerist er að
hinn forni skáldskapur og sagna
gerð er að líða undir lok. Áhrif-
in frá eriendum menningarstefn
um streyma inn í landið. Það
má segja, að þessi breyting hafi
verið sorgleg og hörmuleg fyrir
okkur, því að þar með lýkur
gullöld íslenzkra bómennta. —
Hafcí þetta geysivíðtæk áhrif,
n. a. misstu íslenzk skáld, sem
verið höfðu hirðskáld í öðrum
löndum, áhrif sín og aðstöðu og
útilokast fslendingar með öll-
um þessum breytingum frá
þeirri forustu sem þeir höfðu
haft á menningarsviðinu.
'|?n við verðum líka að gera
okkur ljóst, að hin íslenzka
sagnritun gat ekki staðið óbreytt
til eilífðarnóns, Svo virðist sem
smekkur og tízka hafi breytzt
svo við áhrifin frá hinum er-
lendu menningarstraumum að
um tíma hafi jafnvel lítið þótt
koma til íslenzku sagnagerðar-
Jón Samsonarson
innar, hún þótt fornfáieg og
gamaldags.
Annars er einkennilega lítið
vitað um það, hvernig þessi nýja
list breiddist út um ísland. Get-
ur jafnvel verið að það stafi
af því að sagnaritararnir hafi
haft ímugust á þessum keppi-
nautum sínum og viljað sem
minnst um þá tala. Það er t. d.
víst, að þessari nýju listastefnu
fylgdi dans, en þó er ekki með
öllu ljóst, hvort ísland var áður
danslaust þjóðfélag.
Hitt er jafnvel ennþá þýðing
armeira, að það sem fylgdi
nýja timanum var tónlist. dans
arnir voru sungnir við raust.
Aður hafði kaþólsk kirkjutón-
Iist komizt inn í landið en samt
er það tónlistin, sem er að ryðja
sér til rúms í allri Evrópu og
fyrir þeim krafti fær ekkert
staðizt. Þó er lítið vitað um lög
þau sem fylgdu dönsunum á ís-
landi. En það eru kvæðin, hin
svokölluðu fornkvæði og dans-
ar, sem hafa margir varðveitzt.
Vist hafa margir tekið þess-
um skáldskap fálega í fyrstu,
talið hann herfilag arland áhrif.
En hið gamla varð sem ætíð að
lúta og svo fór, að þessi nýja
skáldskapargrein varð ekki síð-
ur að tilfinningu íslenzkrar
menningar. Það finnur maður
glöggt þegar maður les yndis-
fögur og hugljúf kvæði í þessari
bók. Þau eru fyrir löngu orðin
hjartslög okkar þjóðar. Þannig
gat það sem illt var talið færzt
okkur til blessunar. Og einkenni
legt er það t. d., að þegar ungt
skáld tók nú á þessari öld að
slá hörpu sína, þá mátti heyra
í lagi hans þessa sömu hljóma,
svo sterkt er þetta lag enn, að
hljómur þess er e. t. v. það sem
sterkustu áhrifin hefur í skáld-
skap Davíðs Stefánssonar.
Jþetta áttu aðeins að vera fá-
ein orð, hugleiðing yfir einni
fegurstu og beztu bókinni, sem
komið hefur út fyrir þessi jól.
En út frá þessu Ieiðist hug-
urinn til þeirrar nýju og raunar
gömlu baráttu, sem sumir eru
enn að berjast, — gegn „erlend-
um áhrifum". Er þetta ekki eins
og alltaf, bardagi við vindmyll-
ur. Er það ekki barnalegt hjá
okkar menningarboðberum, að
vera að berjast gegn sjónvarpi.
Væri ekki nær fyrir þá að skilja
tímanna tákn og gera sjálfa sig
færa um að nota þessa nýju
tækni, fara og Iæra tökin við
matreiðslu efnis til sjónvörpun-
ar.
í áratugi hefur annað verk
tækninnar hljóðalaust tekið hér
völdin það er grammófónninn,
sem hefur valdið því að það
hallast á klakknum og tónlistin
orðin svo mikil að hún er farin
að æra okkur. Gegn þessu hafa
orðsins menn staðið varnarlaus-
ir. En er eki líklegt að sjónvarp-
ið eigi eftir að jafna metin þar.
ef menntáfrömuðumir fást ein-
hvern tíma til að gera eitthvað
gagnlegra en jarma sinn and-
mælasöng gegn framþróuninni.
Þorsteinn Thorarensen.
Minning Magnúsar
skáids Stefánssonar
Kristinn Ólafsson:
Örn Arnarson.
Bókaútgáfa Menningarsjóðs
Reykjavík 1964.
Þetta er ekki stór bók, enda
gefin út sem ein af smábókum
Menningarsjóðs, en bókin er samt
næsta kærkomin öllum þeim,
sem áhuga hafa á skáldskap og
eru ekki þannig farnir, að um
þá megi segja, eins og kerlingin
sagði um sjálfa sig: „Ég er stein
blind á öðru auganu og fjandinn
hafi þá glætuna ég sé með hinu.“
Kristinn Óiafsson sem leng'
var fulltrúi bæjarfógetins í Vest-
mannaeyjum og síðan í Hafnar-
firði. var mikfll vinur Magnúsar
Stefánssonar og átti unptök að
því, að Illgresi kom út, hann kast
aði jafnvel útgáfu þeirrar bókar
Hann mat skáldið og manninn
meira en aðra menn og þekkti
hann betur en flestir eða máske
allir aðrir. Að skáldinu látnu
hafði Kristinn aðgang að ýmsum
ærið fróðlegum gögnum um lff
hans og skáldskap. Kristinn flutti
útvarpsfyrirlestra um Örn Arnar-
son árið 1951, og eru þeir aðal-
uppistaða þessarar bókar, sem
Hannes skáld Pétursson hefur bú-
ið til prentunar af nærfærni og
smekkvísi. Hannes hefur skrifa?
formála fyrir kveriu
í því kynnast menn ævi skálds-
ins furðú mikið, og einnig gerð
Framh á bls. 6
a