Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 1

Vísir - 23.12.1964, Blaðsíða 1
VISIR 54. árg. - Miðvikudagur 23. desember 1964. - 285. tbi. Vísir óskar öllum lesendum sínum, nœr og fjcer, gleðilegra jóla Fjárhúsið á Betlehems völlum Um jólin hverfa hugir okk- ar til Betlehemsvalla, til fjár- hússins þar sem hin fátæka móðir fæddi son sinn og Iagði hann reifaðan í jötu. í kaþólsk- um sið tíðkast það miög á jól- unum, að menn geri eftirlík- ingar af fjárhúsinu og jötunni. Þar setja menn upp mynd af Maríu guðsmóður með barnið, Jósef, hjarðmönnunum sem heyr'ðu hinn himneska boðskap og vitringunum þrem frá Aust- urlöndum. í morgun kom ljós- myndari Vísis í Landakotsspítal ann. Þar var nunnan María Delfine að setja upp jólamynd- ina. Hún er orðin vön því verki, því að hún hefur annazt það alla tíð síðan 1938. Myndin sýn- ir hana með jólafjárhúsið. Ljósm. Vísis I.M. Fjárlögin samþykl Alþingi frestað til 1. febrúar í gær var seinasti fundur sam einaðs þings og jafnframt AI þingis fyrir jólaleyfi. Forsætis- ráðherra, Bjarni Benediktsson, mælti þar fyrir þingsályktunar tillögu um að fundum Alþingis verði frestað til 1. febrúar n.k. en ef þurfa þykir verður það kall dij saman fyrir þann tíma. Sagði hann þetta vera gert í samráði við hina þingflokkana, og þessi tillaga sé til staðfestingar á þvi samkomulagi. í lok fundarins las hann upp forsetabréf þessu til staðfestingar. Síðan hófst atkvæðagreiðsla um fjárlög fyrir næsta ár. Tók sú atkvæðagreiðsla alllangan tíma, þvf margar breytingartil lögur höfðu komið fram við frv. bæði frá fjárveitinganefnd og einstökum þingmönnum. Tillög ur fjárveitinganefndar voru all ar samþýkktar en tillögur ein- __ I Betlehem er barn oss fætt Helgileikur / Eyrarbakkakirkju A sunnudaginn var fluttur helgileikur í Eyrarbakkakirkju ab frumkvæði séra Magnúsar Guðjónssonar sóknarprests, konu hans og þýzkrar konu á Eyrarbakka, Rut Moen. 40 Eyr bekkingur, ungir og gamlir, tóku þátt í helgileiknum, og kirkjan var troðfull af kirkjugestum. Á Eyrarbakka búa aðeins 480 manns. Helgileikurinn nefndist í Betle hem er bam oss fætt og var jóla guðspjallið uppistaða hans. Að mestu var efnið þýtt úr þýzku en ofið í íslenzkt efni, einkum sálr/.ar, sem allir kirkjugestir tóku þátt i. Mikill helglblrur hvíldi yfir athöfn þessari. Mynd in er af Maríu mey með börnið og Jósef, manni hennar. Þetta mun vera cnnar heigi leikurinn, sem fluttur er hér á landi á síðar; órum. Árið 1958 var Rartímeus blindi eftir séra Jakob Jónsson fluttur í Bessastaðakírkju og Akureyrar kirkju. Þctta pýja framtak Eyr- bekkinga er miön lofsvert, en leiklist hefur uni langan aldur fylgt kristinni kirkju og helgi leikir verið sjálfsagðir þættir i guðsþjónustum á st-árhát.ð'im kirkjunnar. — Ljösm. S.H. / gær Vegir víðast hvar stakra þingmanna flestar felldar og frv. síðan afgreitt sem lög frá Alþingi. Niðurstöðutölur fjárlaga, eft ir þær breytingar, sem hafa orð ið á því í meðförum þingsins eru þessar í sjóðsyfirliti: Tekjur 3529 millj. kr. gjöld 3512 millj. kr. og greiðsluafgangur því 17 millj. kr. Á sameinuðu þingi í gær voru kosnir fulltrúar úr hópi þing manna til Norðurlandaráðs og hlutu þessir menn kosningu: Framh. á 13. sfðu. færir á Færð á vegum er óbreytt frá þvi sem hún hefur verið undanfarna daga, að því undanskildu þó, að hálkan hvarf við hlákuna, en eðja myndaðist víða á vegunum i stað- inn, einkum sunnanlands. Bílar komast auðveldlega frá Reykjavík um allt Suðurland, vest- landinu ur um Snæfellsnes og Dali og allt vestur í Reykhólasveit. Norðurlandsvegur er fær öllum bílum til Húsavíkur, en úr því er aðeins fært jeppum og stórum bfl- um áfram til Raufarhafnar, Þórs- hafnar og Vopnafjarðar. Á Austurlandi eru vegir yfirleitt auðir, en á Suðurfjörðum einkum, hafa þeir spillzt nokkuð vegna leys inga, sumpart runnið úr vegum eða jafnvel aurskriður fallið yfir þá. Á Suðurlandi og í Borgarfirði blotnuðu vegir talsvert og mynd- aðist víða á þeim eðja, sem tafði fyrir umferðinni. VÍSIR Síðasta blað fyrir jól VÍSIR í dag er síðasta blaðið, sem út kemur fyrir jól, þar sem ekki er unnið í prentsmiðjum á aðfangadag. Blaðið er 32 síður í dag og birtist þar fjölbreytt efni, greinar, viðtöl, jólakross- gátan og verðlaunagetraun. Að þessu sinni eru stóru brandajól, þriðja i jólum ber upp á sunnudag. Vísir kemur þvf næst út mánudaginn 28. des- ember. n_________________J (KÍ*>«i^>«íC£55*í5>ffS>S>5>e><«>e>;5>S>«>e*5>2>5>2>5>S>S>e>5>e>:5>®'5:l

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.